Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 Minning: Guðný Björg Einarsdóttir Fædd 1. nóvember 1896 Dáin 20. september 1985 Kveðja frá barnabörnum Að morgni þess 20. september sl. kvaddi amma okkar, Guðný Björg Einarsdóttir, þennan heim. Gömul kona, sem hefur lokið hlut- Y verki sínu með sóma, hefur fengið langþráða hvíld. Amma fæddist á Eskifirði 1. nóvember 1896. Þar bjó hún mest- an hluta ævi sinnar eða til ársins 1863, þá orðin ekkja, er hún flutti suður til Reykjavíkur ásamt yngri syni sínum, Guðmundi. Þau keyptu sér íbúð saman í Drápuhlíð 12. Eftir að Guðmundur kvæntist bjó hún þar ein þar tii í júní 1981 er hún flutti á Hrafnistu í Reykja- vík. Þegar við kveðjum ömmu okkar í dag er margt sem kemur upþ í hugann. Fyrsta minningin um ömmu er frá sumardvöl hjá henni og afa og móðurbræðrum á Eski- % firði. Amma hafði lag á að gleðja ungar sálir og var beðið með óþreyju eftir að opna pakkana, sem bárust að austan fyrir jól. Sunnudagsbíltúrarnir upp að Ála- fossi í Mosfellssveit, en þar vann amma nokkra vetur áður en hún flutti alfarin suður. í Drápuhlíð- inni bjó hún sér fallegt heimili, hún vildi hafa allt hreint og fínt í kringum sig. Þangað var gott og gaman að koma. Þær gleymast seint stundirnar í eldhúsinu hjá ömmu yfir hlöðnu kaffiborði, því alltaf átti hún nýbakaðar kleinur og annað heimabakað góðgæti til að gleðja bragðlaukana. Þá var oft mikið spjallað og hlegið, amma gat slegið á létta strengi þó hún væri stór í lund. Hún hafði gaman af að segja okkur frá lífinu i Reykjavík á fyrri hluta þessarar aldar. Þangað fór hún í vist eins og algengt var þá um ungar stúlk- ur, hún var m.a. hjá hjónunum frú Borghildi og Ólafi Björnssyni og átti þaðan góðar minningar. Amma var kvik og létt á fæti og fór allra sinna ferða um bæinn, ýmist gangandi eða í strætó allt þar til hún varð fyrir meiðslum fyrri hluta árs 1981, þá orðin 84 ára. Fram að þeim tíma vann hún við heimilishjálp á vegum Reykja- víkurborgar. Vann hún sín störf af mikilli natni og samviskusemi. Oft fór hún utan síns venjulega vinnu- tíma á heimilin og hjálpaði til við sláturgerð og kieinubakstur. Var hún eftirsótt til þeirra verka. Að lokum viljum við þakka ömmu fyrir aliar góðu stundirnar, sem við áttum með henni. Lær- dómsríkt hefur verið að kynnast dugnaði og elju þessarar kynslóð- ar, sem amma var verðugur full- trúi fyrir. Megi hún hvíla í friði. Helga, Guðmundur, Guðný Björg og Smári. Nú er elsku amma dáin. Andlátið bar að stillt og fagurt, rétt eins og veðrið þennan blíÖa haustdag, sem skartaði fegurstu haustlitunum og fyllti mann sökn- uði og trega eftir dásamlegt sum- ar. En amma var viðbúin kallinu. Henni, sem alltaf hafði verið svo létt á fæti, dugleg og sjálfstæð, þótti þungbært þegar heilsunni hrakaði og kraftarnir fóru að þverra, og hún þurfti að vera mikið upp á aðra komin. Síðustu mánuð- ina talaði hún oft um hvað hún væri orðin þreytt og lúin, og vildi helst að Hann færi nú að taka hana til sín. Ég táraðist þegar hún talaði svona, en get samglaðst henni núna. Ég á ákaflega margar og góðar minningar um ömmu og afa á Eskifirði, þvi til þeirra fór ég til sumardvalar mörg sumur. Afi vann við smíðar og þau voru ófá leikföngin, sem hann smíðaði handa barnabörnunum og mörg eru til ennþá. Hann féll frá langt fyrir aldur fram, aðeins 54 ára, en amma bjó áfram í litla húsinu allmörg ár eftir það. Reyndar var hún ekki aldeilis ein, því yngsta barnið, Guðmundur, var i foreldra- húsum. Hann reyndist ömmu betri en enginn, og mér var hann sem stóri bróðir á sumrin. Þessar sumarferðir til Eski- fjarðar voru lítilli telpu mikið ævintýri. Fyrst var flogið úr Naut- hólsvík til Reyðarfjarðar með Katalínuflugbát, en þaðan með Kreyer bílstjóra til Éskifjarðar. Og mikið var gott að komast á leiðarenda í litla húsið hennar ömmu í Hlíðarenda. Amma búin að baka