Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGOST 1985 AF ERLENDUM VETTVANGI éftir ARLEN J. LARGE Innflytjendur halda oft stíft í gamlar hefðir. Hér dansa nokkrir mexíkanskir innflytjendur í Arizona hefðbundinn hátíðardans. Spænska að ná yfirhönd inni í Bandaríkjunum? Samtök stofnuð til að standa vörð um ensku BANDARÍKIN hafa í gegnum tíðina skotið skjólshúsi yfir innflytjendur frá öllum heimshornum og hafa þeir flestir aðlagast bandarísku þjóðlífi á skömmum tíma. Margic viðhalda þó gömlum hefðum og tungu þess lands sem þeir komu frá og miðla jafnvel til næstu kynslóða. Mikið ber á fólki af spænsk- um uppruna í Bandaríkj- unum og kemur það flest frá Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu og öðr- um ríkjum Suð.ur-Ameríku. Hefur innflutningur þess verið í svo miklum mæli að mörgum ensku- mælandi sem fyrir voru í þeim landshlutum sem spænskumæl- andi fólkið settist að, finnst nóg úm. Þar má sjá. leiðbeiningar, fyrirmæli, verslanaheiti og stað- arnöfn þýdd á spænsku og sums staðar í Suðurríkjunum heyrist spænska töluð oftar en enska. Hafa enskumælandi menn í sum- um þessum ríkjum myndað með sér samtök til að berjast gegn því að spænskan nái yfirhöndinni, eða standi jafnfMis ensku í þess- um ríkjum. Samtökin berjast nú fyrir því að bætt verði við stjórnarskrána ákvæði, þar sem stendur að ensk- an ein sé hið opinbera tungumál Bandaríkjanna. Aðalmarkmið samtakanna er að koma í veg fyrir að spænska verði viðurkennd sem önnur þjóð- tunga landsins, líkt og franska er viðurkennd til jafns við ensku í Kanada. Fremstur í flokki baráttumanna er öldungadeildar- þingmaðurinn fyrrverandi frá Kaliforníu, Samuel I. Hayakawa. Hann fæddist í Kanada, sonur japanskra innflytjenda, og segir hann að stjórnarskrárákvæðið mundi hvetja alla nýja innflytj- endur til að læra ensku; „eins og foreldrar mínir þurftu að gera“. Rúmlega 26 milljónir Banda- ríkjamanna tala annað tungumál en ensku heima hjá sér og er það 11% af íbúatölu landsins. Helstu erlendu tungumálin eru þýska, franska og ítalska og tala um 1,6 milljónir íbúa hvert þeirra. Spænskan á samt metið. Hana tala um 12,6 milljónir Banda- ríkjamanna heima hjá sér og samkvæmt tölfræðiíegum út- reikningum eru Bandaríkin því* sjöunda stærsta spænskumælandi þjóð í heiminum. Efst á listanum er Mexíkó, því næst Spánn og eru Bandaríkin á eftir Venezúela, en á undan Chile og Kúbu í röðinni. Yfir 140 útvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum útvarpa á spænsku og hundruð annarra útvarps- og sjónvarpsstöðva bjóða upp á nokkurra klukkustunda dagskrá á spænsku í hverri viku. Frelsisstyttan. Verður hún og allir íbúar Bandaríkjanna altalandi á bæði ensku og spænsku eftir nokk- ur ár? Stjórnarskrárfumvarpið hefur hlotið dræmt fylgi innan Banda- ríkjaþings enn sem komið er, en þó hafa sum ríki sett sérstök lög þar ðem enskan er ein viðurkennd. Þeir sem helst berjast fyrir slík- um lögum í Flórída safna nú und- irskriftum til stuðnings frum- varpi um að öllum beri að tala ensku þar og vilja þeir að gengið verði til atkvæða um frumvarpið í næstu kosningum. Mikið er um spænskumælandi fólk í Flórída og flest er það mjög hreykið af uppruna sínum. Er þvi Flórída talinn erfiðasti hjallinn fyrir baráttumenn enskufrum- varpsins og sagði Steve Workings, helsti talsmaður samtakanna, að tækist þelm að buga spænsku- áhrif á Flórída, væri það hægt alls staðar annars SUtðar í land- inu. Það sem helst angrar ensku- mælandi fólk í Bandaríkjunum er að þeim finnst innflytjendurnir, líkt og Frakkarnir í Kanada, ekki hafa nokkurn vilja né áhuga á að aðlagast bandarísku, enskumæl- andi þjóðlífi. Þó eru aðrir sem vilja meina að fólk af spænskum uppruna samlagist þjóðlffinu al- veg jafn hratt og aðrir innflytj- endur, en erfitt sé að koma auga á það, þar sem nýir innflytjendur komi stöðugt í stað þeirra