Morgunblaðið - 30.10.1985, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.10.1985, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 9 Félag íslenskra danskennara auglýsir eftir þátttakendum í íslandsmeistaradans- keppni áhugamanna í: Jazz, suöur-amerískum og sígildum samkvæmis- dönsum. Keppninmunfarafram 1986. Nánari uppl. veittar í dansskólunum. Félag íslenskra danskennara. PELSINN Kirkjuhvoli - sími 20160 Alþingi að störfum Alþingi íslendinga fór af staö meö fyrirgangi nokkrum, meöal annars löggjöf um kjaradóm á flugfreyjur. Mál af slíku tagi vekja alltaf athygli. Önnur mál vekja síður athygli - þó merk kunni aö vera. Staksteinar staldra viö tvö þingmál, tillögu um könnun á launum og lífskjörum hér á landi, og tillögu um sömu símgjöld á landinu öllu, sem talin var geta virkaö til tveggja átta. Könnuná launum og lífs- kjörum Tveir þingmemi Sjálf- stæðisflokks, Gunnar G. Schram og Pétur Sigurðs- son, hafa flutt þingsálykt- unartillögu um könnunar- nefnd stjórnvalda og aöila vinnumarkaöarins. Verk- svið nefndarinnar verður „að kanna, hvort og að hvaða leyti laun og lífskjör eru lakari á fslandi en í nálægum löndum og hverj- ar séu orsakir þess. Nefnd- in skili athugun sinni fyrir árslok 1986“. í greinargerð er vakin athygli á þvf að þjóðir, sem íslendingar beri sig helzt saman við, hafi komizt út úr alþjóðiegri efnahags- kreppu, sem mest bar á 1979-1983. Hagvöxtur OECD-ríkja hafi verið 2,6% 1983, tæp- iega 5% 1984 og horfur á allt að 4% hagvexti 1985. Hér hafi verr gengið aö þessu leytL Þjóðartekjur hér hafi rýrnað. Séu um 96% af því sem þær vóru fyrír fjórum árum. Fleiri atriði þarf að kanna en þjóðartekjur á mann, segir f greinargerð með tillögunni, svo sem: 1) hhit launþega í þjóðartekj- um, 2) kauptaxta- og launa- þróun, 3) vinnutfma og vinnuöryggi, 4) beina og óbeina skatta, 6) greiðslu- og skuldastöðu gagnvart öðrum þjóðum, 6) fjárfest- ingarþróun, 7) gengisþróun (Ld. dals og SDR) og 8) hagsveiflur f einstökum löndum. í greinargerð segir enn- frcmur: „Þeirri nefnd, sem fsr það verkefni að gera þessa könnun, er einnig ætlað að skýra niðurstöður sínar að því er varðar Iffskjaraþróun hér á landi f samanburði við náheg lönd. Hafa ytri aðstæður ráðið mestu um þróunina, svo sem afla- brögð og staða aiþjóðaefna- hagsmála? Eða er skýring- anna að leita í okkar eigin efnahagslífi, skipan þess og stjóm? Það er ákaflega mikilvægt að draga þann lærdóm af reynslunni sem unnt er... “ Hér er lagt til að fara ofan í sauma á þeim þáttum þjóðarbúskaparins, sem mest kjaraáhríf hafa; á ytri og innrí orsakirkjarastöð- unnar. Þetta er tímabær tillaga. Það er gott og bless- aö að setja á stanzlausar oröræður um launa- og kjaraþróun. Hitt er þó Ifk- legra til árangurs að gera sér grein fyrir orsökum og afleiðingum f þjóðarbú- skapnum. Gjald fyrir símaþjónustu Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubanda- lags, hefur verið iðinn við málatilbúnað á þingi, það sem af er störfum þess. Meðal þingsályktunartil- lagna, sem hann hefur flutt. er tillaga um „sama gjald fyrir símaþjónustu á landinu öllu“. Einn þingmaður, Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna, taldi tillög- una hafa tvær hliðar. Lak- ari hliðin væri sú að hún eða framkvæmd hennar gæti virkað gegn annarri tdlögu Hjörleifs um aukinn hhit strjálbýlis í stjónsýslu- þáttum og þjónustu yfir- höfuð. Stefán taldi að samkeppnisstaða verzlunar og þjónustu f strjálbýli versnaði en batnaði ekki, ef eftirspurn f strjálbýli fengi ódýrari leið að fram- bærilegri þjónustufyrír- tækjum á höfuðborgar- svæðinu en til staðar væru f strjálbýli. Niðurstaðan gæti orðið sú að verið værí að stýra þessari eftirspurn frá fyrirtækjum í strjálbýli til fyrirtækja á höfuðborg- arsvæðinu. Matthías Bjarnason, ráð- herra Pósts og síma, benti á, að þessi stofnun værí sú eina í ríkisbúskapnum sem hefði ekki hækkað gjald- skrá síðan 1983. Þvert á móti hafi þjónustugjöld Pósts og síma lækkað nokkuð að raungildi. Al- mennt afnotagjald hafi verið lækkað. Skrefagjald hafi verið lækkað. Og telex- þjónusta hafi lækkað. Þessi verðlækkun hafi dregið úr verðmismun eftir lands- hlutum. Verðjöfnun verður að ná í áfongum, sagði ráð- herra, og þegar er ýtt úr vör í því efni. Ráðherra taldi að „far- símar", sem nú færí fjölg- andi, stuðluðu að auknu öryggi f umferð og strjál- býlL Nú gæti fólk á fjölhim uppi, svo dæmi væri tekið, og sjómenn f nánd lands, nýtt síma af þessu tagi til að hafa samband við byggð og land. Hvað sem líður skiptum skoðunum um mismunandi símagjöld, sem raiðast máske við mismunandi kostnað við þjónustuna, er hitt athyglLsvert, að til skuli vera ríkisstofnun sem ekki hefúr hækkað gjaidskrá sína í tvö ár eða þar um bil. Dregið var í tónlistarhappdrættinu 12. október og komu vinningar á eftirtalin númer: 400, 7155, 39205, 47675, 51378, 69861, 78881, 80895, 94004, 107120, 128801, 128868, 130073, 147860, 155046, 161990, 164448, 180647, 184294, 196463. Vinningshafar vinsamlegast snúi sér til skrifstofu Samtaka um byggingu tónlistarhúss aö Garðastræti 17. Skrifstofan er opin frá kl. 14 til kl. 18. Við þökkum landsmönnum öilum góða þátttöku í þessu mikilvæga máli. Samtöbum byggingu tónlistarhúss
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.