Morgunblaðið - 08.11.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 08.11.1985, Síða 17
b MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 17 ^3R£J^ frimerki eru frædandi % frimerki eru frædandi o ^ifíRKlS^ % frimerki eru frædandi o % ^AlfKKl^ Sýnisborn af dagstimpli Dags frímerkisins 5. nóv. in á hér á landi. Erlendis eru slíkir markaðir að jafnaði vel sóttir. Þá vil ég benda mönnum alveg sérstaklega á það, að bæði FF og LÍF verða með söludeildir á sama tíma og skiptimarkaðurinn stend- ur. Verður þar til sölu ýmis áhuga- verður varningur frá fyrri frí- merkjasýningum. Landssamband- ið á t.d. ýmislegt skemmtilegt eftir frá NORDIU ’84, svo sem barm- merki, minnispeninga o.fl. Fjár- frekar framkvæmdir hafa staðið yfir á þessu ári við hið nýja félags- heimili. Þess vegna er einmitt allur stuðningur við samtök safnara vel þeginn og ekki sízt þessa stundina. Loks vil ég geta þess, að laugar- daginn 16. nóvember fer vígsla fé- lagsheimilis FF fram í Síðumúla 17 milli kl. 15 og 17. Verða þar ókeypis kaffiveitingar fyrir félags- menn og aðra þá, sem sækja stað- inn. Vil ég eindregið hvetja menn til að fjölmenna og skoða um leið hið vistlega félagsheimili LÍF og FF og kynnast þannig af eigin raun, hversu vel er reynt að búa að söfnurum. En það verður fleira að gerast þessa daga hér í höfuðborginni. Klúbbur Skandinavíusafnara, sem hefur einkum haslað sér völl í Breiðholtshverfum, gengst fyrir kynningu á söfnun frímerkja 16. og 17. nóvember í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Verður sýn- ingin opin báða dagana frá kl. 13—19. Sýningin, sem fyrst og fremst er tileinkuð börnum og unglingum, hefur hlotið nafnið UNGFRÍM ’85. Litið er vitað um skipulegt starf ungra frímerkjasafnara og vonast klúbburinn til þess, að sýningin opni augu skólanema i Breiðholti fyrir þessari ágætu tómstundaiðju og verði jafnvel til þess, að upp rísi frímerkjaklúbbar innan skól- anna. — Til þess að varpa sem skýrustu ljósi á þá möguleika, sem fólgnir eru í frímerkjasöfnun, hefur klúbburinn aflað sýningar- efnis frá unglingum i Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en þar er ungl- ingastarf frímerkjasafnara vel á vegi statt. Auk þessa sýningarefnis munu nokkrir af þekktari frímerkja- söfnurum hérlendis sýna söfn sín og leggja undir dóm dómnefndar Landssambandsins og freista þess þannig að ná þeim árangri, sem veitir aðgang að alþjóðlegum frí- merkjasýningum. Frímerkjasýningin UNGFRÍM ’85 er þess vegna alhliða-sýning, jafnt fyrir byrjendur sem og þá, % er lengra eru komnir í söfnun frí- merkja. Af því, sem nú hefur verið rakið í þættinum, má ljóst vera, að frí- merkjasafnarar og aðrir áhuga- menn hafa nóg að gera um aðra helgi. Er ekki nema ánægjulegt til þess að hugsa, og vonandi glæðir það áhuga meðal almennings og þá ekki sízt meðal unglinga, sem brátt erfa landið. Jólafundur FF 3. desember nk. Vetrarstarf Félags frímerkja- safnara er komið vel af stað. Félagsheimilið í Síðumúla 17 er opið á laugardögum frá kl. 15— 18. Vera má, að sú breyting verði gerð hér á að opna það heldur fyrr, jafnvel kl. 13.30. Þá er einn- ig opið á fimmtudagskvöldum. — Næsti félagsfundur verður 21. nóvember, og síðan verður hinn árlegi jólafundur þriðjudaginn 3. desember. Verður hann í Krist- alssal Hótels Loftleiða og hefst kl. 20.30. Jólafundir FF hafa ævinlega verið vel sóttir og öllum til ánægju. Jólafrí- merki 1985 Næstkomandi föstudag, 14. þ.m., koma út siðustu islenzku frímerki ársins, jólafrímerkin. Þau hafa verið árviss atburður síðan 1981. Eru þetta tvö frí- merki og henta vel á væntanleg- an jólapóst, því að verðgildi þeirra eru 8 og 9 kr. Tákn mynd- anna er veturinn — tími jólanna. E.t.v. á einhver erfitt með að átta sig á myndefninu, og því er bezt að láta sjálfan listamanninn, Snorra Svein Friðriksson, lýsa því. Eftir honum er þetta haft í tilkynningu Póst- og símamála- stofnunarinnar: „Vetrarmyndir íslands eru furðumyndir úr snjó./ Sólskin kveikir ljós í snjó- kristöllum./ Snjókorn falla, mætast og mynda form/ á hvít- um fjallatindum, vörðu á heiðar- brún.“ — Margir hafa séð lit- myndir af merkjunum framan á tilkynningu póststjórnarinnar, og ým°ir hafa verið anzi harðir i dómum sínum. Ég held að menn ættu að biða útkomu merkjanna sjálfra, áður en þeir fella dóm sinn um þau. Ekki er óhugsandi, að bæði þessi frímerki og ýmis önnur, sem út hafa komið á síð- ustu misserum, verði mér um- ræðuefni síðar. Jólafrímerkin eru „sólprentuð" í Sviss, og trú- lega á sú aðferð vel við að þessu sinni. þessa ákvörðun hefur verið unnið að fyrirkomulagi ráðgjafarþjón- ustunnar til frambúðar. Þeirri undirbúningsvinnu er nú lokið og hefur Ráðgjafarstöð Húsnæðis- stofnunarinnar nú verið stofnuð. Markmið hennar er að veita aðstoð við undirbúning og skipulagningu fyrir húsbyggjendur og íbúðakaup- endur. Hvetur Húsnæðisstofnun þá til að leita til Ráðgjafarstöðvar- innar í tíma svo forðast megi óhóf- lega greiðslubyrði eftir þ\ í sem aðstæður frekast leyfa. Húsnæðiskaupendur geta leitað til stöðvarinnar eftir aðstoð við gerð áætlana um fjármögnun kaupanna. Við þá áætlanagerð er notað tölvuforrit sem starLunenn stofnunarinnar hafa þróað á und- anförnum árum. Með því er m.a. unnt að reikna út bæði greiðslu- byrði og gjaldþol kaupandans, jafnt til langs og skamms tíma. Forstöðumaður Ráðgjafarstöðv- arinnar er Grétar J. Guðmundsson verkfræðingur. Auk hans starfar viðskiptafræðingur við stöðina og hún hefur aðgang að þjónustu ýmissa sérfræðinga Húsnæðis- stofnunar, svo sem annarra verk- fræðinga, lögfræðings, tæknifræð- inga, arkitekta og fagmanna I byggingariðnaði. Ráðgjafarstöðin mun einnig gefa út fræðslurit, bæði á sviði fjármögnunar, húsnæðiskau|ia og tæknilegs efnis. Hið tækniletra efni mun fyrst og fremst fjalla um hagkvæmni í húsbyggingn m og leiðir til sparnaðar, bæði á sviði hönnunar og búnaðar húsa. Bættu gosinu í á sömu mínútunni og þú drekkur Cola- drykkinn þinn Ekkert Cola er ferskara! SÓLHF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.