sem að- lagast hafa bandarísku þjóðlífi. Einnig fer samlögunarhæfnin mikið eftir búsetu innflytjend- anna; þeir sem búa í samfélagi þar sem lítið er um aðra spænsku- mælandi innflytjendur, neyðast yfirleitt til að læra ensku sem fyrst, en þeir sem búa í hverfum spænskumælandi manna, geta oftast komist leiðar sinnar án þess að kunna orð í ensku. Bandaríkin eru ekki ein um þetta vandamál. í Kína efu taiað- ar margar mállýskur, sem og í Sovétríkjunum, Sviss og í fyrrum nýlendum Evrópuþjóðanna í Afr- íku. Á Indlandi, í Kanada og Belgíu hafa verið framin morð vegna þess eins að fórnarlambið talaði annað tungumál en morð- inginn.' Enskan ræður þó enn ríkjum í Bandaríkjimum og ekki kemur oft til þess að menn reiðist svo mikið við þá spm mæla á erlenda tungu, að morð hafi verið framin. Sam- kvæmí íbúatalningu frá 1980 sagðist rúmlega þriðjungur íbú- anna tala ensku annað hvort „mjög vel“ eða „vel“. Sagan hefur sýnt að í fiestum tilfellum hefur innflytjendum verið nauðsynlegt að læra ensku, þó ekki sé nema til að komast af fjárhagslega. Stjórnmálamaður einn, sem er af spænsku bergi brotinn, heldur því fram að slíkt gerist enn, jafnvel í borgum sem Litlu-Havana á Miami, þar sem meirihluti íbúanna er spænsku- mælandi. Hann heldur þvi fram ao börn innflytjendanna tali flest ensku og samlagist þjóðfélaginu vel. Terry Robbins, sem býr í út- hverfi Litlu-Havana, er á önd- verðum meiði. „Þegar fyrstu inn- flytjonduyiir komu hingað, sögðu þeir að ailir mundu aðlagast. Það hefur ekki gerst. Hér er nauðsyn- legt að tala spænsku, en enskan er aðeins aukageta. Að mínu áliti ætti hið gagnstæða að gilda." Robert Melby, augnlæknir í St. Petersburg á Flórída, skipuleggur nú mikla undirskriftasöfnun í rík- inu og vonast hann til að ná um 500.000 undirskriftum til stuðn- ings enskufrumvarpinu. Hann tel- ur að um öll Bandaríkin sé fólk smátt og smátt að sætta sig við jafnt vægi spænsku og ensku, eins og t.d. að fólki sé leyft að taka skriflegt bílpróf á spænsku og at- kvæðaseðlar séu þýddir á spænsku. Einnig berst hann gegn styrkjum hins opinbera til kennslu í grunnskólum á spænsku. „Það sem við erum að reyna að gera er að senda ríkisstjórninni skilaboð,“ segir Melby. Skilaboð- in: að gera ensku að þjóðtungu Bandaríkjanna. Þýtl úr The Wall Street Journal Gaslekinn í Vestur-Virginíu: Býðst til að greiða allan lækniskostnað Vestnr-Virginíu, Bandarikjunum, 13. áfrúst. AP. UNION Carbide hefur boðist til að greiða lækniskostnað þeirra 135 manna, sem urðu fyrir eiturverkunum af völdum gasleka í verksmiðju fyrirtækisins í Institute í Vestur-Virginíu, en vísað á bug fullyrðingum um að gasið, sem þarna var um að ræða, sé eins hættulegt og gasið, sem varð 2.000 manns að bana í Bopal á Indlandi. Stjórnendur fyrirtækisins við- urkenndu í gær, mánudag, að starfsmenn verksmiðjunnar hefðu í fyrstu talið, að um óverulegan leka væri að ræða, og af þeim sök- um látið undir höfuð leggjast að gera stjórnvöldum viðvart strax. Sex starfsmenn urðu fyrir eitr- un og 125 manns úr nágrenni verksmiðjunnar þurftu á lækn- ismeðferð að halda. Þúsundir manna urðu að hafast við innan- dyra í húsum sínum. eftir að eitur- gasið slapp út á sunnudag. í dag mun nefnd háttsettra eft- irlitsmanna ríkisins rannsaka. verksmiðjuna. Danskir sjómenn í verk- falli vegna síldarkvóta Kaupnunnahofn, 11. ágúst. AP. SJÓMENN í fjórum helstu veiðibæj- um Danmerkur fóru í verkfall á laug- ardag og sögðu á sunnudag að þeir héldu ekki aftur til veiða fyrr en danska ríkisstjórnin yki síldarkvót- ann. Eftir deilur sem upp komu í síð- ustu viku milli fiskeftirlitsmanna og -sjómanna þar sem fiskeftirlits- mönnum var meinaður með valdi aðgangur að höfnum ákváðu sjó- menn í fjórum hafnarborgum á Jótlandi; Fredrikshavn, Hirtshals, Strandby og Skagen, að hætta öll- um veiðum. „Það er næg síld í sjónum. Ef við megum