Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 JMfagttnltfflifrftf Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Nýr litur á vagna SVR Ferskfísksalan til Grimsby og Hull: Helmingurinn frystur og seldur i samkeppni við íslenzka blokk Fjöldi farþejía sem ferðast með Strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) skiptir milljónum á ári hverju, hann er raunar á annan tug milljóna. Tölur sýna að notkun vagnanna hefur heldur minnkað hin síðari ár en vegalengdin sem þeir aka eykst jafnt og þétt frá ári til árs. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að endurskoðun á leiða- kerfi vagnanna. Skiptir miklu, að kerfið sé jafnan við það mið- að, að vagnarnir nýtist sem flestum borgarbúum sem best en veiti þeim einnig viðunandi þjónustu, sem í afskekktari hverfum búa, ef svo má að orði komast um einhver hverfi sjálfrar höfuðborgarinnar. Fyrir þá sem vinna í miðborg- inni getur það sparað fé, tíma og fyrirhöfn að venja sig á að nota vagna SVR. Menn gætu rétt ímyndað sér, hvernig umferðar- öngþveitið væri í miðborg Reykjavíkur, ef strætisvagn- anna nyti ekki við. Þeir, sem nota SVR, þurfa ekki að aka um bæinn í leit að bílastæðum upp á von og óvon, en örugg stæði fyrir bíla í miðborginni þykja gulls ígildi og greiða fyrirtæki og einstaklingar stórfé fyrir þau. Sá sem treystir á strætis- vagninn veit, að skipuleggi hann tíma sinn rétt, getur hann geng- ið að „sínum" bíl vísum við Lækjartorg eða annars staðar á réttum tíma og komist þangað sem hann vill án þess að hafa af því frekari áhyggjur eða kostn- að en sem fargjaldinu nemur. Um fargjöldin er ekki deilt nema í þann mund sem þau hækka. Rimmunni milli borgar- yfirvalda og verðlagsyfirvalda á sínum tíma lyktaði með því, eins og auðvitað var rétt, að borgar- stjórn, kjörið stjórnvald borgar- anna, hefur síðasta orðið, en ekki ráðherraskipaðir embætt- ismenn eða fulltrúar annarra í verðlagsráði. Vagnar SVR setja mikinn svip á borgarlífið. Þeir eru óaðskilj- anlegur hluti af bæjarbragnum. Nú hefur verið tilkynnt, að ætl- unin sé að mála strætisvagnana í nýjum lit. í Morgunblaðinu í gær var birt mynd af þeim eina vagni, sem hefur verið málaður í hinum gula lit i tilraunaskyni. Fram kemur að liturinn er val- inn að danskri fyrirmynd. Stjórn SVR hefur samþykkt að skipta um lit á vögnunum, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um nýja litinn. Það liggur þó dálitið á henni, þar sem nýir vagnar eiga að koma hingað síðla þessa árs og vera í hinum nýja lit. Það skiptir miklu að „réttur" litur sé valinn á Strætisvagna Reykjavíkur. Kosturinn við þann lit, sem þeir bera núna er sá, að hann fellur vinalega að umhverfinu. Ókosturinn við hann er einmitt þetta, strætis- vagnarnir skera sig ekki nægi- lega úr í umferðinni. For- svarsmenn SVR benda réttilega á það, að guli liturinn kalli á athygli. Vegna þess hve hér er um mikilvægan þátt borgarbragsins að ræða er ástæða til að velta því fyrir sér, hvort forráðamenn SVR ættu ekki að mála vagna í öðrum litum en þessum gula, einnig í tilraunaskyni. í Morg- unblaðinu í gær segir Júlíus Hafstein, varaformaður stjórn- ar SVR, „að viðbrögð fólks hefðu yfirleitt verið góð við þessum gula vagni“. Hér skal réttmæti þessarar fullyrðingar ekki dreg- in í efa. Hitt er þó jafnljóst, að þeir eru margir, sem eru andvíg- ir því, að þessi guli litur verði settur á alla vagna SVR. Við val á lit, hvort heldur á strætisvagna eða annað, er aldr- ei unnt að gera eins og öllum líkar. Smekkur manna er svo misjafn. En allir geta haft skoð- un á litum og tekið afstöðu til þess, hvort þeim finnst þessi lit- urinn eða hinn fara vel. Þótt guli liturinn, sem er á tilraunavagninum, hafi reynst vel í Kaupmannahöfn, kann allt annað að eiga við hér á landi. Hingað til hafa menn almennt litið á rauða Iitinn sem öryggis- lit, svo sem sjá má á hættuljós- um slökkviliðs, sjúkrabíla og lögreglu. Hinir heimsfrægu strætisvagnar í London, sem í hugum margra eru tákn stór- borgarinnar, eru rauðir á litinn. Á síðari árum hefur það færst í vöxt hjá þjóðum, ekki sist þeim sem sem almennt eru taldar hafa náð lengst í siðmenning- unni, svo sem hjá frændum okkar á Norðurlöndunum, að hættuljós lögreglu og annarra eru blá. Þykir það gefa góða raun til að skera