Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 25 lltargmiHiifcifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Blikur á lofti í ís- lensku efnahagslífi Það er ekki rétt að við höfum samið við verkalýðshreyfinguna um ákveðið verðbólgustig. Alþýðu- sambandið og Vinnuveitenda- sambandið gerðu með sér samn- inga, þar sem gengið var út frá ákveðnum verðbólguforsendum, en það var aldrei talað einu orði um það við okkur." Þetta var svar Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra í Morgun- blaðinu í gær þegar hann var spurður um það hvort ríkis- stjórnin stæði ekki höllum fæti, nú þegar forsendur um verð- lagsþróun, sem miðað var við þegar kjarasamningar voru gerðir í sumar, væru að bresta. Jafnvel þótt forsætisráðherra hafi rétt fyrir sér um að aðilar vinnumarkaðarins hafi ekki rætt við ríkisstjórnina um verð- bólguforsendur samninganna 15. júní síðastliðinn, þá er ljóst að það er siðferðileg skylda stjórnvalda að tryggja að þær forsendur standist. Um það verður ekki deilt, að kjarasamn- ingarnir lögðu þessa skyldu á herðar stjórnarflokkanna. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra viðurkenndi þessa skyldu ríkisstjórnarinnar í hátíðarræðu á Austurvelli 17. júní, en þar sagði hann meðal annars: „Lífskjörin verða alls ekki lengur styrkt með erlendri lántöku. Verkföll og vinnudeilur eru heldur ekki lausnin. Það væri öruggasta leiðin til glötun- ar. Því er sérstök ástæða til að fagna þeim samningum sem nú hafa náðst. Við gerð þeirra réð skynsemin. Nú hvílir sú ábyrgð á stjórn- völdum, að verðlagsforsendur haldist og raunveruleg kjarabót verði. Það mun takast." Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að samningarnir tryggðu jafnvægi í efnahagsmálum. Og Þorsteinn bætti við í samtali við Morgun- blaðið 19. júní síðastliðinn: „Að vísu verður heldur meiri verð- bólga, en sú efnahagslega koll- steypa sem menn voru farnir að óttast í haust í kjölfar hat- rammra átaka á vinnumarkaði verður ekki. Verðbólga heldur áfram að dvína, en verður ekki keyrð upp á nýjan leik, sem er auðvitað allt annars eðlis. Þess- ir samningar eru því liklegri til að styrkja kaupmátt og valda betra jafnvægi í efnahags- málum en annars hefði verið." Ein meginforsenda þess að ríkisstjórninni takist ætlunar- verk sitt um að skapa jafnvægi í efnahagsmálum, er að friður ríki á vinnumarkaðinum. Með kjarasamningunum í júnímán- uði er leið fékk ríkisstjórnin tækifæri til að ná tökum á efna- hagsmálum á nýjan leik. Því miður hefur þetta tækifæri ekki verið nýtt sem skyldi. Það er því enn mikilvægara að friður ríki og til þess að svo megi verða, er ljóst að ríkisstjórnin verður að tryggja að þær forsendur sem aðilar vinnumarkaðarins settu sér bresti ekki. Ef rétt er að þær séu þegar brostnar verða stjórnvöld að koma til móts við launþega, með einhverjum hætti. Besta leiðin er að draga úr skattheimtu og minnka um- svif ríkisvaldsins. Að undanförnu hefur ríkis- stjórnin verið að vinna að gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að ríkisútgjöld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu verði óbreytt frá því sem nú er, eða 28,2%. Vonandi tekst að halda þessu hlutfalli, en draga verður í efa að þetta markmið náist. Reynsla undanfarinna ára sýnir að í meðförum Al- þingis hækka fjárlög frá því sem lagt er til í frumvarpi fjár- málaráðherra. Það er því lík- legra að