öll box full af kökum og elda góðan mat. Og maturinn hennar var ekkert slor, sérstaklega voru fiskibollurnar hennar mitt eftirlæti. Það hafði oft verið þröngt í búi hjá afa og ömmu á kreppuárunum, þótt hún vildi sem fæst um það tala. Nú þegar batnað hafði í ári, naut hún þess að geta gefið ríkulega og boðið nóg af góð- um mat. ókostur við þetta var þó sá, að ég stækkaði óhóflega á þverveginn hvert sumar. Ég man að eitt sumarið fór svo, að amma saumaði á mig stórar buxur, svo ég kæmist skammlaust suður að hausti, því öll mín föt stóðu á beini. Mamma var ekki hrifin af þessu vaxtarlagi og kvartaði við ömmu, sem lofaði bót og betrun, en alltaf fór þetta á sama veginn. Amma sat aldrei auðum hönd- um. Það voru ófáir vettlingar og hosur sem hún prjónaði á barna- börnin. Við fórum líka oft saman í heimsóknir til vinkvenna og þá var nú farið í besta pússið. Verst var hvað amma gekk hratt, ég þurfti oftast að hálfhlaupa á eftir henni. Svona var hún létt á fæti langt fram á elliárin. Það var líka gaman að fara með henni á berja- mó. Það var ekki langt að fara, og alltaf átti amma svo fallegt berjabox með áföstu loki. Oftast kom okkur ömmu ákaf- lega vel saman. Þó man ég eftir atviki sem henni mislíkaði heldur betur við mig. Það var þegar ég kom með útigangskött heim, eyrnabitinn og ófrýnilegan, sem mig langaði að taka í fóstur. Ömmu brá svo þegar hún sá kisa, að hún lokaði sig inni í búri og neitaði að hreyfa sig þaðan fyrr en kettinum hafði verið komið út aftur. Spilamennsku hafði hún alla tíð mikið gaman af, og ekki þótti henni ónýtt að fá sér snúning eftir góðu harmonikkulagi. En þar kom að amma flutti suður, enda flestir afkomendurnir búsettir þar. Engu breytti það hennar rausn, og alltaf var jafn- gott að heimsækja hana. Langömmubörnunum verða áreið- anlega minnisstæð jólaboðin hennar með súkkulaði og kökum, jólagjöfum handa öllum og hún sjálf fékkst varla til að setjast, því hún var á þönum kringum gesti á öllum aldri svo að þeim liði sem best. Eftir að heilsunni hrakaði, og hún fór inn á Hrafnistu, þar sem hún dvaldi síðustu árin, naut hún þess enn að fá börn, barnabörn og langömmubörnin í heimsókn. Og ævinlega átti hún eitthvað til að stinga i munninn á yngstu börnun- um þegar komið var í heimsókn. Fram á síðustu stundu vildi hún vera að gefa og gleðja aðra. Við systurnar og fjölskyldur okkar söknum ömmu, en erum viss um að hún er ánægð þar sem hún er núna. Við sendum henni kveðju okkar og þakkir fyrir allt sem hún hefur verið okkur. Kristbjörg Guðný fæddist á Eskifirði, dótt- ir hjónanna Einars M. Einarsson- ar, snikkara og Bjargar Hös- kuldsdóttur. Björg var af aust- firskum ættum, en Einar var frá Skólabæ í Reykjavík. Þau hjón bjuggu á Eskifirði allan sinn búskap, eignuðust átta börn og dóu flest á unga aldri. Guðný ólst upp á Eskifirði og vandist að sjálfsögðu að þeirra tíma hætti á að vinna innan og utan heimilis eftir því sem með þurfti. Sem ung stúlka fór hún til Reykjavíkur og var þar í vist um nokkur ár. Hún var þar hjá góðu fólki sem hún taldi sig hafa lært margt af og mat það mikils. Það er nú svo með hina djúpu, austfirsku firði, þó byljótt og óblitt sé þar á stundum, þá verður lognið óvíða kyrrara og fjörðurinn heima kall- aði. Ekki löngu seinna kynntist Guðný ungum manni, er vann við silfurbergsnámur í landi Helgu- staða. Var það Helgi Guðmunds- son frá Merkinesi í Höfnum. Þau Guðný og Helgi gengu í hjónaband 27. september 1925 og settust að á Eskifirði. Þar lærði Helgi smíðar og vann við þá iðn á Eskifirði og víðar á Austurlandi. Þau eignuð- ust fjögur börn, en þau eru Erna, gift Kjartani Ólafssyni vörubíl- stjóra í Reykjavík, Nanna, gift undirrituðum, búsett í Hafnar- firði, Einar, kennari, giftur Ásdísi Karlsdóttur, kennara á Akureyri, og Guðmundur, skipstjóri, giftur Sólrúnu Pálsdóttur úr Reykjavík. Ömmu- og