Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 Samningaviðræður um kjör öryggisvarða: Dagsbrún krefst 35 stunda vinnuviku — segir Jóhann Óli Guðmundsson forstjóri Securitas „SAMNINGAVIDRÆDUR eru komnar í fullan gang eftir að þeim hafði verið frestað í nokkrar vikur að beiðni Prastar Olafssonar, framkvæmda- stjóra Dagsbrúnar," sagði Jóhann Oli Guðmundsson, forstjóri Securitas sf„ í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurður um gang viðræðna fyrirtækis hans og Dagsbrúnar um kjaramál öryggisvarða. „Aðilar hafa verið að kynna sín sjónarmið og því er ekki að neita, að kröfur Dagsbrúnar á hendur fyrirtækinu eru mjög róttækar breytingar, bæði með tilliti til launa og vinnutímastyttingar. Þetta síðarnefnda atriði tel ég að snerti grundvallaruppbyggingu vinnumarkaðarins i heild, því far- ið er fram á vinnutímastyttingu úr 173,3 klukkustundum niður í rúmlega 150 klukkustundir á mán- uði og þýðir það að vinnuvikan styttist úr 40 í 35 stundir. Það sjá allir að ef það blasir við í komandi kjarasamningum í vetur að það verði almenn stefna Verkamanna- sambandsins að stytta vinnutím- ann um 5 klukkustundir á viku hlýtur að draga til tíðinda á vinnumarkaðnum. Annars verðum við að biða og sjá hverju fram vindur en ljóst er að mikið ber í milli enda með öllu óhugsandi að svona grundvallarkrafa verði látin brotna á einu litlu fyrirtæki eins og Securitas er,“ sagði Jóhann óli. „Og varðandi frétt í Morgun- blaðinu í gær, þar sem gefnar eru upp launatölur fyrirtækisins, frá 22—26 þúsund krónur í mánaðar- laun, vil ég taka skýrt fram að þetta eru alrangar upplýsingar. Hið rétta er að allra lægstu laun hjá fyrirtækinu eru rétt innan við 26 þúsund krónur og allt upp í rúmlega 34 þúsund krónur á mán- uði og er þá miðað við fastakaup. ÖIl yfirvinna greiðist sérstaklega ofan á þessar tölur. Af þessu sést að meðalkaup hjá fyrirtækinu er á bilinu 28—30 þúsund krónur,“ sagði Jóhann Óli. Tónleikar á þremur stööum SIGNÝ Sæmundsdóttir sópran- söngkona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari halda tónleika í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki fimmtudaginn 26. september kl. 20.30, laugardaginn 28. september á Víkurröst, Dalvík kl. 17 og í Logalandi, Borgarfirði, sunnudag- inn 29. september kl. 21. Á efnisskránni eru íslensk lög, þýsk ljóð og óperuaríur. Vöruskiptajöfnuðun Hagstæður um 844 millj. kr. fyrstu átta mánuði ársins VORUSKIPTAJOFNUÐURINN i agust var hagstæður um 765 milljonir króna, en var á sama tíma í fyrra hagstæður um 162 milljónir króna. Það sem af er árinu er vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 844 milljónir króna. í ágúst sl. voru fluttar út vörur fyrir 3.232 milljónir króna, en innflutningur nam 2.467 milljónum króna. Mesta aukning í útflutningi var á kísiljárni, en hann jókst um 300,8 %(var 400 milljónir kr.) miðað við sama mánuð á síðasta ári, á meðalgengi í ágúst síðastliðnum. í frétt frá Hagstofu íslands seg- ir að útflutningur sjávarafurða í ágúst sé 20,2% meiri en 1984. Flutt var út fyrir 2.291 milljón króna. Ef litið er á árið í heild jókst útflutningur sjávarafurða um 22,1%, miðað við meðalgengi mánuðina janúar til ágúst. Meðal- gengi þessara mánaða reiknast 28,8% hærra en á sama tíma 1984. Fyrir ágústmánuð reiknast meðal- gengið 33,8% hærra en í ágúst á síðasta ári. Utflutningur á áli i siðasta mánuði nam 253 miiljónum króna, t’om or f' vv»ni**o on r*vlv ári. Hins vegar hefur útflutningur áls dregist saman í heild á árinu um 18,7%. Innflutningur í ágúst var 2,8% hærri en á síðasta ári en útflutn- ingur var 26,3% hærri. Fyrstu áttamánuði ársins var innflutn- ingur 8% meiri en á sama tima 1984 og útflutningur var 16,3% meiri. Fluttar hafa verið út vörur fyrir 22.074 milljónir króna en inn fyrir 21.230 milljónir króna. Vöru- skiptajöfnuðurinn