Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 34
• trwRi 34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 BARNAÖRYGGI Börnunum er óhætt í baði þarsem hitastiilta Danfoss baðblöndunartækið gætir rétta hitastigsins. Á því er öryggi gegn of heitu vatni. Kannaðu aðra kosti Dan- foss og verðið kemur þér á óvart. = HÉÐINN = HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. REGGIANA RIDUTTORI Drifbúnaóur fyrirspil o.fl = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA I oKV 3« a^erið &fn AUCLÝSINGASTOFA MYNDAMÖTA HF staurar bryggjunnar, sem er 65 m löng, eru nær ónýtir vegna þess hve maðkétnir þeir eru. Með þessum áfanga hafa orðið þáttaskil í öllu útliti og umgengni á norðursvæði hafnarinnar og verður vonandi ekki látið staðar numið nú við að fegra og snyrta hafnarsvæðið allt, þessa lífæð byggðarlagsins. Því miður hefur umgengni verið ábótavant í sandfjöru hafnarinnar og rusl- araleg uppbygging smábátahafn- ar engum til fyrirmyndar. Vel gerð höfn og snyrtilegt hafnar- svæði er tvímælalaust fagurt andlit hvers sjávarpláss. Fréttaritarar Dalvík: Miklum endurbót- um lokið á höfninni Dalvík, 20. september. Lokið er miklum endurbótum og breytingum á þeim hluta norður- garðs Dalvíkurhafnar sem staðið hafa yfir sl. 5 ár. Á föstudag skilaði verktakinn, Guðlaugur Einarsson frá Fáskrúðsfirði, af sér verkinu en hann átti lægsta tilboð í loka- áfanga framkvæmdarinnar. Norðurgarður Dalvíkurhafnar er 222 m að lengd og eru 168 lengdarmetrar nú fullfrágengn- ir. A öllum þeim hluta er viðlegu- kantur sem fær er flestum eða öllum skipum þar sem jafna dýpi við kantinn er um 6 m. Á hafnar- garðinn er búið að steypa þekju, 15 m. breiða, að flatarmáli um 2500 m2, auk þess sem um 1000 m2 hafnarsvæðisins voru lagðir malbiki. í þann hluta garðsins sem notaður er við löndun er lagt snjóbræðslukerfi og þá voru lagðar vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn og er hægt að afgreiða skip með hvorutveggja. Öll að- staða til þjónustu skipa hefur verið stórlega bætt, á 6 stöðum eru vatnsbrunnar og rafmagns- úrtök til nota fyrir skipin á þremur stöðum. Heildarkostnaður við allt verkið mun losa 20 milljónir króna, þar af var unnið fyrir 6-7 millj. króna á þessu ári. Fremsti hluti garðsins sem enn er ófrá- genginn eru 54 m. Að sögn hafn- arstjóra, Garðars Björnssonar, væri æskilegt að ljúka því verki sem fyrst þó að endurbætur á trébryggju suðurgarðs yrðu að hafa forgang, en í ljós kom við skoðun í sumar að flestallir Frá höfninni á Dalvík. Garðar Björnsson Lv. og Gnðlangnr Einarsson við Hafnarvogina. Höfðaströnd: Farfuglar fóru óvenju snemma Bjp, Höfdaströnd, 23. september. Þó að nú blási sunnan þiðviðri og fönn taki upp í fjöllum þá hefur haustið verið hrekksamt og kalt Oftast nær norðanátt með 3ja til 5 gráðu hita og frostnætur hafa þrjár komið á láglendi og snjóað í fjöll. Allstaðar mun heyskapur vera búinn. Víða gekk hann vel en var dálítið misjafn, jafnvel á milli bæja, en allstaðar eru mikil hey. Menn hafa keppst við að taka upp kartöflur og fá margir góða uppskeru. Farfuglar fóru að mér virtist óvenju snemma. Krían fór til dæmis um miðjan ágúst en kom fyrst í maí. Aðrir farfuglar fóru um mánaðamót ágúst-september. Slátrun sauðfjár er hafin en ekki kominn