Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
17
5,6 milljónir
til íslenzkra
verkefna
Á STJÓRNARFUNDI Norræna
verkefnaútflutningssjóðsins í
Reykjavík í gær var samþykkt að
veita Virki og Orkustofnun styrk að
fjárhæð allt að 3,1 milljón íslenzkra
króna til forathugana á jarðhitaverk-
efni íTyrklandi.
Ennfremur var ákveðið að veita
styrki að fjárhæð tæplega 2,5
milljónir íslenskra króna til forat-
hugana á tveimur öðrum verkefn-
um sem íslendingar eiga aðild að.
Er annað þessara verkefna á sviði
sjávarútvegs en hitt í iðnaði.
í frétt frá sjóðnum segir:
„Norræni verkefnaútflutnings-
sjóðurinn tók til starfa árið 1982
og hefur það hlutverk að aðstoða
við að auka samkeppnisgetu fyrir-
tækja á Norðurlöndum við sölu
verkefna, einkum til þróunar-
landa. Meginstarfsemi sjóðsins er
fólgin í styrkveitinum til fyrir-
tækja og stofnana við gerð forat-
hugana, þ.e. skilyrða- og arðsemis-
athugana sem standa í beinu
sambandi við ákveðið verkefni, og
einnig til annarrar starfsemi sem
leitt getur til sölusamninga. í ár
nemur ráðstöfunarfé sjóðsins um
40 milljónum íslenskra króna en
hækkar í 50 milljónir á næsta ári.
Fulltrúar íslands í stjórn sjóðsins
eru Þórður Friðjónsson, efna-
hagsráðgjafi forsætisráðherra, og
Björn Líndal, deildarstjóri í við-
skiptaráðuneytinu."
Málverkasýning í Garðinum:
105 sýningar-
gestir komu
fyrsta daginn
Gardi, 16. september.
SL. SUNNUDAG opnaði ungur lista-
maður úr Garðinum, Bragi Einars-
son, málverkasýningu í Samkomu-
húsinu í Garði. Sýnir hann þar 34
vatnslitamyndir sem allar eru málað-
ar á þessu ári. Er skemmst frá því
að segja að 105 manns mættu á sýn-
inguna fyrsta daginn og hafa nú
þegar verið seldar 13 rayndir, en
nokkrar myndanna eru í einkaeign.
Bragi Einarsson var í undir-
búningsdeild Myndlista- og hand-
íðaskólans á síðustu skólaönn og
byrjar nám í auglýsingadeild skól-
ans í haust. Hann hefir skreytt
nokkur hús og vinnustaði hér í
þorpinu vegfarendum sem heima-
mönnum til ánægju.
Sýningunni lýkur 22. september.
Verð myndanna er mjög í hóf stillt
eðafrá 3.000-7.500 kr.
Arnór.
!s*B» iw
allt of framarlega í hljóðblönd-
uninni og fór það á stundum
svolítið í taugarnar á mér, þar
sem það kæfði líka önnur hljóð-
færi. Þá finnst mér alltaf skond-
ið hvað íslendingar eru hrifnir
af trommusólóum en eins og
vanalega var það sólóið sem
mest klappið fékk. Ég kýs að
dæma trommuleikara út frá því
hvernig þeir spila með öðrum,
fremur en í sólóum þar sem þeir
geta í raun barið hvernig sem
þeim lystir án þess að hafi áhrif
á aðra sem með þeim spila. Ég er
ekki með þessu að gera lítið úr
sólói Gunnlaugs, það var gott og
alls ekki of langt eins og stund-
um vill nú brenna við.
