Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985
Gamli Nói
Athyglisveröur þáttur barst
að norðan milli klukkan
22.35—23.15 á mánudagskveldið
var er nefndist: Gamli Nói. Þessum
ágæta þætti stjórnaði hinn fjöl-
hæfi Örn Ingi, sannarlega réttur
maður á réttum stað. Nú efni þessa
þáttar Arnar Inga var í raun tví-
þætt, þar var í fyrsta lagi greint
frá ráðstefnu er menningarsamtök
Norðlendinga stóðu fyrir fyrir
skömmu og tók til listsköpunar í
skólum fjórðungsins. Þannig mátti
heyra í þættinum hnitmiðaðar
glefsur úr ræðum framsögumanna
á téðri ráðstefnu, en síðan mættu
framsögumennirnir í þularstofu
hjá Erni Inga og spunnust líflegar
umræður í kringum hinar ágætu
glefsur. Þessir fluttu framsögu-
ræðurnar: Sturla Kristjánsson,
fræðslustjóri á Norðurlandi, Guð-
mundur Nordal, tónlistarskóla-
stjóri, og Pétur Þorsteinsson,
skólastjóri opna grunnskólans á
Hvammstanga. Dálkurinn minn
blessaður rúmar ekki alla þá
umræðu er spannst þarna i þular-
stofu þeirra Norðlendinga um list-
sköpun í norðlenskum skólum, þó
get ég ekki stillt mig um að vitna
ofurlítið til skólastjóra opna
grunnskólans á Hvammstanga,
Péturs Þorsteinssonar.
Listahátíð Péturs:
I rabbi þeirra þremenninga kom
fram ákveðin gagnrýni á grunn-
skólann eins og hann er rekinn
víðasthvar í dag, þannig líkti Pétur
skólastjóri grunnskólanum við
byggingu þar sem allir veggir væru
horfnir, en eftir stæði kennarinn
og ríghéldi sér í gluggapóstinn.
Sannarlega skáldleg líking og full-
boðleg til dæmis á skáldaþingum
Stór-Reykjavíkursvæðisins en
Pétri Þorsteinssyni er einmitt list-
in mjög hugleikin, þannig efnir
opni grunnskólinn á Hvamm-
stanga reglulega til listahátíðar,
þar sem nemendur og kennarar
taka saman höndum. Upplýsti Pét-
ur að hann hefði lagt sig fram um
að fá starfandi listamenn úr ýms-
um listgreinum til að halda nám-
skeið í skólanum, enda væri það
skoðun sín að grunnskólinn yrði
að vera sveigjanlegri í námsfram-
boði sínu og kennsluháttum og þar
kæmi listin til hjálpar, því lista-
mennirnir tækju oft fyrir ýmislegt
er brynni á huga og hjarta ung-
mennanna. Kvaðst Pétur Þor-
steinsson vera þeirrar skoðunar
að skólinn ætti ekki einvörðungu
að fást við miðlun staðreynda
heldur ætti hann ekki síður að
vera menningarmiðstöð er þroskaði
næmi og smekk barnanna. Lýsti
hann því býsna skemmtilega
hversu áhugasamir krakkarnir
væru þá listamennirnir kæmu í
heimsókn: Það skapast þarna ein-
stök tengsl milli unga fólksins og
skapandi listamanna úr hinum
ýmsu listgreinum ... krakkarnir
eru bókstaflega ofan á herðum
listamannanna eftir smá tíma ...
svo auka þessi námskeið skilning
nemenda á því að skapandi lista-
menn eru hörkuduglegir menn er
skila drjúgu dagsverki ... krökk-
unum finnst líka að þau séu að fást
við eitthvað sem skiptir máli, því
þau fá þarna færi á að leysa á
skapandi hátt vandamál og slík
átök krydda tilveruna og sitja eftir
í huganum. Undirritaður getur
borið um að Pétur Þorsteinsson
skólastjóri hefir hér nokkuð til
síns máls, því seint gleymast öll
myndlistarnámskeiðin er ónefnd-
ur myndlistarklúbbur hélt í
ónefndu plássi forðum daga. Hinir
frægu reykvísku listamenn er þar
mættu og leiðbeindu meðal ann-
arra litlum skrákpolla er fékk að
fljóta með sökum ólæknandi
myndlistaráhuga gleymast senni-
lega aldrei, en hins vegar virðast
ríkisfjölmiðlarnir blessaðir alveg
hafa gleymt hinum skemmtilega
og hressa grunnskóla á Hvamms-
tanga. 0 þó, ekki alveg, því einsog
ég sagði þá er örn Ingi réttur
maður á réttum stað, slíkt skiptir
vissulega máli á fjölmiðlaöld.
