Morgunblaðið - 18.09.1985, Side 36
36
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
Eyrarbakki:
Atvinnuástand er
mun betra en
undanfarin tvö ár
„ATVINNUÁSTAND verður ad telj-
ast gott hér á Eyrarbakka nú um
þessar mundir, mun betra en verid
hefur tvö undanfarin ár,“ sagði
Magnús Karel Hannesson oddviti
Eyrarbakkahrepps í samtali við
blaðamann.
„I ágústmánuði í ár var 71 at-
vinnuleysisdagur hér, en í sama
mánuði í fyrra voru þeir yfir 200,“
sagði Magnús ennfremur. Sem
kunnugt er var togarinn Bjarni
Herjólfsson, sem lagði upp afla
hjá stæsta atvinnufyrirtæki á
Eyrarbakka, Hraðfrystistöð Eyr-
arbakka hf., seldur á nauðungar-
uppboði í desember í fyrra, en
rekstur hans hafði þá gengið mjög
illa og hann legið bundinn við
bryggju langtímum saman að sögn
Magnúsar.
Hann sagi að Hraðfrystistöðin
hefði staðið illa að vígi eftir þetta,
enda hafi hún tapað um 14 milljón-
um króna þegar Bjarni Herjólfs-
son var seldur. Var þá brugðið á
það ráð að leigja fyrirtækinu
Suðurvör í Þorlákshöfn frystihús
félagsins í vor.
„Þeir Suðurvararmenn hafa
verið duglegir að afla hráefnis,
bæði frá eigin bátum og eins hafa
þeir fengið afla frá togurum frá
Vestmannaeyjum. Því hefur verið
næg atvinna í frystihúsinu og ekki
er útlit fyrir annað en að svo verði
áfram í vetur. Ég veit að þeir hafa
hug á síldarfrystingu og jafnvel
síldarsöltun í haust,“ sagði Magn-
ús Karel Hannesson oddviti Eyrar-
bakkahrepps að lokum.
Ólafur Þór Jónsson verkstjóri, lengst til hsegri, ásamt tveimur starfsmanna sinna.
10 mílljóna vatns-
veita á Vopnafirði
— Brýn framkvæmd þar sem oft hefur verið
vatnsskortur á undanförnum árum
NÚ STANDA yfir á vegum Vopnafjarðarhrepps framkvæmdir við nýja vatns-
veitu fyrir þorpið og var það mjög brýnt að sú framkvæmd hæfist þar sem
mjög hefur borið á vatnsskorti oft undanfarið, og jafnvel þurft aö grfpa til
skömmtunar á undanförnum árum. Hið nýja vatnsból er í svonefndu Svína-
bakkafjalli sem er um 9 km leið frá birgðatönkum á Búðaröxl. Áætluð
notkun á vatni nú er á bilinu 17—20 sek./lítr., en með tilkomu hinnar nýju
leiðslu er talið að fást muni um 30 sek./lítrar, þannig að vonir standa til
að þarna verði um allnokkra framtíðarlausn að ræða.
Fiskeldissýning í
Laugardalshöll opnar í dag
Undirbúningur fiskeldissýningar í Laugardalshöll var í fullum gangi
í gær er ljósmyndari blaðsins leit þar inn, en sýningin verður opnuð
í dag. Um 40 innlend og erlend fyrirtæki sýna framleiðslu sína, og
er sýningin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Til að afla nánari frétta varðandi
vatnsveituframkvæmdirnar ræddi
fréttaritari við Svein Guðmunds-
son, sveitarstjóra, og spurði hann
fyrst hver væri áætlaður kostnaður.
„Áætlaður kostnaður er um 10
milljónir króna og má meðal annars
nefna að leiðslan er þar stærsti
liðurinn, þetta er 6 tommu plast-
lögn frá Reykjalundi og kostar
hingað komin 4,5 milljónir króna."
— Hvernig gengur að fjármagna
svona framkvæmd?
