Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 23 Kínverjar fella 100 Víetnama Peking, 24. september. AP. KÍNVERJAR sögöu í dag aö landa- mæraverðir þeirra heföu hrundið 41 árás Víetnama og drepið að minnsta kosti 100 innrásarmenn í þessum árás- um á síðustu 10 dögum. Opinbera fréttastofan Kinhua, sagði að bardagar stæðu um hæð í Laoshan héraði í Yunnan-fylki, en þar hafa bardagar staðið með hléum. Erjur á landamær- um rfkjanna hafa staöið í nær sjö ár. Ekki var getið um mannfall Kínverja í þessum átökum. Þetta eru fyrstu fréttir af átökum á landamærunum frá því 12. septem- ber, að Víetnamar sögðust hafa drepið og sært 50 kínverska her- menn, er þeir hrundu árásum Kín- verja fyrrihluta þessa mánaðar. Ómögulegt er að staðfesta sanngildi þessara fullyrðinga, þar eð báðir aðilar neita fréttamönnum að nálg- ast átakasvæðið. Kínverjar og Víet- namar börðust fyrrihluta árs 1979, er Vietnamar steyptu af stóli stjórn Rauðu Khmerana í Kambódíu, en sú stjórn naut stuðnings Kínverja. Síðan þá hefur hvor aðili ásakað hinn um skot- og sprengjuárásir og skemmdarverk á landamærunum. Forseti Is- lands flytur fyrirlestur í Björgvin Osló, 24. september. Frá fréttariUra Morgun- blaðsins, J.E. Laure. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti ís- lands, er væntanleg í heimsókn til Björgvinjar í Noregi 25. september, þar sem hún mun flytja fyrirlestur um hugvísindi og menntastefnu. Heimsóknin er ekki opinber. Háskólinn í Björgvin gengst nú fyrir viku málþingi í þeim grein- um, sem fjalla um stöðu mannsins í sögunni og leiðir mannsins til að tjá sig í máli, bókmenntum, heim- speki, tónlist, kvikmyndum, leik- list og myndlist. Forseti íslands flytur lokafyr- irlesturinn á þessu málþingi á fimmtudagskvöld. Fyrr um daginn mun frú Vigdís Finnbogadóttir verða viðstödd, er Gunnar Karls- son prófessor flytur fyrirlestur, sem nefnist: „Þjóðernistilfinning og menning". 90 % samdrátt- ur hjá vændis- konum í Genf Genf, Svi88,24. september. AP. VÆNDISKONUR í Genf segjast hafa tapað gífurlega miklu af við- skiptum sínum vegna hræðslunnar við ónæmistæringu (AIDS). Hafa þær krafíst þess af borgaryfirvöld- um, að þeim verði séð fyrir ókeypis mánaðarlegum blóðprófum, svo að þær geti sýnt og sannað, að þær séu ekki haldnar þessum hættulega sjúk- dómi. „Þetta er geysimikið áfall fyrir okkur. Við höfum tapað 90% af viðskiptavinum okkar á einu ári vegna hræðslunnar við ónæmis- tæringu," sagði talsmaður vændis- kvennanna í viðtali við frétta- menn. „Vandamálið bitnar á okkur öllum í þessari atvinnugrein, hvort sem við erum fallegar eða ljótar." Onæmistæringarveiran getur borist milli fólks við kynmök og vændiskonur því taldar sérstakur áhættuhópur sem smitberar. Vændi er lögleg atvinnugrein ív Genf, en vændiskonum er skylt að láta skrá sig hjá lögregluyfirvöld- um. Kjarakaup á 50 búsund kr. lækkun Vegna samninga við verksmiðjurnar 39 búsund kr. lækkun Vegna breytinga á tollum samkvæmt bráðabirgðalögum Verð nú kr. 296 búsund Gengi 23.09.1985 I stað 385 þúsunda Við lánum 150 þúsund til 8 mánaða eða tökum gamla bílinn þinn upp í Þetta er tækifæri sem þú sleppir ekki ótilnevddur. TÖGGUR HR UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMAR 81530-83104 Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.