er því hagstæð- ur um 844 milljónir króna, en var fyrir einu ári óhagstæður um 475 Skýrslan kynnt: Talið fri vinstrí: Ólafur Karvel Pálsson, Jakob Jakobsson, forstjóri, Hjálmar Vilhjálmsson, Hrafnkell Eiríksson, Gunnar Stefánsson og Sigfús Schopka. Þorskstofninn: Veiðistofninn 10 % meiri en gert var ráð fyrir í fyrra Fiskifræðingar leggja því til að á næstu árum verði veitt svipað magn og á þessu „NYTT stofnmat, sem nú liggur fyrir, bendir til þess, að veiðistofninn (fjögurra ára og eldri) hafi í upphafi ársins 1985 verið 940.000 tonn. Þetta er um 10% meira en fram kemur í skýrslu Hafrannsóknastofn- unar frá október 1984. Þennan mismun má fyrst og fremst rekja til þess, að miklu meira hefur veiðst af 6 ára fiski á þessu ári en búist var við.“ Þessar upplýsingar koma meðal annars fram í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar um ástand þorskstofnsins og mögulega veiði úr honum á næstu árum. í skýrslunni segir, að nú sé gert ráð fyrir því að hrygningastofninn hafi i byrjun þessa árs verið 320.000 tonn eða 60.000 tonnum stærri en áætlað hefi verið. Við framreikninga stofn- stærðar er gert ráð fyrir að þorskafli þessa árs verði 310.000 tonn. Veiðistofn í byrjun næsta árs verði því 850.000 tonn og hrygningarstofn 320.000 tonn. Þá er gert ráð fyrir að meðal- þyngd og kynþroski eftir aldri, sem verið hefur síðustu tvö ár, haldist á næstu árum. Einnig er gert ráð fyrir að árgangur 1983 sé meðalárgangur (220 milljónir einstaklinga) og ár- gangurinn frá 1984 sé yfir meðallagi (300 milljónir). Þess- ara árganga muni þó ekki gæta í veiðinni svo nokkru nemi fyrr en 1987 og einkum 1988. Fiskifræðingar gefa, eftir þessum forsendum, möguleika á tveimur meginleiðum 1 fisk- veiðiráðgjöf; annars vegar til- teknu aflamarki og hins vegar kjörsókn, það er sókn mældri í fiskveiðidánarstuðlum. Miðað við aflamarksleiðir mun 350.000 tonna afli næstu tvö ár hækka veiðidánarstuðulinn verulega. Veiðistofninn muni þó haldast nánast óbreyttur 1987 en stækka úr 850.000 í 960.000 tonn 1988. Hrygningarstofninn mun hins vegar fara minnkandi á næstu árum frá því sem hann er áætlaður á næsta ári. Við takmörkun þorskafla við 300.000 tonn á ári mun veiði- stofn vaxa úr 850.000 tonnum á næstu árum og verður kominn upp í rúmiega milljón tonn 1988, en hrygningarstofnin mun nán- ast standa í stað. Þriðja afla- marksleiðin, sem fiskifræðing- arnir gefa, 250.000 tonn á ári, mun stækka veiðistofninn í 1,2 milljónir lesta 1988 og hrygn- ingarstofninn í 400.000 sama ár. Það, sem fiskifræðingarnir telja æskllegustu sóknina eða kjörsókn, miðast við veiðidánar- stuðul, sem er einn þriðji af sama stuðli á yfirstandandi ári. Samkvæmt honum má afli ekki verða meiri en 148.000 tonn á næsta ári og 184.000 tonn 1987. Með því mun veiðistofninn vaxa úr 850.000 tonnum í rúmlega 1,4 milljónir tonna árið 1988 og hrygningarstofninn úr 330.000 tonnum í 540.000 tonn. Tillögur stofnunarinnar um aflamark á næsta ári fyrir hverja leyfisbundna tegund eru eftirfarandi. Tölurnar í svigun- um eru tillögur fyrir yfirstand- andi ár: Þorskur 300.000 (200.000), ýsa 50.000 (45.000), ufsi 60.000 (60.000), karfi 85.000 (90.000), grálúða 25.000 (25.000), skarkoli 10.000 (10.000), síld 50.000 (50.000), humar 2.500 (2.300) og hörpudiskur 14.200 (15.500) tonn. Aflamark annarra tegunda en þorsks er í flestum tilfellum lítið sem ekkert breytt. Þó veiði þeirra tegunda sé í mörgum til- fellum minni en gert var ráð fyrir á þessu ári, er það talið vegna minni sóknar en búizt var við og því svipað aflamagn lagt til og áður. Nokkur aukning er lögð til á humarveiðum vegna góðrar stöðu yngri árganga stofnsins, en samdráttur í veiði á hörpuskel er fyrst og fremst vegna of mikillar sóknar á suð- vestursvæði Breiðafjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.