„Lánasjóður sveitarfélaga lánar
4,5 milljónir, framlag sveitarfélags-
ins er 1,5 milljónir og svo er afgang-
Austurbæjarbfó:
Bandarískur
kontratenór
heldur tónleika
RODNEY Hardesty, bandarískur
kontratenórsöngvari, heldur tón-
leika í Austurbæjarbíói á laugar-
daginn kl. 14.30 ásamt landa sínum,
píanó- og semballeikaranum Ted
Taylor og nokkrum íslenskum tón-
listarmönnum, þeim Pétri Þorvalds-
syni sellóleikara, Guðnýju Guð-
mundsdóttur fiðluleikara, Kristjáni
Þ. Stephensen óbóleikara og Pétri
Jónassyni gítarleikara.
Það er ekki oft að Islendingar
fá tækifæri til að heyra kontra-
tenórsöngvara syngja hérlendis,
enda slíkir söngvarar sjaldgæfir,
þeir tilheyra fortíðinni, endur-
reisnartímabilinu nánar tiltekið.
Þó hefur áhugi manna á tónlist
þessa tímabils aukist á síðari
árum og tónlistarmenn lagt fýrir
sig í auknum mæli að spila mið-
aldatónlist ýmiss konar á gömul
hljóðfæri. Einnig fjölgar söngv-
urum sem syngja tónlist frá
þessum tíma, trúir þeirri hefð
sem fylgt var þá. Rodney Hard-
esty er einmitt einn þeirra.
En hvaða munur skyldi vera á
venjulegri tenórrödd og kontra-
tenórnum? Rodney Hardesty
segir kontratenór syngja á nokk-
uð hærra tónsviði, án þess þó að
fara í falsettu, sem kallað er, en
þá eru háu tónarnir þvingaðir
fram svo venjuleg karlmanns-
rödd verður hjáróma og barns-
leg. Kontratenórar hafa því
óvenjulega hátt raddsvið.
Lengi fram eftir öldum þótti
mönnum óviðeigandi að konur
tækju þátt í kirkjulegum tónlist-
arflutningi. „Mulier in ecclesia
taceat" (Konan þegi í kirkju) var
boðorð sem lengi vel var aldrei
brotið. Þess vegna þurftu drengir
sem ekki voru komnir í mútur
ellegar geldingar að syngja sópr-
an og altrödd, sem aðeins konur
syngja nú á timum.
Kontratenórar sungu gjarnan
altrödd, en þó var ekki óalgengt
að þeir syngju millirödd, ein-
hversstaðar mitt á milli tenór-
og altraddar.
Rodney Hardesty kontratenór-
söngvari.
Hardesty segir að þegar tónlist
frá endurreisnartímanum og
fyrr sé leikin eða sungin, náist
aldrei hinn sanni hljómur, nema
samskonar hljóðfæri séu notuð
og sömu aðferðum beitt.
Tónleikarnir á laugardaginn
eru haldnir á vegum Tónlistarfé-
lagsins, og eru fyrstu tónleikar
starfsvetrar þess. Þeir eru til-
einkaðir tónlistarárinu sem nú
stendur yfir í tilefni 300 ára
afmælis tónskáldanna Bachs,
Hándels og Scarlattis. Enda er
megnið af verkunum á efnis-
skránni eftir þá Bach og Hándel.
Einnig mun Hardesty syngja
verk tveggja bandarískra nú-
tímahöfunda, þeirra Philips
Glass og Richards Rodney Benn-
ett.
urinn fenginn með skammtímalán-
um í bönkum."
— Nú er framlag sveitarfélags-
ins hálf önnur milljón, og því vakn-
ar sú spurning, Sveinn, hvort þessi
vatnsveituframkvæmd muni draga
úr öðrum framkvæmdum á vegum
hreppsins í framtíðinni?
„Nei, það á hún ekki að gera,
þegar til lengri tíma er litið þó svo
að í augnablikinu sé ekki hægt að
fást við meira, en áætlað er að
vatnsveitan standi undir sér í fram-
tíðinni og skili því þessum pening-
um aftur, og meðal annars þess
vegna mun taxti á vatni til notenda
hækka allnokkuð."
