Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 Sprenging í Vínarborg Vfn. Aimturrilii. 24. arotpmhrr. AP. ^ ■' * Vfn, Austurríki, 24. september. AP. SPRENGJA sprakk í morgun í ung- verskum banka í Vínarborg og rigndi glerbrotunum yfír nálæga vegfarend- ur. Slösuðust tíu þar af einn alvar- lega. Ungverski bankinn, þar sem sprengjan sprakk, er í Kártner- stræti, sem er göngugata og helsta verslunargata í Vín. í bankanum sjálfum slasaðist enginn, aðeins vegfarendur, sem áttu leið fram- hjá og urðu fyrir glerbrotum. Einn maður slasaðist alvarlega, missti höndina þegar stór glerrúða lenti á honum, en læknar hafa nú saum- að hana á aftur og gefa manninum góðar vonir um að halda henni. Kanada: Sjávarútvegsráð- herra segir af sér Fregnir frá Póllandi herma að ungmenn} þar mótmæli því nú, að þurfa að sverja sovéska hernum hollustueið, er þau hefja herþjónustu í pólska hernum. Á myndinni má sjá Lech Walesa, leiðtoga Einingar, hinna bönnuðu frjálsu verkalýðssamtaka Póllands, þar sem hann er á mótmælafundi. Pólland: OtUwa, Kanada, 24. september. AP. Sjavarutvegsráðherra Kanada hefur sagt af sér embætti, vegna blaðafregna þess efnis að hann hafí leyft sölu á niðursoðnum túnfiski, þrátt fyrir álit sérfræðinga þess efnis að afurðirnar væru óhæfar til mann- eldis. John Frazer, sjávarútvegsráð- herra vildi ekkert láta hafa eftir sér um afsögnina við fréttamenn, en sagðist vonast til að geta haldið áfram að gegna skyldustörfum sínum á Kanadíska þinginu, en þar er hann fulltrúi fyrir Vancouver fylki. Það var skýrt frá því í blaða- fregnum síðasta fimmtudag að Frazer hefði leyft sölu á nær einni milljón dósa af túnfiski, sem sér- fræðingar höfðu dæmt óhæfar. Ríkisstjórn Kanada hefur ákveðið að túnfiskurinn verði innkallaður af almennum markaði. Ungmenni neita að sverja sovéska hernum hollustu John Fraser, sjávarútvegsráðherra sambandsstjórnar Kanada. Fornminjarnar stóðust skjálftann ^ Varnjá, 24. september. AP. ÁITA ungir Pólverjar hafa skilað inn til varnarmálaráðuneytisins her- skráningarskírteinum sínum, til að mótmæla fangelsun stúdents, sem neitaði að sverja sovéska hernum hollustu sína. Krefjast þeir þess að viðkomandi stúdent verði látinn laus, en hann var dæmdur til 214 árs fangavistar í desember síðastliðnum. Stúdentinn sem situr í fangelsi var leiðtogi í hinum bönnuðu samtökum sjálfstæðra stúdenta. Hann neitaði að sverja þann hluta eiðsins, þar sem segir: „ . . .að pólski herinn standi vörð um frið- inn í bræðralagi við sovéska her- Stúdentarnir sem hafa mótmælt eru frá Varsjá á aldrinum 22 ára til þrítugs. Meðal þeirra er Maciej Kuron, sonur Jacek Kuron, sem er einn helsti hugmyndafræðingur Einingar, hinna bönnuðu verka- lýðssamtaka Póllands. Að sögn áttmenninganna eru samskonar mótmæli í borgunum Krakow, Wroclaw og Gdansk í undirbún- ingi, en ekki var vitað hve margir myndu taka þátt í þeim. í bréfum sínum til varnarmála- ráðuneytisins segja áttmenning- arnir að þeir séu tilbúnir til að verja Pólland, en þeir séu ekki tilbúnir til að „taka þátt í lygi og vera samábyrgir fyrir böli, sem sé í andstöðu við samvisku ungs fólks". Þeir fara fram á það við stjórnvöld að þau geri eiðinn val- frjálsan og leyfi þeim sem mót- mæli vegna stjórnmálalegra eða trúarlegra ástæðna, að þjóna þjóð- inni með öðrum hætti. „Það myndi færa okkur nær friði I föðurl- andinu og þjóða í milli." Allir pólskir karlmenn verða að gegna herþjónustu í eitt eða tvö ár, nema þeir séu undanþegnir vegna heilsufars eða af persónu- legum ástæðum. Hegningin við því að neita herþjónustu í Póllandi getur numið allt frá sex mánuðum til fimm ára. Fiskeldi í Noregi: Meiíkóborg, 23. seplember. AP. FLESTAR menjar um forna menn- ingu Mexíkóbúa sluppu óskaddaðar eða urðu fyrir litlum skemmdum í jarðskjálftunum í síðustu viku. Þannig urðu pýramídarnir í Teotihu- acan, um 25 kílómetra í norður frá borginni, ekki fyrir neinum skemmdum, en þeir voru reistir af fornri menningarþjóð í Mexíkódaln- um, sem átti sitt blómaskeið frá 300—900 eftir Krists burð. Sama gildir um þjóðminjasafn Mexíkóbúa í mannfræði, en þar er að finna eitt besta