Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 21 AP/S<mamynd Spítalinn hrundi eins og spilaborg Maður litast um í rústum General Hospital í Mexíkóborg eftir jaró- skjálftann mikla. Bæði sjúklingar og starfsfólk krömdust milli hæð- anna þegar byggingin féll saman eins og spilaborg, og óttast er að hundruðir manna hafi látið þar lífið. 8. einvígisskákm: Upprifjun á lönguvitleysu Skák Margeir Pétursson ANATOLY Karpov, heimsmeistari, sem hafði hvítt í áttundu einvígis- skákinni í gærkvöldi, tók enga áhættu, heldur tefldi hann upp eitt af vinsælustu jafnteflisafbrigðun- um frá 48 skáka maraþoneinvígi hans við Kasparov sl. vetur. Áskor- andinn lagði ekki í að sveigja út af jafnteflisleiðinni, þannig að þegar skákin fór í bið í gærkvöldi hafði jafnteflið blasað við mestall- an tímann. Þessi jafnteflistaktík Karpovs með hvítu er vafalaust skynsamleg og gott innlegg í tauga- stríð þeirra félaga, en áhorfendur fengu lítið sem ekkert fyrir pening- ana sína og skákskýrendur áttu fríkvöld. Karpov átti að vísu peði meira þegar skákin fór f bið, en að gefa á þann hátt í skyn að teflt verði áfram í dag er ekkert annað en helber sýndarmennska. Svo framarlega sem símakerfið í Moskvu virkar, hljóta þeir Karpov og Kasparov að semja jafntefli án frekari taflmennsku. Staðan í einvíginu verður þá áfram óbreytt, Karpov hefur vinning yfir, fyrir áttundu skák- ina var staðan 4—3, heimsmeist- aranum í vil. Áttunda einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Drottningarbragð: 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Be7,4. Rf3 — Rf6,5. Bg5 — h6 Þessi staða hefur komið þrisv- ar áður upp í einvíginu og hefur í öll þau skipti verið drepið á f6. 6.Bh4 —0—0,7. e3 — b6 Tartakover-afbrigðið. í síðasta einvíginu virtist svo sem þeir Karpov og Kasparov hefðu báðir komist að þeirri niðurstöðu að það væri eina örugga vopn svarts gegn 1. d4. 8. Be2 — Bb7, 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. b4 — c5, 12. bxc5 — bxc5, 13. Hbl — Bc6, 14. 0—0 — Rd7, 15. Bb5 - Dc7, 16. Dd3 í síðasta einvígi var hér tvisvar leikið 16. Dc2 og einu sinni 16. Dd2. öllum þeim skákum lauk með jafntefli. í þeim skákum hafði Kasparov tvisvar hvítt, en Karpov einu sinni. 16. — Hfd8,17. Hfdl — Hab8 Nú eru 24 menn á borðinu, en í aðeins fimm leikjum tekst meisturunum að fækka þeim niður í 14. Ég efast um að fær- ustu drepskákmeisturum myndi takast að leika það afrek eftir. 18. Bxc6 — Dxc6, 19. Hxb8 — Hxb8, 20. dxc5 — Bxc3, 21. Dxc3 — Dxc5, 22. Dxc5 — Rxc5, 23. h2 — Re4, 24. Hxd5 — Hbl+, 25. Kh2 — Rxf2, 26. Hd8+ - Kh7, 27. Hd7 Vinnur peð, en sá ávinningur reynist aðeins tímabundinn. 27. — a5, 28. Hxf7 — Hb2, 29. a4 — Rdl,30.He7 —Hb4! Lakara var hins vegar 30. — He2, 31. e4 - Re3, 32. Rh4! og hvítur á vinningsmöguleika. 35. Hxa5 — Ha3, 36. h4 — Kg7, 37. g4 - Kf6, 38. Hf5+ - Ke6, 39. Hf4 — g5, 40. hxg5 — hxg5, 41. Hb4 í þessari stöðu fór skákin í bið og Kasparov lék biðleik. Þó Karpov sé peði yfir er staðan steindautt jafntefli og svipuð dæmi til i flestum kennslubókum um hróksendatafl. Kapparnir semja því vafalaust án frekari taflmennsku. í níundu skákinni, sem tefld verður á morgun, hefur Kasparov hvítt. Farið verður yfir hana um leið og hún er tefld. í húsakynnum Skáksambands Is- lands á Laugavegi 71, 3. hæð. Kunnir meistarar munu skýra skákina og hefjast skákaskýring- arnar kl. 17, en skákinni er yfir- leitt lokið um kl. 19 að íslenskum tíma. ÞAÐ FJÖLGAR 7 miSSiaiGS FJÖLSKYLDUNNI Nýjustu afkvæmin: 4 Naglatappi m/skrúfuhaus sem hægt er að losa aftur. Lengdir: 25mm,- 160 mm. Mono-Max: örugg festing fyrir gljúp efni. Sænska fyrirtækið Thorsmans hefur í áraraðir sérhæft sig í framleiðslu á vörum til festingar. Þurfi að festa þilplötur, eldhússkápa eða dýrindis listaverk þá er óhætt að treysta Thorsmans fyrir öruggri festingu. Thorsmans fæst í flestum byggingavöruverslunum. m m»' DOMMIMn Sundaborg o mno

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.