útgjöld ríkisins á næsta ári hækki, fremur en hitt. Áhrif þess yrðu þau að spenna í efnahagslífinu ykist og markmið stjórnarinnar um verðbólgu yrði fjarlægara. En jafnvel þó frumvarp til fjárlaga hafi fengið samþykki stjórnarflokkanna, er of snemmt að segja að erlend skuldasöfnun hafi verið stöðv- uð. Lánsfjáráætlun og þjóð- hagsáætlun eru enn óaf- greiddar. Hvað í þeim mun fel- ast veit enginn, enn sem komið er. í þeim tillögum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir að leggja 25% vörugjald á innlenda sem- entsframleiðslu og á innfluttar byggingarvörur. Afleiðing þessa er hækkun á byggingarkostnaði og íbúðaverði almennt. Þannig mun byrði húsbyggjenda og -kaupenda þyngjast. Á hvern hátt stjórnvöld hyggjast létta undir með þessum aðilum er ekki vitað. Það eru ýmsar blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, sem kalla á markvissa stjórn efnahags- mála. Lækkun dollarans hlýtur að vera öllum áhyggjuefni. Óvíst er hvort lækkun hans er til frambúðar, en sé svo mun það koma illilega niður á sjáv- arútveginum og heimilum landsins, ef ekkert verður að gert. Á það benti forsætisráð- herra í nýlegu samtali við Morgunblaðið og ríkisstjórnin fjallaði um máliö í gær eins og sagt er frá annars staðar í Morgunblaðinu. Vonandi tekst okkur að standast þau áföll. sem af þessi gæti leitt. En mikilvægustu tekjur okkar eru í dollurum, en útgjöld í Evrópu- myntum. Bresk stjórnmálabarátta: Stefnufestu með sanngirni stefnt Thatcher gegn — eftir Björn Bjarnason STAÐFESTA með sanngirni er kjörorð Davids Owen, leiðtoga breska Jafnaðarmannaflokksins (Social Democratic Party, SDP). Hann er sá stjórnmálamaður, sem hefur verið mest í sviðsljósinu í Bretlandi þennan septembermán- uð. Vinsældir hans hafa aukist jafnt og þétt. Samkvæmt skoðana- könnun í Daily Telegraph 19. sept- ember, telur almenningur Owen besta forsætisráðherraefni Breta (24%) að Margaret Thatcher und- anskilinni (27%). I ágúst naut David Owen minnst álits að þessu leyti (16%) og var þá bæði á eftir David Steel, leiðtoga Frjálslynda flokksins, og Neil Kinnock, leið- toga Verkamannaflokksins. Nú hefur Kinnock lent í neðsta sætinu (18%) og Steel í þriðja sæti (19%). Stjórnmálabarátta í Bretlandi snýst að verulegu leyti um vin- sældir flokksleiðtoga, eins og víð- ast hvar annars staðar. Sagt hefur verið, að breski forsætisráðherr- ann hafi meira vald en forseti Bandaríkjanna á heimavelli, þar sem hann ráði bæði yfir fram- kvæmdavaldinu og stjórni meiri- hlutanum á þingi. Þótt breskir stjórnmálaflokkar fái svo að segja aldrei stuðning meirihluta kjós- enda, geta þeir auðveldlega fengið meirihluta í Neðri málstofu breska þingsins með innan við 40% at- kvæða. Fylgi fjórðungs kjósenda dugar hins vegar aðeins til að fá 25 þingmenn af þeim 650 sem sitja í Neðri málstofunni. Jafnaðarmannaflokkurinn var stofnaður 1981 af þingmönnum og frammámönnum úr Verkamanna- flokknum, sem sættu sig ekki við vaxandi áhrif vinstrisinna innan flokksins. í kosningunum 1983 gerði Jafnaðarmannaflokkurinn bandalag við Frjálslynda flokkinn, sem hefur verið einskonar vara- skeifa í breskum stjórnmálum síðan í fyrri heimsstyrjöldinni. Þessir tveir flokkar ganga nú saman undir heitinu Bandalagið. — Samkvæmt könnuninni frá 19. september, nýtur Bandalagið nú stuðnings flestra kjósenda í Bret- landi (39%), Verkamannaflokkur- inn er í öðru sæti (29,5%) og