Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 Enginn ferskfiskur til vesturstrandar Bandaríkjanna í vetur EKKERT virðist ætla að verða úr vikulegum ferskfiskflutningum flug- leiðis til vesturstrandar Bandaríkj- anna í vetur, eins og gert var í fyrra- vetur á vegum fyrirtækisins Royal Iceland í San Francisco en það er eign Sigurðar Ágústssonar í Stykkis- hólmi og selur m.a. hörpudisk víðs- vegar um Bandaríkin. Þýska flug- félagið Lufthansa, sem hafði gert tilboð í flutningana, dró tilboð sitt til baka og er því allt útlit fyrir að ekkert verði úr þessum flutningum, sem áttu að hefjast í byrjun næsta mánaðar, að því er Magnús Þrándur Þórðarson, framkvæmdastjóri Royal Iceland í San Francisco, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins. og var hann því ekki kominn i verslanir á San Francisco-svæðinu fyrr en seint á fimmtudegi eða á föstudegi. Það er hins vegar um miðja vikuna sem helstu verslanir þar vestra auglýsa vöru sína og þá er nauðsynlegt að fiskurinn sé til, að því er Magnús sagði. „Það var ekki hægt að fá Cargolux til að breyta til og taka fiskinn heima á sunnudögum," sagði hann, „og því var leitað annað. Það virtist ætla að takast en eftir að Luft- hansa hætti við sýnist mér þetta vera dautt mál enda teljum við grundvallarskilyrði að fiskurinn sé kominn í verslanir í byrjun vikunnar." Morgunblaði9/Ámi Scberg Það var Cargolux sem annaðist flutninga á íslenska fiskinum í fyrravetur. Voru flutt að minnsta kosti 22 tonn vikulega, einkum frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, alls á milli 300 og 400 lestir af flökuðum fiski. En sá hængur var á þeim flutningum, að flogið var með fisk- inn frá Reykjavík á miðvikudegi Magnús sagði að ágætur mark- aður væri fyrir ferskan fisk í San Francisco yfir veturinn þegar fiskimenn þar um slóðir veiddu minna en á sumrin. „Við hefðum helst viljað gera þetta með Cargo- lux en það virðist ekki vera hægt, að minnsta kosti ekki eins og er,“ sagði hann. Smalamennskan endaði illa: Ríkissáttasemjari hefur boðað til nýs fundar í dag. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær- morgun að halda fast við fyrri stefnu sína I málinu, það er að styðja stjórn Áburðarverksmiðj- unnar í því að láta ekki undan kröfum iðnaðarmannanna. Féll af hesti og fótbrotnaði FULLORÐINN maöur, sem var við smalamennsku skammt frá Geitafelli í Ölfusi í gærmorgun, féll af hesti sínum rétt fyrir hádegið og fótbrotnaði illa. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar í sjúkrahús í Reykjavík. Slysið varð um 3 km suðvestur af Geitafelli laust fyrir hádegið þegar hestur, sem maðurinn var á, lenti í gjótu með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki. Hann var í félagi við tvo aðra og reið annar þeirra þegar til byggða til að sækja hjálp en hinn beið með slösuðum félaga sínum. Erfitt er yfirferðar á þessu svæði og engin leið að koma bílum þar að. Þyrla Gæsl- unnar var kölluð út og lagði hún af stað með lækni innanborðs um kl. 12:40 og kom með hinn slasaða til Reykjavikur um kl. 13:15. Mað- urinn er nú á batavegi. Þremenningarnir eru úr Þor- lákshöfn og Selvogi. Fulltrúar frá Rio Tinto Zink hingað í dag: „Svars er að vænta frá þeim á næstunni“ — segir Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar Morgunblaðið/Friðþjófur Rólegir dagar hjá starfsmönnum Áburðarverksmiðjunnar. Þessir drepa tímann með spilum og kókdrykkju. Áburðarverksmiðjan: Ekkert þokast í samkomulagsátt EKKERT þokast i samkomulagsátt í samningum iðnaðarmanna í Áburðar- verksmiðjunni og stjórnar verksmiðjunnar. Ríkissáttasemjari boðaði samn- inganefndir aðila til sáttafundar í gær. Fundurinn stóð í fjórar klukkustund- ir, en ekkert þokaðist í samkomulagsátt, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. TVEIR fulltrúar breska stórfyrirtækisins Rio Tinto Zink eru væntanlegir til landsins í dag, og á morgun munu þeir sitja fundi með stóriðjunefnd og fleiri aðilum til þess að afla sér frekari gagna varðandi Kísilmálmvinnsl- una á Reyðarfirði, til þess að forráðamenn fyrirtækisins geti gert upp hug sinn hvort áhugi er fyrir hendi hjá fyrirtækinu að gerast meirihlutaeignarað- ili að verksmiðjunni á Reyðarfirði. Verkfall 18 iðnaðarmanna í Áburðarverksmiðjunni hefur stað- ið í rúmar 6 vikur og hefur það lamað rekstur fyrirtækisins að