Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 ■ J % M F ■mmk AP/Símamynd Hvfldarstund í rústum Mexíkóborgar Björgunarmaður gælir vid leitarhund þar sem þeir hafa gert hlé á störfum sínum við að leita að lifandi fólki í hrundum húsum í Mexíkó- borg. Bandaríkin verða að koma til hjálpar — sagði Mubarak á fundi með Bandaríkjaforseta Wmshington, 23. september. AP. FORNETI Egyptalands, Hosini Mu- barak, lagði á það mikla áherslu á fundi með Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta á mánudag að „tíminn væri naumur" og Bandaríkin yrðu að koma til hjálpar við að binda enda á deilur í Miðausturlöndum og koma friðarviðræðum á skrið. Ráðuneyti Reagans forseta hef- ur hafnað nokkrum fulltrúum Pal- estínuaraba í væntanlegum samn- ingaviðræðunum þar sem þeir séu of tengdir Frelsissamtökum Pal- estínuaraba (PLO). Að sögn hátt- Bretland: Atvinnuhorfur dekkri en á tímum kreppunnar miklu London, 24. september. AP. ATVINNUHORFUR á Bretlandi eru dekkri nú, en þær voru á tímum Kreppunnar miklu samkvæmt niðurstöðum nefndar, sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Bretlandi eiga aðild að. Segir þar að atvinnuleysi í Bretlandi hafi stöðugt aukist frá því að ríkisstjórn íhaldsflokksins undir stjórn Margaret Thatcher kom til valda fyrir sex árum. Atvinnuleysið nú var 13,4% af heildarvinnuaflinu í síðasta mánuði „og án breytinga á stjórnarstefnunni er engin breyting í sjónmáli," segir meðal annars í áliti nefndarinnar. 1 áliti nefndarinnar segir enn- fremur að þó fátækt og skortur hafi verið meiri á kreppuárunum, þá sé tilfinningin um það að vera ofaukið GENGI GJALDMIÐLA London, 24. sepComber. AP. sú sama. 40% hinna atvinnulausu hafa verið án starfs í meira en eitt ár, sem er tvöfalt hærri tala en var á tímum Kreppunnar miklu. Að mati danefndarinnar er ástandið í Bret- landi verra en í öðrum vestrænum ríkjum, þar eð atvinnuleysið þar er 11% meðal þeirra sem eru á aldrin- um 25 til 54 ára, þegar það er 6% eða minna annars staðar. í nefndinni eiga meðal annarra sæti þrír fyrrverandi forsætisráð- herrar Bretlands, þeir James Callag- han, Edward Heath og Harold Wil- son. Nefndin var sett á laggirnar í maí og berst fyrir auknum ríkisút- gjöldum til að skapa ný störf og lækkuðum sköttum á atvinnurekend- setts manns í ráðuneytinu hefur Mubarak tjáð Reagan að PLO hafi þegar fullnægt skilyrðum Banda- ríkjanna fyrir viðræðum, með við- urkenningu á tilverurétti ísraels og tilmælum Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega lausn á deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Talsmaður ráðuneytisins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði hins vegar að PLO yrði að gera betur. „Við höfum aldrei fengið þessar viðurkenningar staðfestar frá stjórnendum PLO,“ sagði hann. Hann sagði að skilyrð- in fyrir samningum við PLO hefðu verið skýr síðan 1975, „PLO verður að mæta okkur á miðri leið.“ Fundur Reagans og Mubaraks stóð í klukkustund. Fundurinn var undirbúningur fyrir framhalds- fund Reagans með Hussein Jórd- aníukonungi, sem hefur unnið að friðaráætlun með Yasser Arafat. Tillaga þeirra felur í sér nokkrar ráðstefnur milli Bandaríkjanna og fulltrúa Palestínuaraba í Jórd- aníu, áður en friðarviðræður geti byrjað við ísrael. Hussein og Ara- fat vilja einnig að samningavið- ræður fari fram á alþjóðlegri ráð- stefnu með þátttöku Sovétríkj- anna. Þó ráðuneyti Reagans hafi sam- þykkt að eiga fund með Palestínu- aröbum, hefur George Shultz hafnað nokkrum fulltrúum þeirra á lista sem Hussein og Arafat hafa lagt fram vegna náinna 40. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna: tengsla þessara fulltrúa við PLO. Meginástæðan fyrir fundi Mubar- aks með Bandaríkjaforseta var að undirstrika nauðsyn þess að halda undirbúningi friðarviðræðna áfram, að sögn egypsks embætt- ismanns sem ekki vildi láta nafns síns getið. Kínverjar samþykkja kjarnorku- eftirlit Vín, 24. september. AP. KÍNVERJAR lýstu yfir í dag að þeir myndu sigla í kjölfar annarra þjóða sem búa yfir kjarnorkuvopnum og leyfa utanaðkomandi aðiljum að hafa eftirlit með kjarnorkuverum sem ekki eru hernaðarlegs eðlis. Fulltrúi Kínverja á ráðstefnu, sem nú er haldin í Vín á vegum Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, tilkynnti þessa ákvörðun Kínverja. Yfirlýsingin kom flestum á óvart, þar sem fáir bjuggust við að Kín- verjar myndu samþykkja að kjarn- orkustofnunin hefði eftirlit með kjarnorkuverum sínum. Suður-Ameríkuríki krefjast endurskoðunar á peningakerfi heimsins