Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 27

Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 27 Landvernd: Aðalfundur á morgun AÐALFUNDUR Landverndar, land- græðslu- og náttúruverndarsamtaka Islands, verður haldinn á morgun, laugardag, í Alviðru í Ölfusi, en þar eru Landvernd og Árnessýsla að koma upp ' umhverfisfræðslusetri. Fundurinn hefst kl. 9.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða flutt fjögur erindi. Fyrir hádegi ræðir Sigurður Sigur- sveinsson um málefni Alviðru, þ.e. umhverfi og fræðslustarf, en hann hefur verið starfsmaður í Alviðru undanfarin sumur. Á dagskrá eftir hádegi verða erindi um rannsóknir í umhverfis- málum og eru framsögumenn: Jón Gauti Jónsson, Sigurður St. Helga- son og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni kl. 8.30 á laugardagsmorg- Hekla hf.: Útborgun 70—75% en ekki 30 % í FRÉTT í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær var meinleg villa í frétt um mismunandi greiðslukjör er bifreiðaumboð bjóða viðskipta- vinum sínum. Sagt var að útborg- unarhlutfall kaupverðs bifreiða hjá Heklu hf sé milli 25 og 30, og eftirstöðvarnar lánaðar á skulda- bréfi til sex mánaða. Þetta er rangt. Rétt er að kaupendur þurfa að greiða 70—75% út, en fyrirtæk- ið lánar eftirstöðvarnar í sex mán- uði á skuldabréfi. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Mjúkar kökur og harðfiskur — á markaði félags enskunema HIÐ nýstofnaöa Félag enskunema hefur unniö aö því að ná félagslífi í enskudeild Háskóla íslands upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í undanfarin ár, segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Stofnun skemmti-, leik-, rit- og ferðanefndar er liður í þessu auk fjáröflunar til væntanlegrar námsferðar til Lundúna um pásk- ana. í ráði er að gefa út blað eftir áramót í þessu skyni, en öflun fjár hefst á köku- og harðfiskbasar, sem haldinn verður í húsnæði enskudeildar á Aragötu 14 (austan Suðurgötu og sunnan Aragötu) sunnudaginn 10. nóvember kl. 14.00. Nemendur hafa lagt nótt við dag við að baka hnallþórur og stríðstertur handa borgarbúum og Norðlendingar hafa unnið baki brotnu við að herða og berja úrvals sjávarafurðir. Allir eru hvattirtil að mæta á staðinn og spara sér bakstur og barning og styrkja um leið gott málefni, segir í frétt frá félaginu. Kvenfélag Grensássóknar: Basar á morgun HINN árlegi basar Kvenfélags Grensássóknar verður haldinn að þessu sinni í safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut á morgun, laugardag, kl. 14.00. Að venju verða þar til sölu margvíslegustu munir, bæði hent- ugir til gjafa og daglegra nota. Einnig er ætlunin að þar verði gott og mikið kökuúrval. Konurnar verða í safnaðar- heimilinu við undirbúning eftir kl. 19.00 í kvöld, föstudagskvöld, og eftir kl. 10.00 á morgun, laugardag, og er þá hægt að koma til þeirra með kökur og muni. Grunnskólanemendur í fylgd kennara að skoða Kjarvalssýninguna á Kjarvalsstöðum. morgum.moio/i' nopjomr Kjarvalsstaðir: Kennsluefni um Kjarval komið út Á VEGUM Námsgagnastofnunar hefur verið gefið út kennsluefni um Kjarval, sem ætlað er til stuðn- ings við undirbúning ferðar grunn- skólanema á sýninguna „Kjarval, aldarminning". Kennsluefninu verður dreift í grunnskólum auk þess, sem það liggur frammi á Kjarvalsstöðum. Að sögn Þóru Kristjánsdóttur, listráðunautar Kjarvalsstaða, hefur verið stöðugur straumur skólanemenda að skoða sýning- una frá því að hún var opnuð 15. október. Til þess að anna eftir- spurn frá skólayfirvöldum hefur verið ákveðið að auka gæslu á morgnana á Kjarvalsstöðum og geta því nemendur komið í fylgd kennara frá kl. 9 alla virka daga, með því að bóka