ákveðinn árangur, en talið er að fallþungi verði mjög sæmi- legur. Togarar hafa aflað vel og smærri bátar sæmilega. Fyrir öllu Norðurlandi segjast sjómenn lóna á síld uppi í sjó og halda að fiskur sé því síður við botn. Inni í fjarðar- botni hefur aflast vel af kola og smálúðu. Atvinna er nægileg, fiskhúsin starfa, byggingarvinna á Sauðár- króki er töluverð og sláturhúsin gefa öllum sem geta unnið næga atvinnu. Vegir í Skagafirði eru góðir enda mikið notaðir. Allir skólar eru að byrja og til dæmis virðist Tónskóli Skaga- fjarðar ætla að verða fjölsóttur að venju. Þar er skólastjóri Anna Jónsdóttir í Víðiholti og aðalkenn- ari Stefán Gíslason frá Miðhúsum. Þar sem dómkirkjupresturinn á Hólum, sr. Sighvatur Emilsson, sótti burtu hefir sr. Sigurpáll Óskarsson verið settur á Hólum þar til annað verður ákveðið en Rögnvaldur Valbergsson er ráðinn söngstjóri Hólakirkju. Annars er hið venjulega mikla söngstarf í héraðinu nú í fullum undirbúningi. Björn í Bæ. Samanburður á raforkuverði til iðnaðar á Norðurlöndum Notkun S000 kwh (orkuUxti) 23000 kwh (orkuUxti)1 1,5 (iwh 1,0 Mw (aflUxti-) % skattar og gjöM3 % skattar % NkatUr ísland kr/kwh kr/kwh o* Kjöld kr/kwh ®e Kjuld 3,46 42 3,46 42 3,57 42 Svíþjóð 1,44 13 1,12 17 1,24 11 Noregur 1,40 22 1,12 24 1,50 7 Finnland 1,67 8 1,22 10 1,32 9 Danmörk 2,18 39 1,92 42 2,39 37 1) Samkvsmt orkuUxU er greitt eingöngu fyrir noUð orkumagn. 2) Samkvæmt aflUxU er greitt lægra orkuverð á orkueiningu, en samkvæmt orkuUxU. Hins vegar er greitt til viðbóUr fyrir mestu adnotkun. 3) Kétt er að benda á að hluti skatu og gjalda af raforku er víðast endurgreiddur nema hérlendis. hannig má segja að ef tekið væri tillit til þessa þátUr yrði samanburðurinn í.slenskum iðnaði enn óhagstæðari. Raforkuverð til iðnaðar Tafla samtaka iðnaðar á Norð- urlöndum, sem birtast átti með grein Bergsteins Gizurarsonar í blaðinu í gær, féll því miður niður. í grein Bergsteins kom fram að samnorræna taflan er meira eða minna röng hvað ísland snertir. Tafla FÍI er stytt útgáfa af sam- norrænu töflunni og segir ekki nema hálfa söguna. Áð öðru leyti vísast til greinarinnar. Töflurnar fylgja hér báðar. Tabell 6 Elpriser i Norden den 1 junli 1984 i nationell och svensk valuta, öre/kWh Husháll Industri Foibrukning per ár 5000 kWh 25000 kWh Effekt UGWh 50 GWh 800 GWh 1 MW 10 MW 100 MW Egen Svensk Procent valuta valuta dárav 611 skatler och av- gifter Egen Svensk Procenl valuta vaJuta darav 611 skaner och av- gifter Egen Svensk Procem valuta valuta darav 611 sJtatter och av- gifter Egen Svensk Procent vaiuta vaJuta darav 611 skatter och av- gifter Egen Svensk Procent valuta vaJuta dárav 611 skaner och av- gifter Danmark 74,3 59,5 39 Finland 32,9 45,6 8 Island 346,0 109,2 42 Norge 37,4 38,3 22 Sverige 39,2 39,2 13 65.5 52,4 42 24,0 33,2 10 346,0 109,2 42 29.9 30,6 24 30.5 30.5 17 81,4 65,2 37 25.9 35,9 9 357 112,7 42 40.0 41,0 7 33.9 33,9 11 48.6 38,9 50 20.6 28,5 11 167,0 45,5 42 18.4 18.8 15 20,3 20,3 15 46,0 36.8 52 16,3 22,6 14 27,5 7,5 - 16,2 16,6 17 17.1 17,1 18 (g)INNKAUP HE tilkynnir! Erum fluttir í Skútuvog 13 og bjóöum alla vlösklptavini okkar velkomna í nýja húsnæöiö! » Gódandaginn! Muniö nýja símanúmeriö okkar 82422

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.