sig frá rauðum ljósum á almennum ökutækjum. Stæðu borgaryfirvöld í Reykjavík frammi fyrir því að velja á milli rauðra strætis- vagna eða blárra, þarf enginn að efast um niðurstöðuna. Það er kannski gert til þess að komast hjá slíku vali, að málað hefur verið aðeins í einum lit, gulum, í tilraunaskyni. Hvers vegna eru strætisvagnarnir ekki sýndir í fleiri tilraunalitum á götum höfuðborgarinnar? Ekki væri úr vegi að leyfa þeim milljónum farþega, sem nota vagnana ár hvert, að segja sitt. álit, áður en endanleg ákvörðun er tekin. EK MÖGULEIKI á því að fiskmark- aðarnir í Hull og Grimsby geti dag- lega tekið á móti meiru en 1.000 lestum af fiski, mest öllu frá fslandi fyrir 50 til 60 krónur á kfió að með- altali? Flestum finnst þetta senni- lega fjarlægur möguleiki, jafnvel fjarstæða, en einn af umsvifameiri fiskkaupmönnum í Grimsby telur markaðinn fyllilega taka við þessu magni, sé um stöðugt framboð að ræða allan ársins hring og gæðum fisksins sé ekki ábótavaut. Hann segir að fiskur af íslandsmiðum hafi alla tíð verið uppistaða þess fisks, sem seldur hefur verið á þessum mörkuðum, hvort sem hann hafi ver- ið veiddur af Bretum eða íslending- KOMNIR eru u.þ.b. 1.400 laxar á land úr Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu það sem af er sumri og vonast þeir, sem vel þekkja til, eftir 1.000 löxum í viðbót áður en laxveiði lýkur, 9. september. „Veiðin hefur fengist jafnt úr allri ánni og er enn mikil gegnd í hana,“ sagði Björn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurlax hf. á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu. „Eigendur árinnar hafa svo sann- arlega ekki tapað á laxeldinu. Við byrjuðum að sleppa seiðum í ána 1965 og var Norðurlax hf. ein- göngu stofnað með það fyrir aug- um að auka veiðina í Laxá. Áin um sjálfum. En er íslenzk útgerð fær um að tryggja þetta magn reglulega og ef svo er, er það heppilegt fyrir þjóðarbúið? Þetta magn þýðir um 250.000 lestir af fiski árlega sem er tæplega helmingur af leyfilegum botnfiskkvóta þessa árs. Hvernig geta ensk frystihús keypt fisk á tæp- ar 40 krónur kílóið og unnið í blokk í samkeppni við hérlend frystihús, sem borga 18 til 20 krónur fyrir kfló- ið? Fiskurinn nánast staðgreiddur í eftirfarandi fréttaskýringu verður leitazt við að kynna fisk- hefur alltaf verið slæm vegna krapastíflna á vetuma og hefur áin því drepið sjálf mikið af seið- um. Þegar fram liðu stundir kom- umst við hinsvegar að því að ekki var rekstrargrundvöllur fyrir lax- eldisstöðinni eingöngu til að auka laxveiðina í Laxá svö að við seljum nú frá okkur seiði, aðallega til ísnó í Kelduhverfi. Við höfum þurft að stríða við ýmsa úrtölumenn eða sjálfskipaða spekinga, sem litla trú höfðu á eldinu í byrjun, en lítið heyrist í þeim nú til dags.“ Björn sagðist vera svartsýnn á að fiskeldisáform íslendinga markaðinn í Hull og Grimsby og leita svara við ofangreindum spurningum. Aldagömul hefð er fyrir sölu íslendinga á ferskfiski en siglingar fiskiskipa á markaði erlendis hófust fyrir nokkrum tugum ára. Flutningar á ferskum fiski í gámum eru nánast enn á frumstigi, en um nokkurra ára skeið hefur fiskur einnig verið fluttur ferskur úr landinu með flugvélum. Nú eru þrjú fyrirtæki í Grimsby og Hull, sem sjá um sölu ferska fisksins frá íslandi; Fylkir, Stafnes og J. Marr and Son. Fyrir- tækin eru ýmist í eigu íslenzkra eða enskra aðilja en hafa öll Is- lendinga í þjónustu sinni. Fyrir- gengu upp eins og þau væru hönn- uð. „Það eru komnar stöðvar í nær öll byggðarlög svo að það hljóta einhverjar þeirra að lognast út af. Lítum t.d. á Noreg, sem er mikil fiskeldisþjóð, þeir geta ekki einu sinni framleitt handa sjálfum sér og svo þykjumst við ætla að fram- leiða fyrir allan heiminn. Við getum selt fiskinn hvenær sem er sem matarfisk og ættum að þróa hann þannig í útflutning, en eftir því sem framleiðsluhraðinn eykst, er ég hræddur um að gæðin minnki. Þróunin verður e.t.v. sú að villti fiskurinn verði dýrari en sá aldi þegar fram líða stundir. Við vitum mjög vel að Iambakjötið okkar er gott, en hvernig yrði það Fiskurinn er vandlega skoðaður af kaupmönnum áður en uppboð hefst. „Er svartsýnn á fisk- eldisáform íslendinga“ — segir Björn Jónsson, Laxamýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.