Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 Aö byggja hús úr mannabeiimm — eftir Arnór Hannibalsson Undarlegar hræringar áttu sér stað í menningarlífi Vesturlanda síðastliðin sjötíu ár. Snyrtilegt og vel menntað fólk aðhylltist í stór- hópum þær hugmyndir, að nauð- syn bæri til að leggja niður lýðræð- ið, afnema mannréttindi, þjóðnýta framleiðslutæki og koma á alræði eins flokks. Fyrir þessa hugsjón lögðu margir menn allt í sölurnar. Þeir gáfu Flokknum sinn síðasta eyri. Þeir fluttu innblásnar ræður á mannamótum. Þeir skrifuðu lærð rit. Og enn undarlegra var það, að allt þetta var í nafni rétt- indabaráttu almennings. Samtímis þessu var framtíðar- þjóðféiagið, sem fólk þetta sá í hillingum, í mótun. Varla höfðu byltingarmennirnir komið sér fyr- ir í valdastólunum, þegar þeir hófu að útrýma óvinum sínum. Fangels- in yfirfylltust. Þá þurfti að stofna fangabúðir og smám saman dreifðu þær sér um allan þann sjötta hluta jarðar sem Sovétríkin ná yfir. Fyrst þurfti að útrýma menntamönnum. Þá þeim sem stóðu fyrir viðskiptum og iðnaði. Fólki sem var í öðrum flokkum. óvinum innan Flokksins. Um 1930 þurfti að afnema bændastéttina. Á hverri nóttu var bankað upp á hjá ótölulegum fjölda fólks. Svartar maríur þustu um götur borganna. Þaö skýtur nokkuö skökku viö, aö þeir sem láta hæst um „frið“ styðja hvað fastast of- beldisöflin í heiminum, berjast jafnvel af hörku í þeirra þágu. Járnbrautarlestir, troðfylltar föngum, snigluðust um landið í norður og austur. Fangar, sem haldið var við hungurmörkin, unnu að hinum giæsilegu stórvirkjum sósíalismans. Þegar það varð glæpur að vera bóndi og kunna að búa var milljónum bænda og búa- liðs sturtað á auðnir Síberíu, en allt að tíu milljónir manns fórust í hungursneyðinni, sem á eftir fylgdi. Árin 1937-38 voru allt að þúsund manns skotnir á degi hverjum í Moskvu einni. Eftir seinni heimsstyrjöldina hélt sama sagan áfram. Útlagar, sem sneru heim, fórust allir í Gúlaginu. Árið 1949 var röðin komin að Gyðing- um. Á árunum fyrir seinni heims- styrjöldina hrópuðu sléttgreiddir menntamenn í Vestur-Evrópu: Sósíalisma eða barbarí;'En þegar þeir voru beðnir að styðja starfs- bræður sína, sem hurfu í Gúlagið, hreyfðu þeir ekki litla fingur. Þegar líf tónskáldsins Sjostakovits hékk á bláþræði, fékkst enginn af þessum „framfarasinnuðu húman- istum" til að ganga fram fyrir skjöldu og styðja við bakið á hon- um. Að lokinni seinni heimsstyrjöld fórnuðu þessir framverðir sögunn- ar höndum, er þeir fréttu um Auschwitz. En þeir höfðu um ald- arfjórðung lofsungið margfalt hrikalegri manndrápamaskínu en útrýmingarbúðir nazista voru. Það var ekki fyrr en bók A. Solsenitsins, Eyjaklasinn Gúlag, kom út, að menn fóru að gera sér grein fyrir því að ríki sem byggir á ofbeldi ástundar morð, að alræð- isríki sem álítur hvern þann rétt- dræpan, sem ekki þóknast því, ástundar fjöldamorð. Þegar svokölluðum „sósíalist- um“ varð ljóst, að hagkerfið, sem þeir aðhyllast, fær ekki staðist, að alræðið, sem þeir aðhyllast, hlýtur að útrýma andstæðingum sínum, fóru þeir að