Annar tveggja verkstjóra
hreppsins er Ólafur Þór Jónsson.
Hann var spurður hvernig verkið
hefði gengið.
„Það má segja að þetta hafi allt
gengið nokkuð vel, þó svo að rigning
og vont veður hafi tafið verulega
fyrir þegar verst hefur látið. Um 6
km af þeirri leið sem við þurfum
að fara með lögnina er mjög vot-
lend, og svo þegar allar þessar rign-
ingar bætast þar á ofan hefur ekki
verið hægt að koma við tækjum
nema með ærinni aukafyrirhöfn.
Þá tafðist lagning vegar upp í fjal-
lið að lindunum einnig vegna aur-
bleytu. Nú hefur hinsvegar verið
mun minni úrkoma síðustu daga
og þornað verulega til.“
— Nú var upphaflega áætlað að
verkinu yrði lokið um mánaðamót
september—október, heldur þú að
þær áætlanir standist?
„Nei, það er alveg ljóst að þær
munu ekki standast, en ef tíðarfar
verður hagstætt vonumst við til að
þetta klárist í októbermánuði. En
á vegum hreppsins hefur verið
unnið við fleira en að framan getur.
Verulegt átak hefur verið gert til
að fegra svokölluð opin svæði í
þorpinu, og hefur það mælst mjög
vel fyrir meðal bæjarbúa, en auk
þess að þökuleggja og setja niður
piöntur hafa verið hellulagðir stíg-
ar og komið hefur verið fyrir bekkj-
um sem vinsælt er að tylla sér á,
þótt sjaldan hafi nú verið lát á
rigningunni þannig að viðraði til
útiveru." B.B.
Patreksfjörður:
Málverkasýning
félagsheimilinu
MAGNÚS Guðmundsson á Patreks-
firði opnar málverkasýningu í Félags-
heimili Patreksfjarðar annað kvöld,
fimmtudag, kl. 20. Sýningin stendur
opin laugardag og sunnudag frá kl.
15-22.
Á sýningunni verða 38 olíu— og
vatnslitamyndir sem Magnús hef-
ur unnið flestar á sl. þremur árum.
Magnús stundaði nám í Mynd-
lista— og handíðaskóla íslands
veturinn 1950-51. Hann starfar nú
hjá Orkubúi Vestfjarða. Þetta er
fyrsta málverkasýning Magnúsar.
KrétUtilkynning
Bandalag háskólamanna:
Söluskattur verði ekki
innheimtur af matvælum
Á FUNDI sínum í gær samþykkti
framkvæmdastjórn Bandalags há-
skólamanna áiyktun um kjara- og
skattamál. Þar er meðal annars sett
fram sú krafa að hætt verði við öll
áform um innheimtu söluskatts af
matvælum og er ríkisstjórnin vöruð
við slíkri kjaraskerðingu. Segir í
ályktuninni að launafólk hafi þegar
orðið að axla of þungar byrðar og
aukin skattheimta af almenningi
komi ekki til greina.
í ályktuninni segir meðal annars:
Þá hefur ekki verið staðið nema
að nokkru leyti við það fyrirheit
ríkisstjórnarinnar að afnema
tekjuskattinn á almennar launa-
tekjur í þremur áföngum. Það er
eitt mesta hagsmunamál félags-
manna BHM, sem flestir hafa tekj-
ur á því launabili. Við gerð nýrra
fjárlaga verður að standa að fullu
við gefin fyrirheit og lækka tekju-
skattinn um 900 milljónir 1 milljarð
króna í þessum áfanga. Það eru
raunhæfustu kjarabæturnar, sem
enga verðbólgu hafa í för með sér.
Framkvæmdastjórn Bandalags
háskólamanna krefst þess að hætt
verði við öll áform um innheimtu
söluskatts af matvælum og varar
ríkisstjórnina við slíkri kjaraskerð-
ingu. Launafólk hefur þegar orðið
að axla of þungar byrðar og aukin
skattheimta af almenningi kemur
ekki til greina."