ólafur M.
Jóhannesson.
ÚTVARP / S JÓN VARP
Þriðji hlutinn um heims-
styrjöldina síðari
■i Síðari heims-
25 styrjöldin er
— mörgum ákaf-
lega hugleikin, og þá ekki
hvað síst þeim sem tóku
þátt í henni á einn eða
annan hátt. Ýmislegt hef-
ur orðið ágreiningsefni
manna í millum varðandi
stríðið og aðdraganda
þess. Þjóðverjar hafa
fengið fá tækifæri til að
réttlæta gjörðir sínar á
einhvern hátt og sjaldan
eða aldrei hefur styrjöldin
verið skoðuð út frá þeirra
sjónarhóli, a.m.k. ekki á
opinberum vettvangi.
Þriðji þáttur þýska
heimildamyndaflokksins
um heimsstyrjöldina síð-
ari verður á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld og verður
að þessu sinni fjallað um
stríðið á austurvígstöðv-
unum. Eins og þeir muna
sem kunnugir eru fram-
gangi styrjaldarinnar
ruddist Hitler inn í hvert
landið á fætur öðru og
ekkert virtist hindra
hann. Þegar kom að styrj-
öldinni við Rússa hafði
hann betur til að byrja
með og komst langt inn í
land, eða því sem næst til
Stalíngrad, en þá mættu
þýsku herirnir mikilli
mótspyrnu, auk þess sem
rússneski veturinn, með
kuldabola í fararbroddi,
var farinn að segja til sín.
Þjóðverjar kampakátir á leiAinni inn í Rússland ómeðvitað-
ir um það sem koma skyldi.
Alviðra, miðstöð
umhverfisvemdar
^■■B „Alviðra, mið-
1 Istöð umhverfis-
10 — verndar", nefn-
ist þáttur í umsjá Þorláks
Helgasonar sem fluttur
verður I dagskrá útvarps-
ins í dag.
Fyrir tólf árum gaf
Magnús Jóhannesson Ár-
nessýslu og Landvernd
jörðina Alviðru í ölfus-
hreppi og ríflega hundrað
hektara lands úr landi
Öndverðarness. Jarðirnar
tvær standa hvor sínu-
megin Sogsins, miklar að
náttúrukostum og víð-
lendar.
Með skipulagsskrá um
náttúruvernd svæðisins
frá 1981 er stefnt að því
að nýta land Alviðru og
Öndverðarness til útivist-
ar og náttúruskoðunar, og
jafnframt að þar verði
reist miðstöð í umhverfis-
fræðum.
í ágústmánuði sl. var
haldið námskeið fyrir
náttúrufræðikennara af
öllum skólastigum. Til-
gangur þess var að hvetja
þá til þess að nýta sér þá
aðstöðu sem staðnum er
ætlað að veita.
í þáttinn er fléttað
umræðum af námskeiðinu
og spjallað er við Sigrúnu
Helgadóttur líffræðing
um umhverfisvernd.
Ásgeir Sigurvinsson leikur með (slenska landsliðinu á Spáni
í kvöld.
Bein útsending frá leik
íslendinga og Spánverja
■i Við Íslendingar
5Q eigum ekki að
— venjast því að
sjá leiki landsliðsins okk-
ar I knattspyrnu sýnda
beint, og það jafnvel þó
þeir fari fram á Laugar-
dalsvellinum. Nú bregður
hins vegar svo við að bein
útsending verður frá
knattspyrnuleik landans
við Spánverja á heima-
grund þeirra síðarnefndu
í Sevilla.
Sevilla hefur fram að
þessu aðallega verið fræg
fyrir rakarann, en vonandi
minnumst við íslendingar
borgarinnar í framtíðinni
fyrir það að þar unnum
við Spánverja í knatt-
spyrnu.
„Svipmynd“
á miðvikudegi
■I Síðasti dag-
35 skrárliður fyrir
“- fréttir á mið-
nætti er þátturinn Svip-
mynd sem verður í umsjá
Jónasar Jónassonar, út-
varpsstjóra á Akureyri.
Jónas er löngu lands-
kunnur fyrir þætti sína I
útvarpi og hafa jafnt ung-
ir sem aldnir hrifist af
þáttagerð hans. Þátturinn
er tæplega eina og hálfa
klukkustund í flutningi og
ekki er að efa að Jónas
hefur eitthvað skemmti-
legt að bjóða hlustendum
upp á að þessu sinni.
