Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 Stúkan Morgun- stjarnan 100 ára Elsti starfandi félagsskapurinn í Hafnarfirði — eftir Arna Gunnlaugsson Stúkan Morgunstjarnan nr. 11 skipar sérstakan sess í sögu hafn- firskra félagsmála. Hún er elsti starfandi félagsskapurinn í Hafn- arfirði, fyrstu skipulögðu samtök- in þar í baráttunni gegn áfengis- neyslu og brautryðjandi í félags- lífi Hafnfirðinga. Ennfremur átti hún sinn þátt í því, að Hafnar- fjörður hlaut kaupstaðarréttindi 1. júní 1908. Þá stóð Morgun- stjarnan fyrir byggingu Góð- templarahússins, sem er elsta templarahúsið hér á landi. Það er því að verðskulduðu, að þess sé minnst, þegar svo merkur félagsskapur hefur starfað í heila öld og haft margvísleg, jákvæð áhrif á þróun mála í Hafnarfirði, til heilla fyrir Hafnfirðinga. Morgunstjarnan var stofnuð í Flensborgarskólanum 2. ágúst 1885, en skólinn, sem hafði tekið til starfa haustið 1882, stóð þá niður við sjó í Suðurbænum. Stofnendur voru 13 talsins, allir karlmenn. Fyrsta konan, sem gekk I stúkuna, var Helga Árnadóttir Hildibrandssonar. Eftir það gengu margar konur í stúkuna og völdust sumar þeirra til forystu í öðrum félagssamtökum í Hafnarfirði. Fljótlega bættust fjölmargir í hóp stúkufélaga. Það varð t.d. stúkunni mikill styrkur, að þáver- andi skólastjóri Flensborgarskól- ans, Jón Þórarinsson, gerðist fé- lagi á fyrsta ári starfsins. Hafði það m.a. þau áhrif, að margir nemendur skólans gerðust templ- arar. Sumir þeirra urðu síðar þjóðkunnir menn, sem héldu sin bindindisheit til æviloka. Tildrögin að stofnun Morgun- stjörnunnar voru annars þau, að þrír Hafnfirðingar, Magnús Th. S. Blöndahl, trésmiður, Jón Bjarna- son, kaupmaður, og Eyjólfur Illugason, járnsmiður, höfðu fyrr um sumarið 1885 ætlað að gerast félagar í st. Verðandi í Reykjavík. En fyrir áeggjan forystumanna þeirrar stúku var valinn sá kostur að stofna stúkudeild í Hafnarfirði. Er ólafur Rosenkranz, leikfimi- kennari, talinn hafa átt aðalþátt- inn í stofnun Morgunstjörnunnar. Lét byggja Góðtempl- arahúsið 1886 Morgunstjörnunni mun yfirleitt hafa verið vel tekið af bæjarbúum og nafn stúkunnar var og er þög- ult tákn um þann bjarta boðskap, sem hún hefur flutt. Fyrir aldamótin var mikill drykkjuskapur í Hafnarfirði, eins og víðast um land á þeim tíma. Var því nauðsyn á skipulagðri baráttu gegn áfengisneyslunni og eflingu bindindis meðal bæjarbúa. Áhrifin af starfi stúknanna komu fljótt í ljós. Um aldamótin 1900 var t.d. þannig komið, að áfengi, sem selt hafði verið í næst- um hverri verslun í Hafnarfirði, var þar ekki lengur á boðstólum og drykkjuskapur miklu minni en áður. Og síðan hefur vökul sveit hafnfirskra templara ávallt verið á verði, þegar á einn eða annan hátt hefur verið reynt að stuðla að auknu veldi Bakkusar í bænum. Eitt fyrsta verk Morgunstjörn- unnar var að ráðast í byggingu Góðtemplarahússins, sem um langt skeið var eina og helsta sam- komuhús bæjarins. Knúð krafti háleitra hugsjóna tókst fátæku fólki að koma upp húsinu rúmu ári eftir stofnun stúkunnar, en það var vígt 17. des. 1886. Þetta stór- virki mun lengi verða í minnum haft, en húsið rúmaði þá næstum alla íbúa bæjarins. Það var að mestu reist fyrir samskotafé og í sjálfboðaliðavinnu. Hefur það tví- vegis verið stækkað. 