langömmubörn Guð- nýjar eru 35. Sem ég nú sest niður til þess að rita nokkur kveðjuorð til tengda- móður minnar, reikar hugurinn aftur til ársins 1947, en þá kom ég fyrst á heimili hennar austur á Eskifirði. Mér er í minni hversu heiinilið bar merki beggja, flest húsgögn smíðuð af Helga og snyrtimennska hans og Guðnýjar setti svip sinn á allt, innan og utan dyra. Þegar að matarborðinu kom leyndi sér ekki að þar kunni hús- móðirin vel til verka. Á fyrstu árum og áratugum þessarar aldar voru flest verka- lýðsfélög landsins stofnuð. Þriðja verkakvennafélagið var stofnað á Eskifirði 24. mars 1918 og var Guðný ein af þeim konum er það skref stigu. Og nú, er hún kveður þetta jarðlíf, kveður síðasti stofn- félagi verkakvennafélagsins Framtíðarinnar á Eskifirði. Helgi lést árið 1956, aðeins 54 ára að aldri. Guðný fór þá til vinnu næsta vetur að Álafossi í Mosfellssveit, en var við fiskvinnu heima á Eskifirði á sumrum, þar til hún flutti til Reykjavíkur árið 1963. Þar stundaði hún ýmsa vinnu en lengst af við húshjálp á vegum Reykjavíkurborgar. Mér er óhætt að fullyrða, að hún vann sér vináttu þeirra er hún veitti aðstoð í starfi, enda vann hún þau verk sem hún sá, að þurfti að vinna, en spurði ekki að því hvort það væri í hennar verkahring. Guðný var gædd miklum lífs- þrótti og viljastyrk og gekk til vinnu utan heimilis til 83 ára ald- urs. Hún varð fyrir því óhappi að detta í hálku þegar hún var rúm- lega 84 ára og þurfti að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi. Síðustu árin hefur hún dvalið á Hrafnistu í Reykjavík og er hér með þökkuð sú umhyggja sem hún naut þar. Eins og flestir sem komnir eru á þann aldur, sem Guðný náði, trúði hún á handleiðslu Guðs, enda sú trú sennilega byggð á reynslu. Viljasterkt athafnafólk með bilað- an og að litlu nothæfan líkama og upp á aðra komið með flest, finnur og skilur að hlutverkinu hérna megin er lokið. Þar af leiðir var hún farin að óska eftir þeirri hvíld sem við öll stefnum að. Þegar haustar fella trén laufið, sumarskrúðann. Slíkt gildir ekki einungis um smá og ung tré. Einn- ig gamlir og traustir stofnar eru háðir lögmálum móður náttúru og sennilega er gott að falla á þann veg inn í hringrás ársins og vera sumarblómunum samferða inn í eilífðina. „Sofðu vært hinn síðasta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund." V. Briem Hvíli hún í friði. t Afi okkar, VALDEMAR JÓNSSON, Njólagötu 92, varð bráökvaddur 23. september. Ágústa Olsen, Valdimar Olsen, Hulda Margrét Waddell. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ADALHEIDUR DAGMAR GUÐMUNDSDÓTTIR, fré Flekkuvík, andaöist i Landspítalanum 23. september. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöirminn, LÁRUSINGIMARSSON, fyrrverandi heildsali, andaöist 22. september. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna. Elínborg Lórusdóttir. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, ÞORLEIFUR TH. SIGURÐSSON, Bésenda 8, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. septem- berkl. 13.30. María Eyjólfsdóttir og dsetur. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar, ÞORVALDAR BREIÐFJÖRÐ ÞORVALDSSONAR, öldugranda 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum viö Þóri Stephensen fyrir þann hlýhug og stuöning sem hann hefur veitt okkur. Ásta Sigfriedsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, og systkini hins látna. t Hjartans þakkir til allra nær og f jær, sem vottuöu okkur hluttekningu sína vegna andláts eiginkonu minnar og móöur okkar, RAGNHILDAR KRISTÓFERSDÓTTUR, Bugðulæk 8. Sérstakar þakkir til þeirra sem hjúkruöu henni á heimili hennar og starfsf ólks hjúkrunardeildar á Heilsu verndarstöðinni. Jón Ágústsson og börn LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 i Kristján Fr. GuAmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.