Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 33 Ekkert sem mælir gegn fjölbreyttara atvinnulífi hérna Rætt við Stefán Gíslason nýráðinn sveitarstjóra á Hólmavík Broddanesi, 18. september. ÞANN 1. september sl. tók nýr sveit- arstjóri við störfum á Hólmavík. Haildór Sigurjónsson lét af embætti eftir sjö ára starf. Umsækjendur um stöðuna voru fimm og sá sem hana fékk heitir Stefán Gíslason, fv. skóla- stjóri á Broddanesi í Strandasýslu. Fréttaritari Mbl. tók stutt viðtal við Stefán og fer það hér á eftir. — Hvað réð því að þú ákvaðst að sækia um þessa stöðu Stefán? „Eg er fæddur og uppalinn hér í sýslunni og mig langar að búa hérna áfram. Síðastliðin þrjú ár hef ég starfað sem skólastjóri og kennari á Broddanesi og þótt mér hafi líkað vel í því starfi þá eru launin eins og allir vita ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nú síðast en ekki síst fannst mér þetta áhuga- vert og spennandi starf.“ — Þið voruð fimm sem sóttuð um. Hvað heldurðu að hafi ráðið því að þú fékkst stöðuna? „Eins og ég sagði áðan er ég héðan úr sýslunni og hef búið hér mestan part ævi minnar. Ég þekki því e.t.v. betur til mála hér en fólk annarsstaðar frá. Hreppsnefndar- kosningar verða næsta vor og þá losnar staðan á ný. Ég býst því við að það hafi þótt æskilegra að fá kunnugan mann til starfsins þegar ráðið er til svo skamms tíma.“ — Hvaða möguleika hefur svona lítið sveitarfélag? Sumir tala um að það eigi að leggja af svona byggðir. „Það er einmitt á svona stöðum sem verðmætin eru sköpuð. Þau verða ekki til í bönkum og á myndbandaleigum í Reykjavík. Það gengur aldrei upp að allir vinni þjónustustörf hver fyrir annan. Undanfarin ár hefur at- vinna verið næg hér og það má segja að það vanti fólk fremur en hitt. Þeim hefur farið fjölgandi sem vilja setjast hér að og til marks um það eru fimm íbúðir í byggingu hér, en það er töluvert á ekki stærri stað en Hólmavík er. Auðvitað er atvinnulíf alltaf frem- ur óstöðugt þar sem mest byggist á sjávarútvegi, en það er ekkert sem mælir gegn því að koma hér upp fjölbreyttri atvinnu. Þar á ég við t.d. meiri úrvinnslu afurða hér á staðnum og/eða framleiðslu ýmiss konar. Við öflun nýrra at- vinnutækifæra ætti markmiðið að vera að auka útflutning og/eða að minnka innflutning eða að afla gjaldeyris svo sem með ferða- mannaþjónustu. Með tilkomu veg- ar yfir Steingrímsfjarðarheiði hefur ferðamönnum, sem hér fara um, farið ört fjölgandi yfir sum- artímann og þar er óplægður akur í atvinnumálum heimamanna." — Hvað með félags- og menning- armál? „Hér eru margs konar félög og klúbbar með virka starfsemi. Það er leikfélag, ungmennafélag, Lionsklúbbur, tafl- og bridgefélag, kvenfélag o.fl. Það sem helst hefur staðið starfsemi slíkra hópa fyrir þrifum er skortur á nógu góðu húsnæði. Það stendur þó allt til bóta með tilkomu félagsheimilis sem verið er að hefja framkvæmd- ir við. f því húsnæði er ennfremur fyrirhugað að starfrækt verði hót- el yfir sumartímann sem svo nýtt- ist sem heimavist fyrir grunnskól- ann yfir veturinn. Leikskóli er langt kominn í byggingu og nýlega var tekin í notkun ný og glæsileg heilsugæslu- stöð sem breytir miklu fyrir byggðarlagið og nú stendur til að endurbæta gamla sjúkraskýlið verulega. verið er að byggja við grunnskólann og hefur mestur hluti nýbyggingar þegar verið tekinn í notkun. Þar er aðstaða öll mJög góð jafnt fyrir nemendur og kennara. Nú, fleiri framkvæmdir eru hér í gangi, þar má t.d. nefna þrjár byggingar undir iðnaðarhúsnæði sem verið er að vinna við.