AllNherjarþin^ Sameinuðu þjódanna, 23. september. AP. ALAN GARCIA forseti Perú og Jose Sarney forseti Brazilíu hvöttu til endurskoðunar á peningakerfi heimsins á upphafsfundi fertugasta Allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna á mánudag. Fulltrúi þriðja Suður-Ameríkuríkis- ins, utanríkisráðherra ('ólombíu, Augusto Ramirez-Ocampo, benti á að Suður-Ameríkuríki yrðu að greiða 800 milljarða dollara í skuldir á næstu 15 árum og sagði að það kæmi í veg fyrir framþróun meðal hinna 380 milljón íbúa þessa heimshluta. GENGI Bandaríkjadollara var fremur stöðugt í dag, eftir mesta gengisfall gjaldmiðilsins í 12 ár. Verð á gulli hækkaði. í Tókýó kostaði dollarinn 230,10 jen (242,00). í London kostaði sterlings- pundið 1,4285 dollara síðdegis ídag (1,4300). Gengi annarra helstu gjaldmiðla var annars þannig að fyrir dollarann fengust: 2,7185 vestur-þýsk mörk (2,7085), 2,2335 svissneskir frankar (2,2255), 8,2800 franskir frankar (8,2700), 3,0590 hollensk gyllini (3,0635), 1.835,00 ítalskar lírur (1.836,00) og 1,3618 kanadískir dollarar (1,3625). Gracia, sem hótaði að Perú gengi úr Alþjóðlega gjaldeyris- sjóðnum, ef hann breytti ekki starfsháttum sínum, sagði: „Hinar erlendu skuldir verða aldrei greiddar upp af neinu ríkjanna í Suður-Ameríku því að álagið sem af greiðslum sem þessum hlýst setur lýðræði þjóðanna í hættu og stuðlar að ofbeldi. Við stöndum frammi fyrir afdrifaríkri ákvörð- un: Annaðhvort eru það skuldirn- ar eða lýðræðið, og við verðum að velja það sem við teljum þýð- ingarmeira." Venezuela mun verja meira en 40 prósentum af útflutningstekj- um sinum í greiðslur erlendra skulda árin 1985 og 1986, sam- kvæmt skýrslu rannsóknarnefnd- ar sem gefin var út á sunnudag. Svíþjóð: Blaðamenn fengu 7,7 % kauphækkun Stokkhólmi, 24. september. AP. I G/ER aflýsti sænska blaöamannafé- lagið, SJF, verkfalli á 11 dagblöðum eftir að hafa samþykkt sáttatillögu, er kvað á um launahækkun og fieiri at- riði. Samkomulag í deilunni tókst tæpum hálftíma áður en boðað verk- fall átti að koma til framkvæmda, en það átti að hafa í för með sér yfirvinnubann fyrir alla félaga SJF. Samkvæmt samkomulaginu hækka laun sænskra blaðamanna um 7,7% og gildir hækkunin frá og meðl.ágúst. Einnig náðist samkomulag varð- andi tæknimál og rétt SJF til að semja fyrir blaðamenn við útvarp og sjónvarp. Fundur útvarpsstjóra á Norðurlöndum: Skoðanaeftirlit á ríkis fjölmiðlunum Þeir, sem draga taum hvítra Suður-Afríkumanna, fá ekki að koma fram Óaló. 24. wfrtemer. NTB. RÍKISFJÖLMIÐLAR á Norður löndum ætla ekki að hafa í sinni þjónustu fólk, sem er á einhvern hátt hliðhollt aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku eða er andvígt því að einangra landið menningarlega. Ekki verður heldur notað neitt efni, sem er í þessa áttina. Segir svo í samþykkt, sem norrænir út- varpsstjórar gerðu á fundi í Stokkhólmi. Á fundinum var rætt um hvernig ríkisfjölmiðlar á Norð- urlöndum, útvarp og sjónvarp, gætu haft samstarf um að ein- angra hvíta menn í Suður- Afríku í menningarlegum efnum eins og hvatt hefur verið til í ýmsum ályktunum allsherjar- þings SÞ. I reynd hafa aðgerð- irnar takmarkast við „svarta listann* svokallaða en á honum eru nöfn þeirra manna, lista- manna og annarra, sem hafa komið fram í Suður-Afríku. Raunar voru útvarpsstjórarnir á því, að ekki væri allt á hreinu með þennan lista og var Svíum falið að upplýsa það mál. Kristian Ögrim, dagskrár- stjóri norska ríkisútvarpsins, segir, að samþykktin eigi fyrst og fremst við um sjónvarpið, en ekki t.d. um lagaflutning ein- stakra söngvara í útvarpi. ERLENT Veður víða um heim Lægtt H»*t Akureyri 6 léttakýjaó Anwtsrdam 11 19 akýjað Aþena 17 31 haiðakírt Barcakina 26 miatur Bartín 6 17 akýiaó BrUaaal 7 19 akýjaó Chicago 14 25 aký|að Dublin 12 1« akýjað Fanayiar 27 haiðakirt Franklurt 11 24 aký|að Genl 10 27 heiðakirt Halatnki 3 11 haíðakirt Hong Kong 24 28 heiðakfrt Jarúaalam 16 33 haiðakirt Kaupmannah. 10 18 akýjað Laa Palmaa vantar Liaaabon 17 26 akýjað London 13 21 akýjaö Loa Angataa 19 31 haiðakirt Lúaamborg 19 hólfakjað Malaga 24 léttakýjað Mallorca 26 akýjað Miami 26 30 haiðakirt Montreal 14 25 rignmg Moakva 3 10 akýjað Naar York 19 21 haiðakirt Oató 1 13 haiðakfrt Paría 14 24 haiðakhi Peking 8 20 heiöakirt Reykiavík • aký|að Ríó da Janeiro 14 29 akýjað Rúmaborg 15 33 heiðakírt Stokkhólmur 4 12 heiðakirt Sydnay 12 20 heiöakírt Túkýó 15 17 rigning Vínarborg 17 27 haiðakfrt Mrahötn 7 atakýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.