Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 31 Listin veröur að ýta við mönnum Rætt við dr. Svend Sandström prófessor í samtímalistasögu í Lundi í Svíþjóð „Margir ætlast til að list sé einhvers konar göfgun eða fegrun raunveruleikans; að listin eigi að sýna tilveruna í sínu fegursta Ijósi. Ef menn líta á listaverk þessum augum fá þeir aldrei neitt út úr þeim: þeir sjá aðeins þaö sem þeir búast við. I mínum huga er lista- verk fyrst og fremst eitthvað sem fær menn til að upplifa nýja hluti, eða sjá hlutina í nýju Ijósi. Eitthvað sem kemur á óvart og örvar áhorf- andann. Og sé hægt að segja að nútímaiist einkennist af einhverju sérstaklega þá er það einmitt þessi viðleitni til að ýta við áhorfandan- um með því að koma honum á óvart. Kannski er það þess vegna sem menn standa stundum ráðvillt- ir gagnvart nútímalist og segjast ekki skilja." Dr. Svend Sandström heitir maðurinn á bak við þessi orð, listfræðingur og prófessor við háskólann í Lundi, þar sem hann kennir samtíma listasögu. Hann hefur skrifað fjölda bóka um ýmis efni innan listfræðinnar, bæði um klassíska listamenn og þá sem standa okkur nær í tíma. Sérstakan áhuga hefur hann á því sem kallað er sálarfræði list- ar, sem hann segir að sé m.a. rannsókn á því hvernig listrænni skynjun sé háttað. Sandström hefur til dæmis farið í gegnum lýsingar geimfaranna sem fyrst- ir stigu fæti á tunglið, ef það mætti verða til að bregða ljósi á hvernig menn upplifa framandi hluti. Sandström var staddur hér- lendis fyrir nokkru í boði Nor- ræna hússins, hélt hér fyrirlest- ur, en notaði annars tímann mest til að „sjá eitthvað nýtt, sem gæti komið sér af stað“, eins og hann orðaði það. „Listin er nefnilega alls staðar þar sem möguleiki er á skynjun," segir hann, „landslag er listaverk ef það orkar örvandi á áhorfand- ann og sama má segja um nánast hvað sem er. Mín skilgreining á list liggur öll í upplifuninni, ekki endilega í sjálfu viðfangi skynj- unarinnar. Þar með er ég ekki að segja að lögmál forms og lita skipti ekki máli - það gera þau - en fullkomleiki á þeim vígstöðv- um dugir ekki til ef ekkert nýtt og umhugunarvert er í upplifun- inni. Annars er þessi skoðun mín í vissri andstöðu við aðra skoðun, sem ég held að sé líka rétt, en hún er sú að í rauninni geti maður aldrei upplifað það sem maður hefur ekki upplifað áður. í strangasta skilningi upplifir maður aldrei neitt nýtt. Það sem ég á við er þetta: Þegar maður skynjar eitthvað, til dæmis mál- verk, þá sér maður það með augum fyrri reynslu sinnar, það eru ákveðnar væntingar eða fyr- irframhugmyndir, sem maður fellir nýja reynslu að. Þetta sá ég skýrt í skjölum tunglfaranna, sem ég hef kynnt mér vel, hvern- ig þeir lýstu yfirborði tunglsins þegar þeir sáu það fyrst. „Þetta Mortfunblaðiö/Júlíus Dr. Svend Sandström listfræðing- ur er eins og slétta í Arizona; eins og sólarlag á Kyrraahafseyju," og svo framvegis. Sífelld tilvísun til gamallrar reynslu. Ég held að þetta sé ekki aðeins viðleitni til að gera öðrum þessa reynslu skiljanlega, heldur sé þetta ein- hvern veginn innbyggt í skynjun allra manna. En einhvers staðar á mörkum þess sem maður þekkir og þekkir ekki liggur listin og hún hefur þann hæfileika að skapa nýja reynslu úr gamallri. Það gerir hún með því að ýta við mönnum og sýna hlutina í óvenjulegu samhengi." Þegar blaðamaður spjallaði við Sandström hafði hann nýlokið við að skoða myndir Jóhannesar Kjarval á Kjarvalsstöðum. Hvað fannst honum um meistara Kjarval? „Ég var mjög hrifinn. Maður sér hvernig hin stöðuga og ríka upplifun Kjarvals á landslaginu bókstaflega flæðir út úr myndum hans. Ég hef haft tækifæri til að ferðast svolítið um landið ykkar og mér finnst ég skilja svolítinn hluta af því sem Kjar- val er að sýna.“ í huga Sandströms er listin ekki einskorðuð við listaverk, eins og fram hefur komið, heldur býr hún fyrst og fremst í áhorf- andanum. Allt í umhverfi okkar getur veitt okkur listræna upplif- un, að hans mati. Og því telur hann mjög mikilvægt að um- hverfið sé bæði örfandi og mis- bjóði jafnframt ekki tilfinningu manna fyrir samræmi. „Umhverfið hefur óneitanlega mikil -áhrif á okkur, miklu meiri en menn almennt gera sér grein fyrir," segir hann. „Og menn mega vara sig á að fórna listrænu gildi á altari hagkvæmninnar. Listin er ekki hagnýt, síður en svo, en það er hagkvæmt fyrir manninn að listin er til, því hún gefur lífinu gildi.“ smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ■ '■ ■■■' ■■■ " ■■■ ■' . • ■ - ..........- .... •— ..........,i„„. „j Dyrasímar — Raflagnir Gesturrafvirkjam., s. 19637. Verðbréf og víxlar I umboössölu. Fyrirgreiösluskrif- stofan. fasteignasala og verö- bréfasala. Hafnarstræti 20, nýja húsiöviöLækjargötu9.S. 16223. Tökum að okkur alls konar viðgeröir. Skiptum um glugga, huröir, setjum upp sól- bekki, viögeröir á skólpi og hita- lögnum, alhliöa viögerölr á böö- um og flisalögnum. Vanlr menn. Upplýsingar í síma 72273. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Nsstu námskeið: T uskubrúöugerö 1. okt. Bótasaumur Lokt. Leöursmiöi 5. okt. Vefnaöur f. börn 5. okt. Tauþrykk S.okt. Spjaldvefnaöur 17.okt. Þjóöbúningasaumur 18.okt. Innritun fer fram aö Laufásveg! 2. Upplýsingar veittar i síma 17800. Tvískipt gleraugu í rauöu hulstri töpuöust í vestur- bænum. Uppl. í síma 12410. I.O.O.F.7S 1679258'/iSi □HELGAFELL 59859257 IV/V FJHST I.O.O.F9= 1679258'/iS. Hörgshlíö 12 Samkoma i kvöld, miövikudag kl.8. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 27.-29. sept. 1. Haustlitaferö i Þórsmörk. Á haustin er einna fegurst í Þórs- mörk. Gist i Skagfjörösskála. Miöstöövarhitun, herbergi fyrlr fjóra, einnig stærri. Hvergi betri aöstaóa fyrir feröafólk. 2. Landmannalaugar. UPPSELT. Brottför kl. 20.00 föstudag. Far- miöasala og upplýsingar á skrif- stofu Fi, Öldugötu 3. Feröafélag íslands. Explo 85 Bænastund í Hailgrímskirkju alla miövikudaga frá kl. 12.00-13.00. Allir h jartanlega velkomnir. Undirbúningsnefnd. ItlIIUI IIPHLÍIIIIIII ICELANDIC ALPINE CLUB ísklifurnámskeiö 28. - 29. september Undirstööuatriöi isklifurs tekin fyrir s.s. meöferð jöklavaös, isaxa, brodda, klifur i línu, tryggingar, björgun úrsprungu. Skráning fer fram mánudaginn 23. sept. og miðvikudaginn 25. sept. kl. 20.30 i Félagsheimilinu ísalp aö Grensásvegi 5 (2. hæö). isl. Alpakkibburinn. rí #J UTIVISTARFERÐIR Helgarferðir 27. — 29. sept. 1. Landmannalaugar-Jökulgil- -Eldgjá. Gist í húsi. Landslag i Jökulgili á fáa sína líka. Gönguferöir. Farar- stjóri: Kristján M. Baldursson. 2. Haustlitaferð i Þórsmörk. Gist í Útivistarskálanum Básum. Gönguferöir viö allra hæfi. Uppl. og farmióar á skrifstofunni Lækj- arg. 6a, símar 14606 og 23732. Einsdagsferö í Þórsmörk á sunnudaginn. Sjáumst. Feröafélagið Utivist. MítvHiihla) ú hverjum degi! radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Til sölu Af sérstökum ástæöum er matvöruverslun og söluturn á besta staö í Reykjavík til sölu. Þeir sem hafa áhuga leggi nafn sitt og símanúmer inn á augld. Mbl. merkt: „Góö kjör — 3223“ fyrir30.sept.nk. Iðnaðarhúsnæði Akranesi lönaöarhúsnæöi í nýjum iöngöröum viö Kal- mansvöll á Akranesi er til sölu. Um er aö ræöa endahús, um aö bil 250 fm aö stærð. Hentar fyrir hvers konar atvinnurekstur. Upplýsingar veittar á Lögfræðiskrifstofu Jóns Sveinssonar hdl., Kirkjubraut 11, Akranesi, símar 93-2770 og 93-2990. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu skrifstofuhúsnæöi í Múlahverfi, Hús- næöið er 25 fm og möguleiki á stækkun. Er laustnúþegar. Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir 1. október merkt: „Múlahverfi — 8162“. Nauðungaruppboð sem auglyst var í 82., 89. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Vesturvegi 8, Seyöisfiröi, þinglesinni eign Óskars Sigurpálssonar, fer fram eftir kröfu Hafsteins Sigurössonar hrl. á eigninni sjálfri þriöju- daginn 1. október 1985 kl. 15.00. Sýslumaóur Noróur-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 58., 61. og 67. tbl. Lögbirtingablaösins 1985 á eign- inni Lagarfelli 14, Fellahreppi, þinglesinni eign Jóns Sigfússonar fer fram eftir kröfu Árna Pálssonar hdl. á eigninni sjálfrl mánudaginn 30. september 1985 kl. 14.00. Sýslumaóur Noróur-Múlasýslu. Akureyringar Aöalfundur Varóar FUS á Akureyri veröur haldinn laugardaginn 28. septemberkl. 16.00 ÍKaupangl. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.