Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 45 fremst sem gleðigeisla. Hressandi andblær og lífskraftur fylgdi hon- um. Hann var betri til fagnaðar í veislu heldur en vín. Hann gat spilað öll þau lög utan að, sem hann kunni. En hinn sangvinski maður lét það nægja á ungum aldri. — Hann var upptekinn af lífsgleðinni og fyrst og fremst því að gleðja aðra með söng sínum, eins og vorboðinn ljúfi. Hann var fæddur tónskáld. Fögur lög hrundu yfir hann utan úr himingeimnum og tóku á sig hina heyranlegu og ósýnilegu verð- andi, þegar hann lék þau á orgel eða píanó og söng þau með sinni miklu, fögru og björtu tenórrödd. Hvað ættum við mörg fögur lög eftir hann, ef hann hefði lagt út í tónlistarnám? — Það hefði reynst honum auðvelt og gleðilegt við- fangsefni. Ég heyrði frú Sigrúnu Kjartans- dóttur aldrei hefja söng í Mosfells- kirkju. En það er með fegurstu stundum lífsins að heyra Gísla Gíslason hefja þar forsöng. Þegar Kjartan, bróðir hans, lék á orgelið, en allra fegurst, þegar Gísli söng þar einsöng og fagra tenórröddin fyllti allt húsið. Það var einsöngv- arans rödd. — Alltaf, þegar Kjart- an var á Reykjalundi, þá var hann kirkjuorganisti á Mosfelli. Hann var mikill organisti og píanóleik- ari. Allt var það framlag þeirra bræðra ókeypis. — Og þannig var öll afstaða þeirra systkina til kirkjunnar. Öll gáfu systkinin Mosfells- kirkju dýrgripi í minningu for- eldra sinna, ásamt tengdabörnum þeirra Mosfells-prestshjóna. — Það tel ég hafa verið upphaf þeirr- ar endurreisnar, sem kirkjan hlaut á síðustu árum okkar hjónanna á Mosfelli. Gísli minntist stundum á þann dag, þegar hann sá í fyrsta sinn unga stúlku, Áslaugu Benjamíns- dóttur. Honum þótti sem hamingj- an sjálf og uppfylling allra drauma æskumannsins um ástina kæmi þar á móti sér. Þau giftu sig og entist vel. „Það sumar varð langt og gott“. Dóttir þeirra og einkabarn er frú Valfríður, gift Dr. Einari Júl- íussyni, eðlisfræðingi. Reykjalundur, skammt frá Mos- felli, var sumarbústaður þeirra bræðra Kjartans og Gísla í ára- tugi. Kjartan rak þar gróðrarstöð, sem þá var mikið brautryðjanda starf. Og voru þar þá garðyrkju- menn. Seinna kom það sérstaklega í ljós, þegar Gísli Gíslason hætti sínu aðalstarfi í Reykjavík, að hann var framúrskarandi ræktun- armaður — og eins dóttir hans. Reykjalundur er skammt frá Mosfelli og þar urðu kynni okkar við þá bræður og fjölskyldur þeirra bæði löng og góð. Ég hugsa til heimilisins yndis- lega, sem þessir vinir okkar áttu bæði í Reykjavík og Reykjarlundi. Dýrmætar eru minningarnar frá þeim dögum — á meðan í lyndi lék. Það er eftirsjá fyrir land og þjóð að hverjum slíkum sólskinsreit í lífinu. Þau eru eins og einstakling- urinn sjálfur, þessi heimili með einkenni sinnar tíðar, fögur, sér- stæð og heillandi með sinni fágæðu gestrisni. Það sama verður aldrei aftur fengið. Hljótt var veður, sólfegrað og kyrrt, þegar kveðjan hinsta fór fram, er vér kvöddum Gísla Gísla- son. Skógartrén stóðu í fullu lauf- skrúði og fegurstu litadýrð hausts- ins búin til kveðju frá löngu sólríku sumri. Þannig kvaddi jörðin sinn son, einn „söngva og drauma mann“. „Ðreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ Fagrar karlakórsraddir góðra kórfélaga sungu yfir honum. Vissulega er gott að syrgja göfug- an mann. En náin snerting dauð- ans gjörir alla fegurð jarðarinnar litverpa. Ég veit að óvenjulegt ástríki dóttur og tengdasona veita minni elskulegu vinkonu frú Áslaugu þær bætur, sem hægt er — og einnig sólargeislarnir þrír, barnabörnin. Guð huggi ástvini — og blessi þá um leið. Kveðja frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals. Bladburðarfólk óskast! .vY\0 ^ | Austurbær Barónstígur4—33 Laugavegur34—80 Vesturbær Bergstaöastræti Melhagi og Einimelur Hverfisgata65—115 pi^i^piittibisibib Andrés Þór Andrésson - Kveðja Andrés Þór Andrésson er horf- inn inn á nýtt tilverusvið, ungi söngva vinurinn okkar er lést 15. september í sumar, aðeins 22ja ára. Andrés var söngfélagi okkar I Rangæingakórnum í Reykjavík. Nú er skarð höggvið í kórinn, en hann söng þar bassa af næmri tónheyrn. Hann var góður músík- maður og lék á hljóðfæri. Hann mun hafa verið gæddur fleiri list- rænum hæfileikum. Ekki datt mér í hug, er við eldri kórfélagarnir vorum að kveðja kórinn í vor, er vetrarstarfinu var að ljúka, að það væri í síðasta sinn er ég sæi Ándrés. Kynni okkar voru ekki löng, en góð, aðeins 3 ár. Minningarnar bjartar og fagrar, sí glaður og viðmótsþýður. Það var alltaf bjart í kringum hann þó hárið hans væri dökkt. Ég hlusta inn í kórinn, minningar tóna og hljóðs. „Ég er hirðingjasveinn, ég rek hjörð mína einn...“ Við fórum til Vestmannaeyja í vel heppnaða og yndislega söng- ferð. Ég heyri úthafsöldurnar drynja fyrir Landeyjasandi. „ólag yfir Landeyjasand." Það var eitt söngverkið sem við æfðum og sungum þá. Ég heyri í minningafjöldanum sem eltir mig eins og brimið við ströndina. Ég held áfram að hlusta, það er alltaf bjart yfir minningunum af hvaða toga sem þær eru spunnar. „Inn til heiða ég mun leita, ein á vængjum sólroðans. Þar sálu minni svölun veita, silfurtónar himbrimans." Þetta var eitt af síðustu lögunum okkar. Nú er fóta- tak Andrésar vinar míns hljóðnað, — það er að segja, — við heyrum það ekki. „Þó Iukkan sé brothætt, þótt ljós þitt sé tál, sá leitar þín sern finnur og týnir engri sál ... og lukkan er eilíf þó hviki um stund.“ Ég þekki ekki aðstandendur Andrésar. Ég bið algóðan Guð að Hrafnista fær níu sjúkrarúm Formenn nokkurra styrktarsjóða færöu Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, níu fullkomin sjúkrarúm nýlega og eru rúmin ætluð til nota á hjúkrunardeildum Hrafnistu. Meðfylgjandi mynd var tekin er afhending sjúkrarúm- anna fór fram en i henni eru talið fri vinstri: Rafn Sigurðsson, forstióri Hrafnistu, Hrefna Jóhannsdóttír, hjúkr- unarforstjóri, Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjóm.fél. Rvk., Isak Ólafsson, Ari Leifsson, Guðlaugur Gíslason, Karl Magnússon og Einar Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.