Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
Sundrung
eða samstarf
Mikið var ég ánægður með
grein eftir biskupinn okkar, Pét-
ur Sigurgeirsson, í Morgunblað-
inu30. júlí í sumar.
Þar var á einfaldan hátt gerð
grein fyrir einni merkustu stefnu
í trúmálum þessarar aldar á
síðustu áratugum, hinni svo-
nefndu samkirkjuhreyfingu.
Ég gleymi aldrei gleði minni
fyrir örfáum árum, þegar prestur
eða biskup frá Landakoti prédik-
aði í Dómkirkjunni og prófastur
eða prestur frá Dómkirkjunni
messaði í Landakotskirkju.
Svipað gat ég glaðzt í vor,
þegar fulltrúar frá nokkrum
svokölluðum deildum og sértrú-
arflokkum íslenzku kristninnar
áttu helgistund saman vestur í
Neskirkju.
Það var líkt og bænheyrsla
frá löngu liðinni helgistund í
safnaðarheimilinu við Sólheima,
þegar við buðum þangað starfs-
fólkinu í Landakotssöfnuði. Þar
ríkti einnig friður og fögnuður á
fögru kvöldi.
Það var því ljúft að lesa orðin,
sem mynduðu kjarnann í grein
biskupsins í blaðinu um daginn:
„Að leita sannleikans og bera
virðingu fyrir skoðunum annarra
er rétta leiðin í einingarstarfi
hinnar kristnu kirkju."
En sé litið til sögu kirkjunnar,
þessarar áhrifamiklu stofnunar
á 2000 ár, þá er þar að mörgu
leyti harmsaga sundrungar,
misskilnings mótstöðu við
grundvallarhugsjón meistarans
mikla frá Nazaret, sem þessi lífs-
og trúarstefna helgar sig og sína
starfsemi.
Þar hefur verið deilt, barizt,
sundrað og deytt undir merkjum
trúar á hans boðskap, sem þó
má túlka með aðeins einu orði:
Elskið. Stærra væri að nefna
þessa viðleitni takmarki sínu:
Kærleikur. En þetta fjölbreytta
viðfangsefni mannsandans og
mannkynsins er byggt á trú.
Hvað er þá trú?
Trúin er tilfinning hliðstæð
ástinni í vitund mannsins. Hún
er tilfinning gagnvart umhverfi
og aðstöðu lífsins hverju sinni.
Heilbrigð og jákvæð trúartil-
finning birtist sem traust til
umhverfisins bæði andlega og
efnislega, bæði í smáu og stóru.
Við verðum alltaf að treysta
einhverju, annars fatast allt
okkar daglega líf. Þótt ekki sé
nema ferðast um borgina dag-
lega, verður það ekki hægt án
þess að treysta bæði vagnstjóra
og vagni, svo dæmi sé tekið úr
daglegu lífi.
Enginn heilbrigður maður er
trúlaus, hversu oft sem hann tjá-
ir trúleysi sitt.
Guðstrú er sambandið, traust-
ið til æðstu hugsjónar manns-
andans, sem við nefnum Guð.
Það orð mun hér á Norðurlönd-
um vera samstofna orðinu góður.
Guðshugsjón er einnig á krist-
inni trú tengd uppsprettu elsku
og kærleika og um leið samband-
ið við þessa æðstu orkulind lífs-
ins.
Þetta virðist í fljótu bragði
ósköp auðskilið og auðvelt. En
um það eru ritaðar milljónir
bóka og spekirita.
Þessi heilaga hugmynd um
hinn ósýnilega, almáttuga og
algóða kraft lífsins hefur svo oft
verið misskilin og misnotuð.
Margir gera sér hennar óljósa
grein. Aðrir rangsnúa henni
alveg til þess að geta notfært sér
trúartilfinningar einstaklinga og
samfélags í eigin hag.
Svo er orðið trú ákaflega oft
notað í merkingunni trúarbrögð
eða skoðanir stærri eða minni
félagsheilda.
Talað er um Búddatrú, kristna
trú, Múhameðstrú og fleira og
fleira, að ekki séu nefndar minni
heildir eins og Lútherstrú. Kaþ-
ólsk og kalvinsk, mormónar,
Vottar Jehóva og margt fleira.
En þetta eru mismunandi skoð-
anir, aðferðir og túlkun trúar.
Trúarbrögð er að vissu leyti
þær myndir sem trúin birtist í,
þær aðferðir, sem notaðar eru
við þróun hennar, sá farvegur,
sem hún fellur í með hverri
kynslóð.