tíma hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- umdæmis. Sýningunni lýkur 15. desember nk. Kennsluefnið er tekið saman af safnakennurum Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmis þeim Bryndísi Sverrisdóttur og Sólveigu Georgsdóttur. Samverustund í Laugarneskirkju Laugarnessöfnuður efnir til sam- verustundar í kjallarasal kirkjunnar í dag kl. 14.30, en undanfarna átta vetur hefur söfnuðurinn efnt til síö- degiskaffis með dagskrá annan hvern föstudag. í samverustundina í dag koma herra Pétur Sigurgeirsson biskup og kona hans, frú Sólveig Ásgeirs- dóttir, og ennfremur koma hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Askelsson organisti og flytja tónlist. Málefni Suðurlandskjördæmis rædd á fundi með þingmönnum Selfoasi, 4. nóvember. FÖSTUDAGINN 8. nóvember verður sunnlenskra sveitarfélaga. Á fundinum ir frá nefndum sambandsins og lagðir með þeim síðar um daginn. Það eru álit þriggja nefnda, sem tekin verða fyrir; frá samgöngu- nefnd, orkunefnd og atvinnumála- nefnd. Þessar nefndir héldu fundi í október þar sem áhersluatriði voru tekin saman. Af hálfu samgöngunefndar, 14. október er lögð áhersla á stokkun Markarfljóts og Múlakvisiar. Á meðan ekkert er aðhafst í vörnum við Markarfljót er vatnsveita Vestmannaeyja i mikilli hættu og einnig þær sveitir, sem áin getur lagt í auðn, ryðji hún sér leið úr farveginum. Nefndin telur nauð- synlegt að stokka Múlakvísl ofan Höfðabrekkujökuls til varnar því að áin gangi á jökulinn, sem er helsta vörn Víkurkauptúns í vænt- anlegu Kötluhlaupi. Á fundi sam- göngunefndar var gerð grein fyrir úttekt, sem í gangi er á sam- göngum og samgöngukerfum, skipulagi samgangna og flutninga- þjónustu á Suðurlandi. Að lokinni þeirri úttekt verður reynt að benda Fólk þarf að huga að jólapóstinum NÚ FER að verða nauðsynlegt að huga að sendingu jólaböggla, a.m.k. til fjarlægra landa, að þvf er fram kemur í fréttatilkynningu frá póst- og símamálastofnun. Til þess að öruggt sé að skipa- póstur komist til skila fyrir jól verður að fara að senda slíkan póst sem allra fyrst. Póst sem senda á til fjarlægra landa með skipi til dæmis til Ástrallu, Asíu, Afríku og Suður- Ameriku þarf að póstleggjast helst ekki seinna en í dag 8. nóv- ember. Skipapóst til Norður-Ameríku og Suður-Evrópu þarf að senda eigi síðar en 25. nóvember. Og til Norður-Evrópu og Norður- landa í síðasta lagi 2. desember. Flugpóst til Ástralíu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku þarf að póstleggja fyrir næstu mán- aðamót og til Norður-Ameríku og Suður-Evrópu eigi síðar en 5. desember og Norður-Evrópu 10. desember næstkomandi. Áríðandi er að útfylla skýrt og greinilega fylgibréf, böggla og tollskýrslur og tilgreina ná- kvæmlega innihald sendinga svo að komist verði hjá töfum vegna tollskoðunar. haldinn fulltrúaráðsfundur Samtaka verða teknir fyrir helstu áhersluþætt- fyrir þingmenn kjördæmisins á fundi á leiðir til úrbóta og bættrar þjón- ustu. Formaður samgöngu- nefndar er Georg Þór Kristjáns- son, Vestmannaeyjum. Á fundi orkunefndar 21. október var m.a. bent á þann aðstöðumun sem ríkir varðandi afhendingu á raforku þar sem Sunnlendingar þurfa að sækja orkuna í virkjanir, en t.d. Reykjavíkurborg fær hana afhenta við borgarmörkin. Þá var samþykkt að beina því til iðnaðar- ráðherra að skipa nefnd til að endurskoða gjaldskrá raforku sem stuðli að betri og jafnari nýtingu. Bent var á að notendur raforku á Suðurlandi greiða allt að 31% Landsfundur Kvennalistans LANDSFUNDUR Kvennalistans hefst í Gerðubergi á morgun, laugar- dag, kl. 10 og verður einnig á sunnu- dag. Er þetta þriðji landsfundur Kvennalistans, en samtökin voru stofnuð 1981. í