íhaldsflokkurinn í þriðja (29%). Sé miðað við niðurstöður fyrri skoðanakannana tapar Verka- mannaflokkurinn nú fylgi, en bæði Bandalagið og Ihaldsflokkurinn eru f sókn. Samkvæmt þessum tölum fengi Bandalagið 258 þing- menn, Verkamannaflokkurinn 245, íhaldsflokkurinn 121 og aðrir 26. Ólíkar skoðanir Það setur svip á Frjálslynda flokkinn, að hann hefur í rúm sextíu ár verið án stjórnarábyrgð- ar og einnig án þeirrar ábyrgðar, sem hvílir á forystuflokki bresku stjórnarandstöðunnar. Af forystu- mönnum frjálslyndra, þykir David Steel sá eini sem nýtur almenns trausts til ríkisstjórnarsetu. Tals- menn allskyns pólitískra sérsjón- armiða hafa náð langt innan Frjálslynda flokksins; einskonar draumóramenn í stjórnmálum. Með vaxandi fylgi í bandalagi við Jafnaðarmannaflokkinn þykir þess hafa gætt á siðasta flokks- þingi frjálslyndra í Dundee, sem haldið var, þegar Daily Telegraph birti niðurstöður fyrrgreindrar skoðanakönnunar, að þingfulltrú- ar taki ábyrgari afstöðu til mála en áður. Á flokksþinginu í fyrra sam- þykktu frjálslyndir, að næðu þeir völdum myndu þeir beita sér fyrir því, að bandarískar stýriflaugar yrðu fluttar frá Bretlandi. Þetta gengur þvert á stefnu Jafnaðar- mannaflokksins. í upphafi flokks- þings hans 8. september sl. gaf sá þingmaður frjálslyndra, sem hafði beitt sér fyrir ályktuninni gegn stýriflaugunum, út yfirlýsingu um að hann hefði skipt um skoðun: Það væri ekki rétt með hliðsjón af afvopnunarviðræðum Banda- ríkjamanna og Sovétmanna í Genf að fjarlægja bandarísku stýri- flaugarnar frá Bretlandi einhliða. þetta samrýmist stefnu Jafnaðar- mannaflokksins. Stjórnmálaskýrendur benda á, að Frjálslyndi flokkurinn standi að ýmsu leyti nær Verkamanna- flokknum í stefnu en Jafnaðar- mannaflokkurinn. Kjörorð Davids Owen: Staðfesta með sanngirni höfðar til þeirra kjósenda, sem dást að festu Margaretar Thatcher en telja, að hana skorti sanngirni og samúð með þeim, sem þarfnast opinberrar umhyggju og aðstoðar í einni mynd eða annarri. Vandi Verkamanna- flokksins Sambandið á milli Verkamanna- flokksins og alþýðusambandsins (TUC) er náið. Svo náið, að á þingi Alþýðusambandsins samþykkja menn ályktanir í því skyni að binda hendur leiðtoga og þing- manna Verkamannaflokksins. Þing Alþýðusambandsins var haldið í lok ágúst. Ætla hefði mátt, að það snerist að mestu um vanda þeirra, er eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis. Vand- ann, sem varpar mestum skugga á stjórn Thatchers, en 14,2% Breta eru án atvinnu. Alþýðusambands- þingið snerist þó ekki um þetta heldur einkenndist það af valda- streitu. Af kaldhæðni hefur verið bent á það, að verkalýðsrekendur hafi takmarkaðan áhuga á hinum atvinnulausu; þeir borgi engin fé- lagsgjöld. Þeir greiða á hinn bóg- inn atkvæði og þess vegna verða stjórnmálamennirnir að ná til þeirra. DAVID OWEN Meðal þeirra breytinga, sem Thatcher hefur náð fram, er, að nú er skylt að leita álits félaga í verkalýðsfélögum, áður en gripið er til verkfallsvopnsins. I lok ágúst reyndi á þetta í félagi járnbrauta- starfsmanna. Stjórn ríkisjárn- brautanna hefur ákveðið að fækka lestarvörðum. Þetta leiddi til skæruverkfalla. Boðað var til skriflegrar atkvæðagreiðslu meðal um 11.000 lestarvarða. Allir gengu að því sem vísu, að stjórn járn- brautarstarfsmanna næði sínu fram og fengi umboð til verkfalls- aðgerða. En lestarverðirnir vildu ekki fara í verkfall. Þetta