draga í land. Við ætlum að vísu að koma sama kerf- inu á, segja þeir, en þegar við fáum alræðisvöld ætlum við ekki að stunda glæpi heldur lofa fólki að lifa. En það er lítill sannfæringar- kraftur í orðunum, enda verkefnið sem þeir setja sér jafnauðvelt og að teikna ferhyrndan hring. Um aödáun á Maó Þegar neyðin er stærst, er hjálp- in næst. Þegar „sósíalistar" hafa slitið rassinn úr buxunum, koma hógværir prelátar fram á sjónar- Arnór Hannibalsson sviðið og tilkynna, að leiðin til guðsríkisins liggi gegnum ofbeldi. Ég varð fyrir því á opinberum fundi í Reykjavík í marz 1985, að vígður maður hældi afkastamesta fjöldamorðingja sögunnar, Máo Tze-dong, og kvað menningarbylt- ingarhugsjónir hans vera svipaðar hugsjónum Jónasar frá Hriflu. Hvernig getur svona nokkuð gerzt meðal siðaðra manna? I menning- arbyltingunni var þorri mennta- mannastéttar Kínaveldis afnum- inn og menntastofnanir lamaðar eða þeim lokað. Ribbaldar réðust inn í hús manna að nóttu og tóku fólk höndum fyrir það eitt að hafa menntun. Foreldrar voru teknir frá börnum sínum og þau skilin eftir umhirðulaus, nema nágrann- inn sýndi af sér það hugrekki að taka þau að sér. Karlmenn voru fluttir í hópum á fjallaauðnir. Eiginkonum þeirra stungið í fangabúðir í öðru landshorni. Þeir sem skildir voru eftir í auðnum urðu hörðum höndum að koma sér upp einhverju skýli. Eitthvað urðu þeir að rækta sér til matar. En bændur í næstu þorpum þorðu ekki að gefa þeim útsæði af ótta við hefndaraðgerðir. Þessir menn voru kennarar og læknar, vísinda- menn og tæknifræðingar. Fjöldi þeirra fórst úr vosbúð. Þeir sem komust aftur til manna, oft ekki fyrr en að tíu árum liðnum, voru niðurbrotnir á sál og líkama. Kína- veldi verður enn lengi að ná sér eftir þetta upphlaup ofbeldis og morða. Þá gerist það, að maður, sem hefur svarið þess eið frammi fyrir augliti guðs að útbreiða boðskap um kærleik, hælir þessu athæfi á fundi í Reykjavík, og telur það vera hið sama og vakti fyrir Jónasi Jónssyni, þegar hann beitti sér fyrir menntun Islendinga til munns og handa í héraðsskólum. Er hægt að hugsa sér tvennt ólík- ara? Jónas frá Hriflu hefur mátt snúa sér við í gröfinni, þegar eftir- menn hans snúa öllu öfugt, sem hann barðist fyrir. „Frelsunarguöfræöi“ Þeir sem ötulast berjast fyrir því, að ofbeldi sé rétta leiðin til réttláts þjóðfélags jafnréttis og bræðralags, fyrirfinnast í hinni geistlegu stétt. Til þess að koma þessu í kring er saga Gyðingaþjóð- arinnar fölsuð, rétt eina ferðina enn. Brottförin úr ánauðinni í Egyptalandi er sögð vera pólitísk aðgerð, frelsun fyrir atbeina Flokksins. Fyrirheitið um nýja sögu er ekki bundið við hinn efsta dag, heldur við það að ráða niður- lögum auðvalds og arðráns. Castro, fangelsisstjóri á Kúbu, og hinir byssuglöðu sandínistar í Ník- aragúa verða að tækjum í hendi guðs til að frelsa hina kúguðu úr ánauð. Svo sem Gyðingar frelsuðu sjálfa sig með úthlaupinu úr Egyptalandi, og gáfu þar með fyrirheit um sjálfan Krist (önnur fölsun á sögu Gyðinga), svo mun borgarastyrjöldin fullkomna frels- Stjórnsýsluhúsið