tilkynningu frá Kvennalistan- um segir að fundurinn sé opinn öllum konum sem áhuga hafa á starfsemi listans, en þátttöku þarf að tilkynna til Kvennahússins, Hótel Vík, í Reykjavík. hærra verð fyrir raforku til heim- ilisnota og allt að 45% hærra verð fyrir raforku til iðnaðar, en þeir notendur sem skipta við rafveitur og fá orkuna beint frá Landsvirkj- un. Orkunefnd ályktar að við svo búið megi ekki standa og beinir því til þingmanna að vinna ötul- lega að leiðréttingu þessara mála. Formaður orkunefndar er Guð- mundur Kr. Jónsson, Selfossi. Á fundi atvinnumálanefndar, 18. október skýrðu nefndarmenn frá atvinnuástandi, hver frá sínu svæði. Samkvæmt því er atvinnu- ástand með besta móti á Eyrar- bakka og atvinnufyrirtæki í deigl- unni. Á Stokkseyri er atvinnu- ástand viðunandi og í Þorlákshöfn og ölfushreppi einnig. Sömu sögu sagði fulltrúi Vestmannaeyja, þar sem stöðugt vantar fólk til fisk- vinnslu. A Selfossi virðast at- vinnuhorfur dökkar, sagt hefur verið upp fjölda manns í bygginga- riðnaði og margir sækja atvinnu út fyrir bæjarmörkin. í V-Skaft. hefur atvinnuleysi heldur aukist og atvinna einhæf. Blikur eru á lofti í atvinnumálum í Rangár- vallasýslu. Nýtt sláturhús hefur valdið tilflutningi á störfum en ekki aukningu. I uppsveitum Ár- nessýslu er að sögn iðnráðgjafa þörf á smáfyrirtækjum þar sem þéttbýlt er. Fundarmenn atvinnumála- nefndar voru sammála um að leggja áherslu á eftirfarandi mál á fundi með þingmönnum: Lána- kerfi húsnæðismála, sem veldur mestu um samdrátt í húsasmíðum (einingahús), stóriðjumál, fjár- magn í iðnþróun, sem tengist m.a. úrvinnslu og nýskipan í atvinnu- lífi, atvinnuleysisbætur og flutn- ing á vinnuafli, þungaskatt og áhrif hans á flutningskostnað, og að lokum fjárstreymi til höfuð- borgarinnar. Loks var ályktað um mikivægi fyrirhugaðrar brúar yfir ölfusár- ósa. Formaður atvinnumálanefnd- ar er Margrét Frímannsdóttir, Stokkseyri. Fulltrúaráðsfundurinn og fund- urinn með þingmönnum kjördæm- isins verða báðir í Tryggvaskála á Selfossi. Sig. Jóns. Námskeið í Ayur-Vada NÁMSKEIÐ þar sem svonefnt Ay- ur-Veda heilbrigðiskerfi verður kynnt hefst í Lögbergi Háskóla ís- lands í kvöld, föstudagskvöld kl. 19 ístofu 101. I fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist segir að Dr. Lewley, rektor Ayur-Veda háskólans í Gujarat á Indlandi, sé kominn hingað til lands til að kynna Ayur-Veda heilbrigðiskerfið, en það mun byggja á því að greina einstaklinginn eftir lífeðlisfræði- legum sérkennum hans og veita ráðgjöf um líferni, mataræði og fleira sem stuðlar að jafnvægi líkamsstarfseminnar. Ennfremur segir í tilkynning- unni að í lok námskeiðsins eigi þátttakendur þess kost á að fá einkaráðgjöf hjá hinum indverska sérfræðingi, en skráning á nám- skeiðið fer fram milli kl. 18 og 19 í Lögbergi. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Aðalfundur haldinn í dag og á morgun AÐALFUNDUR Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum verður haldinn í félagsheimilinu Höfnum í dag, föstudag, og á morgun, laugardag. Fundurinn hefst kl. 14.00 1 dag. Auk venjulegra fundarstarfa flyt- ur Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarp. Fjallað verður um hvort Hitaveita Suðurnesja sé á tíma- mótum. Þá mun Hjálmar Arnason, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, ræða um drög að frumvarpi um skólakostnað fram- haldsskóla. Á laugardag kl. 10.00 hefst fund- ur að nýju á þvi að Matthías Mathiesen alþingismaður, ávarp og síðan verður rætt um hvað sé að gerast í atvinnumálum á Suður- nesjum. Málefni aldraðra verða í brennidepli og einnig verður fjall- að um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.