Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985
»
ffclk í
fréttum
Hver verður
„Stjarna Hollywood"?
Morgunblaðið/Friðþjófur
Allar fá þær sólarlandaferðir en ein
verður bfl ríkari.
Hollywood Models sýndu föt frá Flónni.
Nú líður óðum að úrslitum um
Stjörnu Hollywood 1985 og
Sólarstjörnu Úrvals 1985 ásamt
Fulltrúa ungu kynslóðarinnar
1985. Þann 12. september sl. voru
þátttakendur í keppninni kynntir,
í Hollywood ogeru meðfylgjandi
myndir frá því kvöldi.
Þetta er í fimmta sinn sem
Veitingahúsið Hollywood stendur
fyrir slíkri keppni. Hún fór fram
í fyrsta sinn árið 1979 undir nafn-
inu Ungfrú Hollywood og var þá
kjörin-Auður Elisabet Guðmunds-
dóttir. Árið 1980 hlaut Valgerður
Gunnarsdóttir titilinn og 1982
Gunnhildur Þórarinsdóttir.
Auk Hollywood stóðu tímaritið
Samúel og Ferðaskrifstofan Úrval
að keppninni, en 1983 dró Samúel
sig úr undirbúningi keppninnar en
Vikan tók að sér að kynna þátttak-
endur. Var þá nafni keppninnar
breytt í Stjarna Hollywood sem
varð jafnframt Fulltrúi ungu
kynslóðarinnar fyrir íslands hönd
á Miss Young International. Árið
1983 varð Jóhanna Sveinjónsdóttir
Stjarna Hollywood og núverandi
Stjarna Hollywood er Anna
Margrét Jónsdóttir.
Verðlaunin í keppninni eru ekki
af verri endanum. Sigurvegarinn
1985 faer að gjöf bifreið af gerðinni
Daihatsu Turbo, auk þess fá allar
stúlkurnar ferð til Ibiza með
Ferðaskrifstofunni Úrval
Þátttakendur í keppninni í ár
eru átta stúlkur, þa*r Sigurdís
Reynisdóttir, Ragna Saemunds-
Rækjan hefur tilheyrt leik og
starfí Guðbjargar Lindar frá bernsku
ísafírði, 18. septcmber.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
myndlistarmaður kom heim
frá myndlistarnámi í vor og var
þá m.a. með sýningu í Slunkaríki.
Guðbjörg er mjög tengd rækju-
veiðum og vinnslu, þar sem hún
er dótturdóttir Símonar Olsens,
sem var upphafsmaðurinn að
rækjuverksmiðju O.N. Olsen hf.
og fjölskyldan vinnur að stórum
hluta við þá verksmiðju enn í dag,
og þar átti Guðbjörg Lind mörg
sporin í æsku bæði í leik og starfi.
Fyrir nokkrum árum, þegar
aðalinngangur rækjuverksmiðj-
unnar var flísalagður, var skilin
eftir reitur á vegg til skreytingar
seinna meir. Guðbjörg Lind hafði
lengi haft þá hugmynd að þarna
ætti að koma mynd af rækju.
í sumar gerði hún svo skissu að
glermynd með rækju sem uppi-
stöðu, og lagði fyrir forráðamenn
fyrirtækisins.
Ákveðið var að kaupa af henni
fullunnið verk og hóf hún þegar
vinnsluna.
Árangurinn er aldeilis
stórglæsilegur, þótt þetta sé í
fyrsta skipti sem listamaðurinn
vinnur með gler og lóðningar.
í morgun var svo myndinni
komið fyrir í Rækjuverksmiðju
O.N. Olsen starfsmönnum og eig-
endum til mikillar gleði.
Rækjan er öll úr spegli lögð blý-
listum, en grunnurinn er skorið
og litað gler.
Rækjan hefur lengi verið burð-
arás í atvinnulífi ísfirðinga og er
þetta myndverk glæsilegt tákn
þessarar dyntóttu skepnu.
Úlfar.
Morg»
hja
rækjunnar
O.N. Olsen
luno'...
dóttir, Sólveig Grétarsdóttir, Lína
Rut Karlsdóttir, Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, Agnes Erlingsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir og
Kristín B. Gunnarsdóttir.
Morgunblaftið/Clfar Ágústsaon
Rækjan er skorin úr spegli og fest með blýlistum á grunninn, sem er litað og skorið gler. Listamaðurinn, sem
haldið hefur um pensilinn til þessa, vann þetta fyrsta blýlaga glerverk sitt án tilsagnar á verksmiðjugólfinu hjá
O.N. Olsen hf.