Já, trommurnar voru of há-
værar og það var kannski ein-
mitt þess vegna að leikur Eyþórs
Gunnarssonar hvarf nokkuð í
skuggann. Hann tók flest sín
sóló á píanóið, sem ég tek raunar
alltaf fram yfir alla hljóðgervla
en það sem var að var að píanóið
Mezzoforte í fínu formi
Tónlist
Gunnlaugur Sigfússon
Það voru sorglega fáir sem sáu
sér akk í því að mæta i Háskóla-
bió síðastliðinn laugardagseft-
irmiðdag til þess að hlýða á leik
hljómsveitarinnar Mezzoforte og
gestaleikara hennar. Sjálfur fór
ég að vísu með hálfum huga en
það verður líka að virða mér það
til vorkunnar að ég hef nú aldrei
talist mikill aðdáandi hljóm-
sveitarinnar. Hins vegar man ég
ekki betur en þeir félagar hafi
fyllt Háskólabíó fyrir tæpum
tveimur árum, stuttu eftir vel-
gengni lagsins Garden Party. Þá
þóttist hið ótrúlegasta fólk hafa
uppgötvað Mezzoforte, sem eitt-
hvert stórkostlegasta fyrirbrigði
í íslenskri tónlistarsögu. Þá var
fínt að hlusta á þessa efnispilta
en nú þykir það greinilega ekki
eins fínt og mér er spurn, af
hverju er ekki hægt að „snobba"
fyrir þeim núna eins og gert var
fyrir tveimur árum, þrátt fyrir
að ekki hafi komist annað lag
inn á lista frá þeim.
Það var þó eins gott að þetta
lið lét ekki sjá sig nú, því það
hefði sjálfsagt orðið fyrir von-
brigðum. Þeir léku ekki Garden
Party og í raun var ekki margt
sem minnti á plötur þeirra.
Tónlistin var nefnilega blessun-
arlega laus við þann „diskófíl-
ing“ sem einkennt hefur tónlist
þeirra allt of mikið.
Ég er þeirrar skoðunar að
mikið af því sem kallað er „fus-
ion“ eða bræðingstónlist sé
nauða ómerkileg en það fer samt
sem áður ekki hjá því að það er
ýmislegt gott sem gert er og
dregið hefur verið á þennan bás.
Tónlistin sem Mezzoforte fluttu
okkur á laugardaginn var líka
svo sannarlega í betri flokknum.
Þeir hófu leik sinn á hressi-
legu lagi, Fiona, sem samið er af
Friðriki Karlssyni og er að finna
á plötunni Rising. A eftir fylgdi
svo lagið This Is Not the Night,
eftir Eyþór Gunnarsson. Það er
rétt að taka það fram að ekki má
rugla þessu lagi á neinn hátt við
This Is the Night en svo heitir
sungið diskólag sem Mezzoforte
eru að senda frá sér um þessar
mundir. Það eina sem þessi lög
eiga sameiginlegt er að þau voru
samin um sama leyti, en þau eru
á allan hátt gjörólik. This Is Not
the Night er fremur rólegt og á
laugardaginn mátti heyra f þvi
hvert sólóið á fætur öðru, hvert
öðru betra. I stuttu máli eitt
besta frumsamda Mezzoforte-Iag
sem ég hef heyrt.
Á eftir This Is Not the Night
kom svo Pools, sem upphaflega
var flutt af Steps Ahead. Frem-
ur rólegt en gott lag en síðan var
skipt í hæsta gír og keyrt af
miklum krafti i gegnum E.G.
Blues, lag eftir Eyþór Gunnars-
son, sem þeir félagar hafa leikið
á tónleikum nú um nokkurt
skeið. Fyrri hálfleiknum lauk
svo með laginu Rising. Rólegt og
fallegt lag það.
Hafi fyrri hálfleikurinn þótt
góður, þá átti þó sá seinni eftir
að reynast ennþá betri. Byrjað
var á lagi eftir aðalgest tónleik-
anna, ástralska saxófónleikar-
ann Dave Barlow, en Synapse
mun þetta lag hafa heitið. Þá var
keyrt í gegn kraftmikið lag,
Bullett Train eftir Mike Manieri,
áður en kallaður var fram á svið-
ið hinn gesturinn, sem var
trompetleikarinn Jens Winter.
Hann er nú álitinn efnilegasti
trompetleikari Dana, en svo
skemmtilega vill til að hann og
Barlow höfðu kynnst fyrir
nokkrum árum þegar þeir voru
við nám í New York og léku þeir
þá saman um tíma. Þeir hittust
svo aftur fyrir tilviljun í New
York fyrir ári og svo aftur nú
hér uppi á fslandi, þar sem þeir
lentu báðir fyrir tilviljun, án
þess að vita hvor af öðrum.
