Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 13 Sundurlaus form Snorre Kyllingmark Galleríið Salurinn hefur nú starfað um hríð og þótt þar hafi af og til sést athyglisverðir hlutir virðist nokkurt stefnuleysi ein- kenna starfsemina. Það þarf nefnilega áralanga baráttu til að slíkir salir festist í sessi ásamt ómældri sjálfboða- vinnu þeirra, sem að starfsem- inni standa. ótrúlega fórnfýsi og þolinmæði, sem fáir standa undir nema um skamma hríð. Yfirlýsingar og kokhreysti er ekki nóg ef ekki er fylgt eftir með vinnubrögðum er hrífa og grípa skoðendur þannig að þeir leggi leið sina á staðinn aftur og aftur fullir eftirvæntingar. Leikræn tjáning Myndlist BragiÁsgeirsson Norski málarinn Snorri Kylling- mark (f. 1948) hefur lagt undir sig báða kjallarasali Norræna hússins og stendur sýning á verkum hans fram til 19. nóv- ember. Snorri er af íslenskum ættum og hefur tvisvar dvalið hér sum- arlangt og telur sig hafa orðið fyrir miklum áhrifum af íslenzku landslagi. Við skoðun sýningar hans er þó erfitt að koma auga á þessi áhrif en hins vegar sér maður áhrif víða að úr nútímalist og list ýmissa landa hans þótt oft virðist þau óbein. Við fyrstu yfirferð virkar sýn- ingin mjög sundurlaus og næsta erfitt að átta sig á henni enda vinnubrögðin ólík flestu er hér sést á sýningum. En við aðra heimsókn skýrist margt og maður fer ánægðari á braut en í fyrra skipti. Það, sem þó er áberandi og verður jafnvel greinilegra við aðra heimsókn er hve mörg mál- verkanna virka leikræn í upp- byggingu sinni og minna meir á frummyndir að leikmyndum frekar en að vera hrein og bein málverk. Leikhúsheimurinn hefur verið mörgum norskum málurum hug- stæður og þeir hafa óspart sótt sér myndefni þangað en þá er hættan, að þau minni full mikið á leikmyndir eða frumriss að þeim sem hér er stundum tilfell- ið. Þá blandar Snorre Kylling- mark oft hinum óskyldustu stíl- brögðum nútímans inn í mynd- gerð sína þannig að myndflötur- inn verður meir en lítið órólegur og sundurlaus a.m.k. við fyrstu kynni. Gerandanum liggur auðsjáan- lega mikið á hjarta svo að þessi umbrot geta verið næsta eðlileg enda er hann ennþá ungur að árum og hrifnæmur í besta lagi að því er virðist. Tæknibrögð hans geta verið nokkuð sérstæð svo sem í mynd- unum „Hav“ (I) og „Landskap 1“ (6). í myndinni „Aben hand" (4) koma fram sterk og hrein „mal- erísk“ vinnubrögð en nafnið virk- ar út í hött þannig að áhorfand- inn fer að leita að einhverju í myndinni í stað þess að njóta hennar hreint og beint. Myndirn- ar „Kvinne med to dyr“ (16) og „Hode“ (17) virka hreinar og tærar í útfærslu og eru manni flestum öðrum minnisstæðari. Þá eru mikil umbrot í myndinni „Byggning" (22) og myndin „Sol- jord“ sker sig úr fyrir svipmikinn einfaldleika. Það er mjög ánægjulegt að fá sýningu sem þessa í Norræna húsið og þær mættu vera sem flestar því að gjarnan vill maður kynnast norrænni myndlist af sjón og raun án þess að þurfa að ferðast langan veg. Framtakið er, svo sem ég hefi fyrr tekið fram, hið lofsverðasta og það er von mín að hópurinn að baki standi fast saman í gegn um þykkt og þunnt og sigrist á öllum byrjunarörðugleikum — jafnvel þótt að úr þeim kunni að teygjast allnokkuð. Um þessar mundir sýnir þar Steingrímur Þorvaldsson 26 myndverk í olíu, vatnslit og akríl. Steingrímur nam við Mynd- lista- og handíðaskólann og lauk prófi úr málaradeild, er þá var nýstofnuð, með miklum ágætum. Hann reyndist duglegur, djarfur og kappsamur nemandi, er menn bundu miklar vonir við. Form- og litaskyn hans var af hárri gráðu af nemanda að vera og áhuginn ómældur. Steingrímur hélt svo utan til frekara náms í Svíþjóð og mun hafa dvalið þar í nokkra vetur