Morgunblaðið - 30.10.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.10.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Hópur 50 Evrópu- ungmenna til Islands Gervihjartaþegi ad aðgerð lokinni Anthony Mandis er fyrsti gervihjartaþeginn sem grstt er í gervihjarta í Milton S. Hershey sjúkrahúsinu í Pennsylvaníu. Hér sést Mandia að aðgerðinni lokinni og Nina Dominic, hjúkrunarkona, heldur á lofti treyju, sem á er letrað hversu hjartgóðir íbúar Pennsylvaníu-fylkis eru. Þjóðverjar biðja Sýrlendinga um stríðs- glæpamanninn Brunner Osló, 29. október, frá J.E. Laure. FIMMTÍU evrópsk ungmenni, á aldrinum 18 til 25 ára, munu taka þátt í mánaðar langri kynnisferð til Islands í vetur. Verður þeim deilt niður í smáhópa sem hver um sig mun kynna sér hinar ýmsu hliðar íslenskrar menningar og þjóðfélags- hátta. Munu ungmennin verða á íslandi um áramótin 1985—86. „ Ætlunin er að þátttakendur dveljist hjá íslenskum fjölskyld- um. f námshópinn hefur verið valið þversnið af ungu fólki í Evrópu og eru þar einnig fulltrúar atvinnulausra og fatlaðra ung- menna. Að boðinu standa félags- samtök í Evrópu sem beita sér fyrir því að auka atvinnuþroska og menntun ungs fólks, Erziehung Hætta sölu lyfs við Iiðagigt Morris Plains, New Jersey, 29. október. AP. WARNER-Lambert lyfjafyrirtæk- ið hefur ákveðið að hætta sölu Isoxicam-liðagigtarlyfsins utan Bandaríkjanna vegna fimm dauðsfalla, sem rakin hafa verið til þess. í Frakklandi var sala lyfsins bönnuð 11. október sl. Að sögn talsmanns fyrirtæk- isins, Jack Sholl, er vitað um 21 tilfelli svonefndrar Lyell’s- veiki frá því lyfið var sett á markað í Evrópu 1983. Enn- fremur er vitað um 26 tilfelli svonefndrar Stevens-Johnson- veiki. Hvoi- tveggja lýsir sér í illkynja blettasýki. Fimm andlát eru rakin til þessrar veiki, fiögur í Frakk- landi og eitt á Italíu. í Frakk- landi var lyfið selt undir heitinu Bectren og Pacyl á Ítalíu. und berufserfahrung junger Euro- per. Félagssamtökin vinna að því að Evrópulöndin skiptist á ungu fólki sín á milli í þeim tilgangi, að þau öðlist hagnýta verkþekk- ingu og almenna menntun til að geta betur brugðist við breyttum atvinnuháttum' sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Yfirumsjón með kynnisferðinni til íslands hefur fornleifa- og sagnfræðingur- inn Peter Willey. Þrír fórust í fellibylnum Tuan New Iberia, Louisiana, 29. október. AP. FELLYBILURINN Juan sem gekk yfir Lousiana-fylki í Banda- ríkjunum Om helgina sökkti olíu- borpalli og olli nokkru tjóni á ströndinni. Þrír menn létu lífið af völdum fellibylsins og hins fjórða er saknað. Mestur varð vindhraðinn 136 km á klukku- stund og varð ölduhæð rúmlega 6 metrar. Talið er að fólk hafi ekki veitt aðvörunum um fellibyl- inn nægilega mikla athygli vegna þess hve hann kom seint að haustinu. Þegar fellibylur- inn gekk yfir var háflóð og sjávarborð því rúmlega tveim metrum hærra en í meðallagi. Ríkisstjórinn, Edwin Edwards, lýsti yfir neyðarástandi á 13 stöðum í ríkinu, og sagði hann að steypiregn og flóð hefðu valdið stórskaða á sojabauna- og sykurreyrsekrum. Bonn, 29. október. AP. VESTUR-Þjóðverjar hafa skorað á