var reið- arslag fyrir verkalýðshreyfinguna. Verkalýðsforingjar eru á móti því, að þeir verða að bera ákvarð- anir um verkföll undir hina al- mennu félagsmenn. í lögunum, sem skylda þá til að efna til at- kvæðagreiðslu, eru ákvæði um að ríkissjóður eigi að greiða póst- kostnað við það, þegar efnt er til skriflegrar atkvæðagreiðslu um vinnustöðvanir. Stjórn Alþýðu- sambandsins telur það af hinu illa, að einstök félög nýti sér þennan rétt til opinbers fjárstuðnings, með því séu þau að þiggja blóð- peninga til athæfís, er stangist á við hagsmuni hreyfingarinnar. Félag byggingarverkamanna, sem í eru um ein milljón manna, hefur þegið þennan fjárstuðning frá ríkinu. Á þingi Alþýðusambands- ins neitaði stjórn þess að breyta stefnu sinni í þessu efni. Lá við klofningi sambandsins vegna þessa máls, sem va leyst á síðustu stundu með því að ákveðið var, að MARGARET THATCHER efnt skyldu til atkvæðagreiðslu meðal byggingarmanna, um það hvort þeir vildu styðja stefnu stjórnar sinnar og segja sig þar með úr Alþýðusambandinu eða halda áfram þátttöku í því og hafna fjárstuðningi ríkisins. At- kvæðagreiðslan fer fram í nóvem- ber en úrslitin veða kynnt í janúar. Alþýðusambandsþingi sam- þykkti að styðja kröfugerð Art- hurs Scargill, formanns Sambands námuverkamanna, um að mál allra þeirra námuverkamanna, sem handteknir voru vegna hins ólög- mæta námuverkfalls, verði tekin upp að nýju; félög námumanna fái endurgreiddar þær skaðabætur, sem þeim var gert að inna af hendi; og námum verði því aðeins lokað, að þar finnist ekki kol. Þessi samþykkt þingsins gekk þvert á vilja forystumanna Alþýðusam- bandsins og kom Neil Kinnock, leiðtoga Verkamannaflokksins, í opna skjöldu. Hann sagðist hafa síðasta orðið um þetta, þegar hann væri orðinn forsætisráðherra en ekki Scargill. Léttvæg tök verkalýðsforys- tunnar jafnt á fulltrúum á þingi Alþýðusambandsins, stjórnun ein- stakra félaga og almennum félags- mönnum, þegar tekist er á um það, hvort efnt skuli til verkfalla eða ekki, eru hættuleg fyrir Verka- mannaflbkkinn. Hann býður upp á þann kost helstan gegn efnahags- stefnu íhaldsflokksins, að góðu samkomulagi við verkalýðsforyst- una verði mótuð efnahagsstefna, er skapi frið á vinnumarkaðnum, leiði til bættra kjara launþega og dragi úr atvinnuleysi. En hvers virði er samkomulag við valda- lausa verkalýðsforystu? Eða öfga- menn eins og Scargill? Stefna Owens David Owen segist ekki vera andvígur því, að efnt sé til skrif- legrar atkvæðagreiðslu um kjara- mál og vinnustöðvanir í verkalýðs- félögum. Hann hvetur menn einnig til þess að hafa þrek til að hafna Arthur Scargill og þeim öfga- mönnum, sem fylgja honum að máli. (Rétt eftir þing Alþýðusam- bandsins var skýrt frá því, að Scargill hefði farið til Moskvu í því skyni að stofna alþjóðasam- band námuverkamanna í sam- vinnu við verkalýðsforinga (!) í Sovétríkjunum.) Owen sagði skilið við Verka- mannaflokkinn vegna þess, að honum þóttu vinstrisinnar vera orðnir alltof áhrifamiklir innan hans. Hann var utanríkisráðherra í stjórn James Callaghan. Owen er eindreginn talsmaður vestræns verndarsamstarfs. Hann segir, að þeir kjósendur, sem sögðu skilið við Verkamannaflokkinn 1979 og kusu Margaret Thatcher til valda, hafi ekki skilað sér til Verka- mannaflokksinss aftur 1983 af ótta við ábyrgðarlausa stefnu hans í utanríkis- og varnarmálum. David Owen segir, að þessir kjósendur