verulegu leyti. í fyrradag ákvað stjórn verksmiðjunnar að segja starfsmönnum verksmiðjunnar upp ef deilan ekki leysist strax. Að sögn Birgis ísleifs Gunnars- sonar, formanns stóriðjunefndar, má vænta þess að svör frá Rio Tinto Zink af eða á um áhuga á þátttöku í verksmiðjunni berist fljótlega eftir þennan fund á morgun. Þá standa fyrir dyrum funda- höld með Elkem í Ósló nk. mánu- dag, þar sem þátttaka Norðmann- anna i kísilmálmvinnslu hér á landi verður einnig á dagskrá. Birgir ísleifur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á því að það skýrðist á þessum fundi í Ósló á mánudag, hver raunverulegur áhugi Norðmann- anna væri. Þeir væru búnir að vera með til skoðunar gögn ýmis- konar og upplýsingar, og sagðist Birgir ísleifur eiga von á því að þeir hefðu kynnt sér málin það vel, að þeir væru nú í stakk búnir til þess að gera upp hug sinn. Birgir ísleifur var spurður hverju stóriðjunefndarmenn svöruðu, þegar fulltrúar Rio Tinto og Elkem spyrðu um hugsanlegt raforkuverð til kísilmálmverksmiðju: „Við höf- um gert það með þeim hætti að gefa upp ýmiskonar raforkuverð, sem þeir hafa svo matað tölvur sinar á í útreikningum, en jafn- framt látið það fylgja að slíkt yrði efni frekari samningaviðræðna eða tilboða af þeirra hálfu, ef málin gengju svo langt," sagði Birgir Isleifur. EFTIR8PURN eftir byggingarlóðum á Reykjavíkursvæðinu er nú Iftil sem engin og hefur mörgum lóðum sem úthlutað var á þessu ári verið skilað, eins og kom fram í samtali við Gunnar Ólsen-björgunargálgar seld- ir fyrir 20—25 milljónir HAGVANGUR og sænska fyrir- tækið Lars Veibull A/B hafa á undanförnum mánuðum unnið að markaðskönnun fyrir björgunar- gálga frá Vélsmiðju ól. Ólsen í Njarðvík. Þessi markaðskönnun hefur nú leitt til þess að gerður hefur verið samningur við fyrirtæk- ið Kockums sem er stór skipa- smíðastöð í Malmö. Kockums ætl- ar að taka að sér umboð fyrir björgunargálgana í Svíþjóð, Finn- landi, Austur-Evrópu, Grikklandi og Kýpur. Um er að ræða samning upp á 20-25 milljónir króna. Hann er gerður til næstu fimm ára og til að byrja með er gert ráð fyrir að selja 300 björgunargálga. Að sögn Sveins Hjartar Hjart- arsonar rekstrarráðgjafa hjá Hagvangi hf., sem hefur unnið að þessum markaðsmálum í samvinnu við forráðamenn Vél- smiðju ól. ólsen, felur samning- urinn í sér að Kockums kaupir björgunargálgana af Vélsmiðju ól. Olsen og mun síðan sjá um sölu og dreifingu þeirra í Svíþjóð, Finnlandi, Austur-Evrópu og Kýpur. Síðar verða gerðar ráð- stafanir til að setja gálgann á markað í Asíulöndum. Einnig eru samningar um sölu björgunarg- álganna í Danmörku langt komn- ir og nýlega var gerður samning- ur við aðila í Noregi um umboð þar í landi. Mikill áhugi er fyrir gálgunum í Bandarikjunum og hafa fjórir gálgar verið seldir þangað í tilraunaskyni. „Hér er um umfangsmikið verkefni fyrir vélsmiðjuna að ræða. Samningurinn er mjög þýðingarmikill fyrir starfsemi hennar og menn eru bjartsýnir á að góður árangur náist," sagði Sveinn Hjörtur. „Senn líður að því að markaðurinn mettist“ — segir Ágúst Jónsson skrifstofu- stjóri hjá Borgarverkfræðingi S. Björnsson framkvæmdastjóra Meistarasambands byggingamanna við Morgunblaðið á laugardaginn. Morgunblaðiö spurði Agúst Jónsson skrifstofustjóra hjá Borgarverkfræð- ingi hvaða skýringar hann teldi vera á þessu ástandi. Ágúst sagði að ástæður fyrir þessu væru margar. „Nefna má að erfitt hefur reynst að selja gamlar íbúðir að undanförnu," sagði Ágúst. „Þá hljóta breyttar lánareglur Hús- næðisstofnunar ríkisins að hafa sín áhrif. Nú og svo efnahagsástandið almennt. Ein skýringin gæti verið sú að á árinu 1983 varð allt í einu mjög mikið framboð á lóðum og þá er spurning hvort ekki líði að því að markaðurinn mettist og eftir- spurnin minnki þess vegna." Svo dæmi sé tekið hefur 172 ein- býlishúsalóðum verið úthlutað í Reykjavík á þessu ári og 101 skilað þannig að eftir er 71 lóð. I fyrra var aftur á móti úthlutað 317 einbýlis- húsalóðum nettó. I fyrra var út- hlutað í Reykjavík fjölbýlishúsalóð- um fyrir 215 íbúðir, en í ár hefur verið úthlutað lóðum undir 188 íbúð- ir nettó. í apríl hafði verið úthlutað 36 fjölbýlishúsalóðum undir 248 íbúðir, en síðan hefur sex lóðum undir 60 íbúðir verið skilað. Ólsen-björgunargálgi prófaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.