Sýrlendinga að framselja til V-Þýzka- lands stríðsglæpamanninn og nasist- ann Alois Brunner, að sögn tals- manns dómsmálaráðuneytisins í Bonn. Nýlega uppgötvaðist að Brunner byggi í Damaskus og i framhaldi af því var farið fram á framsal hans. í tímaritinu Bunte í þessari viku kveðst Brunner reiðubúinn að gefa sig fram við alþjóðadóm- stól. Hafnaði talsmaður dóms- málaráðuneytisins því boði og sagði það vera út í bláinn. Talsmaðurinn segir vestur-þýzk yfirvöld hafa ítrekað beiðni sína um framsal eftir að viðtal birtist við Brunner í Bunte. „Þetta er ekkert annað en yfirvarp hjá honum, hann er að reyna að láta líta út fyrir að hann sé saklaus. Það er enginn alþjóðadómstóll af þessu tagi til og það veit hann sjálfur mætavel," sagði Hans Jurg- en Schmid, talsmaður dómsmála- ráðuneytisins. Brunner, sem er einhver eftir- lýstasti stríðsglæpamaður nasista, segist í viðtalinu reiðubúinn að gefa sig fram við alþjóðadómstól svo fremi hann lendi ekki í klóm ísraela. Nasistaveiðarinn Beate Klarsfeld heldur því fram að Brunner beri ábyrgð á dauða a.m.k. eitthundrað þúsund gyð- inga. Vestur-Þjóðverjar fóru fram á framsal Brunner í desember 1984, en yfirvöld í Damaskus svöruðu því til að Brunner væri ekki í Sýr- landi. Hefur nú verið leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast, heldur mun sannara að Brunner hafi falizt i Sýrlandi um langt árabil og staðfestir hann það sjálfur í samtali við Bunte. Hafa Vestur-Þjóðverjar óskað eftir að- stoð ýmissa ríkja, m.a. Bandaríkj- anna og Frakklands, við að fá Sýr- lendinga til að framselja Brunner. Komi i ljós að Brunner sé vest- ur-þýzkur ríkisborgari þar hann ekki að óttast að lenda í klóm f sraela, að sögn Schmid, slíkt bryti í bága við stjórnarskrá Vestur- Þýzkalands. Að sögn nasistaveið- arans Simon Wiesenthal tók Brunner þýzkt ríkisfang skömmu áður en Þjóðverjar innlimuðu Austurríki árið 1943. Brunner var nánasti samstarfs- maður Adolfs Eichmann og yfir- maður útrýmingabúða nasista í Drancy í Frakklandi. ísraelar náðu Eichmann, sem ber ábyrgð á dauða milljóna gyðinga, og hengdu hann 1962. Brunner er eftirlýstur í Austurríki, Vestur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Frakklandi, Grikklandi og ísrael. Franskir dómstólar dæmdu hann tvisvar til dauða árið 1954 að honum fjarver- andi. Wiesenthal dregur í efa að Brunner vilji gefa sig fram og segir þar um áróðursbragð að ræða. Douglas-Home rit- stjóri Times látinn London, 29. október. AP. CHARLES Douglas-Home, ritstjóri enska dagblaðsins Times, lézt í dag 48 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Douglas-Home, sem var frændi Sir Alec Douglas-Home, fyrrum forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga íhaldsflokksins, varð rit- stjóri Times árið 1982, eftir að Rupert Murdoch, útgefandi blaðs- ins, rak Harold Evans, en hann var fyrsti ritstjóri blaðsins, eftir að Murdoch keypti það. Douglas-Home ritstýrði Times frá sjúkrabeði sínu þar til fyrir aðeins 10 dögum og hélt hann ritstjórnarfundi sína í gegnum símann. „Hann var jákvæðasti maður með alvarlegan sjúkdóm, sem ég hef nokkurn tímann þekkt," sagði Colin