Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 Karnabær kaupir rúmlega 400 m2 í Hagkaupshúsinu KARNABÆR hf. hefur fest kaup á rúmlega 400 fm í verslunarhúsnaeði Hagkaups sem verid er að reisa í nýja miðhænum í Reykjavík. „Ástæðan fyrir því að ég kaupi þarna er sú að ég hef vissulega trú á þessu fyrirtæki,“ sagði Guð- laugur Bergmann forstjóri Karna- bæjar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Verslanir Karnabæjar eru mjög vel staðsettar í gamla mið- Sigurfari II SH 105 sleg- inn Fisk- veiðasjóði — Sjóðurinn greiðir 187 milljónir fyrir skipið en átti kröfu að upphæð 290 milljónir á það TOGARINN Sigurfari II SH 105 var í gær sleginn Fiskveiða- sjóði fyrir 187 milljónir króna á uppboði hjá sýslumanni Snæ- fells- og Hnappadalssýslu. Kröf- ur sjóðsins á skipið og útgerð þess námu um 290 milljónum króna. Auk þess áttu fleiri aðil- ar fé hjá útgerð skipsins, sem þeir munu tapa. Sýslumannsembættið vildi ekki gefa frekari upplýsingar um skuldastöðu skipsins og fjárkröfur á það. Fyrra upp- boð á skipinu fór fram 18. apríl síðastliðinn og það síð- ara átti að vera í lok júní en var frestað til dagsins í gær. Á fyrra uppboði bauð Fisk- veiðasjóður sömu upphæð í skipið, en það er vátrygginga- verð skipsins. Sigurfari II er í á veiðum til löndunar erlendis og verð- ur afhentur að þeirri veiðiferð lokinni. Þá verður kvóti skips- ins uppveiddur. Morgunblaðið náði sambandi við Hjálmar Gunnarsson, einn eigenda Sigurfara, en hann vildi ekk- ert um mál þetta segja. Sagði aðeins að löngu hefði verið vitað hvernig færi og nú hefði það verið staðfest. bænum, en við viljum ná til þess fólks sem verslar í stórmörkuðum. Þar sem ég er bæði innflytjandi og framleiðandi íslenskrar iðnað- arvöru þarf ég að verja ýmiss konar hagsmuni. Umfangsmesti þátturinn í starfseminni er fram- leiðsla á fatnaði og afsetning vör- unnar er gífurlegt atriði. Karna- bær fer nú inn í stórmarkað og tel ég það einmitt auðvelda afsetningu framleiðsluvörunnar á þessum markaði sem nú er leitað á. Nauð- synlegt er að passa mjög vel upp á markaöshlutdeildina og það er meginástæðan fyrir þessum kaup- um“. „í versluninni í Hagkaupshúsinu verður fyrst og fremst seldur fatn- aður og vörur tengdar fatnaði, skór og hljómplötur, eins og Karnabær og systurfyrirtæki hans hafa verið með,“ sagði Guðlaugur „Ekki er fyrirhuguð nein breyting á þeim verslunum sem fyrir eru. Þetta er einungis viðbót." Ég tel það fjarstæðu að nýja miðbænum sé beint gegn gamla miðbænum eins og margir vilja halda fram. Gamli bærinn verður alltaf með sinn „sjarma“. Það kemur ekkert í staðin fyrir um- hverfið þar, Tjörnina, Lækjartorg, Laugaveginn og Arnarhól. Ég held að ekki verði um samkeppni að ræða milli þessara hverfa. Þau eiga bæði rétt á sér,“ sagði Guð- laugur Bergamann að lokum. Kafarar kanna botn Hafravatns I gær, eftir að hertrukkarnir höfðu komið fram á mælitækjum. Á innfelldu myndinni er sonar-tækið. Mor{[unblaöi6/Ánti Sæberg Hertrukkar á botni Hafravatns f GÆRDAG voru menn að gera tilraunir með leitar- tæki í Hafravatni, svonefnt sonar-tæki. Á mælitækjun- um komu fram hlutir á botni vatnsins, sem ástæða þótti til að kanna nánar. Kafarar voru fengnir á stað- inn og kom þá í Ijós að hertrukkar voru á botninum, alllangt frá landi. Voru þetta brezkir trukkar, sem fallið höfðu niður um ís á stríðsárunum. Frekari könn- un er ráðgerð í vatninu. ASÍ og VSÍ um viðbrögð forsætisráðherra: Stjórnin axlaði ábyrgð á að forsendur stæðust „I LOK ávarps síns til þjóðarinnar á 17. júní sl. sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra orð- rétt: „Nú hvflir sú ábyrgð á stjórn- völdum að verðlagsforsendur haldist og raunveruleg kjarabót verði. Það mun takast,““ sagði Ásmundur Stef- ánsson forseti Alþýðusambands ís- lands í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær er hann var spurður hvað hann vildi segja um þau orð forsætisráðherra á baksíðu Morgun- blaðsins í gær, að ASÍ og VSÍ hefðu gert kjarasamninga á verðlagsfor- sendum, sem aldrei hefði verið samið um við ríkisstjórnina, og hún því verið óbundin af þeim verðlagsfor- sendum. Skipað í embætti lögreglustjóra í Reykjavík og bæjarfógeta á Akranesi: Böðvar Bragason lögreglustjóri og Sigurður Gizurarson bæjarfógeti HANDHAFAK forsetavalds skipuðu í gær, að tillögu Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra, Böðvar Braga- son, sýslumann í Rangárvallasýslu, lögreglustjóra í Reykjavík og Sigurð Gizurarson, sýslumann Þingeyjar- sýslu og bæjarfógeta á Húsavík, bæjarfógeta Akraness. Böðvar tekur við embætti þann 1. desember nk„ en Sigurður 1. nóvember. Þeir Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri í Reykjavík og Björgvin Bjarnason bæjarfógeti á Akranesi láta af störfum fyrir aldurs sakir. Böðvar Bragason fæddist á Akureyri árið 1938. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1960 og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1966. Böðvar vann á lögræði- skrifstofu Lúðvíks Þorvaldssonar hrl. og við Sparisjóð alþýðu frá 1966-68. Hann var fulltrúi hjá yfirborgarfógeta í Reykjavík á ár- unum milli 1968-71, en 1971 var hann skipaður bæjarfógeti í Nes- kaupstað. Því embætti gegndi hann fram í desember 1977, þegar hann tók við embætti sýslumanns Rangárvallasýslu, sem hann gegn- ir í dag. Böðvar Bragason Sigurður Gizurarson fæddist í Reykjavík 2. mars árið 1939. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959. Sigurður stundaði nám í þjóðarrétti og tungumálum á árunum 1959-61 í Þýskalandi og lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Islands 1967. Veturinn Sigurður Gizurarson þar á eftir stundaði hann fram- haldsnám í þjóðarrétti og skyldum námsgreinum í Genf. Hann hóf rekstur lögfræðiskrifstofu í Reykjavík haustið 1969, var skip- aður sýslumaður í Þingeyjarsýslu árið 1974 og hefur gegnt því emb- ætti síðan. „Forsætisráðherra axlaði þannig fulla ábyrgð fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar á því að sú verðlagsspá sem stuðst var við við samningagerðina stæðist," sagði Ásmundur. Hann sagði að forsætisráðherra hefði að vísu ekki gert það með skriflegri yfirlýsingu til samningsaðila, held- ur í munnlegri yfirlýsingu til þjóð- arinnar allrar. „Það er væntanlega alvarlegt mál á fleiri sviðum en þessum, ef forsætisráðherra tekur ekki hið minnsta mark á þeim yfir- lýsingum, sem hann með þessum hætti gefur til þjóðarinnar," sagði Ásmundur. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði er hann var spurður sömu spurningar: „Það var ljóst þegar samningarnir voru gerð- ir að þeir voru byggðir á ákveðnum forsendum og við gerðum ráð fyrir ákveðinni þróun gengis í þeim samningum. Nú hafa þeir hlutir gerst að þessi þróun gjaldmiðlanna innbyrðis hefur farið úr skorðum á neikvæðan hátt að því leyti, að þessir hlutir leiða af sér minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Auðvitað eru þetta afleiðingar, sem ekki koma einungis niður á kaupmætti einstaklinganna, heldur og á af- komu fyrirtækjanna. Það er auðvit- að spurning út af fyrir sig, hvaða kröfu megi gera til stjórnvalda, hvað þetta snertir. Það er ljóst að sú aðhaldsstefna, sem við vorum að vonast til að fylgt yrði í ríkis- fjármálunum, var ekki nægilega mikil. í því sambandi nægir að benda á ýmsar hækkanir, eins og fóðurbætisskattinn og þá hækkun sem nú hefur verið ákveðin á land- búnaðarvörum." Magnús var spurður hvað hann vildi segja um þá yfirlýsingu for- sætisráðherra i Morgunblaðinu í gær, að stjórnvöld hefðu ekki verið bundin af verðlagsforsendum þeim sem miðað var við við gerð síðustu kjarasamninga: „Ég vísa bara til orða forsætisráðherra sjálfs, að þegar við lukum samningsgerð- inni, þá flutti hann ávarp til þjóðarinnar á 17. júní, þar sem hann sagði samningana byggða á ákveðnum forsendum, sem skyldu standast. Ég tel að ekki hafi verið nóg að gert til þess að þær stæðust, en hins vegar finnst mér sem það væri heldur óréttlátt að sakast einungis við ríkisstjórn ísiands, þegar svo feikilegar breytingar verða á hlutfalli erlendra gjald- miðla.“ Lést eftir umferöarslys KONAN, sem varð fyrir bíl á mót- um Snorrabrautar og Flókagötu í Reykjavík mánudaginn 9. þessa mánaðar, lést af völdum meiðsla sinna sl. laugardag. Hún var 76 ára. Hún komst aldrei til meðvit- undar. Sjálfstæðisflokkurinn: Þingflokkur og miðstjórn funda í Stykkishólmi Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og þingflokkur munu funda í Stykk- ishólmi um næstu helgi, dagana 28. og 29. september. Samkvæmt upp- lýsingum Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins verður stjórnmálavið- horfið aðalumfjöllunarefni fundar- ins, svo og flokksstarfið á komandi vetri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.