muni að yfirgnæfandi meirihluta (83%) veita Bandalag- inu stuðning, takist að sannfæra þá um að það sé vænlegur kostur og geti staðið að stjórnhæfum meirihluta á þingi. Hver verður for- sætisráðherra? Það er einmitt spurningin um það, hvort Bandalagið geti náð eða myndað stjórnhæfan meirihluta, sem ráða mun mestu um afstöðu kjósenda, þegar dregur að kosning- um. Falla breskir kjósendur fyrir þeim rökum, að betra sé að lúta forystu samsteypustjórnar en eins-flokks-stjórn? Nú þegar Bandalagið nýtur vaxandi vinsælda í skoðanakönn- unum, aukast árásir andstæðing- anna á það að sáma skapi. Leið- togarnir David Owen og David Steel svara þessari gagnrýni eink- um með heitstrengingum um óbif- anlega samstöðu. Á það er bent, að enginn þurfi að fara í grafgötur um það kjósi hann íhaldsflokkinn eða Verka- mannaflokkinn hver verði forsæt- isráðherra. Það liggi á hinn bóginn alls ekki ljóst fyrir ljái menn bandalagsflokkunum fylgi sitt. Þessu svara nafnarnir Owen og Steel á þann veg, að það fari eftir því, hvort Frjálslyndi flokkurinn eða Jafnaðarmannaflokkurinn fái fleiri þingmenn, hvor þeirra verði forsætisráðherra. Eins og málum er háttað núna á Frjálslyndi flokk- urinn 18 þingmenn en Jafnaðar- mannaflokkurinn 7. Á þessu stigi er ógjörningur að sjá fyrir um skiptinguna eftir kosningar, meðal annars vegna óvissu um það, hvernig framboðum á vegum flokkanna innan bandalagsins verður háttað. Þótt foringjarnir haldist í hendur á flokksþingum vinna almennir flokksmenn ekki alls staðar jafn vel saman. Roy Jenkins, einn helsti frum- kvöðullinn að stofnun Jafnaðar- mannaflokksins og fyrsti leiðtogi hans, hefur lagt til að bandalags- flokkarnir sameinist í einn stjórn- málaflokk. Owen er andvígur því. Hann er meðal annars hræddur um að gamalgróin flokksvél frjáls- lyndra myndi fljótt innbyrða jafn- aðarmennina og þurrka út sér- kenni þeirra. Og þá vill Owen ekki taka þá áhættu að starfa í flokki, sem samþykkti stefnu í varnar- og öryggismálum, sem hann getur ekki fellt sig við. Það þarf mikinn pólitískan þroska til að ganga hlið við hlið til kosninga eins og bandalags- flokkarnir ætla að gera og halda þannig á málum, að ekki verði unnt að ala á tortryggni milli bandamanna innbyrðis og meðal kjósenda í þeirra garð. Ástæðu- laust er að ætla annað en Owen og Steel hafi öðlast þennan þroska. Hins vegar má efast um að hann nái langt niður í raðir almennra flokksmanna, einkum hjá frjáls- lyndum. Jafnaðarmenn eiga allt undir því að ná sterkri stöðu í næstu kosningum, annars eru þeir úr sögunni. Staða Thatchers Margaret Thatcher vann glæsi- legan sigur í kosningunum 1983. Hún hefur ótvíræðan meirihluta á þingi og getur haldið áfram að stjórna til 1987 eða 1988. Forsætis- ráðherrann nýtur enn mesta álits breskra stjórnmálaleiðtoga þótt flokkur hennar fengi hörmulega útreið yrði nú efnt til kosninga. Sé litið á stefnuatriði stjórnar hennar og framkvæmd þeirra er ljóst, að atvinnuleysið er hættuleg- asti óvinurinn. Þótt verðbólga dragist saman batna lífskjör hægt. Meðal þess, sem Owen bendir á, er að meira að segja ítalir njóti nú betri lífskjara að meðaltali en Bretar. Thatcher var á ferðalagi um Skotland og norðurhluta Englands Aðför að heilsugæslimni ingarnir greiða ætti að vera hið sama og annars staðar. — eftirKatrínu Fjeldsted Málefni heilsugæslustöðvarinn- ar við Drápuhlíð hefur borið á góma í fjölmiðlum að