Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 3 Dómsmálaráðherra svarar bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Synjar áskorun um vínveitingaleyfi Tvær umsóknir til viðbótar á borði ráðherra DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur nýlega svarað áskorun baejarstjórnar Hafn- arfjarðar um endurskoðun á synjun um vínveitingaleyfi til handa veitingahús- inu Tess þar í bæ á þann veg, að hann sjái ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun sinni. Segir í svarbréfi Jóns Helgasonar ráðherra til bæjarstjórnar- innar, að hann telji að heimamenn verði að leysa málið - þ.e. að bæjarstjórn og áfengisvarnanefnd Hafnarfjarðar verði að komast að sameiginlegri niður- stöðu, skv. upplýsingum Einars I. Halldórssonar bæjarstjóra. í Hafnarfirði er nú ekkert vín- sóknirnar væru í athugun og að veitingahús og þurfa bæjarbúar að hann gæti ekki sagt um hvenær þær fara til Reykjavíkur eða í Kópavog yrðu afgreiddar. vilji þeir fá afgreitt vín með mat sínum á veitingastöðum. Bæjarstjórnin hafði mælt með því að Tess fengi vínveitingaleyfi en áfengisvarnanefnd lagst gegn því. Eins og kunnugt er hefur ráð- herra nýlega tekið upp þá stefnu að fara í einu og öllu eftir umsögn áfengisvarnanefnda í stað þess að fara að tillögum sveitarstjórnanna í þessum efnum, eins og lengi hafði tíðkast. Tvær aðrar umsóknir um vín- veitingaleyfi í Hafnarfirði liggja nú á borði ráðherrans - frá veit- ingahúsinu Riddaranum og veit- ingahúsi F. Hansen, sem bæði eru við Vesturgötu í Hafnarfirði. Bæj- arstjórnin mælti eindregið með því á fundi þriðjudaginn 16. september að bæði húsin fengju vínveitinga- leyfi en áfengisvarnanefndin lagð- ist gegn því í ítarlegri greinargerð upp á sjö vélritaðar síður. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu, sagði i samtali við blm. Morgunblaðsins að um- Framkvæmdastjóri SR: Loðnuverð of hátt „VERÐ á mjöli og lýsi er nú með því lægsta, sem lengi hefur sézt og er margt, sem veldur því. Verð á loðnu til verksmiðjanna er því of hátt til að endar nái saman og væntanlega verður tekið mið af því við verðákvörðun um næstu mánaðamót," sagði Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sfldarverksmiðja ríkisins, í samtali við Morgun- blaðið. Jón sagði verð á lýsi hafa dalað að undanförnu vegna mikilla veiða Japana, sem væru komnir inn á markaðinn með lýsislestina á 275 dollara, 11.633 krónur. Við fengjum þó yfirleitt nokkru meira fyrir lýs- ið héðan eða 300 til 315 dollara, 12.700 til 13.325 krónur. Það hjálpaði okkur þó aðeins hve veiðar Norðmanna í Barents- hafi gengju illa og einnig væru einhverjir erfiðleikar í þessari atvinnugrein í Danmörku. Jón Reynir sagði verð á hverri próteineiningu mjöls nú vera um 4,80 dollara, 203 krón- ur. Á því verði hefði verið samið um sölu á 15.000 lestum til Póllands og auk þess væri búið að selja tölvert af mjöli fyrir- fram. Verð á lýsislest í upphafi síðustu vertíðar hefði verið 330 dollarar, tæpar 14.000 krónur og á próteineiningu mjöls 5,30 dollarar, 224 krónur. Verðið nú væri með því lægsta sem hann myndi eftir. Til gamans mætti geta þess, að verð á lýsislest- inni hefði farið upp í 600 doll- ara, 25.380 krónur og á prótein- einingu mjöls í 423 krónur eða 10 dollára miðað við gengi í dag. Þriðja umsóknin, sem er