en ekki man ég í augnablikinu í hvaða listaskóla. Af sýningunni i Salnum að dæma virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis hjá Steingrími því að formin í myndum hans eru yfir- leitt slöpp og ósannfærandi og myndheimur hans sundurgerð- arlegur. Slíkir hlutir hafa verið gerðir áður og af innlifun og sannfæringarhita, sem hér virð- istmjögskortaá. Tvær myndir skera sig úr um sannfærandi formræna heild og efniskennd vinnubrögð í lit og eru það akrílmyndirnar „Loðna“ (8) og „Kanski klettar" (9). I þessum myndum kenni ég sjón- ræna lifun og liturinn er í senn mettur og gagnsær. Mér þykir auðséð að Stein- grímur sé í einhverskonar lægð eða hafi ánetjast hugmynda- fræðilegu heimatrúboði, en slík skara sjaldan sjálfan raunveru- leikann en gróma hann hins vegar oftar. En það er óþarfi að afskrifa Steingrím og hér kann svo margt að koma til sem ég ekki ekki, að bein gagnrýni sé í hæsta máta varasöm. Læt ég þetta því nægja um leið og ég vonast til að sjá meiri baráttuvilja í myndverkum lista- mannsins i framtíðinni. Steingrímur Þorvaldsson Úr krókum og kimum sögunnar Bókmenntir Erlendur Jónsson SAGA. Tímarit sögufélags XXIII- 1985. 362 bls. Sögufélag. Reykjavík, 1985. Saga er komin út í tuttugasta og þriðja sinn undir ritstjórn þeirra Helga Þorlákssonar og Sig- urðar Ragnarssonar. Lengsta rit- gerðin er að þessu sinni eftir Jón Guðnason. Greiðsla verkkaups í peningum. Rekur Jón þá sögu alveg frá síðari hluta nítjándu aldar þegar tekið var að hreyfa máli t þessu á Alþingi. Það var Skúli Thoroddsen sem fyrstur lagði til að lögfest yrði að verkafólk fengi kaup sitt greitt í peningum í stað innskriftar hjá verslunum eins og tíðkast hafði — og viðgekkst raun- ar að einhverju leyti allt fram undir miðja þessa öld. Skúli átti í fyrstunni á brattann að sækja. Andmælendur bentu meðal annars I á að kaupmenn mundu lækka kaup ' af þeir yrðu að greiða það í pening- um — en kaupmenn voru eftir á að hyggja helstu atvinnuveitendur í þéttbýli og athugasemdin hafði við rök að styðjast að því leyti að ; sums staðar að minnsta kosti settu þeir tvo kauptaxta: annan lægri ef greitt var í peningum en hærri taxta ef goldið var með innskrift. Um þetta leyti var vinnufólk I sveitum fleira en verkafólk í kaup- stöðum og þóttust því bændaþing- menn verða að láta þetta mál til , sín taka. Meðal þeirra heyrðust þær raddir að peningar mundu *' ekki vera til í landinu nógu miklir til að borga með reiðufé fvrir alla vinnu. En áfram þokaðist málið þar til peningagreiðslur þóttu sjálfsagðar, víðast hvar. Sagan af gangi þessara mála varpar skýru ljósi á tiltekna þætti í þróun þeirri sem leiddi til þétt- býlismyndunar hér fyrir og eftir aldamótin síðustu. Enginn vafi leikur á því að vinnufólk í sveitum, sem fluttist á mölina, sætti þar oft harðari kosti en heima í sveit- inni. Hvað rak það þá út í þvílíka óvissu. Því svarar Jón Guðnason skýrt og gagnort: »Peningaborgun, hærra kaupgjald og ákveðinn vinnutími.« Peningarnir freistuðu, auk þess sem verkamaðurinn á mölinni taldi sig frjálsari, þrátt fyrir allt. Sem dæmi um kjör vinnufólks til sveita segir Jón Guðnason að margir bændur hafi haft þann háttinn á »að senda vinnumenn í veiðistöðvar tvo til þrjá mánuði á ári og hirða síðan allt kaup þeirra, sem nægði oft til þess að borga þeim árskaupið og jafnvel skila afgangi.