undanförnu, eftir að heilbrigðisráð Reykjavík- ur samþykkti á fundi sínum 13. september að bjóða út rekstur hennar að fengnu leyfi heilbrigð- isráðherra. Þessari heilsugæslu- stöð er ætlað að þjóna 4.300 íbúum í Hlíðahverfi, sunnan Miklubraut- ar og vestan Kringlumýrarbraut- ar. Húsið sjálft er í eigu borgar- innar og þar var til margra ára Hitaveita Reykjavíkur. Húsið hef- ur verið mikið lagfært og endur- nýjað og er vinnu við það ekki lok- ið. Á tveimur efri hæðum þess mun Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur eignast aðsetur, og flytur þang- að væntanlega á næstunni. Jarð- hæð og kjallari tilheyra heilsu- gæslustöðinni. Tilraun med annað rekstrarform Á þessu kjörtímabili borgar- stjórnar Reykjavíkur hefur ein heilsugæslustöð verið tekin í notk- un, en það er Heilsugæslustöð Miðbæjar, sem tók til starfa í ágúst 1983. Verið er að hann nýja heilsugæslustöð í Breiðholti III. Það var því ekki úr vegi að gera tilraun með annað rekstrarform á þriðja staðnum, í Drápuhlíð, til að fá samanburð við þann opinbera rekstur sem hingað til hefur þekkst á heilsugæslustöðvum. Þá er ekki verið að hugsa um að breyta faglegum kröfum heldur gert ráð fyrir að unnið sé eftir sömu línum og lög um heilbrigðis- þjónustu gera ráð fyrir, þ.e.a.s. að á stöðinni fari fram heimilislækn- ingar og heilsuvernd, og að heima- hjúkrun hverfisins tengist starfi stöðvarinnar. Breytingin yrði hins vegar fólgin í því, að í stað þess að starfsfólkið sé starfsmenn rikisins (læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, tannlæknar, ljósmæður) eða starfsmenn borg- arinnar (sjúkraliðar, ritarar, mót- tökuritarar, ræsting) þá verði um að ræða aðila með sömu menntun er taki alfarið að sér að reka starfsemina. Áfram yrði þó gert ráð fyrir því að opinberir aðilar legðu til fjármagn ekki ólíkt þeirri upphæð sem lögð er fram f dag. I ársbyrjun 1984 tóku ný lög um heilbrigðisþjónustu gildi í Noregi. Samkvæmt þeim ber nú hvert sveita- félag fjárhagslega ábyrgð á sinni heilbrigðisþjónustu, ræður hvernig henni er fyrir komið og fær til þess fjárveitingar frá ríkinu í formi fastra fjárlaga. í Bretlandi eru allir heimilis- læknar verktakar hjá ríkinu, hvort sem þeir vinna sem einyrkjar eða í hópstarfi, { eigin húsnæði eða á heilsugæslustöð. Skýrsla um reynslu og kostnað af rekstri heilsugæslustöðva Nefnd á vegum heilbrigðisráð- herra hefur nýlega skilað skýrslu um reynslu og kostnað af rekstri heilsugæslustöðva á Stór-Reykja- víkursvæðinu, þannig að nú hafa fengist tölur sem bera má saman. Það er varla hægt að tala um ann- að en „takmarkaðan einkarekst- ur“, þar sem kostnaðurinn skiptist milli ríkis og borgar. Það er hins vegar þeim sem rekstrinum sinna til hagsbóta að hann sé sem hag- kvæmastur. Gjald það sem sjúkl- Eru heilsugæslu- stöðvar dýrar? Það er ekki nokkur vafi á því að sumir vildu losa enn meira um rekstrarform heilbrigðisþjónust- unnar. Það hafa oft heyrst raddir um að „þessar heilsugæslustöðv- ar“ séu svo dýrar. Þess kunna að vera dæmi úti á landi að húsnæði stöðva hafi orðið óþarflega stórt en víðast hvar eru húsin af þeirri stærð sem hæfir starfseminni. Því neitar enginn að hinar dreifðu byggðir landsins hafa notið góðs af sínum heilsugæslustöðvum og eru heimamenn á hverjum stað yf- irleitt áhugasamir um að gera veg þeirra sem mestan. Að auki virðist reksturinn víðast hvar vera ótrú- lega