“ — Þú ert líffræðingur að mennt. Hvernig nýtist þér menntunin í starf- inu? „Hún hefur ekki nýst mér mikið enn sem komið er, en það er aldrei að vita nema svo verði. Reynsla mín sem skólastjóra hefur e.t.v. nýst mér betur en ég hef nú ekki verið lengi í starfi. Það er ekki um mjög auðugan garð að gresja í starfsvali fyrir líffræðing. Það eru þá helst störf hjá ríkinu og þá yfirleitt það illa launuð að þau eru lítt eftirsóknarverð." — Nú hefur þú kynnst Reykjavík nokkuð þegar þú varst þar við nám, en þú vilt heldur vera hérna. Hvers vegna? Mér finnst gott að vera þar sem verðmætin eru sköpuð — á fram- leiðslusvæði, ekki þjónustusvæði. Hér er minna stress og hraði, ég get meira skipulagt tíma minn Morgunblaðið/Skúli Thorarensen. Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólmavík kauptúnið í baksýn. sjálfur, er ekki eins tímabundinn og í Reykjavík." — Að lokum Stefán, átt þú þér einhver sérstök metnaðamál sem þig langar að hrinda í framkvæmd? „Ég tel brýnt að gatnakerfió verði lagað, lagt bundið slitlag og gengið frá gangstéttum. Mig dreymir um góða aðstöðu til íþróttaiðkana og auðvitað mætti telja þannig endalaust en allar framkvæmdir taka sinn tíma og kosta peninga." — SÞ. Bflgreinasambandið: Skattlagning á bfla og notkun löngu úr samhengi við annað í AÐALFUNDUR Bílgreinasam- bandsins 1985 sem haldinn var í Valaskjálf á Egilsstöðum sendir frá sér eftirfarandi ályktanir: Tæknibylting krefst betri menntunar Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1985, haldinn á Egilsstöðum 14. september, vill vekja athygli á hinni öru þróun og gífurlegu tæknibreytingum sem orðnar eru og eru að verða í bílum. Þetta þýð- ir auknar kröfur til þeirra aðila sem vinna við þessa mikilvægu þjónustugrein og samstillt átak þeirra sem í greininni starfa og yfirvalda, ekki síst yfirvalda menntamála, að fylgjast með og efla menntun og bæta aðstöðu þeirra sem sinna þjónustu við bíl- eigendur. Því er nauðsynlegt að skapa þeim ungmennum sem í dag eru að hefja nám í iðngreinum í bílaþjónustu aðstöðu til þess að Halldóra Kristins- dóttir — Minning Fædd 7. ágúst 1911 Dáin 13. september 1985 Elsku amma okkar er dáin. Við barnabörnin söknum hennar sárt, þó við höfum reyndar lengi vitað að þetta hlyti að enda svona. Amma var alltaf svo hress og kát og það var mjög ánægjulegt að koma til hennar. Þegar best lét dansaði hún og söng við heimilis- störfin. Á uppvaxtarárum okkar bjó hún á Hverfisgötunni og þangað lágu spor okkar ótal sinnum. Hún hafði lag á að gera okkur heimsóknina gleðilega og eftirminnilega. Það var því mikið áfall fyrir okkur á unglingsárunum þegar amma veiktist, árið 1976, og séð var að hún næði aldrei fullri heilsu. Hún amma, Halldóra Kristins- dóttir, ólst upp á þeim tfmum þegar allir urðu að leggja fram krafta sína til fulls til þess að sjá sér og sínum farborða. Hún og afi, Jóhann Valdimarsson, hafa áreiðanlega ekki verið eftirbátar annarra á þessu sviði. Um menntun var ekki að ræða hjá þeim frekar enn flestum öðrum á þessum tíma, en skóli lífsins kenndi þeim það nauðsynlegasta til að koma börnunum vel upp. En amma fékk í vöggugjöf að eiga létta lund og líta björtum augum á framtíðina. Hún var andlega sterk og lét ekki daglegar áhyggjur eða að- steðjandi vandamál buga sig og leiðir því að sjálfu sér að hún veitti öðrum sem voru í návist hennar mikinn styrk, og þannig er gott að geta minnst ömmu. Og mættum við barnabörnin hafa þessa lyndiseinkun hennar í huga þegar okkur finnst allt vera að ganga úr skorðum ef einhver smá óþægindi ber að höndum. Það var gaman þegar amma söng, hún hafði fallega söngrödd og hún söng af hjartans innlifun og þá hrifust allir nærstaddir með og nutu gleðinnar eins og hún sjálf. Að leiðarlokum erum við þákk- lát fyrir að hafa átt ömmu í öll þessi