Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 39 * Sló í gegn í „Love Story“ en hefur átt erfitt síðan Bandaríska leikkonan Ali MacGraw er frjálsleg og frísk í útliti en þó hefur líf hennar ekki eingöngu verið dans á rósum. í dag er leikkonan 46 ára gömul. Hún byrjaði sem ljósmyndafyrir- sæta, en flestir muna fyrst eftir henni í þeirri frægu kvikmynd „Love Story" þar sem hún lék krabbameinssjúkling sem barðist fyrir hamingjusömu lífi sínu þar til yfir lauk. Síðan þá hafa fæstar mynda hennar notið mikilla vin- sælda og einkalíf hennar hefur verið heldur róstusamt. Ali á ein tvö hjónabönd að baki, auk þess sem hún var í nánu sambandi með tónlistarmanni nokkrum frá Texas, sem var nokk- uð yngri en hún, Mickey Raphael. Nú býr hún hinsvegar ein með syni sínum, Joshua 14 ára, sem hún Ali býr nú ein með syni sínum, Joshua 14 ára. Fyrir nokkrum árum var náið samband milli þeirra Ali og Mickey Raphael, tón- listarmanns frá Texas, sem jafnframt er miklu yngri en Ali. átti með fyrri manni sínum Bob Evans, sem jafnframt var fram- leiðandi kvikmyndarinnar „Love Story". Eftir að hafa slegið í gegn sem Jenny í myndinni, gat hún nánast valið úr hlutverkum. Hún hinsvegar kaus að vera í móður- hlutverkinu og gæta búsins. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hún þáði hlutverk í mynd- inni „Gateway". Mótleikari hennar þar var Steve McQueen og varð hann síðar annar eiginmaður Ali. Þau keyptu sér fallegt hús á Malibu-strönd í Kali- forníu og bjuggu þar með Joshua COSPER Ali MacGraw giftist Steve MacQueen og gaf upp framabrautina fyrir hann, en hjónabandið endaði með skilnaði. og Chad, syni Steve. I fimm ár gerði Ali hlé á kvikmyndaleik sínum. „Mér fannst sjálfsagt að taka fjölskylduna fram yfir frama- braut mína,“ sagði Ali. Hún gafst þó upp á einhæfu lífi sínu og flutti burtu frá Hollywood. Hjónabandi þeirra Steve lauk árið 1977. Ali segist helst vilja gleyma þeim tíma úr lífi sínu sem leið eftir skilnaðinn. Hún hafði lítil auraráð en þó tókst henni að festa kaup á litlu húsi, sem hún síðar innréttaði algjörlega eftir eigin höfði. Hún lék í þremur kvikmynd- um stuttu eftir skilnaðinn sem allar nutu lítilla vinsælda en nú í seinni tíð hefur hún snúið sér nokkuð að leik í sjónvarpsþáttum, sem hafa gefið góða raun. Ljósrún Ljósritunarstofa viö Garðatorg 3, Garöabæ, Ijósritum skipulags- og verkteikningar ásamt almennri Ijósritun. Sími 651722. Til sölu eða leigu er iðnaðar- og geymsluhúsnæði í Ártúnshöfða- hverfi. Hér er um að ræða hæð og kjallara. l. hæð: Stærð 1. hæðar er 240 fm en lofthæö 6—7 m miðað við neöri hluta bita. Gólf eru vélslíp- uð, en veggir pússaöir. Allt húsnæðiö málaö að innan. í vesturenda er innréttað eldhús með vand- aðri innréttingu, skrifstofa og snyrting. Þá er hluta vesturenda skipt á tvær hæðir og fæst þannig um 30 fm rými á 2. hæð. Þessi hluti, sem er teppa- lagður og málaður, hentar vel fyrir skrifstofur. Kjallarí: Kjallarinn er um 240 fm og lofthæð 2,2 m. Gólf er slípað, veggir pússaðir en loft ópúss- að. Allur er kjallarinn málaður. Niðurföll eru í kjallara. „Lestarop“ um 6 fm er á milli hæða og „hlaupaköttur“ til hífinga og tilfærslu. Framan viö húsið er um 400 fm port afgirt 2 m hárri giröingu úr furuborðum. Hvílir girðingin á steyptum sökkli. Portiö er malbikað og með hita- lögn. Húsið er fullbúið að utan. Húsnæðið getur verið laust til notkunar meö mjög stuttum fyrirvara. Tilboð merkt „Höfði“ sendist afgreiðslu blaðs- ins. getrmuía- VINNINGAR! 5. leikvika — leikir 21. sept. 1985 Vinningsröö: 112 — 2 1 X— 1 1 X — 12 2 1. vinningur 12 réttir kr. 75.810,' 7720(2/11H 46370(4/11) 52009(4/11) 101536(6/11) 44120(4/11) 51805(4/11>f 87809(6/11>+ 2. vinningur: 11 róttir 1.516,- 2762 5895 5900 6223 6722 689 1+ 6959 7358 7359 7700+ 7710+ 7712+ 7716+ 7719+ 7800+ 7880+ 7884 7934+ 9225 10150 10219 10989 12443 12764 12985+ 13300 13301 14821 35144 36589 47748 37819 37994 39117 41637+ 43762 44278 45463 45490 45498 46529+ 46602+ 47573 47863+ 48129 49132 49469 49481 50046 87810+ 101525 7372* 50189 87811+ 101547 8724* 50497 88250 101745 36428*+ 51318 89724+ 101835 38188*+ 51804+ 89731+ 101840 40100*+ 52020 90637+ 102210 40715* 52069 91154+ 102651 40783* 52776+ 91316 102747 86637* 53486+ 91469 103253+ 91779*+ 85024 91470 103255+ 85517 91472 103789+ 101995* 86331 91792 103790+ 102544*+ 86586 100183 104203+ 102890* 87713+ 100432 104438+ 87801+ 100708 104487+ 87805+ 101313 166829 íslenskar Getraunir, íþróttamidstödinni v/Sigtún, Reykjavík Kærufrestur er til 14. okt. 1985 kl. 12 á hódegi. Kæruf skulu vera skriflegar KærueyöuWOð fásf h|á umboösrriönnum og á skntstofunm í Reykfavik Vinningsupphæðlr geta laBkkað, ef kærur verða teknar til greina Handhatar natnlausra seðla ( + ) verða að tramvísa stotni eða senda stofninn og tullar upplýsingar um nafn og heimilistang til Islenskra Getrauna tyrir lok kærutrests

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.