Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 19 „Jazzballett er líka tómstundagaman“ — segir Bára Magnúsdóttir, skólastjóri Jazzballettskóla Báru MorgunblaftiS/Árni Sæberg Bára Magnúsdóttir til hægri og kennarinn Agnes við hlið hennar. „Jazzballettskóli Báru átti 20 ára afmæli í vor og ætli hann hafi ekki barasta verið fyrsti jazzball- ettskólinn hérlendis. Ég hugsa það,“ sagði Bára Magnúsdóttir en hún er eigandi og skólastjóri Jazz- ballettskóla Báru. Bráðmyndarleg kona. Hvað heldurðu að margir tipli i tánum á vetri hverjum? „Það eru mörg hundruð manns sem við kennum alla virka daga vikunnar í 3 sölum. Áhugi á þessu er orðinn svo mikill að við kom- umst ekki af með minna en 3 sali.“ Og hér er fólk auðvitað á öllum aldri? „Rétt er það. Krakkarnir eru í jazzinum frá 7 ára aldri. Jazzball- ett er bara viss grein af listdansi og því fyrr sem þau byrja, því betra, alveg eins og í ballett. Það er þjálfunin sem skiptir öllu máli og þau þurfa að læra þau undir- stöðuatriði sem nauðsynlegt er að kunna til að geta orðið dansari." Samt byrja ekki allir 7 ára? „Nei. Það er nefnilega þannig með jazzballettinn að hann getur líka verið tómstundagaman. Það er hægt að hafa gaman af jazz- ballett án þess að ætla að þjálfa sem dansari. Það er líka hægt að leika sér í jazzballett." Örlítið um skólastarfið sem slíkt? „Skólinn tekur til starfa um miðjan september og er búinn í mai alveg eins og aðrir skólar. Einnig bjóðum við upp á stutt sumarnámskeið sem eru þá gjarn- an eitthvað öðruvísi en það sem aðhafst er yfir vetrartímann. Á sumrin leikum við okkur enn meira. Við höfum líka sér leikfimi- og líkamsræktardeild. Þar eru reyndar allar æfingarnar úr jazz- ballett." Hve langur er hver tími? „Frá 60 mínútum og upp í 80 mínútur." Heldurðu að allir nemendur skól- ans líti á jazzballett sem listgrein? „Númer eitt: Jazzballett er list- grein. Það er sko engin spurning um það en vissulega er hægt að fara fleiri leiðir. Jazzballett er miklu hagnýtari en klassískur ballett. Þegar ég var lítil telpa þá voru nær allar stelpur sendar í klassískan ballett til að fá fallegar hreyfingar og svoleiðis. Eins og ég sagði áðan, getur jazzballettinn líka verið fínt tómstundagaman. Þetta er mjög þroskandi. Það er þroskandi að einbeita sér og læra. Fólk fær innsýn í hlutina. Þetta er bara eins og hver önnur list- þekking. Þú þarft ekkert að verða heimsfrægur en þú hefur vit á hlutunum. Manneskja sem æfir dans, hefur dans að áhugamáli alla ævina.“ Jazzballett er stundaður mjög víða hérlendis, ekki satt? „Jú, jazzdans hefur sjálfsagt aldrei verið jafn vinsæll og einmitt núna. Það er varla til sá skóli sem auglýsir ekki jazz-eitthvað. Jazz- leikfimi, jazzaerobic, freestyle— jazz og diskó-jazz. Allt þetta hefur maður séð auglýst. Nú er jazzinn vinsæll og þá er eins og allir þurfi að bæta jazz við hina og þessa dansa. Þetta gengur í bylgjum. Bráðum kemur örugglega rúmbujazz og cha-cha-cha-jazz.“ Hvað með karlpeninginn? „Þeim er alltaf að fjölga. Flestir þeirra koma samt ekki fyrr en þeir þykjast sjá einhvern pening í þessu. Karlpeningur er rétta orðið. Þeir koma þegar hægt er að ráða fastan flokk einhvers staðar og dansarar eru komnir á samning, með föst laun. Þegar þessi staða kemur upp eru þeir svo fljótir að koma að brátt eru þeir orðnir „stjórnendur" flokkanna. Svona er þetta alltaf, þeir láta okkur vinna þetta upp fyrir sig.“ Viltu þá ekkert fá blessaða pilt- ana? „Jú, jú,“ svarar Bára og hlær. „Þó þeir vilji ráða öllu. Hins vegar eru þeir alltof fáir vegna þess að atvinnumöguleikarnir eru svo litl- ir fyrir dansara á íslandi." Þú segir það. Er erfitt fyrir dans- ara að fá vinnu? „Mjög erfitt. Við höfum ellefu atvinnudansara hjá Þjóðleikhús- inu og þeir hafa ekki nóg að gera. Það er hrein hörmung hvernig farið er með þá dansara. Það eru engin hús til að sýna í nema ball- húsin og það er ekki skemmtilegt að sýna þar.