ár. Og við munum geyma allar góðu minningarnar um hana meðan við lifum. Blessuð sé minning hennar. Þorbjörg Halldóra Gunnarsdótt- ir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Olafur Gunnarsson, Þórdís Óladóttir, Örn Hrafnkelsson, Haraldur Logi Hrafnkelsson, Eva Dóra Hrafnkelsdóttir, Jóhann Óli Filipusson, Guðrún Svanfrfður Filip- usdóttir, Jón Filipusson, Elías Eðvardsson. öðlast góða menntun og þá góð kjör og starfsaðstöðu að námi loknu. Tæki og búnaður til bifreiða- verkstæða eru yfirleitt hátt tolluð sem gerir alla endurnýjun erfiða og næstum ómögulegt að fylgjast með tækninýjungum. Á sama tíma eru lítil sem engin aðflutn- ingsgjóld hjá svonefndum fram- leiðsluiðnaði. Betri bifreiðaskodun, fljótvirkasta og hagkvæmasta leiöin að auknu umferöaröryggi Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1985 leggur sem fyrr áherslu á nauðsyn öflugs starfs í þágu um- ferðaröryggis og þörf þess að breytingar og endurbætur á um- ferðarlögum og skipulagi Bifreiða- eftirlits nái fram að ganga. Skyndiskoðanir á bifreiðum í um- ferð verði auknar verulega með tilliti til breyttra reglna um skoð- un nýrra og nýlegra bíla sem þýða að nú geta liðið yfir 3 ár frá ný- skráningu til fyrstu skoðunar. Á þeim tíma getur komið fram veru- legt slit á öryggisbúnaði. Nauð- synlegt er að því verði komið í framkvæmd að bifreiðir, sem lenda í umferðaróhöppum og verða fyrir tjóni á öryggisbúnaði, verði afskráðar og ekki skráðar á ný fyrr en þær hafa verið skoðað- ar sérstaklega. Aðalfundur Bilgreinasambands- ins 1985 ítrekar sem fyrr tillögu um að heimiluð verði endurskoðun bifreiða á viðurkendum verkstæð- um um allt land og bendir á góða reynslu af tilraun með endurskoð- un á verkstæðum á Akureyri og nágrenni. Skattlagning bifreiÖa Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1985 bendir á að skattlagning bíla og notkun þeirra er löngu úr samhengi við annað í þjóðfélaginu og er með því mesta sem menn þekkja. Há aðflutningsgjöld hindra eðlilega endurnýjun bíla og skapa gífurlegar sveiflur í inn- flutningi sem gerir allan rekstur mjög erfiðan, t.d. þegar fyrirtæki selur 500 bíla eitt árið en 50 ann- að. Skattlagning á bensín er einn- ig með því mesta sem þekkist. >eirra er ijóðfélaginu Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1985 vekur athygli á hugmynd- um um hækkaðan toll á pallbif- reiðum. Ef af verður þýðir það að heil atvinnugrein innan bílgrein- arinnar leggst algjörlega niður. Fundurinn skorar á stjórnvöld að taka fullt tillit til þess að yfir- bygging pallbifreiða er veigamikil atvinnugrein og nauðsynleg, ef bifreiðasmíði á að haldast í land- inu. Hér er um að ræða innlenda framleiðslu til að mæta sér- íslenskum aðstæðum. Þá bendir fundurinn á gífurlega skattlagningu hjólbarða, eins helsta öryggistækis bifreiða. Ljóst er að ástand hjólbarða er óviðun- andi og fer versnandi. Þýöing þjónustuiönaöar Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1985 vill vekja athygli á þýð- ingu þjónustuiðnaðar fyrir aðrar atvinnugreinar og nauðsyn og hagkvæmni samvinnu þessara að- ila við uppbyggingu öflugs iðnaðar og atvinnulífs. Að þessu þarf sér- staklega að huga, ekki síst í dreif- býli, ef góður árangur í atvinnu- uppbyggingu á að nást. Svört atvinnustarfsemi Aðalfundur Bílgreinasambands- ins 1985 lýsir undrun sinni á lin- kind stjórnvalda í garð svartrar atvinnustarfsemi og hvetur til að skorin verði upp herör gegn henni. Vekur fundurinn sérstaka athygli á þeirri sjálfsögðu öryggiskröfu að allir þeir sem starfa við þjónustu við bíleigendur hafi rétta og fag- lega þekkingu. 367T7 AUCLVSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.