Jónas Jónasson
ÚTVARP
MIÐVIKUDAGUR
25. september
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn. Morgunútvarpið. 7.20
Leikfimi. Tilkynningar.
7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Siguröar G.
Tómassonar frá kvöldinu áð-
ur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15
Veðurfregnir. Morgunorð: —
Inga Þóra Geirlausdóttir tal-
ar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Bleiki togarinn" eftir Ingi-
björgu Jónsdóttur. Guörún
Birna Hannesdóttir lýkur
lestrinum (7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 Hin gömlu kynni.
Þáttur Valborgar Bentsdótt-
ur.
11.15 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12J20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13M Inn og út um gluggann.
Umsjón: Sverrir Guöjónsson.
13.40 Lótt iög.
14.00 .A ströndinni"
eftir Nevil Shute. Nöröur P.
Njarðvlk les þýöingu sina (4).
14.30 Islensk tónlist.
a. .Úr Ljóöaljóöum Salóm-
ons", lagaflokkur eftir Pál Is-
ólfsson. Sigrlður Ella Magn-
úsdóttir syngur; Ólafur Vignir
Albertsson leikur á planó.
b. Þrjú islensk þjóðlög I
raddsetningu Jóns Asgeirs-
sonar. Kammersveit Reykja-
vfkur leikur.
c. .A krossgötum", svlta eft-
ir Karl O. Runólfsson. Sin-
fónluhljómsveit Islands leik-
ur; Karsten Andersen stjórn-
ar.
15.15 Alviöra, miöstöö um-
hverfisverndar.
Umsjón: Þorlákur Helgason.
1545 Tilkynningar. Tónleikar.
18J5 Spánn — Island
Bein útsending frá Sevilla.
Landsleikur Islendinga og
Spánverja I Heimsmeistara-
keppninni I knattspyrnu.
Bjarni Felixson lýsir leiknum
frá Spáni.
21.00 Fréttaágrip á táknmáli
21.15. Fréttir og veður
21.50 Auglýsingar og dagskrá
21.05 Erró
Aðalsteinn Ingólfsson ræöir
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Poppþáttur.
17.05 Barnaútvarpið.
Stjórnandi: Kristln Helga-
dóttir.
1745 Slödegisútvarp.
— Sverrir Gauti Diego. Tón-
leikar. Tilkynningar.
1845 Veðurfregnir. Dagskrá
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Málræktarþáttur
Sigrún Helgadóttir flytur.
19.50 Undankeppni heims-
meistaramótsins I knatt-
spyrnu
Samúel örn Erlingsson lýsir
leik Spánar og Islands I
Sevilla.
25. september
viö Erró I tilefni af málverka-
sýningu hans I Norræna hús-
inu.
21.35 Dallas
Garðveislan.
Bandarlskur framhalds-
myndaflokkur. Þýöandi
Björn Baldursson.
TL3S Þjóöverjar og heimsstyrj-
öldin sföari
(Die Deutschen in Zweiten
Weltkrieg)
20.15 Slarkari, skáld og krafta-
maöur
Um Ögmund Sivertsen.
Þáttur I samantekt Vern-
harðs Linnets. Lesari með
honum: Margrét Aöalsteins-
dóttir.
(Aður útvarpað 4. júll sl.)
2040 Tónlist eftir sænska
tónskáldið Adolf Wiklund.
21.30 Flakkaö um Itallu.
Thor Vilhjálmsson les frum-
samda ferðaþætti (4).
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Ofð kvöldsins.
29 as Svipmyrtd.
Þáttur Jónasar Jónassonar.
3. Striö á austurvlgstöövun-
um
Nýr þýskur heimildaflokkur I
sex þáttum sem lýsir gangi
heimsstyrjaldarinnar
1939—1945 af sjónarhóli
Þjóöverja. Þýöandi Veturliöi
Guönason. Þulir: GuÖmund-
ur Ingi Kristjánsson og Marla
Marlusdóttir.
23.50 Fréttir I dagskrárlok
RÚVAK.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
25. september
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson
14.00—15.00 Eftir tvö
Stjórnandi: Jón Axel Ölafs-
son
15.00—16.00 Nú er lag
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son
16.00—17.00 Smásmugan
Stjórnendur: Eggert B. Guö-
mundsson og Fannar Jóns-
son
17.00—18.00 Tapaö fundið
Sögukorn um popptónlist.
Stjórnandi: Gunnlaugur Sig-
fússon
18.00—21.00 Spánn — Island
Bein útsending frá knatt-
spyrnuleik Spánverja og Is-
lendinga I Sevilla.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00
SJÓNVARP
MIÐVIKUDAGUR