Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 37 Um launamál hjúkrunarfræðinga: Villaá villigötum Blönduós: Endurræktun tún- anna brýnt verkefni — eftir Huldu Guðbjörnsdóttur í langa tíma hefur svokallaður sveigjanlegur vinnutími verið eitt af mörgum málum jafnréttisbar- áttunnar hér á landi, fyrir karla sem konur. En með sveigjanlegum vinnutíma er átt við að manneskju sé gert mögulegt að vinna hluta úr starfi með öllum þeim réttindum og skyldum sem starfinu fylgja í hlutfalli við vinnuframlag. Vart þarf að taka fram mikil- vægi þess að þessi möguleiki sé til staðar t.d. fyrir foreldra með ung börn á framfæri, þar sem dag- heimilis- og skóladagsheimilismál eru svo fjarri því, víðast hvar, að vera í höfn. Nú er málum svo komið að ein helsta „kvennastétt" landsins, þe.a. hjúkrunarfræðingar, hafa sett á oddinn að nú skuli helst all- ir hjúkrunarfræðingar vinna 100% vinnu og hljóta verðlaun fyrir það eitt að vera í fullu starfi eins og það er nefnt. Það er því full ástæða að gera að umræðuefni þessi nýju launamál hjúkrunarfræðinga, sem nú þegar hafa komið til framkvæmda á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Sér í lagi ef á að innleiða þessa þvingun af opinberum aðil- um, greiðslumáta sem kalla mætti „Allt eða ekkert". f reynd er verið að brjóta alda- gamalt mat á vinnuframlagi, en alkunna er að vinna, magn hennar og gæði, hefur hingað til verið grundvöllur launa, en Akureyr- argreiðsluformið launar í raun fyrst og fremst viðveru. Sjálf hjúkrunarfræðin, fagið, virðist hér aukatriði. Því er að vísu haldið fram að gæði vinnunnar sé tengd viðveru, en það er augljóst öllum sem til þekkja að t.d. hjúkrunar- fræðingur sem heldur heimili og á börn getur ekki þegar til lengdar lætur mætt í 100% vinnu, sem þar að auki er vaktavinna, svo óhóf- legt álag er það einni mannveru, þó að margir neyðist til að láta sér það lynda eins og launum opin- berra starfsmanna er háttað í dag. Þrátt fyrir lág laun er engan veginn réttlætanlegt að stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri leggi mest upp úr því að fylla vinnuskýrslur. Er þetta ekki lýs- andi dæmi um steinrunnið kerfi? Svar við þeirri spurningu er í rauninni það eins og lengi hefur verið haldið fram, að rekstur sjúkrahúsa sé á margan hátt forn- aldarlegur. Viðvera starfsmanns sam- kvæmt úreltri vinnutilhögun og há greiðsla fyrir að vera á vinnu- stað 100% er ekki annað en það viðhalda skipulagi sem alls ekki þarf að þjóha sjúklingi. Það er sannarlega tími til kominn að meta raunhæft störf vaktavinnu- fólks, sem eru um svo margt ólík reglubundnum störfum, en ekki á þennan hátt. Nær væri að stytta vinnuskyiduna og umfram allt að gera öllum jafnt undir höfði, svo að hver og einn geti valið sér sitt eigið lífsmunstur. Forsætisráðherra vor vifl upp- skurð á hinu svokallaða heilbrigð- iskerfi, sem hann álitur greinilega óheilbrigt. Það sem að framan er sagt styður mál Steingríms Her- mannssonar, enda kaldhæðni ör- laganna að geta fullyrt í dag að útþensla heilbrigðismála hefur skapað sífellt meira öngþveiti í skipulagi þeirra. Sú stefna, sem tekin hefur verið upp á Akureyri um launagreiðslur hjúkrunarfræðinga, er því enn eitt dæmi