Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 Lewis stóð sig vel Ólympíumeistarinn Carl Lewis frá Bandaríkjunum varð sigur- vegari í langstökki, 100 metra hlaupi og í sigursveit Bandaríkj- anna í 4x100 metra bodhlaupi í landskeppni Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Japan í frjáls- um íþróttum sem fram fór í Tókýó í Japan um helgina. Þetta var í fyrsta sinn síöan á Ólympíuleikunum sem Lewis vinn- ur þrjár keppnisgreinar á sama móti og virðist hann óöum vera aö ná sér í betri æfingu. Hann hljóp 100 metra á 10,12 sek., stökk 8,28 metra í langstökki og boðhlaups- sveitin hljóp 4x100 m á 38,28 sek. í sveitinni voru auk Lewis Harvey Glance, Kirk Baptiste og Calvin Smith. Sergei Bubka, heimsmethafi í stangarstökki, varö sigurvegari i sérgrein sinni stangarstökki, stökk 5,70 metra. Önnur athyglisverö úrslit voru þau aö sovéska stúlkan Natalia Lisovskaja kastaöi kúlu 20,73 metra. Igor Paklin sigraöi í há- stökki, stökk 2,30 metra. Margar- ita Khromova varö sigurvegari í 400 metra grindahlaupi kvenna, hljóp á 55,83 sek. Willie Banks, Bandaríkjunum, vann sigur í prí- stökki, stökk 17,10 metra. Sovét- rikin unnu i þessari landskeppni, hlutu 221 stig á móti 164 hjá bandarísku sveitinni. Japan var þó nokkuö á eftir. Valáringen náði aðeins jafntefli Frá Bjarna Jóhannaayni, fróttamanni Morgunbiaóains I Norsgi. UM HELGINA voru undanúrslit í norsku bikarkeppninni og þaó sem athyglisverðast var í sam- bandi viö þessa leiki var að tvö 2. deildarlið léku í leikjum þessum viö risana 11. deild. Lilleström lék viö Trömsö og vann 2:0 en Valaringen varö aö láta sér nægja jafntefli viö Faa- berg, sem leikur i 2. deild. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 3:3 og liðunum tókst ekki aö skora í framlengingunni. Annar leikur veröur á heimavelli „bændaliðsins", eins og Faaberg er kallað, þann 9. október. • Liö TBR sem tekur þátt í E vrópukeppni félagsliöa í badminton. TBR í Evrópukeppni félagsliða TENNIS- og badmintonfélag Reykjavíkur tekur þátt í Evrópu- keppni félagsliða í badminton sem hefst á fimmtudaginn nk. Keppnin er haldin aö þessu sinni í Mulheim í Vestur-Þýskalandi. TBR sendir tíu keppendur til þessa móts og eru íslendingarnir í riöli meö 1915 ASTRALSKUR MYNDAFLOKKUR í SÉRFLOKKI Þessi myndaflokkur á 3 spólum segir frá fjórum ungum elskendum sem dreymir um að ástríðan vari að eilífu. Áriö 1915 taka draumarnir enda þegar alvara lífsins með ógnum stríðsins blasirvið. Scott Burge leikur Billy Mac- kenzie. Þegar stríöið braust út, fékk Billy útrás fyrir sína innri orku og ævintýraþrá. Hann varö stríðshetja áöur en hann varö aö manni. Sigrid Thornton (Allt fram streymir) leikur Frances Reilly. Fyrir hana var 1915 áriö sem rómantíkin gerði hana ráðvillta, áöur en hún var þess umkomin aö elska. Scott McGregor leikur Walter Gilchrist. Stríöiö var í upphafi flótti hans frá raunveruleikanum. Á vígstöðvunum tók þó ekki betra viö, því þar kynntist hann basli raunveruleikans í sinni svörtustu mynd. Jackie Woodburne leikur Diönu Benedetto. Hún haföi ávallt veriö í skugga Frances. Áriö 1915 finnur hún sinn innri styrk og einnig ástina, sem hún fékk þóekki notið. 19)5 ARIÐ SEM TVEIR MENN, TVÆR KONUR OG ÞJÓÐ GLÖTUÐU SAKLEYSI SÍNU 19)5 Aðalhlutverk: ^ Scott Burgess • Sigrkl Thornton • Scott McGregor • Jackie Woodbume • Bill Hunter • Loraine Bayly • Serge Lazareff • llona Rodgers ÍSLENSKUR TEXTI Látið ekki 1915 fara fram hjó ykkur, flokkurinn ó erindi til Á myndbandaleigum um allt land nk. miövikudag. fSLENSKUR TEXTI. allra. Dreifing TEFLI Síðumúla 21, sími 686250. liöum frá Finnlandi, Frakklandi og Portúgal. Sigurvegarar leika síöan í átta liða úrslitum. Forráöamenn TBR telja liöið eiga góöa möguleika á aö komast þangaö, en þá veröa iiös- menn líka aö sýna góöan leik. I feröinni veröur einnig leikinn landsleikur viö Belga, og veröur hann í Oostende 30. september nk. Eftirtaldir keppendur hafa veriö valdir til fararinnar: Jóhann Kjart- ansson, Guömundur Adólfsson, Árni Þór Hallgiímsson, Snorri Þ. Ingvarsson, Þórdís Edwald, Elísa- bet Þóröardóttir, Inga Kjartans- dóttir, Arnar Arinbjarnar og Walter Lentz. Fararstjóri veröur Sigfús Ægir Árnason, liösstjóri er Kristín Magnúsdóttir og þjálfari Wang Junjie. • Jóhann Ingi Gunnarsson. Handbolti og skíði FERÐASKRIFSTOFAN Úrval efnir til sérstakrar skíða- og hand- knattleiksferöar í tengslum viö heimsmeistarakeppnina sem haldin verður í Sviss 25. febrúar til 8. mars á næsta ári. Þaö veröur Jóhann Ingi Gunn- arsson, þjálfari Kiel, sem mun ann- ast f arþegana í þessari ferö en hann er þaulvanur fararstjóri auk þess aö vera kunnugur handknattleik. Farþegum gefst Pæöi kostur á að bruna á skíóum í hlíöum Alpanna og fylgjast síöan meö íslenska landsliöinu í leikjum þess á kvöldin. Dvaliö veröur í Interlakes sem er mjög miðsvæðis þannig aö stutt er aó bregða sér á leiki liösins sem veröa i nokkrum nærliggjandi borg- um. Jóhann Ingi mun síöan útskýra stööuna og ræóa málin um væntan- lega leiki. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Úrvals í síma 26900. Fréttatílkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.