Webb, aðstoð- arritstjóri blaðsins, í dag. Charles Douglas-Home. Samtök stofnuð gegn tennisstjörnu: „Hver í dauðanum er Boris Becker“ Frankfurt, 29. október. AP. VESTUR-ÞÝSKA tennisleikaranum Boris Becker hefur mikið verið hampað í fjölmiðlum síðan hann vann fyrstu verðlaun í Wimbledon f sumar og þykir mörgum að nú sé nóg komið. Óánægðir Vestur-Þjóð- verjar hafa nú stofnað samtök, sem nefna sig „Andstæðingar Boris Beck- er sameinist". Stofnandi samtakanna er 42 ára starfsmaður hjá póstinum, Júrgen Pfaffe að nafni. Segir hann æ fleiri sækja um aðild að samtökunum. „Við urðum að hætta inntöku nýrra and-aðdáenda um sinn, þar sem við réðum ekki við allar umsóknirnar, sem bárust," segir Pfaffe. írafárið hófst á því að Pfaffe birti auglýsingu í götublaðinu Bild : „Allir elska Boris Becker og dá. Ekki við! Félagar óskast að sam- tökunum „Andstæðingar Boris Becker sameinist“.“ Með auglýs- ingunni fylgdi heimasími Pfaffes. Um þrjátíu manns hringdu vegna auglýsingarinnar í fyrstu. Viku síðar birti vikuritið Der Spiegel auglýsinguna í spéspegli sínum og þar með var skriðunni hrundið af stað. Alténd töldu samtökin 148 félaga tæpum mán- uði síðar, „allt frá 15 til 78 ára að aldri,“ að því er Pfaffe sagði í viðtali í dag og bætti við: „Aður en langt um líður þurfum við heil- an íþróttaskála til að halda aðal- fundi.“ „Ég neyddist til að færa símann í annað herbergi, vegna upphring- inga að næturlagi," segir stofnand- inn og viðurkennir að Boris Becker aðdáendur hafi einnig hringt í sig. Á því er víst enginn vafi og dag- blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung leiðir að því getum að Pfaffe hafi nú efni í heila doktors- ritgerð um það, hvernig fólk lætur ósiðlega og skrílslega i síma, þegar maður leyfir sér að segja brand- ara, sem öðrum finnst ekki sér- staklega vel heppnaður. Pfaffe hefur ekkert út á tennis að setja, sem íþrótt, og hans vegna má Becker halda sigurgöngu sinni áfram, „en allur þessi fáránleiki og vitleysa um þessa og hina Ljósmyndarar þyrpast að Boris Becker á opna tennismótinu í Indianapolis. „Becker-mania“ braust út í Bandaríkjunum eftir að Becker lagði Þýskaland að fótum sér. Ekki eru allir sáttir við dýrkun almúgans á táningnum. kærustu Beckers og prinsessur, sem hann hittir, fyllir mælinn," segir Pfaffe. Þessi sautján ára tennisleikari hefur verið í brennidepli frá því hann sigraði í Wimbledon og helstu fótboltastjörnur Vestur- Þjóðverja falla í skuggann af Becker hvað umfjöllun dagblaða snertir. Vart líður svo dagur að út- breiddustu dagblöð í Vestur- Þýskalandi slái ekki upp risafyrir- sögnum um rauðhærðu stjörnuna. Oft er um ómerkilegustu smá- smygli að ræða. Bild: „Boris er með henni Susan sinni í Monte Carlo. Þau horfast djúpt í augu. Takið eftir bandarísku tennisskón- um þeirra. Á mótinu í Filderstadt í gær var hún þegar komin í skó frá sama framleiðanda og hann, Puma.“ Blöðin berjast um að vera fyrst með fréttir úr einkalifi Beck- ers. Oftlega er um frásagnir að ræða, þar sem ýjað er að sambandi tenni8stjörnunnar við ýmsa fasta- gesti slúðurdálkanna — af veikara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.