ekki veiða hana, þá hættum við veiðunum,“ segir Knud Dam- baard, formaður stéttarsambands sjómamna í Hirtshals. Hann sagði í viðtali við AP að reglur og kvótar Evrópubandalags- ins samræmdust ekki ástandi fisk- stofna í hafinu. Samkvæmt reglum Evrópu- bandalagsins má síldarhluti í afla ætluðum í fiskmjöl ékki fara yfir tíu prósent. . Að sögn sjómanna er síld það mikil í Norðursjó að þeir eiga í erf- iðleikum með að halda mg innan tíu prósent markanna. Undanfarnar vikur hafa fiskéft- irlitsmenn rekist á allt að 90 pró- sent síldarhlut í afla og hafa sjó- menn verið sektaðir eða afli þeirra gerður upptækur. Talsmenn sjómanna eiga fund með Henning Grove, sjávarútvegs- ráðherra Danmerkur, í dag, þHðju- dag, þar sem lausna verður leitað á málinu. . Hefur Grove lýst yfir undrun sinni á aðgerðum sjómanna vegna þess að núverandi regla um að síld megi ekki nema meiru en tíu pró- sentupi afla ætluðum í fiskmjöl sé sýnu hagstæðari en undanfarin ár. Ráðherrann sagðist vona að lausn fyndist á deilunni svo aú»sjó- menn gætu hafið veiðar á nýjan leik. Sri Lanka: Stjóínvöld hafna meg- inkröfum Tamila -Nýju Delhí, Indlandi, 13. ágúst. Al*. YFIRVÖLD á Sri Lanka hafa sett þau skilyrði fyrir áframhaldanjjj samn- ingaviðræðum. við aðskilnaðarhreyf- ingu Tamila, að skæruliðasveitirnar leggi niður vópn og loki þjálfunarbúð- um sínum. Samningaviðræðurnar hafa farið •fram í Bhútan með tilsjón Indverja, og sagði Hector W. Jayewardene, aðalsamningamaður Sri Lanka- stjórnar, á mánudag, að skærulið- um yrði tryggð sakarup’pgjöf, er fyrrnefndum skilyrðum hefði verið fullnægt. Enn fremur hafnaði Jayewardene fjorum meginkröfum Tamila og sagði að þær jafngiltu kröfum um stofnun sérstaks ríkis, og slíkt kæmi aldrei til mála af hálfu ’stjórnvalda. Búist var við að Jayewardene legði í dag, þriðjudag, fram tillögur um aukið sjálfstæði og heimastjórn Tamila. * Kína: Uppvíst um stórfellda fjárglæfrastarfsemi Peking, 12. faúst AP. BARNASKOLAR, bankar, dagblöð og bændur voru meðal þeirra 960 aðila, sem rökuðu til sín andvirði um 720 þúsunda dollara (um 29.520.000 ísl. kr.) í mesta fjármálahneyksli, sem um gctur í Kína, að því er fréttir frá hinu opinbera hermdu í dag, mánudag. Hneykslið, sem uppvist varð um um dollara til að kaupa varning- 31. júlí sl., varðar vöruinnflutning inn fyrir í Hong Kong og víðar. til eyjarinnar Hainan á Suður- Loks voru vörurnar seldar hvar Kínahafi og fjársvikastarfsemi í seæ kaupandi fannst í Kína. tengslum við hann. Vörur sem Bankarnir á Hainan fengu fluttar voru tollfrjálsar til eyjar- „ómakslaun", bíla á afsláttarverði innar voru seldar á tvöföldu og *eða litasjónvarpstæki, fyrir að lána til innflutningsstarfseminn- ar, að sögn vikuritsins Peking Review. Alls hafa um 143 mál, er varða fjársvik, mútuþægni og aðra fjár- glæfrastarfsemi, verið rannsökuð í sambandi við Hainan-hneykslið, og hafa fjórir menn verið kærðir fyrir að hafa stungið sem svarar 300 þúsund dollurum eða meira í eigin vasa sem ágóða af viðskipt- unum. Æðsti embættismaður stjórri- arinnar á Hainan, Lei Yu, og að- stoðarmaður hans hafa ásamt fleiri embættismönnum fengið harða áminningu fyrir að hafa látið sem þeir vissu ekki af ósóm- anuip. þreföldu verði frá 1. janúar 1984 til 5. mars 1985. Árið 1980 var leyfður frjáls inn- flutningur á bílum og 16 neyslu- vörutegundum á Hanian í því skyni að örva vanþróað atvinnulíf eyjarinnar. Var leyfið bpndið við, að sala og neysla varanna ættu sér einungis stað á Hainan. Fjölmargir aðilar, allt frá skól- um og barnaheimilum til stjórn- arskrifstofa, hófu þá að stunda innflutningsverslun og nutu til þess þegjandi samþykkis embætt- ismanna á eyjunni. Lögðu við- komandi fram beiðnir um að mega kaupa bifreiðir eða aðra hluti, tóku bankalán í kínverskum peningum og urðu sér því næst úti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.