um að stjórnunarlega eru öll þessi mál úr böndunum hvort heldur sem litið er til vinnuveit- enda eða launþega. Nú er mál að hlutavinnufólk svari fyrir sig. Getur nokkur varið þá vinnutilhögun t.d. að hjúkrun- arfræðingi í 50% starfi sé gert skylt að vinna aðra hverja helgi til jafns á við manneskju í 100% starfi, þ.e.a.s. sá í 50% starfi vinn- Hulda Guðbjörnsdóttir. „I»að er ömurlegt til þess að hugsa að bar- átta okkar kvenna fyrir hlutdeild á vinnumark- aði sé gerð að engu.“ ur helmingi fleiri helgar en sá í 100% starfi? Auk þess má benda á að hjúkrunarfræðingum er skipt á vaktir á stórhátíðum án tillits til vinnuframlags. Jafnframt fá hjúkrunarfræðingar í 100% starfi vetrarleyfi, öðru fólki er víðast hvar greitt í peningum, en valið er ekki til staðar. Hér eru því enn og aftur brotnar reglur, sem hefðir og lög gera ráð fyrir, eða að hver og einn fái greitt fyrir vinnu sam- kvæmt skuldbindingum og vilja. Það er ömurlegt til þess að hugsa að barátta okkar kvenna fyrir hlutdeild á vinnumarkaði sé gerð að engu. Hefðbundnum lögm- álum kastað fyrir róða til þess að úreltu skipulagi sé fullnægt. Verst er þó að við konur og fulltrúar okkar skulum vegna gylliboða ger- ast glámskyggnar í hagsmunam- áli, sem hefur verið talið okkar hjartans mál, þ.e.a.s. sveigjanleg- ur vinnutími og þar með auknir möguleikar okkar allra á vinnu- markaðinum. Selfossi, 19. september 1985. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Suðurlands. Blönduósi, 19. septemb<T. ÞAÐ færist svolítið í vöxt að bændur endurvinni tún sín til þess að fá arðgæfari grös í ræktunina. Það hefur svolítið vafist fvrir mönnuni hvaða aðferðum eigi að beita svo bestum árangri verði náð. Það hallast þó flestir að því að plæging sé sú aðferð sem jafn- bestan árangur gefi við endurrækt- unina. Mönnum hefur gengið misjafnlega að plægja. Bæði er að vanda þarf stillingu plógsins og að sumar þær plóggerðir sem fest eru kaup á henta ekki til endurvinnslunnar. Æði mörgum gengur erfiðlega að hefja plæg- inguna og loka þannig plóg- strengjum að engin misfella sjá- ist. Þetta er ofur eðlilegt því þær forskriftir um lokun plóg- strengja sem tiltækar eru, eru ekki nema á færi færustu plæg- ingarmanna að fara eftir. Til er aðferð sem Norðmenn nota með góðum árangri og er svo einföld að allir geta notað. Þegar plógur hefur verið stilltur er fyrsta ferðin plægð í hálfri dýpt. í ferðinni til baka er plægt í fullri dýpt og eru hægri hjól dráttar- vélar höfð í plógfarinu og plóg- strengir hafðir milli hjóla. í þriðju ferð eru hægri hjól drátt- arvélar höfð upp á plógstrengn- um sem fjær er plógfarinu, þar með er plógstrengjum lokað þannig að varla sést misfella. Þessari plægingaraðferð var beitt í Sauðanesi í Torfalækjar- hreppi á dögunum með góðum árangri. Notaður var 16 tommu þriggja skera plógur og var plægingardýpt aldrei meiri en 20 sm, með því móti veltust plóg- strengirnir vel við. Það að fá plógstrengina til að velta nógu vel hefur reynst mörgum erfitt og er þar bæði um að kenna vanstillingu á plógi og plóggerð. J.S. Morgunblaðiö/Jón Sigurðsson Ræktunarmenning í heidri höfd. Unnið að plægingu í Sauðanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.