hagkvæmur, þannig að maður spyr sig hvort einkarekstur geti í rauninni orðið ódýrari. Tilraun með takmarkaðan einkarekstur getur vonandi svarað því. Að minnsta kosti virðist eðlilegt að gera slíka tilraun nú, þegar heilsugæslukerfið er ekki að fullu komið á í Reykjavík, heldur en þegar það er komið I fastar skorð- ui. Fjárveitingar til heilsugæslu Uppbygging heilsugæslunnar í Reykjavík hefur verið næg. Á kjörtímabilinu 1978 til 1982 þegar vinstri menn voru í meirihluta var ekki hafin bygging neinnar nýrrar heilsugæslustöðvar, en heilsu- gæslustöðin í Fossvogi tók til starfa í ársbyrjun 1981. Að því var unnið á því kjörtímabili að ná sáttum milli þeirra aðila sem mál- ið varðaði og náðist talsverður árangur. Fjárveitingar frá ríkinu voru hins vegar af skornum skammti þrátt fyrir yfirlýsingar Svavars Gestssonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 1982, um að nú skyldi veitt að meðaltali 18 milljónum króna á ári til hcilsugæslustöðva í Reykja- vík. Efndirnar urðu reyndar aðr- ar. Sveitarstjórnir á höfuö- borgarsvæðinu taki við heilsugæslunni Víst er að stórar fjárhæðir má spara í heilbrigðiskerfinu með skynsamlegri stýringu, aukinni þátttöku og ábyrgð heimamanna í rekstri og með því að láta sama aðila bera faglega og fjárhagslega ábyrgð. Þannig tel ég eðlilegt að stefna að því að stjórn heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa færist alfarið til sveitarstjórna, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæð- inu, og það sem fyrst. Einnig að rekstur, þar sem því verður við komið, verði í höndum starfs- manna. Sparnaður? Þegar upp er staðið hlýtur þó að mega spara mest í þeim mála- flokkum sem dýrastir eru, en það eru sjúkrahúskerfið, lyfjakostnað- ur og tannlækningar. Má þar nefna fyrirbyggjandi aðgerðir hvað varðar tannskemmdir, þ.e. a.s. aukna tannvernd og minna sykurát, og með því að auka hlut- deild íslenskra lyfja á lyfjamark- Katrín Fjeldsted aðinum, en þau eru gjarnan ódýr- ari en þau erlendu. Einnig er lík- legt að veruleg sóun eigi sér stað hvað lyf snertir ef marka má þær lyfjabirgðir sem finnast á ótal heimilum. Það þarf ekki mikinn sparnað í þessum stóru málaflokk- um til þess að fjármagna alla upp- byggingu heilsugæslunnar. I>arf að breyta lögum? Sé ráðherra heilbrigðismála ekki heimilt samkvæmt lögum að samþykkja rekstrarform á heilsu- gæslustöðinni við Drápuhlíð, þá er það borgarstjórnar Reykjavíkur að óska eftir breytingu á þeim lög- um. Staðreyndin er nefnilega sú, að í mörg ár hafa ekki fengist stöðuheimildir fyrir þeim heilsu- gæslulæknum sem óskað hefur verið eftir hér í Reykjavík. Þannig má benda á að í Heilsugæslustöð Miðbæjar hefur einn læknir starf- að frá sumrinu 1983 og stöðuheim- ildir ekki fengist fyrir fleiri. í Árbæjarstöðinni eru tveir læknar og þar hefur verið óskað eftir þriðja lækninum, án árangurs. Heilsugæslustöð Seltjarnarness, sem þjónar hluta af vesturbænum, hefur ekki fengið þær viðbótarst- öður sem beðið hefur verið um. Enn má nefna lækna í Domus Me- dica og á Þórsgötu, sem allir óskuðu eftir því að gerast heilsu- gæslulæknar, en stöðuheimildir fengust ekki. Að mínu áliti getur borgarstjórn Reykjavíkur ekki þegar óeirðir urðu i Birmingham á dögunum. Því var strax slegið föstu af mörgum, að þær ættu rætur að rekja til atvinnuleysisins. Þegar þetta var borið undir for- sætisráðherrann brást hún hin versta við og ekki