Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
*
Akvörðun um forstjóra Byggðastofnunar frestað:
Agreiningur meðal
sjálfstæðismanna
um hvern þeir styðja
MorgunblaAiA/RAX
Melskurður á Landmannaafrétti
STJÓRN Byggðastofnunar ákvað á
fundi sínum í gær að fresta ákvörð-
un um það hver eða hversu margir
skuli verða forstjórar Byggðastofn-
unar, samkvæmt nýjum lögum um
Byggðastofnun. Hafði verið ráðgert
að greiða atkvæði um tilhögun þessa
máls, en að beiðni sjálfstæðismanna
í stjórninni var svo tekin ákvörðun
um að fresta afgreiðslu málsins til
föstudags.
Stjórnarmenn vörðust allra
frétta af málinu í gær, en Morgun-
blaðið hefur áreiðanlegar heimild-
ir fyrir því að Eggert Haukdal,
einn stjórnarmanna Sjálfstæðis-
flokksins, hafi látið að því liggja
við aðra stjórnarmenn Sjálfstæð-
isflokksins, þá Ólaf G. Einarsson
og Halldór Blöndal, að hann hygð-
ist styðja Bjarna Einarsson til
forstjórastarfans, en framsókn-
Hafa fengið leyfi
til að klífa fjalls-
tinda í Himalaya
NOKKRIR íslendingar hafa
fengið leyfi kínverskra stjórn-
valda til að klífa tvo fjalls-
tinda, Kongur í Sinkiang, sem
er yfir 7.500 metrar á hæð,
og Sisapangma í Tíbet, sem
er rúmlega 8.000 metra hátt.
Ekki er þó enn vitað hvort af
þessum leiðangri verður þar
sem ekki er ljóst hvernig hann
verður fjármagnaður.
Harður árekstur
við Háaleitisbraut
HARÐUR árekstur varð á húsa-
götunni við Háaleitisbraut kl.
rúmlega sex síðdegis í gær.
Bandarísk bifreið af gerðinni
Camaro ók á miklum hraða
vestur götuna og lenti á Volks-
wagen-rúgbrauði sem kom á
móti og var að beygja inn að húsi
númer 44. Samstuð bílanna varð
svo mikið að annar þeirra hent-
ist á ljósastaur i nokkurra metra
fjarlægð. Ökumenn beggja bif-
reiðanna voru fluttir á slysa-
deild, en þeir munu ekki vera
mjög alvarlega slasaðir. Bílarnir
eru hins vegar báðir gjörónýtir.
armenn styðja Bjarna. Er þetta
varð ljóst, rétt áður en fundur
hófst síðdegis í gær, var ákveðið
að óska eftir frestun á afgreiðslu,
og var það samþykkt á fundinum.
Búast sjálfstæðismenn nú við því
að þeim takist að telja Eggert
hughvarf fyrir stjórnarfund á
föstudag.
Amadeus
frumsýndur
á morgun
Ágóði til styrktar
hjartaskurðlækning-
um á Islandi
Kvikmyndin Amadeus verður
frumsýnd í Háskólabíói annað
kvöld, en myndin hlaut 8 Óskars-
verðlaun. Saul Zaentz framleið-
andi myndarinnar og Háskólabíó
hafa ákveðið að láta allan ágóða
frumsýningarinnar renna til
styrktar hjartaskurðlækningum á
íslandi.
Kvikmyndin er gerð eftir
leikriti Peters Shaffer, en þar
veltir hann því m.a. fyrir sér
hvort tónskáldið W. Amadeus
Mozart hafi dáið eðlilegum
dauðdaga eða fallið fyrir hendi
Antonios Salieri sem var
opinbert hirðtónskáld Jóseps II
keisara í Vínarborg.
Myndin er tekin í Prag, og
hlaut myndin m.a. Óskarsverð-
laun sem besta kvikmynd árs-
ins, en framleiðandi myndar-
innar, Saul Zaentz, hlaut einn-
ig Óskarsverðlaun fyrir bestu
mynd ársins 1975, Gauks-
hreiðrið.