« — Hér hefði mátt kveða fastar að orði því það var ekki aðeins að bændur sendu vinnumenn sína til sjós heldur í hvaða vinnu sem bauðst — og hirtu kaupið. Jón getur þess að með hernámi og síðari heimsstyrjöld hafi orðið gagnger breyting á högum verkafólks, og því rekur hann þá sögu ekki gerr. Framboðsraunir Tryggva Gunn- arssonar 1892—96 og sitthvað þeim samfara nefnist skemmtiþáttur eftir Bergstein Jónsson, meðal annars byggður á sendibréfum frá þeim tíma sem um ræðir. Tryggvi Gunnarsson fékkst við margt. »En stjórnmálaþátttakan var Tryggva næstum lífsnauðsyn,* segir Berg- steinn. í þættinum er meðal ann- ars vikið að hvernig veiting emb- ættis var háð stuðningi í pólitík — gömul saga og ný. Andrew Wawn er nýr höfundur í Sögu, ritar hér þáttinn Hunda- dagadrottningin — um íslenska konu sem fór sinna ferða, svo í ástum sem í eiginlegri merking orðanna. Meðal annars lá leið hennar til Englands þar sem hún kynntist hefðarfjölskyldu og fleira fólki. Eins og yfirskriftin ber með sér tengist þetta nafni Jörundar hundadagakonungs sem Saga hef- ur áður gert rækileg skil. Sparnaðarþingið 1924 nefnist greinagóð ritgerð eftir Hauk Pétur Benediktsson. Svo mátti lengi skilja að íslenskir sagnfræðingar álitu að fátt hefði gerst hér mark- vert á þriðja áratugnum. Þar er því hitt og annað ókannað. Saman- tekt þessi bregður birtu yfir störf — en einkum þó viðhorf alþingis- manna á því herrans ári 1924 þegar horfa þurfti í hverja krónu vegna bágrar stöðu þjóðarbúsins. Sumir þingmenn töldu aldeilis einu gilda þó sparað væri til menntamála og mátti jafnvel af orðum þeirra ráða að þess háttar skilaði þjóðarbúinu sáralitlum arði en væri þvert á móti þungur baggi á þjóð og ríki. Nú mundi margur kenna skoðanir af þessu tagi við menningarleysi. En heiðursmenn þeir, sem vildu skera niður menntamálin — og þeir hafa örugglega talað fyrir munn margra — tjáðu ekki fyrst og fremst innræti sjálfra sín held- Jón Guðnason ur almenn viðhorf í vanþróuðu landi: Hvaða skólagöngu þurfti til að sveifla orfi eða hrífu eða skaka handfæri? Eins og geta má nærri kemur fjármálaráðherrann, Jón Þorláks- son, hér við sögu. Og ekki aðeins hér því í þættinum Þankabrot um byltingar rekur Jón Thor Haralds- son feril setningar sem eftir hon- um var höfð — »bylting er lögleg ef hún lukkast.« Meðal annars efnis í þessari Sögu er þátturinn Liðsbónarbréf eftir Stefán Karlsson. Stefán birtir bréf frá seinni hluta fimmtándu aldar. Var það lengi eignað Jóni biskupi Arasyni. Stefán sýnir fram á með því meðal annars að bera saman rithendur að bréfið muni vera ritað af öðrum og tilgreinir líklegan bréfritara og viðtakanda. Og hér eru fleiri merkileg bréf á dagskrá því Jónas Gíslason ritar þáttinn: Lengi er von á einum. Áður óprentað páfabréf um Skálholt komið í leitirnar. Ritdeilur hafa aldrei verið ofar- lega á baugi í Sögu. En hér er At- hugasemd um kreppu og kjör eftir Guðmund Jónsson þar sem lagt er út af orðum Valdimars Unnars Valdimarssonar í síðasta hefti Sögu. Valdimar Unnar fjallaði þá meðal annars um kaupkröfur og atvinnuleysi á kreppuárunum og voru hugleiðingar hans vel rök- studdar. Svo má einnig segja um andmæli Guðmundar Jónssonar nú. En athugasemd hans er sýni- lega sett fram út frá öðru sjónar- horni. Það minnir okkur á að menn eru hreint ekki sammála um það nú á dögum hvað sé sagnfræði og hvaða hlutverki hún skuli gegna. Á hún undantekningarlaust að hafa það er sannara reynist? Eða á hún að þjóna pólitískum málstað, »góðum« málstað? Á undanförnum árum hefur hvort tveggja sjónar- miðið komið fram í Sögu. En ég hika ekki við að fullyrða að hið fyrrtalda hafi þó setið þar í fyrir- rúmi. Fleira efni er í þessari Sögu, meðal annars ritfregnir; einnig lengri hugleiðingar vegna bóka sem nýverið hafa komið fram á sjónarsviðið. Mikil gróska er í íslenskri sagn- ritun þessi árin og margir að verki. Er ekki ósennilegt að sumt af því muni lifa lengur en annað sem meira er hampað um þessar mund- ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.