Winter lék með í þremur síð-
ustu lögunum, sem voru Caribe-
an Fire Dance eftir Joe Hender-
son, sem var bráðskemmtilegt og
hressilegt lag. Þá kom Sound of
Love eftir Charles Mingus og svo
loks Take a Walk, sem samið er
af Mike Brecker, en fyrir mér
var síðastnefnda lagið hápunkt-
ur tónleikanna.
Allir stóðu hljóðfæraleikar-
arnir svo sannarlega fyrir sínu.
Friðrik Karlsson tók hvert gít-
arsólóið á fætur öðru, hvert öðru
betra. Tæki hans gefa tækifæri
til fjölbreytilegs hljóðvals og
nýtti hann sér þá möguleika svo
sannarlega. Leiktækni hans er
líka góð og virtist stundum sem
svo að hann hefði ekkert fyrir
því að leika hina flóknustu hluti.
Bassaleikur Jóhanns Ás-
mundssonar var traustur og
hann kom mér raunar nokkuð á
óvart, þar sem hann var laus við
„slabbið" sem oft á tfðum hefur
gert leik hans hvimleiðan. Sóló
hans voru vel útfærð og oft
mátti greina skemmtilegar rósir
frá honum, þegar aðrir voru í
villtum sólóum. Sömu lýsingar-
orð má hafa um leik Gunnlaugs
Briem og um leik Jóhanns,
þ.e.a.s. hann var traustur. Hins
vegar fannst mér trommumar
var allt of aftarlega í hljóðblönd-
uninni og því verkuðu sólóin ekki
eins sterk eins og þau hefðu átt
að gera, en góð engu að siður.
Þá er komið að gestunum, en
það væri að ég held óráðlegt að
dæma leik Danans Jens Winter
um of eftir þeim þremur lögum
sem hann lék með Mezzoforte.
Mér fannst hann góður og
kraftmikill f hraðari lögunum
tveimur og þá einkum f sfðasta
lagi tónleikanna, þar sem hann
virtist vera að ná sér virkilega á
strik. Hins vegar var ég ekki eins
hrifinn af leik hans í Mingus-
laginu. Stjarna tónleika þessara
var að mínu mati saxófónleikar-
inn Dave Barlow, sem var í einu
orði sagt frábær. Hann byrjaði
vel og það var sem hann bætti
við sig f hverju lagi í gegnum
alla tónleikana og hápunkturinn
var svo sannarlega Take a Walk,
þar sem hann var nánast óstöðv-
andi á tenórsaxófóninn en þess
ber einnig að geta að hann lék f
tveimur lögum á sópransaxófón
og var feikur hans á það ágæta
hljóðfæri einnig hinn ljúfasti.
Ég er viss um að það hefur
verið svo með fleiri tónleikagesti
en mig, að Mezzoforte og gestir
þeirra hafi komið á óvart með
bitastæðari tónleikum en þeir
áttu von á. Að minnsta kosti
voru þeir betri en ég gerði ráð
fyrir í upphafi. Um hitt hafa
sjálfsagt fáir efast fyrirfram að
þetta væru góðir hljóðfæraleik-
arar, það er aftur á móti tónlist-
arstefna þeirra á undanförnum
árum sem menn hafa ekki verið
sammála um. Ef Mezzoforte
halda áfram á þessari braut mun
ég ekki sitja heima f framtfðinni
þegar þeir eru að spila eins og ég
hef gert undanfarin þrjú ár eða
svo.
■ þú stigurgæfusporá
neuga
Hugmyndin að HEUGA gólfteppum
í formi 50 x 50 cm flisa hefur marga kosti:
★ ENDINGIN MARGFÖLDUÐ, slifblettir óþarfir, flísarnar fluttar til innbyrðis.
★ Laghentir leggja þær sjálfir og færa húsgögnin til eftir hendinni.
★ Engar áhyggjur af blettum: flísin er tekin upp, færð til eða endurnýjuð.
★ Auðvelt að breyta og/eða bæta. ★ Fastliming er óþörf.
T.d. þessir völdu HEUGA:
I.B.M., SKÝRR, Gjaldheimtan, Husgagnahöllin.
HEUGA hentar þér,
eins og milljónum annarra um víða veröld.
/FOniX
HATUNI 6A SIMI (91)24420