Tom Hulce sem Mozart í kvik-
myndinni Amadeus.
Landgræðslumenn eru þessa dag-
ana að Ijúka við melskurð, það er
söfnun melgresisfræa. Melskurð-
urinn befur staðið frá 20. ágúst á
Nuðurlandi og er nú einungis eftir
að safna fræi í Sauðlauksdal í
Patreksfirði. Melgresið þroskaðist
vel sunnanlands í sumar. Land-
græðslumenn safna um 20 tonnum
Á FYRRI fundi ríkisstjórnarinnar í
gær var tekin til meðferðar tillaga
frá Seðlabanka íslands að hækka
afurðalánavexti innanlands úr
26,25% í 27,5%. Jafnframt var af-
greidd tillaga Seðlabankans um að
jöfnun á þcssum vöxtum og öðrum
meðalútlánsvöxtum yrði gerð á
næstu 12 mánuðum. Ríkisstjórnin
samþykkti fyrri tillögu Seðlabank-
ans, samkvæmt upplýsingum
Matthíasar Á. Mathiesen, viðskipta-
ráðherra, en ákvað að seinni tillagan
yrði til nánari umfjöllunar, áður en
ákvörðun yrði tekin.
Viðskiptaráðherra sagði að all-
ur tilkostnaður yrði að metast við
verðákvörðun vörunnar, en hann
sagði að ekki lægi ljóst fyrir
hvernig að verðákvörðun yrði
staðið í þessu tilviki.
Viðskiptaráðherra sagði að
jafnframt hefði verið fallist á til-
lögu Seðlabankans um breytingu á
vöxtum af afurðalánum sjávarút-
af óþresktu melfræi á ári hverju.
Melfræið er notað í uppgræðslu á
sand- og vikurfokssvæðum en
melgresið hefur verið mikilvægasta
uppgræðslujurtin frá upphafi sand-
græðslu á íslandi.
Ragnar Axelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, tók myndina í
gær í landgræðslugirðingunni við
vegsins. Vextirnir voru 9,75%, en
lagt var til að lækka þá vexti sem
viðskiptabankarnir taka í sinn
Áfangafell á Landmannaafrétti.
Landgræðslumennirnir nota tvær
sláttuvélar við melskurðinn og
flytja melgresið síðan í höfuðstöðv-
ar Landgræðslunnar í Gunnars-
holti þar sem það er þreskt. Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri er
einnig á myndinni.
hlut úr 1,5% í 1,25%. Vextir af
þcssum lánum verða því frá 21.
þessa mánaðar 9,5% í stað 9,75%.
Akureyri:
Kanadamenn vilja
breyta 2 togurum til
FYRRI kanadíski togarinn sem Slipp-
stöðin á Akureyri hefur tekið að sér
að breyta og endurbæta kemur til
Akureyrar um næstu helgi. Á næstunni
verður gengið frá samningum um
breytingar á tveimur öðrum togurum
fyrir sama fyrirtæki og er jafnvel búist
við að um áframhaldandi verkefni
fyrir kanadíska fyrirtækið geti orðið
aðræða.
Gunnar Ragnars forstjóri Slipp-
stöðvarinnar hf. sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að breytingarn-
ar fælust annars vegar í því að
breyta lestum allra skipanna með
tilliti til kassavæðingar þeirra og
því fylgdi lenging um 6,4 metra og
hins vegar ísstyrking tveggja togar-
anna. Hann sagði að í fyrstunni
hefði verið samið um breytingar
tveggja togara en nú hefði kanad-
íska fyrirtækið, sem er stærsta sjáv-
arútvegsfyrirtæki Kanada, sent
þeim undirritaða samninga fyrir
tveimur togurum til viðbótar. Allir
þessir togarar eru sömu gerðar.