frá veit- ingahúsinu Skiphóli, liggur fyrir hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar en hefur ekki verið afgreidd þar sem beðið er eftir umsögn lögreglu- stjóra um brunaútganga í húsinu og fleira. Fjórða umsóknin mun vera í farvatninu frá veitingastað sem verið er að innrétta á Strand- götu 55. Þá hafa tæplega 2.200 kjósendur í Hafnarfirði nýlega skorað á bæj- arstjórn að láta fara fram atkvæða- greiðslu um opnun áfengisútsölu í bænum samfara bæjarstjórnar- kosningunum næsta vor. Kjósendur í Hafnarfirði við síðustu bæjar- stjórnarkosningar voru liðlega 8.500, svo um er að ræða um fjórð- ung kjósenda í bænum, að sögn Einars Halldórssonar bæjarstjóra. wwzzm1 Morffunblaðiö/Sverrir Pálsson Kanadíski togarinn í Akureyrarhöfn. Akureyri: Fyrsti Kanadatogarinn kominn til lengingar Akureyri, 23. september. FYRSTl Kanada-togarinn, sem Slippstödin hf. hefur samið um ad breyta, kom til Akureyrar á laugardagskvöldið. Hann heitir Cape Sandro og er frá St. Johns á Nýfundnalandi, eign National Sea Products, sem er næststærsta útgerðarfyrirtæki Kanada og á um 50 togara. Cape Sandro verður lengdur um með Cape Sandro. 6,4 metra og styrktur til siglinga í ís en einnig verða gerðar nauð- synlegar breytingar í lest vegna notkunar fiskikassa. Verkið hófst í morgun og er áætlað að það taki þrjá mánuði þannig að togarinn geti haldið heimleiðis fyrir jól. Annar-togari frá National Sea Products kemur hingað í nóvem- ber og verður lengdur. Það verk á að taka 72 daga svo að hann gæti farið héðan aftur í janúarlok. Enn koma tveir kanadískir togar- ar eftir áramótin og verða þeim gerð sömu eða svipuð skil. Undir- ritaður samningur um þá kom Rætt hefur verið um að lengja og kassavæða 6-8 togara í viðbót fyrir sama útgerðarfyrirtæki. Þeir samningar eru enn á um- ræðustigi. Ef af þeim verður ætti það verk að taka allt næsta ár. Þessir samningar við Kanada- menn veita Slippstöðinni hf. mikið rekstraröryggi, einkum þegar þess er gætt að engin ný- smíði skipa fer nú fram og við- gerðir eru oftast með minna móti að vetrarlagi. Vegna þessara nýju verkefna getur Slippstöðin hf. nú bætt við sig j árniðnaðarmönnum. -Sv.P. Hitaveita Suðurnesja: Tilboði Húsaness og Hannesar Einarssonar tekið Vogum, 21. september. HITAVEITA Suöurnesja hefur gengið frá samningum við fyrirtæk- ið Húsanes hf. og Hannes Einars- son, sem voru lægstbjóðendur í frá- gang skrifstofu- og lagerbyggingar Hitaveitunnar við Brekkustíg í Njarðvík, frá fokheldu að tilbúnu fyrir tréverk. Tvö tilboð bárust í verkið, og voru þau undir kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun var unnin af Verkfræðistofu Suðurnesja sam- tals kr. 3.135.230. Tilboð Húsanes hf. og Hannesar Einarssonar var 2.378.333 kr. eða 75,86% af kostn- aðaráætlun. Hitt tilboðið frá Við- ari Jónssyni var 2.461.653 kr. eða 78,52% af áætluninni. Skrifstofu- og lagerhúsnæðið er alls 700 fermetrar að stærð, þar af um 200 fermetrar undir skrifstof- ur. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið til notkunar um næstu áramót, en þá mun fjöldi starfsmanna flytja frá rafveitum til hitaveitunnar vegna samninga fyrirtækjanna. E.G. Torky: Tíl þjónustu reiðubúinn 100 metrar - samsvara 4-6 eldhúsrúllum Fæst í flestum matvörubúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.