Líkja mætti trú - guðstrú - við
blómstur, trúarbrögð með sínar
mismunandi játningar og helgi-
siði mættu þá teljast garðurinn
eða jarðvegurinn, sem það
skrautblóm menningar vex í.
Einnig mætti líkja guðstrúnni
við perlu eða gimstein. Mismun-
andi trúarbrögð og kirkjudeildir
eru þá líkt og umbúðirnar, sem
hún er geymd eða gimsteinninn
sýndur í.
Þótt undarlegt megi teljast
hefur sú verið mest hætta á
vegum guðstrúar kynslóð fram
af kynslóð, að taka umbúðirnar
fram yfir hana. Fela hana og
týna henni í helgisiðum, for-
dómum, bókstafsblindu og svo-
nefndum „rétttrúnaði", sem Jes-
ús nefndi hjá sínum trúfræðifor-
ingjum erfikenningar og rang-
færslur, sem birtist í hroka,
hindurvitnum og valdbeitingu,
þar sem sízt af öllu er tekið tillit
til þess Guðs og föður kærleik-
ans, frelsisins og sannleikans,
sem hið sanna gleðitraust og trú
tekur sitt takmark og athvarf.
Af slíkri dýrkun, slíkri afvega-
leiðslu trúartilfinningar, hefur
oft leitt hið mesta böl á vegum
trúarbragða, þjóða og mannkyns
alls, svo að segja mætti þar um:
„Heggur sá er hlífa skyldi.“
Segja má sömu hættur á
brautum guðstrúar og ættjarðar-
ástar. Orka þeirra beinist meðal
bæði villtra oggrimmra valdhafa
inná voðans leiðir, þar sem hin
óræðu öfl tilverunnar, sem vissu-
lega gætu mesta blessun veitt eru
höfð til að eyða og deyða, kvelja
og myrða. Má þar nefna vetnis-
orku og atómsprengjur.
Meira að segja sólin sjálf virð-
ist táknlega talað geta villzt svo
langt af vegi.
Það er því ekki ástæðulaust
að ræða um rétta ræktun guðs-
trúar í uppeldi hvers barns,
hverrar mannveru.
Þar er margt unnt að hafa til
hjálpar. En fyrst er að velja
veginn rétta, brautir sannleikans
að takmarkinu æðsta, föður og
orkulind kærleikans. Þar er hin
sanna Guðstrú að verki.
Hana má efla með tilbeiðslu,
lotningu, auðmýkt og hreinleika,
sem allt er til reiðu í eðli hvers
heilbrigðs barns.
Og tækin eru orð og tónar,
línur, litir, ljós og ljóð.
„Allt hið fagra er augað lítur,
andinn, hvað sem dýrðlegt
veit.“
Trúin er lind allra lista og
nærist af þeim. Trúin þarf þann-
ig fyrst og fremst að vera guðs-
trú, samband mannsálar við
elsku Guðs. Það er tilgangur
hennar og takmark.
Trúin sem veitir sannar heillir
og hamingju sérhverri sál, sér-
hverri þjóð, sérhverri kirkju, er
samkvæmt kenningu Jesú,
traustið til hinna góðu afla til-
verunnar, guðstraust.
Þegar Jesús hrósaði fólki fyrir
trú, virtist hann lítt eða ekki
taka tillit til hvaða trúarbrögð-
um það fylgdi.
Hann bjóst raunar við mestu
af ísrael, enda höfðu þeir stund-
að ræktun guðstrúar að vissu
leyti um aldaraðir, með skáld og
spámenn í fararbroddi.
Hann varð því oft fyrir sárum
vonbrigðum, þegar hann fann að
sérstæð trúariðkun þeirra hafði
ofstæki, þröngsýni, hroka, fyrir-
litningu og jafnvel grimmd gagn-
vart öðrum. Allt saman hræði-
legar hættur á kærleiksbrautum
guðstrúar.
Hann velur því lærisveina sína
úr sem flestum mismunandi hóp-
um samfélagsins.
Hann hrósar Samverjanum
góða og gestrisna. Setur hann,
sem auðvitað hafði hvorki verið
skírður eða fermdur, sem sígilda
fyrirmynd ókominna kynslóða
kristinna manna. Vissi þó vel að
ísraelsmenn fyrirlitu hann og
alla Samverja sem vantrúargrey
l'arís, 16. september. AF.