Samþykkt f ríkisstjórn í gær:
Vextir í afurðalán-
um hækka í 27,5 %
Háskólaráð úrskurðar gegn deildarráði læknadeildar:
Fimm nemendur komast fram hjá
fjöldatakmörkunum upp á annað ár
HÁSKÓLARÁÐ hefur ákveðið gegn vilja deildarráðs læknadeildar Há-
skóla íslands að hleypa fimm læknisfræðinemum upp á annað ár, tii
viðbótar við þá 36 sem samkvæmt reglum deildarinnar um fjöldatakmark-
anir öðlast rétt til áframhaldandi náms. Er það gert á þeirri forsendu
að á næsta skólaári muni aðeins einn eða jafnvel enginn erlendur stúd-
ent stunda nám í læknisfræði á öðru ári, en oftast hafa þeir verið 4-6.
Samþykkti háskólaráð þá röksemd nemendanna fimm að fjarvera erlendu
stúdentanna skapaði svigrúm til að taka fleiri íslenska nemendur upp á
annað ár. Tæplega 80 nemendur tóku próf á fyrsta ári sl. vor.
Nemendurnir beindu erindi störfum, en þá tillögu felldi ráðið
sínu fyrst til deildarráðs lækna-
deildar, en það hafnaði málaleit-
an þeirra. Sneru þeir sér þá til
háskólaráðs, sem samþykkti
beiðni þeirra um áframhaldandi
nám á öðru ári á fundi sl.
fimmtudag með níu atkvæðum
gegn tveimur. Þáverandi rektor
og forseti háskólaráðs, Guð-
mundur Magnússon, fór fram á
að afgreiðslu málsins yrði fre-
stað þar til nýr rektor tæki við
með sex atkvæðum gegn fimm.
Guðmundur Magnússon var
spurður hvort ákvörðun ráðsins
að hleypa nemendunum fimm
upp á annað ár væri ekki rang-
læti gagnvart nemendum fyrri
ára, sem voru í sömu sporum, en
þurftu samt að sitja fyrsta árið
aitur: „Það má vel setja fram þau
rök og þetta var einmitt ein
ástæðan til þess að ég fór fram
á að málinu yrði frestað og það
skoðað betur," sagði Guðmundur.
Guðmundur var ennfremur
spurður hvort þessi ákvörðun
hefði ekki óhjákvæmilega for-
dæmisgildi og hvort hún kæmi
ekki til með að breyta því fyrir-
komulagi sem er á fjöldatak-
mörkunum í deildinni: „Menn
verða alltaf að taka ákvarðanir
með það í huga að þær veiti
fordæmi og það gerir þetta mál
enn snúnara," sagði Guðmundur,
en benti þó á að fyrsta árið eftir
að fjöldatakmörkunum var beitt
í deildinni hefðu fjórir nemendur
fengið undanþágu, þótt sú ák-
vörðun hefði verið á öðrum rök-
um reist.
Ásmundur Brekkan varafor-
seti læknadeildar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að hann
teldi röksemdir nemendanna
fimm ekki marktækar, þar eð
flestir útlendingar sem hér byrj-
uðu nám í læknisfræði hættu
áður en klíníska kennslan byrj-
aði, sem er á þriðja ári. „Stað-
reyndin er einfaldlega sú,“ sagði
Ásmundur, „að það er ekki hægt
að halda uppi boðlegri klínískri
kennslu fyrir meira en 36 stúd-
enta í einu.“
Ásmundur sagði að hér hefði
klaufalega verið staðið að málum
á efstu borðum, og raunar væri
mesti klaufaskapurinn af öllu sá
að hafa ekki inntökupróf í deild-
ina, þvf vissulega væri það órétt-
látt gagnvart nemendum að láta
þá eyða heilum vetri I að stunda
nám sem þeir gætu síðan ekki
haldið áfram með.
Beið bana í
Fljótunum
MAÐURINN sem beið bana í bíl-
veltu í Fljótunum i Skagafjarðar-
sýslu aðfaranótt sl. sunnudags hét
Olafur Björnsson og var frá Siglu-
firði. Hann lætur eftir sig konu og
fjögur börn.