á ísafirði Athugasemd í Morgunblaðinu þann 12. september sl. er fjallað um urg í verktök- um vegna útboða á Isafirði. Þar er m.a. haft eftir verktaka þeira, sem átti næstlægsta tilboð í 1. áfanga að Stjórnsýsluhúsi á ísafirði, að verktaki með lægsta tilboð hafi fengið að hækka tilboð sitt. í greininni er því ennfremur haldið fram, að verktakinn hafi óskað skýringa á þessu, en engar fengið. Enginn í byggingarnefnd Stjórnsýsluhúss á Isafirði veit til þess, að leitað hafi verið fyrr- greindra skýringa, enda kemur það fram í athugasemd frá verk- takanum í Mbl. 14. september, að hann hafi ekki leitað slíkra skýringa og ekki hafi verið rétt eftir honum haft um það atriði. Lægsta tilboð í fyrrgreindan áfanga var frá ísverki hf. að upphæð 23,5 m.kr., en næst- lægsta tilboð var frá Formi sf. að upphæð 25,7 m.kr. Kostnaðar- áætlun hljóðaði upp á 26,7 m.kr. Við athugun á tilboðunum kom í ljós, að stjórnendur ísverks hf. ætluðu sér að blanda steypu á byggingarstað. í tilboði Forms hf. var hins vegar reiknað með, að steypa yrði keypt af steypu- stöðinni á ísafirði, en í tilboði þeirra var tekið fram, að það mundi lækka um 1,5 m.kr., ef steypa yrði blönduð á byggingar- stað. Byggingarnefndin vildi heldur, að steypan yrði keypt af steypu- stöð en að hún yrði blönduð á byggingarstað, þótt það leiddi til aðeins hærri byggingarkostnað- ar. Fyrir því lágu einkum tveir ástæður. í fyrsta lagi taldi nefndin sig tryggari með steypu- gæði, ef steypan yrði keypt af steypustöð, ekki síst með tilliti til, að vinna þarf við lögn steypu lengi fram eftir hausti, ef tíma- áætlun framkvæmda á að stand- ast. í öðru lagi vildi nefndin leit- ast við að draga úr óþrifum og ónæði við framkvæmdina, eins og frekast væri kostur. Stjórn- sýsluhúsinu er ætlaður staður i hjarta bæjarins. Blöndun steypu á byggingarstað og tilheyrandi malarbingir hefðu eflaust orðið til aukins ama, auk þess sem athafnasvæði við bygginguna er af skornum skammti. Leitað var eftir samningum við ísverk hf. og varð að samkomu- lagi, að tilboð þeirra hækkaði um l, 3 m.kr., ef steypa yrði keypt úr steypustöð. Verksamningur ís- verks hf. hljóðar því upp á 24,8 m. kr. til samanburðar við 25,7 m.kr. tilboð Forms sf. Lægsta tilboði var því tekið og er það í fullu samræmi við skoðanir verk- takanna, sem blaðamaður Morg- unblaðsins átti viðtal við. ísafirði, 15. september 1985. Byggineanefnd Stjórnsýslu- húss á fsafírði. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásfcJum Moggans! ý ***haí£ Vallarbraut 6. Fegurstu garðar á Hvolsyelli Hvolsvelli, 16. september. FEGRUNARNEFND Hvolhrepps hefur tilnefnt feg- urstu lóóir í hreppnum 1985. Ein ibúðarlóð hlýtur viðurkenningu og var það Vallarbraut 6 eign hjónanna Ásu Guðmundsdóttur og Gunnars Guðjónssonar. Lóð í dreifbýli var til- nefnd Útgarðar eign hjónanna ólafar Kristófers- dóttur og Jóhanns Frankssonar. Hótel Hvolsvöllur fékk viðurkenningu fyrir fegrun og snyrtimennsku við fyrirtæki sitt. — Gils. Hótel Hvolsvöllur. Morgunblaöið/Gils Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.