Francois Mitterrand, Frakk-
landsforseti, hefur boðið leiðtogum
hinna fjórtán aðlildarríkja Samtaka
Suður-Kyrrahafslanda að heimsækja
kjarnorkutilraunasvæði Frakka á
Mururoa-eyjum til þess að þeir geti
sjálfir gengið úr skugga um öryggis-
ráðstafanir þar. í tilkynningu sem
Mitterrand lét frá sér fara einu degi
eftir að hann snéri heim frá Mur-
uroa-eyjum staðfesti hann að Frakk-
ar hefðu í hyggju að halda áfram
kjarnorkutilraunum þar „jafn lengi
og talið er nauðsynlegt**.
Mitterrand sagði einnig að inn-
og villutrúarfólk, sem auðsýna
skyldi fyrirlitningu. Hann hrós-
ar einnig heiðnum hermanni
bersyndugum tollheimtumanni,
rómverskum hershöfðingja og
grískri konu, sem ekki hefði verið
hátt skrifuð á mælikvarða „rétt-
trúaðra" meira að segja hér á
landi nú ádögum.
En eitt er víst. Allt þetta fólk
bar þess vott, að hans áliti, að
það hafði þroskað með sér heitt
og bjargfast traust á krafti og
sigrum hins góða í tilverunni og
mannssálinni.
Það var nóg. Trúin gat gert
þessar mannverur heilar og
sannar bæði á líkama og sál
meira að segja. Kennt þeirri sem
andi Guðs í eigin armi og barmi
að ganga á hans vegum og gera
umhverfi sitt að musteri Drott-
ins allra daga.
Ekkert er æðra af hlutverkum
foreldra, kennara, presta og
spekinga, en sú viðleitni að efla
guðstrú í vitund bernsku og
æsku.
Þar þarf að kunna handleiðslu
hins stranghlýja uppeldis, sem
kennir hverju barni ljúfum orð-
um og fögru fordæmi áminningu
skáldsins snjalla Matth. Joch.
„Trúðu frjáls á Guð hins góða“
Og um leið morgunbæn
menntaskólakennarans Stgr.
Thorst. við Lækjargötuna:
Trúðu á tvennt í heimi,
tign, sem æðsta ber:
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér!
Að lokum skal hér minnt á orð
biskups í blaðagrein þeirri, sem
varð tilefni þessara hugleiðinga
„við gluggann":
„Þegar Jesús biður um einingu
lærisveina sinna, þá segir hann:
„Ég bið, að allir séu þeir eitt,
eins og ég og faðirinn erum eitt.“
Hann biður ekki um, að þeir séu
eins heldur eitt“. Ein hjörð og
einn hirðir í allri sinni fjöl-
breytni.
Sönn fylgd við þann hirði, sem
er höfundur kristninnar er trú,
sem ber ávöxt í kærleika, án þess
er hún aðeins falskur helgihjúp-
ur. Hún er samstarf en aldrei
sundrung.
Reykjavík, 15. ágúst
Árelíus Nielsson.
an mánaðar myndi hann setja
fram tillögur um samvinnu
franskra sérfræðinga við Kyrra-
hafsþjóðirnar á breiðum grund-
velli. Þá fór forsetinn fram á að
áströlsk yfirvöld leyfi frönskum
sérfræðigum að fara um landið til
að rannsaka áhrif breskra kjarn-
orkutilrauna á umhverfið þar.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um hafa Ástralíumenn, Ný-Sjá-
lendingar og fleiri þjóðir við
Kyrrahaf mótmælt kjarnorkutil-
raunum Frakka mjög harðlega.
Njttl
T^eNtþjöNuste
ȣ>
pRmuLw
Mitterrand býður leiðtogum Sudur-
Kyrrahafsríkja til Mururoa-eyja
IMYND FYRIRTÆKISINS
Leiðbeinandi: Pétur Guðjónsson,
stjórnunarráðgjafi
Hver er ímynd þíns fyrirtækis eöa stofnunar - í augum starfsfólks - í
augum almennings? Gefur hún þá mynd af fyrirtækinu sem óskað er
eftir? Stjórnunarfélag íslands heldur námskeiö ætlaö þeim er annast
almenningstengsl og þróunarmálefni fyrirtækja og stofnana.
Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sýna aö þau fyrirtæki sem eru í
örustum vexti hafa lagt sérstaka áherslu á þjálfun og þátttöku starfs-
fólks síns í að móta og kynna þá ímynd trausts rekstrar og ábyrgrar
þjónustu sem hverju fyrirtæki er nauðsyn.
■ Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Stjórnunarfélag
Islands