1907 var byggð álman við suðurendann, en um 1929 var byggt við norðurenda hússins. Hafnfirðingar hljóta að standa í mikilli þakkarskuld við þá, sem stóðu að byggingu Góðtemplara- hússins. Þar var um iangt skeið eina athvarfið í Hafnarfirði fyrir ýmiss konar félagsstarfsemi. Mörg félög hafa þar verið stofnuð, t.d. Verkamannafélagið Hlíf 1907. Þar var og haldinn fyrsti bæjar- stjórnarfundurinn 1. júní 1908 og síðan um 20 ára skeið. Lengi fóru þar fram guðsþjónustur eða með- an kirkjur voru ekki til staðar í bænum. Yfirleitt fóru þar fram allar fjölmennari samkomur Hafnfirðinga. Ennþá þjónar Góðtemplarahijs- ið þörfum ýmissa félagssamtaka. Og mörgum finnst hvergi þægi- legra að koma saman en í þessu gamla, hlýlega og virðulega húsi. Þar ríkir sérstakur andblær og myndir á veggjum af horfnum baráttumönnum minna á það mik- ilvæga mannbótastarf, sem þar hefur átt sér stað í næstum 100 ár. Stúkan var einnig félagsmálaskóli Stúkan var ekki aðeins samfélag manna um bindindi og bræðralag, byggt á kristinni siðfræði, undir kjörorðum Reglunnar: Trú, von og kærleikur. Hún var jafnframt hinn þarfasti félagsmálaskóli fyrri tíma. Innan vébanda hennar lærðu menn að koma fyrir sig orði í ræðuformi, námu fundarreglur og fundarsiði. Þar gat fólk skemmt sér á eðlilegan og heil- brigðan hátt, laust við skaðleg áhrif áfengis, sem rænir hvern einn því frelsi að mega vera hann sjálfur og fá ótruflaður notið þeirrar ánægju, sem góð skemmt- un getur veitt. Margir verkalýðsleiðtogar fengu sitt uppeldi í stúkunum. Það var á þeim tímum, þegar verkalýðs- hreyfingin var bindindissinnuð og leiðtogar alþýðunnar tóku einarða og ábyrga afstöðu í áfengismálum. Þeim var það vel ljóst, að fátt eða ekkert ógnaði meir velferð fólks- ins, andlega og efnalega, en áfeng- isneyslan. Góðtemplarareglan var þeim sem svo mörgum öðrum ómetanlegur skóli f baráttunni fyrir verkalýðinn til bættra kjara og bjartara mannlffs. Skömmu eftir stofnun Morg- unstjörnunnar eða 14. október 1888 var stofnuð f Hafnarfirði stúkan Daníelsher. Hefur alltaf verið gott samstarf á milli stúkn- anna. Á vegum þeirra hefur farið fram margvíslegt annað starf en bein bindindisboðun og liðveizla við þá, sem Bkkus hafði lagt að velli. í Góðtemplarahúsinu voru t.d. haldnir fyrirlestrar, færð upp leikrit, haldnir dansleikir og tón- leikar. Þá starfaði innan Morg- unstjörnunnar um og eftir 1930 allstór blandaður kór. Átti Gísli Sigurgeirsson mikinn þátt í því söngstarfi auk stjórnandans, Sig- urjóns Arnlaugssonar, verkstjóra, sem var áhugasamur stúkumaður og tónskáld. Margs mætti geta, sem fram hefur farið á fundum og öðrum samkomum Morgunstjörnunnar. T.d. var þar lesið upp úr hand- skrifuðu blaði stúkunnar, Breiða- bliki, sem var gefið út yfir 50 ár. Er þar mikinn fróðleik að finna og þykir blaðið vera með þvf verð- mætasta, sem geymt er í Bóka- safni templara. Bindindismenn í fyrstu bæjarstjórn Hafnfirsku stúkurnar höfðu áð- ur fyrr frumkvæði að ýmsum framfara- og umbótamálum