safn hluta um mannvist í Ameríku fyrir daga Kólumbusar í heiminum. Lista- höllin í miðborginni slapp einnig óskemmd, sem og dómkirkja Mex- íkó og Azteca-musterið. Hins vegar varð Þjóðarhöllin, þar sem forsetinn og nokkrir aðrir meðlimir stjórnarinnar hafa að- setur sitt, fyrir nokkrum skemmd- Lyfjanotkun skapar vanda Osló, 23. september. Frá J.E. Laure. NORSKAR fiskeldisstöðvar nota ár- lega 5.200 tonn af fiskfóðri blönduðu lyfjum, sem samsvarar því að 20 tonnum af virkum lyfjum lendi í eldisfísknum. Því verður að ala fisk- inn á lyfjalausu fóðri í um 3 mánuði fyrir slátrun eigi fiskholdið að vera frítt við lyf þegar fiskurinn fer á markað. Gyðingar mótmæla Fassbinder-leikriti Berlín, 24. wpL AP. FLOKKUR gyðinga tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að koma í veg fyrir leikrit eftir Rainer Wern- er Fassbinder í Frankfurt, sem fjallar um and-semitisma á kraft- mikinn hátt. Þessi umdeildi leikstjóri og rithöfundur, sem lést í Munch- en 1982, 36 ára að aldri, var þekktastur fyrir kvikmyndir sínar, en skrifaði einnig fyrir oglékásviði. Meðal leikrita hans er „Der Miill, die Stadt und der Tod“ (Ruslið, borgin og dauðinn), sem hann skrifaði 1975. Frum- sýningu leikritsins hefur þegar verið frestað tvisvar í Frank- furt, höfuðborg viðskipta í Vestur-Þýskalandi. Leikritið fjallar um auðugan gyðing sem lifir á lóðabraski og gerist á RAINER Werner Fassbinder, hamhleypa vestur-þýskrar kvik- myndagerðar, var umdeildur í lif- anda lífí og vekja verk hans enn deilur, þótt höfundurinn sé allur. áttunda áratugnum. Höfuðpaurinn, sem í leikrit- inu er aldrei kallaður annað en ríki gyðingurinn, kaupir gömul hús, lætur rífa þau og reisa ný. Að leikslokum myrðir hann vændiskonu, sem hann hafði verið í ástarsambandi við. „Hann mergsýgur okkur, gyðingurinn. Hann drekkur úr okkur blóðið og kennir okkur um allt, því að hann er gyðingur og við erum sakborningarnir," segir ein persóna leikritsins. Menningarmálstofa gyðinga í Vestur-Berlín hélt í dag fréttamannafund þar sem lýst var yfir að gyðingar myndu stefna fyrir „áróður gegn þjóð og kynþáttahatur" til þess að koma í veg fyrir frumsýning- una 31.október. En norskir rannsóknarmenn eru áhyggjufullir út af hugsanlegum hliðarverkunum. Þeir óttast að gerlar sem lifa í sjó muni með tímanum verða ónæmir fyrir lyfj- unutn sem eldisfiskunum eru gef- in, segir í norsku fagriti um fi- skeldi. I greininni er einnig bent á að amerískir rannsóknarmenn hafi sýnt fram á að ónæmi svo- nefndra „vibrio-gerla" í fiski geti verið skaðlegt heilsu manna sem neyta hans. Hvað varðar ufsa er þekkt að ónæmi skaðlausra gerla getur færst yfir á gerla sem valda sjúkdómum í fólki, t.d. salmon- ellagerla. Talsmaður norska land- búnaðarráðuneytisins segir að umfram allt verði að koma í veg fyrir sjúkdóma í fiskeldisstöðvum, en sjúkdómar í eldisfiski séu enn svo lítt þekktar að nauðsynlegt sé að setja lyf í fóðrið til að koma í veg fyrir að sjúkdómar breiðist út. Hallalaus fjárlög í Finnlandi: Fjárlög í fyrsta sinn yfir hundrað milljarða marka Helsinki, 19. september. AP. FINNSKA ríkisstjórnin hefur lagt fram hallalaus fjárlög fyrir næsta ár, þrátt fyrir þaó aó gert sé ráð fyrir skattalækkunum til handa stórum hluta fínnsku þjóóarinnar. Þetta eru fyrstu fjárlög Finna, sem nema meira en 100 milljörðum finnskra marka, jafngildi 700 milljarða íslenskra króna, en samt er einungis um að ræða Vi % hækkun að raungildi á fjár- lögunum og 5 milljarða marka halli á fjárlögum síðasta árs er ennfremur jafnaður út. í fjárlögunum er gert ráð fyrir 0,5% lækkun á tekjuskatti og að skattur á fyrirtækjum verði lækk- aður úr 43% í 33%. Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Finnlandi, er jafnframt staðráðin í að minnka útgjöld ríkisins og berjast við verðbólgu með það að markmiði að hún verði ekki meiri en 4% á næsta ári. Fjárlögin gera jafn- framt ráð fyrir að ekki verði rúm til meiri launahækkana en nemur 1,5% í næstu almennu kjarasamn- ingum sem verða næsta vor. Þá er gert ráð fyrir að tala atvinnu- lausra vaxi í 6,2% á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.