Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 HCmAfífí I-IZ © 1985 Universal Press Syndicate n Ég Skýn út sétnna,. Hann cú* •fianx á. sjúkrcxháe " va i r* Aster... ... að láta verða af því að skrifa. TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved c1{85 tos Angeles Times Syndicate Síðan hvenær þarf ökuleyfi? HÖGNI HREKKVÍSI ,,‘VIP EKSOM HAM6OI0SAKA OG FZAHSKAR." Hvaða brögðum þarf að beita til að Bogi komi heim? Baddi skrifar: Það hefur tæpast farið framhjá nokkrum að Norðmenn gengu að kjörborði fyrir skömmu eins og títt er í lýðríkjum. Ég hef aðeins það að segja um þessa kosningu, án þess þó ég kasti rýrð á þessa frændur mína, að flestum ef ekki öllum stendur á sama um norska pólitík, enda vegur hún ámóta þungt á vogarskál heimsstjórn- mála og orð Jóns Baldvins eða einhvers álíka manns, — núll. Allir sem á annað borð fylgjast með málefnum líðandi stundar hafa sett sig í stellingar til að skilja aðalatriði frá aukaatriðum, enda aðeins á færi guðs á himnum að gefa öllu gaum. Þannig hafa flestir áhuga á atburðum er varða íslendinga beint eða óbeint eða hafa veruleg áhrif á gang heims- mála. Noregur hefur aldrei verið púls heimsins og verður aldrei sama, hversu blankur sem Bogi Ágústsson er. Ég minnist þess að Jón Ásgeirs- Bogi Ágústsson, fréttamaður, er um þessar mundir fréttaritari sjónvarps- ins í Skandinavíu. son íþróttafréttamaður hjá út- varpinu fluttist í fáein ár til Vest- urheims og sendi pistla daglega í útvarpið um það sem honum bar fyrir sjónir. Þá fékk þjóðin alls- konar fréttir af kvennabösurum og uppátækjum frímúrara sem voru af íslensku bergi brotnir. Ekki hafði nokkur óskað frétta að vestan, en fréttastofu útvarps hefur fundist svo gráupplagt að nýta Jón, sem að sjálfsögðu sló ekki hendinni á móti þeim pening- um er fást fyrir jafn gagnmerka upplýsingasöfnun. Gott og vel — Jón fékk aur við „fréttir" og síðan kemur hann heim á ný og síðan hefur ekki spurst til nokkurs V-fs- lendings né þeirra ferða. Málið er að fréttaflutningurinn var aðeins nauðsynlegur eða skemmtilegur (sic) á meðan á dvöl Jóns stóð. Þá kann maður að spyrja: Hvaða brögðum þarf að beita til að Bogi komi heim? Því annars er hætt við að þjóðin þurfi í gegnum gervi- hnetti að fylgjast með sveitar- stjórnarkosningum á Álandseyj- um... Brúðubfllinn fellur yngstu kynslóðinni vei í geð. Hér eru þær Sigríður og Helga stjórnendur brúðanna í góðum félagsskap. Upplagt að hafa Brúðu- bílinn í „Stundinni okkar“ Aðalheiður, Kristín og Guðrún, Akureyri, skrifa: í framhaldi af því sem við lásum í DV fyrir nokkru viljum við taka undir þau orð sem sögð voru um Brúðubílinn. Og einnig þar sem nú er að hefjast vetrarstarf sjón- varpsins viljum við koma á fram- færi tillögum um efni í „Stundina okkar“. Efni það sem Brúðubíllinn hefur upp á að bjóða er alveg upplagt í „Stundina okkar". Það mættu gjarnan vera fastir þættir í „Stundinni okkar“ með þeim Sigríði Hannesdóttur og Helgu Steffensen, sem stjórna Brúðu- bílnum. Viljum við með því að koma þessari ósk á framfæri tala fyrir munn allra þeirra litlu krakka sem alltaf horfa jafn hugfangin á brúð- urnar þegar þær birtast. Alltaf er efnið þannig úr garði gert að það höfðar til margra aldurshópa og alltaf eru brúðurnar að láta eitt- hvað gott af sér leiða í sínu litla samfélagi. Þær Sigríður og Helga hafa lag á að láta krakkana leggja við hlustir og taka eftir því sem fram fer. Þá tala þær svo skemmti- legt mál að jafnvel fullorðið fólk tekur eftir málfari þeirra. Viljum Þórður Sturlaugsson skrifar: Kæri Velvakandi. Nú er sjónvarpið okkar að hefja sýningar úr mikilli syrpu mynda um stríðsrekstur nazista (þjóð- legra sósíalista) í heimsstyrjöld- inni annarri. Rétt er að hafa nú í huga að þessi myndasýning er að öllu leyti samsett, samin og textuð af póli- tískum andstæðingum. við allra síst að þessar ágætu lista- konur liggi með efni ónotað og því væri ákjósanlegt að gefa þeim tækifæri á að koma sem oftast fram í „Stundinni okkar" yngri kynslóðinni, sem öðrum, til ómældrar ánægju. Hér er því um að ræða verk, sem gæti haft nokkuð samsvarandi sannleiksgildi og stykki, sem samið væri af kommúnistum um krata — eða framsóknarmönnum um Sjálfstæðisflokkinn undir stjórn ólafs sáluga Thors. „Að öllum ólöstuðum". Kannski fáum við einhvern tíma að sjá þátt um stríðsrekstur Stal- íns saminn af Solchenitzin? Verk pólitískra andstæöinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.