í Hafnarfirði. Þær reyndu að hafa áhrif á framvindu ýmissa annarra mála en áfengismála. Þannig má t.d. með gildum rökum fullyrða, að stúkumenn hafi átt nokkurn þátt í því, að Hafnarfjörður hlaut kaup- staðarréttindi. Um það segir Gísli Sigurgeirsson í merku viðtali í Borgaranum 1. júní 1968 m.a. eft- irfarandi: „Ég man glöggt eftir umræðum um þetta mál frá fund- um f stúkunni Morgunstjarnan. Ég minnist þess t.d., að rætt var um það á fundum stúkunnar, hverjir myndu verða líklegastir tií að verða fyrstu bæjarfulltrúarn- ir.“ Það er mjög athyglisvert og seg- ir sfna sögu, að allir bæjarfulltrú- arnir, sjö talsins, sem skipuðu fyrstu bæjarstjórnina f Hafnar- firði, voru bindindismenn. Af þeim voru fimm félagar í Morgun- stjömunni. í fyrrnefndu viðtali kemst Gísli Sigurgeirsson þannig að orði um það: „Til sönnunar um álit bæjarbúa á þessum góðu stúkufélögum er það, að þeir töldu óþarft að stilla upp öðrum mönnum, og ætti ég að svara því, hvernig sá listi hefði orðið til, þá myndi ég segja, að hann hafi verið óformleg samtök manna, sem starfað höfðu og kynnst innan vébanda Góðtemplarareglunnar." Megi lífsviðhorf þessara frum- Arni Gunnlaugsson „Á sama tíma og áfeng- ishugarfarið gegnsýrir íslenskt þjóðlíf, verður þess vart úti í heimi, að þar hefur orðið hugar- farsbreyting gagnvart neyslu áfengis. Merkir þjóðarleiðtogar hafa lát- ið til sín heyra og hvetja til bindindis og vilja strangari hömlur í með- ferð áfengis.“ herja verða þeim, sem í framtið- inni veljast til stjórnunar á mál- efnum bæjarins leiðarljósi í starfi og baráttu fyrir framgangi góðra mála. Bindindi er og verður alltaf ein öruggasta og farsælasta leiðin til að byggja upp heilbrigt samfélag. Margra stúkufélaga mætti minnast Margir hafa komið við sögu þau 100 ár, sem Morgunstjarnan hefur starfað. Flestir hafa félagar henn- ar verið hátt í tvö hundruð. Og margra mætti sérstaklega minn- ast. En á fáa verður hallað, þótt auk þeirra, sem ruddu brautina, sé getið eftirtalinna: Sigurgeirs Gíslasonar, verkstjóra, systkin- anna Jóns Einarssonar, verk- stjóra, og Guðrúnar Einarsdóttur, sem um langt skeið veitti forstöðu barnastúkunni Kærleiksbandið, hjónanna Jensínu Egilsdóttur, sem enn starfar I stúkunni, og Gísla Sigurgeirssonar, sem allt frá æsku var virkur I starfinu og æðsti templar stúkunnar um langt skeið. Halldór, bróðir hans, hefur verið í stúkunni um 70 ára skeið. Tók hann við sem æðsti templar 1969 eftir fráfall Guðjóns Magn- ússonar, skósmiðameistara. Gegn- ir hann enn þeirri stöðu. Er það einkar ánægjulegt, að einmitt hann skuli nú, nær 83 ára að aldri en ungur í anda, geta fagnað þess- um merku tímamótum sem æðsti templar Morgunstjörnunnar. Loks skal getið hjónanna Höllu Magnúsdóttur, sem er nýlátin, og Jóns Helgasonar. Þau voru alltaf mjög áhugasöm í stúkustarfinu og sýndu fyrir um 30 árum þann mikla rausnarskap að gefa stólana í sal Góðtemplarahússins. Sonur þeirra, Magnús, minjavörður, hef- ur einnig af fórnfýsi þjónað bind- indishugsjóninni, m.a. aðstoðað við barnastúkustarfið í mörg ár. Öllu þessu fólki ber að þakka störfin fyrir stúkuna, svo og öðr- um þeim, sem