Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 43 lÆírz'i. l S '/ i j f. ? ! I M f. 1 '4 5. " HmJIkíj VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Athugasemd vegna skrifa rokkunnanda » „Eitt liggur alveg Ijóst fyrir: Þad er hungursneyð í Eþíópíu og milljónir ósjálfbjarga einstaklinga skortir mat, fatnað og læknishjálp. Rúnar Sig. Birgisson skrifar fyrir hönd aðstandenda hljómplötunn- ar: Það er varla að það sé eyðandi í það tíma að svara dylgjum og fullyrðingum einhvers sem kallar sig „rokkunnanda" í Velvakanda þann 19. þ.m. Það liggur Ijóst fyrir að viðkom- andi skrifar undir dulnefni, þar sem hann ræðst á ómaklegan hátt á útgáfu hljómplötu til styrktar sveltandi fólki í Eþíópíu. Aðstandendur íslensku Eþíóp- íu-hljómplötunnar eru: Hjálpar- stofnun kirkjunnar, auglýsinga- stofan Nýtt útlit hf., sem hefur umsjón með útgáfunni og íslenskir hljómlistarmenn undir forystu Björgvins Halldórssonar. Auk þess tengist fjöldi fyrirtækja og ein- staklinga útgáfunni á einn eða annan hátt, með framlögum sínum og ötulu starfi, enda er flest sem viðkemur hljómplötunni gefið af þeim. Hér er um algjöra sjálf- boðavinnu að ræða hjá öllum sem koma við sögu í þessu söfnunar- átaki. Um það hvort hljómplatan skili gróða, eins og það er orðað, eða ekki, eru eingöngu vangaveltur þessa dularfulla „rokkunnanda". Við sem stöndum í þessu erum þó ekki í nokkrum vafa um góðar viðtökur hjá landsmönnum. Eitt liggur alveg ljóst fyrir: Það er hungursneyð í Eþíópíu og milljónir ósjálfbjarga einstaklinga skortir mat, fatnað og læknishjálp. Það er einnig ljóst að bregðast verður við þessum stórbrotna vanda á skjótan og markvissan hátt, og þessi hljómplata er aðeins einn liður í þeirri viðleitni okkar að hjálpa þeim sem minna mega sín, hvar sem þeir búa í heiminum. Hjálparstofnun kirkjunnar mun sjá um að koma söfnunarfé til skila í þessari söfnun, enda hefur það sýnt sig að allt söfnunarfé sem fer um þeirra hendur hefur skilað sér á áfangastað. Það fer því ekk- ert af söfnunarfé í rekstur hér heima, enda notar Hjálparstofnun kirkjunnar aldrei söfnunarfé til eigin reksturs. Undirbúningur að útgáfu hljóm- plötunnar er í fullum gangi, með þátttöku flestra af okkar þekkt- ustu hljómlistarmönnum. Hljóm- platan mun væntanlega sjá dags- ins ljós fljótlega, en endanleg dagsetning útgáfunnar liggur ekki fyrir að svo stöddu. Að endingu er það von okkar sem að útgáfunni standa að „rokkunnandi" samein- ist okkur og öðrum landsmönnum í því átaki sem framundan er. Það er varla hægt að hugsa sér ömur- legra hlutskipti en það að reika um hungraður og þjáður af alls- kyns sjúkdómum, en það er einmitt sá raunveruleiki sem blasir við fólki í Eþíópíu og reyndar víðar í heiminum f dag. Fleiri skrifum undir dulnefni verður ekki svarað að okkar hálfu, hvorki frá „rokkunnanda" né öðr- um. Einstæð þjónusta Maður hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Konan mín keypti skó í skó- verslun Axels ó. síðastliðið vor og núna í september þurfti að gera við þá í annað sinn frá því að þeir voru keyptir. Henni var sagt að koma fjórum dögum seinna til að ná í þá en þegar komið var að sækja þá voru þeir ekki tilbúnir. Þá voru henni fengnir nýir skór orðalaust til eigin nota því óvíst væri hvort þeir gætu gert við skóna. Finnst mér þetta lýsa alveg einstæðri þjónustu hjá þessu fyrirtæki, og hef ég aldrei kynnst neinu í líkingu við þetta hvorki fyrr né síðar. Hvar er viljinn? Þórður Ragnarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Eftir að hafa hlustað á útvarps- fréttir undanfarið er mér spurn hvort raunverulegur vilji sé fyrir hendi til að reyna að koma í veg fyrir skattsvik fyrirtækja. Þar á ég við þá rannsókn sem verið er að ráðast í um þessar mundir. Hvers vegna er verið að blása það út I fjölmiðlum að rannsaka eigi þetta áður en rannsóknin hefst? Vinnu- brögðin eru slík að jafnvel hefði mátt búast við að nöfn þeirra Hvort sem það heitir söluskattur eða virðisaukaskattur er æskilegt að hann skili sér i ríkiskassann. fyrirtækja sem rannsaka á yrðu nefnd. Ég hélt að það stæði til að rann- saka þetta af fullri einurð en það svekkir mig þegar svona er staðið að hlutunum. Það er alveg augljóst mál að forstjórar fyrirtækja reyna allt hvað af tekur að lappa upp á bókhaldið þegar þeir vita að rann- sókn á borð við þessa á að fara fram. Ég taldi það alveg víst að þegar ljóst væri hversu stórt fjárlagagat að fylla upp í yrði staðið að svona rannsókn á almennilegan hátt. 1 hvert sinn sem ég kaupi vöru eða þjónustu af einhverju tagi borga ég jafnframt skatt til samfélagsins og ég vil að sá skattur lendi i rikiskassanum en ekki í vasa kaup- mannsins. Ég vona að þeir sem að þessum málum standa geri sig ekki seka um svona lagað í framtíðinni. Hvar er hægt að fá „Slendertone“ Stína hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Fyrir nokkrum árum var mik- ið talað um tæki sem kallað er „Slendertone". Upphaflega var það ætlað fólki sem lent hafði í slysi og þurfti að styrkja vöðv- ana. Síðan fór fólk að nota þetta tæki sem vildu styrkja sig án þess að fara sérstaklega í lík- amsrækt eða annað þess háttar. Er nokkur sem getur bent mér á hvar hægt er að nálgast þetta? Bóklegt einkaflugmanna- námskeiö Flugskólinn Suöurflug heldur einkaflug- mannanámskeiö í Reykjavík ef næg þátttaka fæst. Hámarksfjöldi á nám- skeiöi 15 manns. Reyndir kennarar. Skráning og upplýsingar í símum, 44805 og 52386. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Kópavogur Laugavegur 34—80 Birkihvammur Hverfisgata 63—120 Kársnesbraut 2—56 Kársnesbraut 57—139 Bræöratunga fltorgtisiMaMb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.