Morgunblaðið - 30.10.1985, Side 58

Morgunblaðið - 30.10.1985, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 ttcaAAtm „Úg setlCL bara. <xb vona a£> pú Sérb borgunarmc&ur fyrir Öllum þíífum drykK) um stm þá ert bCtinn oí> panta.!" Aster... I .. .að koma fram við hvort annað sem jafningja. TM Rag. U.S. Pat. Off.—all rlghts resarvad ®1985 Los Angeles Tlmes Syndicate Komið og sjáið. Hann er búinn að Þurrafúi er líka til á þurru landi!! setja nýtt veggfóður og sparaði alla málninguna! Mennirnir sem við höfum treyst Velvakandi. Ég hlustaði á umræður þing- manna okkar um daginn og margt fékk maður að heyra en ekki meira en maður bjóst við, af þessum mönnum sem nýlega hafa verið að hoppa á milli ráðherrastólanna. Ekki fór það fram hjá mér, þegar hann Þorsteinn Pálsson hinn nýi ráðherra fór að vitna í ræðu sér Heimis Steinssonar við þingsetn- inguna. Ekki heyrði ég þá ræðu en ég hlustaði á séra Sigurð Hauk þegar hann prédikaði við setningu þingsins síðastliðið haust. Hann hóf ræðu sína á þessum orðum: Réttur ófæddra kvenna Á kvennadaginn var margt rætt um kjör kvenna, réttindi og virð- ingu. Því verður ekki á móti mælt, að víða er pottur brotinn hvað þessi mál snertir í þjóðfélagi okkar þrátt fyrir umliðinn „kvennaára- tug“. En gleymdu ræðumenn dags- ins samt ekki því, sem mikilvægast er, sjálfri forsendu allra annarra réttinda, réttinum til lífsins? Islenzkar konur! Á hverju ári eru nálægt 350 kynsystur ykkar sviptar réttinum til lífs á sjúkra- húsum landsins. Eiga þau ófæddu meybörn ekki líka tilkall til sam- úðar ykkar og órofa samstöðu? Jón Valur Jensson „Þetta eru mennirnir sem við kusum, þetta eru mennirnir sem við höfum treyst." Já, þeir eru búnir að setja eitt þing síðan Sig- urður sagði þessi orð, svo nú geta landsmenn dæmt: Getum við treyst þessum mönnum? Ég held ekki, jafnvel þó sé kominn nýr fjár- málaráðherra. Þessir menn eru ekki færir um að ráða fram úr þeim erfiðleikum sem þeir hafa sjálfir búið út fyrir alla nema sjálfa sig og sína. Þeir hafa ekki þurft að selja bílinn sinn, sjónvarpstækið eða myndbands- tækið fyrir nauðþurftum, eða af- borgun af skuldum. Þeir mala gull í sínum fyrirtækjum meðan aðrir berjast við að halda húsum sínum. Þótt Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins hefði það helst að færa þjóðinni að sjón- varp yrði svo gott eftir áramótin, hafa þeir tæplega ánægju af því sem búnir eru að láta tækin sín. En þingmaðurinn þekkir eflaust engan sem er svo illa settur en það geri ég. Ég held að þessir góðu herrar megi bæta um betur ef ekki á illa að fara fyrir þjóðarskútunni. EH 2034— 1432 Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVlSI jóðviljinn var með feikna- mikla háreysti í næstliðinni viku útaf gangbrautaöldunum ef svo mætti kalla þær — upphleyptu sebrabrautunum sem sjá má all- viða um bæinn og eiga að knýja ökumenn til þess að draga úr hraðanum þá þeir nálgast þessar hindranir. Þetta eru sjálfsagt hinar ágætustu bungur en eru samt umdeildar eins og gengur. Til dæmis vilja sumir meina að þær geti verið beinlínis viðsjár- verðar í myrkri og slæmri færð ef ókunnugir eru á ferð. En látum það liggja á milli hluta. Hitt er furðulegra þegar skriffinnar reyna að gera sér mat úr þessu eins og þeir á Þjóðviljan- um á dögunum og rembast þá við það eins og rjúpur við jafnmarga staura að læða því að almenningi að það sé af einskærri mannvonsku þegar borgarstjórnarmeirihlutinn er ósammála minnihlutanum um fjölgun títtnefndra vegartálma. Með málflutningi sínum gaf Þjóð- viljinn nánast í skyn að Davíð og félagar vildu eiginlega hvern ein- asta fótgangandi Reykvíking feig- an. Og svo hljóp Alþýðublaðið til í sínu flugulíki og tók undir vitleys- una. xxx að eru vinnubrögð af þessu tagi sem gera menn stundum fráhverfa pólitík, því að auðvitað er ekkert annað á bakvið svona fleipur en dorg eftir atkvæðum. Menn byrja að spyrja sjálfa sig hvort pólitíkusarnir og/eða vika- piltar þeirra líti á kjósendur upp til hópa sem þursa og fábjána: að engin fullyrðing sé svo íangsótt að ekki sé hægt að nota hana sér til framdráttar. En það er til allrar guðslukku liðin tíð að öll íslensku dagblöðin séu með svona kjána- læti. XXX Raunar er það fleira en hjákát- legar aðdróttanir á prenti sem fæla líka þegnana frá stjórnmál- unum. í leiðara hér í blaðinu snemma i síðastliðinni viku var vikið að einu slíku dæmi. Það var það uppátæki Tómasar Árnasonar seðlabankastjóra að fræða alþjóð á því að gengisfeliing væri sko ekki aldeilis í bígerð núna í kjölfar hinnar grátbroslegu misskilnings- kauphækkunar. Seisei nei. Gengið yrði einungis látið síga. Hver heilvita maður veit auðvit- að að þetta er ekki tvennt ólíkt nema síður sé heldur nákvæmlega einn og sami verknaðurinn. Ef krónan mín rýrnar um fimmtung, þá er mér lltil huggun í því að hún hafi ekki „fallið" heldur bara „sig- ið“. Ætli mennirnir sem tala í gátum verði bara ekki að verða sér úti um ný töfraorð í sjónhverfinga- þáttinn? Hvernig væri að orða þetta þannig næst að krónuræfill- inn hefði bara „skroppið sarnan" eða „hlaupið"? Sagnir eins og að „dúndra" og „leka“ koma líka í hugann. XXX Loks er að segja frá litlu, snotru skilti sem gladdi hjarta Vík- verja þegar hann sá það í bak- glugganum á litlum, snotrum Daihatsu í grennd við eina af gangbrautaöldunum sem fyrr er getið. Skrifað stóð: Ég áetla að verða Rolls-Royce þegar ég er orðinn stór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.