á ýmsan hátt hafa stutt málstað hennar. Að kvöldi afmælisdagsins, 2. ágúst sl., komu stúkufélagar sam- an í Góðtemplarahúsinu í tilefni dagsins. Var það ánægjuleg kvöld- stund, sem lauk með því, að sung- inn var sálmurinn: „Þú guð, sem stýrir stjarnaher". Þar var ákveð- ið að minnast aldarafmælisins með sérstökum hátíðarfundi, sem haldinn verður síðar á árinu. ískyggilegt ástand í áfengismálum Á afmælisdegi stúkunnar, 2. ágúst sl., voru birtar í Mbl. niður- stöður könnunar, sem fram fór í júní og júlí 1985 á vegum Gallup- samtakanna um áfengisvenjur í 23 þjóðlöndum. Þar kemur m.a. fram, að áfengisvandamálið sé mesta vandamálið í fjölskyldum á íslandi og að 87% þeirra íslendinga, sem spurðir voru, á aldrinum 18—49 ára, neyti áfengis. Þá sögðu 32%, að áfengisneyslan hafi valdið vand- ræðum í viðkomandi fjölskyldum. Af þeim þjóðum, sem könnunin náði til, var engin önnur með svo hátt hlutfall. Ástandið hér á landi í áfengis- málum er ískyggilegt. í stað þess að reyna að sporna við áfengis- flóðinu hafa á undanförnum árum sífellt verið opnaðar nýjar og nýj- ar gáttir fyrir áfengi og stjórnvöld ekki virt þau úrræði, sem færustu rannsóknar- og vísindamenn hafa bent á til úrræða. Og að undan- förnu hefur dómsmálaráðherra orðið fyrir hatrömmum árásum fyrir það að vilja veita viðnám og sumir áfengisvinir í uppnámi, ef ölkrám og öðrum sölustöðum áfengis verður fækkað. Til marks um ástandið má t.d. benda á, að NT skýrði frá því 30. júlí sl., að hátt á annað þúsund manns í Reykjavík og nágrenni og á öðrum þéttbýlisstöðum á land- inu hafi frá sl. áramótum verið teknir grunaðir um ölvun við akst- ur. Áætlar lögreglan, að annar eins fjöldi hafi á sama tímabili sloppið í gegnum gæslunet lög- reglunnar. Þá kemur þar fram, að nú sé algengara en áður, að menn séu teknir ölvaðir við akstur á virkum dögum. Telur lögreglan, að ölstofurnar eigi hér stóran hlut að máli. Hún er því þung ábyrgðin hjá þeim stjórnmálamönnum, sem stuðlað hafa að vexti og viðgangi ölkránna á undanförnum árum og fjölgun annarra vínveitingastaða. Það er að sjálfsögðu hið ábyrgð- arlausasta athæfi að stofna lífi og limum samborgara sinna og sjálfs sín í hættu með akstri undir áhrif- um áfengis. Með því geta menn og valdið sjálfum sér og öðrum ólýs- anlegri ógæfu. Ætli það sé ekki oftar svokallað hófdrykkjufólk, sem þarna er á ferðinni? En hvers vegna lætur fólk slíkt glapræði henda sig? Svarið er einfalt: Áfengið hefur rænt það viti og skynsemi. Þetta fólk og aðrir ættu því að hugleiða eftirfarandi, sem sá merki maður, Vilmundur Jónsson, landlæknir, sagði í fyrir- lestri sínum um áfengismál: „Eng- in gáfa, sem mönnunum er gefin, er dýrmætari og æðri en heilbrigt vit og óbrjáluð skynsemi. Við höfum séð, að hinir smæstu áfengisskammtar — hin sérstakasta hófdrykkja — lamar vitið og skynsemina svo að stórum munar. — Það er þessi gáfa mannsins, sem ósæmilegast er að $mána.“ Og það er sérstaklega dapurlegt, að kvenfólk skuli, að sögn lögregl- unnar, eiga vaxandi hlut í tölum, sem nefndar hafa verið í sam- bandi við ölvunarakstur. — Áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.