Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 7 Athugasemd við athugasemd — frá sveitarstjóranum í Garði Morgunblaðinu hefir borist eftir- farandi athugasemd frá sveitarstjór- anum í Garði: Vegna athugasemdar bæjar- stjórans í Njarðvík sl. laugardag hér í blaðinu skal eftirfarandi tekið fram: Öllum sem til þekkja finnst það eðlilegt, ég endurtek eðlilegt að vegagerð ríkisins sjái um og greiði að fullu nýframkv. — viðhald — lýsingu og snjóruðning í gegnum Njarðvík frá bæjarskrif- stofum Njarðvíkur að bæjarmörk- um Keflavíkur. Það er því mis- skilningur hjá bæjarstjóranum að halda annað. Hins vegar er það óeðlilegt, ég endurtek óeðlilegt, að til dæmis Keflavík og Garður njóti ekki sömu þjónustu, það er að vegagerð- in, sjái um Hringbrautina í gegn- um Keflavík eða Garðbraut í gegn- um Garðinn, á sama hátt og með sömu skilmálum og Reykjanes- braut í gegnum Njarðvík. öll sveitarfélög á íslandi fá framlag miðað við íbúa til viðhalds á þjóðvegum í þéttbýli og er Njarð- vík þar engin undantekning, en mjög mislangt og misþungt er sveitarfélögunum vegakerfið. f Garði er Skagabraut og Gerða- vegur þjóðvegir í þéttbýli á sama hátt og Njarðvíkurbraut og Sjáv- argata í Njarðvík. Þar að auki er Garðbraut þjóðvegur í þéttbýli í Garði, viðhald kostað af Garð- búum en engin sambærileg gata í Njarðvík kostuð af Njarðvíking- um, þar skilur á milli. Eg vil nota tækifæri og ítreka ennþá einu sinni þá ósk til þing- manna Reykjaneskjördæmis að Garðbraut í Garði verði tekin í tölu þjóðvega, á sama hátt og Reykjanesbraut í Njarðvík. Yfir- lýsing bæjarstjórans í Njarðvík um að tvær götur þar í bæ, Njarð- víkurbraut og Sjávargata, væru akfærar er hárrétt. Það get ég staðfest hvenær sem er, verði þess óskað. Ellert Eiríksson, sveitarstjóri Gerðahrepps. Hækka tölvur og hug- búnaður um mánaðamót? BÚAST má við að á næstunni hækki útsöluverð á tölvum og hugbúnaði hvers konar verulega, þar sem ekki þarf lagabreytingu til þess að hægt verði að afnema söluskattsundanþágur af slíkum innflutningsvörum, heldur nægir reglugerðarbreyting þar til. Er jafnvel búist við að slík breyting taki gildi, þegar frá næstu mánaðamótum. Albert Guðmundsson fjármála- því að breyta reglugerðinni sem ráðherra var í gær spurður hvort fyrst, þá fengjust meiri peningar slíkrar reglugerðarbreytingar í ríkiskassann, en á það er einnig væri að vænta úr ráðuneyti hans að líta, að með því að draga breyt- á næstu dögum, og sagði hann þá: ingarnar svolítið, þá kem ég „Það hefur engin ákvörðun þar að minna aftan að fólki sem er að lútandi enn verið tekin. Vissulega hugleiða að fjárfesta í slíkum bún- má til sanns vegar færa að með aði.“ Alþýðuleikhúsið: Frum- sýning í kvöld Alþýðuleikhúsið frumsýnir í kvöld á Hótel Borg leikritið „Þvflíkt ástand“, eftir brezka leikritaskáldið Graham Swann- el. Þetta er fyrsta sýning leik- hússins á 10 ára afmæli þess. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld en með hlutverkin fara Arnar Jónsson, Helga Jóns- dóttir, Sigurður Skúlason, Margrét Ákadóttir og Bjarni Steingrímsson. í kynningu leikhússins er leikritinu lýst þannig: „Þvílíkt ástand var frum- sýnt í Lyric Studio-leikhús- inu 1 London þann 14. febrúar 1985 og hlaut lof gagnryn- enda og áhorfenda. Það er fyrsta leikhúsverk höfundar. Leikritið er súr/sæt kómedía um nútíma líf og fólk á 9. áratugnum, samskipti þess og reynslu er sterkasti bjarmi yngri áranna fer hratt dvínandi og það stend- ur andspænis nýrri ábyrgð. í meðferð höfundar endur- speglast þetta aðallega í kynsamskiptum innan og utan hjónabandsins." Næstu sýningar eru á fimmtudag kl. 20.30 og sunnudag kl. 15.30. NÚ ER ’ANN ENN Á NORÐAN Á boðstólum: Sport- og gallabuxur, úlpur, mlttisjakkar, sokkar, margs kon- ar barnafatnaöur, peysur og jakkar. Ennfremur: Prjónajakkar, peysur, vettllngar, treflar, húfur og legghlífar. Líka: Mokkafatnaöur margs konar á góöu veröl, herra- og dömujakk- ar, kápur og frakkar og mokka- lúffur, húfur og skór á börn og fulloröna. Einnig: Teppabútar, gluggatjöld, buxna- efnl, kjólaefni, gullfalleg ullar- teppi á kostakjörum og margs konar áklæöi. Og auóvitað: Qarn, meöal annars í stórhesp- um, loðband og lopi. Útsölutímabil: 26/9 tíl 5/10 Mán.—míöv.d. 10—18, fimmtud. lO—20, föstud. lO—19, laugard. 10—16. og hús Vöruloftsins Sigtúni 3 er að fyllast af norðanvörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.