batnaði skap hennar á sjónvarpsskerminum þegar hún var spurð hvers vegna hún kynnti sér ekki hag atvinnu- lausra fyrst hún væri á annað borð að heimsækja Norður-England. Baðst hún eindregið undan því að þurfa að hlusta á þetta væl, mönn- um væri nær að líta á björtu hlið- arnar. Owen benti strax á það, að þarna gætu menn best séð hve litla sann- girni forsætisráðherrann væri fús að sýna. Hin hörkulega mynd, sem dregin er af Thatcher, og hin ein- strengingslega hlið, sem hún jafn- an sýnir, er lítt til samúðar fallin. Er ljóst, að margir eru farnir að þreytast á henni. Mannabreyting- ar í ríkisstjórninni duga skammt í ástandi sem þessu. Til þess að Thatcher nái sér á strik þarfnast hún verulegrar uppsveiflu í efna- hagslífinu. Þó er ekki víst, að slík sveifla breytti nokkru fyrir hana, því að óánægjan með forsætisráð- herrann er að verulegu leyti til- finningalegs eðlis — fólk er búið að fá leið á henni. Viðleitni Thatcher-stjórnarinn- ar til að draga úr valdi verkalýðs- rekenda er farin að bera árangur. ósigur Scargills í námuverkfallinu markaði þáttaskil. Stefna stjórn- arinnar að selja ríkisfyrirtæki nýtur nú slíkrar viðurkenningar, að þeir eru í vörn, sem vilja ekki selja slík fyrirtæki. Sömu sögu er að segja um framgang sjálfseign- arréttarins í húsnæðismálum. í Bretlandi eiga bæjarfélög mikinn hluta húsnæðis í borgum og bæj- um. íhaldsmenn vilja að þessar íbúðir séu seldar almenningi. Póli- tískir andstæðingar þeirrar stefnu eru í vörn. Á það er bent af mörgum, að sigur í hugmyndafræðilegu barátt- unni á miðju kjörtímabili sé betri vísbending um sigur í kosningum eftir tvö ár en niðurstöður skoð- anakannana. Nú er það því spurn- ingin hvort íhaldsmenn eða bandalagsmenn geti notað þessar sigurvænlegu hugmyndir til að vinna kosningasigur á árinu 1987 eða 1988. Þegar á heildina er litið standa íhaldsmenn betur að vígi þótt David Owen sé maður breskra stjórnmála í september 1985. Hann og David Steel verða að sýna gífur- lega forystuhæfileika og stjórn Thatchers að ganga allt í óhag til að næstu umskipti í breskum stjórnmálum frá miklum sigri Verkamannaflokksins 1922 verði eftir tvö eða þrjú ár. setið aðgerðarlaus í svo stóru máli, heldur verður að leita ann- arra leiða til þess að hafa áhrif á faglega uppbyggingu heilsugæslu í borginni. Ein leið til þess er til- raun til þess að knýja á um aukinn sveigjanleika í rekstri og til þess að láta reyna á hvort ekki finnast hagkvæmari rekstrarform á heilsugæslunni en nú er. Lokaorð Eins og pólitísku moldviðri hef- ur verið þyrlað upp mætti ætla að verið væri að leggja niður góða heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Auðvitaða er það fjarri lagi og að- eins til þess gert að slá ryki í augu fólks. Ég álít að þetta sé áhuga- verð og tímabær tilraun. Eins og áður sagði tel ég að borgarstjórn Reykjavíkur verði að knýja á um breytingar á heilbrigðisþjónustu- lögunum sé ráðherra ekki heimilt að styðja íillögu heilbrigðisráðs borgarinnar um annað rekstrar- fyrirkomulag. Reyndar hafa sveit- arstjórnamenn á höfuðborgar- svæðinu þegar óskað eftir rýmkun á rekstarformi í heilsugæslunni og var það undanfari þess að ráð- herra skipaði áður rædda nefnd til að kanna reynslu og kostnað af rekstri heilsugæslustöðva á Stór- Reykj avíkursvæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Rcykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.