“ Þið eruð með góðan dansflokk, er ekki svo? „Jú við höfum ágætan dansflokk. Stærsta stykkið sem hann hefur sett upp er Jazz-inn í Háskólabíói, Evita tókst líka vel. Hér eru nemendasýningar á hverju ári, bæði um jól og vor.“ Af hverju jazzballett? „Af hverju ekki?“ — Galvaskir sveinar í stuttu spjalli Blaðamaður rak upp stór augu þegar hann hugðist yfirgefa Jazz- ballettskóla Báru, því hann mætti þremur galvöskum piltum í dyrun- um með æfingatöskur og til i slag- inn, að því er virtist. Við nánari athugun kom í ljós að þeir stun- duðu jazzballett af kappi. Óttar Ellingsen, Þórarinn Þórarinsson og Jóhann Stefánsson voru og eru nöfn þeirra. Tveir Verslunarskóla- nemar og einn úr Menntaskólanum við Sund. Báðir skólarnir rómaðir fyrir stórbrotið félagslíf. Af hverju jazzballett? „Af hverju ekki?“ svaraði Óttar. Jóhann bætti við: „Það er einfalt mál. Okkur þykir gaman að dansa, það er mikil hreyfing í þessu líka.“ Líður ykkur vel innan um allar þessar stelpur? „Það er ekki hægt annað.“ Morgunbladiö/Árni Sæberg Piltarnir Jóhann, Þórarinn og Óttar, talið frá vinstri til hægri. Af hverju eru svona fáir strákar f þessu? „Einhver hræðsla líklega," svar- aði Þórarinn og enn bætti Jóhann við: „Það er merkilegt hve félagar manns gera sér rangar hugmyndir um þetta. Halda að þetta sé bara teprulegt sem þetta er alls ekki. Hér er krafturinn ekki síður mikil- vægur en mýktin." Spjallinu lauk á þennan hátt. Stutt var það en ekki dugði að tefja piltana frá áhugamálinu, jazzball- et. Utboð hjá Vegagerðinni: Lægstu tilboð 60 % af kostnaðaráætlun LÆGSTU tilboð í tveimur útboðum hjá Vegagerð ríkisins, sem tilboð voru opnuð í sl. mánudag, voru um 60 % af kostnaðaráætlun. Suðurverk sf. á Hvolsvelli átti lægsta tilboðið f lagningu Skeiða- og Hrunamannavegar um Stóru— Laxá, 2.766 þúsund kr., sem er 59% af kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar. 15 verktakar buðu í verkið og voru 11 undir áætlun en hún var 4.689 þúsund kr. Lengd vegar- Kafli úr „Kári litli í skólanum“ í danska lesbók FYRIK skömmu kom út í Danmörku ný lesbók fyrir 3. bekk barnaskóla. Er bókin hin vandaðasta aö öllum frá- gangi og fylgja henni vinnubækur og snælda með texta bókarinnar. Höfundar bókarinnar eru þrír, Jan Bachmann, Sören Graff og Henning Damtoft Pedersen. Hafa þeir samið efnið, valið og búið til prentunar. Margar myndir prýða bókina, bæði ljósmyndir og teikn- ingar, eftir Birgitte Larsen og Charlotte Clante. Bókin nefnist: „Dansk for os — i tredje" og er 188 bls. í bókinni er kaflinn Þegar Svanur sökk úr bókinni Kári litli í skólan- um eftir Stefán Júlíusson. Tvær teikningar eftir C.C. eru í kaflanum. Kári litli í skólanum er ein af Kárabókunum þremur. Hún kom út í Danmörku árið 1980 í þýðingu Þorsteins Stefánssonar rithöfundar. ins er 2 km og á verkinu að vera lokið fyrir 15. maí 1986. Sjö tilboð bárust í styrkingu 6,9 km vegarkafla í Arnarfirði, öll undir kostnaðaráætlun nema eitt, sem var örlítið yfir áætlun. Rækt- unarsamband Vestur-Barðstrend- inga átti lægsta tilboðið, 1.299 þúsund kr., sem er 61,8% af kostn- aðaráætlun, sem var 2.100 þúsund kr. Verkinu á að skila fyrir 1. desember nk. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI Sérhæfó þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. r ^ Vökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA Rceðiö við okkur um raf- mótora Þegar þig vantar rafmótor þá erum við til staðar. Við bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. Kynnið ykkur verðið áður en kaupin eru gerö. HEÐINN SELJAVEGI 2, SÍMI 24260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.