Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 vildí ckki ab þii Kysst'ir Kona.." Aster... að bjóða góða nótt. TM Rea. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved ®1M5 Los Angeles Times Syndicate Kosturinn við þennan bfl er augljós. Þú ekur rólega að vild. Það flautar enginn á þig! HÖGNI HREKKVlSI //VAf? penA EKXI GAAAAN f>-/ EN SETJU/VIST NL) N/£XIR 06 G/EPOM ÖYGCUR 'A PINNA/V14TNUAA." Verslunarmannahelgin fœr margan manninn til að fara út f náttúruna. Misjafnlega er að vísu fjallað um þær útiskemmtanir sem haldnar eru í fjölmiðlum. Verslunar man nahelgi í Kirkjulækarkoti Sigfús B. Valdimarsson skrifar: Um sl. verslunarmannahelgi var víða komið saman til mannfagn- aðar og voru birtar fréttir af því víðs vegar að. Flestar voru á þá leið að þar hefði verið mikil vín- drykkja, sem hafði í för með sér hinar alvarlegustu afleiðingar og vansæiu. Ég minnist ekki að hafa heyrt eða séð neins staðar getið um hið fjölmenna mót sem þá var haldið á vegum hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Þetta var auðvitað kristilegt mót og fólk á öllum aldri undi sér hið besta og gladdist í samfélaginu við Drottin eins og kristnu fólki ber að gera. Það er Jesús einn sem gefur hinn sanna frið og gleði. „Minn frið gef ég yður: Ekki gef ég eins og heimurinn gefur," Jóh. 14:27. „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin, ég segi aftur: Verið glaðir," Fil. 4:4. Þarna var því ekki þörf fyrir neina lög- gæslu því allt fór fram í sátt og samlyndi, enda var Bakkus og aðr- ir vímugjafar hverju nafni sem þeir nefnast algerlega útilokaðir. Þeir sem hafa smakkað á því hvað Jesús gefur mikið láta sér ekki nægja lengur þá fölsku gleði, sem þeir veita um stundarsakir. Þarna voru þó 3 fílefldir lög- reglumenn og 1 lögreglukona en þau voru öll í sumarfríi en nutu nú samverunnar með öðrum í bæn og lofgjörð til frelsarans ásamt upp- byggingu og fræðslu í heilagri ritningu, voru margir sem þjón- uðu í orðinu og veittu slíka Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. fræðslu. Jesús sagði: „Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín ... Hver sem elskar mig mun varðveita mitt orð,“ Jóh. 14:15—23. Orð Jesú standa stöðug, þau haggast ekki hvort heldur er um að ræða frelsi mannssálarinn- ar. „Enginn getur séð guðsríki nema hann endurfæðist ... Undr- ast þú ekki að ég sagði þér: Yður ber að endurfæðast," Jóh. 3:3—8 eða þann veg sem þeim ber að ganga, sem frelsast fyrir trúna á Jesú, að taka niðurdýfingarskírn að fordæmi hans, „því að þannig ber okkur að fullnægja öllu rétt- læti,“ Matt. 3:15. Eða fyrirheitið „En þér skuluð skírðir verða með Heilögum anda“ Post. 1:5. „Og þér munuð öðlast gjöf heilags anda, því að yður er ætlað fyrirheitið og börnum yðar, og öllum þeim sem sem í fjarlægð eru öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín,“ Post. 2:39. Það var markmið mótsgesta að þrengja sér nær Jesú og öðlast meira af honum. Stöðugt meira af Jesú, stöðugt meira líf. Stærst er löngun hjartans, uns ég til þfn svif. Eins og hindin vatnslind, þráir sál min þig. Þínum lífsins veigum fylltu, Drottinn mig. Daviðssálmur 42:2 og Hörpustrengir 359. Þetta kom berlega fram á þessu móti og biblíuvikunni sem haldin var á eftir. Náðargjafir Drottins streymdu til fólksins því til upp- byggingar og helgunar. Sálir frels- uðust, „urðu ný sköpun í Kristi, hið gamla varð að engu, sjá það er orðið nýtt,“ 2. Kor. 5:17. Aðrir skírðust í heilögum anda og töluðu öðrum tungum eins og andinn gaf þeim að mæla,“ Post. 2:4. Beðið var fyrir sjúkum í Jesú nafni og hann svaraði og opinberaði dýrð sína og mátt. Jak. 5:13—16. Það var yndislegt í alla staði að vera þarna. Það er ekki að furða þó að- sókn að þessum mótum aukist ár frá ári. í Kirkjulækjarkoti er mjög snotur kirkja sem söfnuðurinn þar á og svo er það Skálinn, sem er þjónustumiðstöð hvítasunnu- hreyfingarinnar. Það er mikið framtak og manni verður ljóst að þar hefir Guð verið í verki, því „ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis". Þarna eru salarkynni fyrir fundi og samkomur. Stór matsalur og eldhús. Á mótum er hægt að fá keypt létt fæði og allir hafa að- gang að matsalnum þó þeir fæði sig sjálfir. Svefnpláss er fyrir um 100 manns. Úti eru tjald- og hjólhýsastæði og leiksvæði fyrir börn. Á stórmótum sem þessu er ég hefi lýst er einnig notað mjög stórt samkomutjald. Ég þakka þeim sem stóðu að þessu móti og öllum þátttakendum sameiginlega fyrir ógleymanlegar samveru- stundir. Að síðustu þetta: „Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lof- söngvum og andlegum Ijóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar. Og hvað sem þér gjörið í orði eða verki, þá gjörið allt í nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði föð- ur fyrir hann,“ Kól. 3:16—17. Þessir hringdu . . Þórarinssonar fyrir skrif hans um myndbönd Lesandi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Ég ætla í fyrsta lagi að þakka Árna Þórarinssyni fyrir svar hans um myndbönd sem birtist í Velvakanda um daginn. Ég hefi leitað að þessum spól- um sem hann hefur fjallað um en ekki fundið hvar þær eru fá- anlegar, enda segir Arni í svari sínu að hann fái allar spólurnar af einni leigu sem hann af skilj- anlegum ástæðum vill ekki segja hver er. Það væri hins vegar hvatning til myndbandaleiga að auglýsa að þær hafi þær spólur sem hann hefur mælt með og því væri hægt að ganga að þeim vísum á þeim leigum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.