Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 27 FÍB mótmælir bensínhækkuninni: Skattar á bifreiðir nær þrefait hærri á íslandi en á hinum N orður löndunum „TEKJUR ríkisins af auknu bensíngjaldi og þungaskatti á þessu ári eru áætlaðar um 100 milljónir króna og virðist eiga að nota þær til að greiða hluta af neyslu ríkisins, en ekki til vegamála. Hér er um ótvíræða misnotkun þessa skattfjár að ræða, því skattar á bifreiðir og rekstrarvörur þeirra eru í algjöru hámarki hér á landi. Þessu mótmælir FIB,“ segir í frétt frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, sem Morgunblaðinu hefur borist, þar sem félagið mótmælir eindregið bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 20. september sl., sem fela í sér hækkun á bensíngjaldi um 3,60 kr. lítrinn (11,5%) og tilsvarandi hækkun þungaskatts á dieselbifreiðir. í bráðabirgðalögunum er einnig kveðið á um lækkun tolla af bifreiðum úr 90 % í 70 %. í frétt FÍB segir að skattar á mál nú, virðist sem ríkisstjórnin bifreiðir og rekstrarvörur þeirra séu nær þrefalt hærri en meðaltal tilsvarandi skatta á hinum Norð- urlöndunum. Þá er bent á að hlut- fall útgjalda ríkisins til vegamála af tekjum af bifreiðum verði nú hið lægsta í 10 ár. Þá segir orðrétt í fréttinni: „FÍB hefur ekki mótmælt skött- um, sem lagðir hafa verið á rekstr- arvörur bifreiða ef fullvíst er, að féð renni eingöngu til vegamála sem hrein viðbót við það fé, sem vegaáætlun gerir ráð fyrir. Ef dæma má af fréttum um þessi hafi ákveðið að lækka stórlega framlög tii vegamála þrátt fyrir eindregin mótmæli samgönguráð- herra. Á undanförnum árum hefur miðað í rétta átt í vegafram- kvæmdum og landið lyfst upp úr hópi vanþróuðustu þjóða í þessum efnum. Þessa þróun má ekki stöðva og það hæfir ekki lengur að ætla að skattleggja bifreiðaeigendur sérstaklega upp í samneysluna." í lokin skorar FÍB á Alþingi að fella bráðabirgðalögin úr gildi, en láta fjárveitingu til vegafram- kvæmda, 2,4% af vergum þjóðar- tekjum, haldast. 5 þúsund manns komu á kjötdaga Um 5.000 manns komu á kjötdaga 1985 sem voni í afurðasölu StS á Kirkjusandi um helgina, að sögn Steinþórs Þorstcinssonar deildarstjóra í afurðasölunni. Á kjötdögunum voru kynntar allar framleiðsluvörur Goða og var kindakjötið sérstaklega tekið fyrir og kynnt. „Undirtektir fólks sýna okkur að kynning sem þessi er mjög þörf,“ sagði Steinþór. Umferðarvika í Reykjavík fyrri hluta október: Reynum að virkja sem flesta til jákvæðrar um- ræðu um umferðarmál — segir Ólafur Jónsson, sem annast skipulagningu vikunnar UMFERÐARNEFND Reykjavíkur stendur fyrir umferðarviku dagana 7.-13. október nk. Markmið vik- unnar er að bæta umferðarmenn- ingu borgarinnar, og um leið að fækka slysum. Hvern dag umferð- arvikunnar verður lögð sérstök áhersla á einhvern einstakan þátt umferðarinnar og stefnt er að því að reyna að gera föstudaginn þann 11. október að slysalausum degi með samstilltu átaki allra borgar- búa. Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri Tónabæjar, hefur það hlut- verk að skipuieggja og annast umferðarvikuna, en í undirbún- ingsnefnd eiga sæti þau Katrín Fjeldsted, Magdalena Schram, Óskar Ólason og Guttormur Þormar. „Hlutverk mitt er að reyna að virkja sem flesta til jákvæðrar umfjöllunar um umferðarmál þessa viku, og reyna að sjá til þess að fræðslan skili árangri eftir að umferðarviku lýkur,“ sagði Ól- afur Jónsson í samtali við Morg- unblaðið. „Við leggjum mikið kapp á að ná til sem flestra og munum í því skyni leita nýrra og óvenju- legara leiða. Sem dæmi má nefna umferðarrannsókn barnanna, þar sem börn úr skólum borgarinnar gera einfalda könnun á því hversu vel Reykvíkingar haga sér í um- ferðinni. Þau munu gera athugun Ólafur Jónsson, skipuleggjandi umferðarvikunnar. á því hvernig gangbrautarréttur er virtur, hvort beltin séu spennt, hvort gangandi vegfarendur fari rétt yfir götur, og mæla ökuhraða í skólahverfum. Til þess fá þau lánuð radartæki hjá lögreglunni. Þá verða gefnir út bæklingar, sem snerta sérstaklega börn og ungl- inga í umferðinni. Við reynum að virkja krakkana til að ganga með þennan bækling í hús og spjalla við viðtakendur um efni hans. Hvern dag umferðarvikunnar verður, í samráði við lögreglu, lögð áhersla á einn þátt umferðarinnar sérstaklega. Sem dæmi má nefna auknar radarmælingar í tengslum við slysalausan dag, ljósaskoðun bifreiða og reiðhjóla, aðalbrauta- rétt, biðskyldu og stöðvunar- skyldu, gangbrautir og gang- brautaljós. Þá verða hættuleg gatnamót merkt sérstaklega fólki til umhugsunar og skýringar. Ennfremur verður gerð tilraun til að breyta umferðarvenjum borgarbúa til batnaðar. I því skyni munum við meðal annars kynna tannhjólsregluna, sem svo er köll- uð. Hún felst í því að þegar um- ferðarteppa myndast af einhverj- um ástæðum, til dæmis á gatna- mótum, þá liðki bílar til sem rétt- inn eiga með því að hleypa hver einum bíl inn í röðina. Þetta fyrir- komulag tíðkast víða erlendis en þekkist varla hér ennþá. Fjölmargt fleira má nefna, það verður leitast við að skapa um- ræðu um ýmsa þætti umferðar- menningar okkar sem betur mættu fara, eins og til dæmis notkun stefnuljósa, sem flestir eru sammála um að sé í algerum ólestri hjá okkar,“ sagði Ölafur Jó'nsson að lokum. nýjar leiðir J J ÞRÓUNARFÉLAG ÍSLANDS HF. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé rennur ut mánudaginn 30. sept- ember næstkomandi. Stofnskjal félagsins ligg- ur frammi í öllum bönkum og útibúum þeirra, ásamt kynningar- bæklingi um félagið, með lista til þess að skrifa sig fyrir hlutafé. Póstleggja þarf áskriftar- lista hlutafjár I sfðasta lagi 30. september og skulu þeir stílaðir á Þró- unarfélagið hf., pósthólf 5001,121 Reykjavík. Til klukkan 17:00, mánu- daginn 30. september verður einnig tekið á móti áskriftarlistum hjá Baldrf Guðlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, lögmanns- og endur- skoðu na rskrif stof u, Skólavörðustfg 12, Reykjavík, og Hetgu Jónsdóttur, aðstoðar- manni forsætisráðherra, forsætisráðuneytinu, stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, Reykjavík. UNDIRBUNINGSNEFND AÐ STOFNUN ÞRÓUNARFÉLAGS ÍSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.