Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 Einu sinni var ástarævintýri ... Kvikmyndir Árni Þórarinsson Háskólabíó: Ástarsaga — Falling in Love irkVi Bandarísk. Árgerft 1985. Handrit: Michael Cristofer. Leikstjóri: Ulu Grosbard. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Meryl Streep, Harvey Keitel. Leiðir tveggja einstaklinga sker- ast, liggja saman um hríð og skilur svo á ný. Ástarsögur af þessu tagi eru legíó. Ástarsögur af þessu tagi sem hafa járnbrautarlest að fund- arstað elskendanna eru líka legíó. Það er því vandi Falling in Love að vera ofur venjuleg. Maður hefur heyrt þetta, séð og lesið oft áður. En eins og nafngift myndarinnar bendir til hafa höfundar hennar gert sér þetta ljóst. Þeir hreinlega leggja upp úr hinu venjulega. Falling in Love er venjuleg saga um venjulegtfólk. Þessa afstöðu til efnisins móta handritshöfundur og leikstjóri með skemmtilegum hætti í upp- hafi myndarinnar þegar þeir klippa saman samsvarandi atvik SNIDUGUR ■WRSIUt Fullkomið SHARP videotæki á 38.950. - stgr.. Loksins kemur tækifærið sem þú hafðir vit á að bíða eftir: NokkurSHARP VC-385 videotækiá hlægilega lágu tilboðsverði. Nú verðurþú að hafa hraðann á nema að þú elskir nágrannann mjög heitt. Þú geturþá kannski heimsótt hann og nýja SHARP videotækið hans á morgun (með spólu í vasanum). • Framhlaðið • Kyrrmynd með lágmarks truflun • Sjálfvirkspilun spólusem upptökulás er brotinn úr • Leitarsjálfkrafaaðmyndáspólu • Myndleitun (x10) íbáðaráttir • 7 daga upptökuminni • Stillirfyrir myndskerpu • Spólar sjálfkrafa til baka • Stórir litaðir hnappar sem auðvelda notkun • 8 liða þráð-fjarstýring • Verð aðeins 38,950.- stgr. HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Ósköp venjulegir elskendur - Robert De Niro og Meryl Streep í Falling in Love. og viðbrögð persónanna tveggja sem þá hafa ekki enn hist en eru sífellt í námunda hvort við annað. Þau Frank og Molly búa á sömu lestarleið. Hann er byggingaverk- fræðingur en hún er myndlistar- maður. Þau rekast svo á fyrir staka tilviljun þegar þau eru að kaupa jólagjafir í New York og pakkarnir víxlast. Þegar þau hitt- ast aftur fyrir staka tilviljun í lestinni hefst kunningsskapur sem þróast í vináttu sem þróast í ástar- samband. Allt þetta hefði nú verið gott og blessað ef þau Frank og Molly væru ekki bæði hamingju- samlega gift öðru fólki. Þessi einfalda saga er á margan hátt vel og smekklega sögð, með þeirri hlýju og kímni sem róman- tískar kómedíur þurfa á að halda. I henni eru fjölmörg atriði sem rifja upp aðrar sögur, aðrar mynd- ir. Til dæmis er atriðið þegar Molly er að klæða sig upp fyrir fyrsta alvarlega stefnumótið og veit ómögulega hvernig hún á að vera. Nákvæmlega eins og sams konar atriði með Bibi Andersson úr ást- ardramanu Snertingin eftir Ing- mar Bergman. Falling in Love væri á hinn bóginn bara venjuleg ef ekki kæmu til óvenjulega góðir leikarar í hlutverkum hinna venju- legu söguhetja. Robert De Niro og Meryl Streep eru með mestu galdramönnum í bandarískri leik- arastétt og þau ná að setja tilfinn- ingahita í ástarævintýrið sem kemur áhorfanda til að láta sér þykja vænt um persónurnar. Þetta hafa þau reyndar áður gert en með öðrum hætti í myndinni The Deer Hunter. Falling in Love stendur og fellur með frammistöðu þeirra. Þau bregðast ekki, þótt De Niro takist ekki að ljá Frank sérstak- lega eftirminnileg eða skýr per- sónueinkenni. Streep fær hins vegar að sýna á sér nýja hlið og notar tækifærið vel. Hún var orðin innlyksa í týpunni „leyndardóms- full kona með erfiða fortíð". í Falling in Love leikur hún á allt aðrar nótur og myndin er sýning- arskápur fyrir fyrsta flokks leik- tækni. Megineinkenni hennar er einmitt góð tækni sem tekst að draga athygli frá stöðlun sögunnar á meðan á sýningunni stendur. Fé flutt á Hólmavík Bæjum, Sna'fjalla-strond, 9. nóvembor. Þar sem hinn nýi vegur yfir Steingrímsfjarðarheiði hefur nú opnað leiðir yfir stóran fjallgarð þótti þeim er næst við búa heill- andi að láta flytja sláturfé sitt til Hólmavíkur, svo ekki er nema um rúma klukkutímakeyrslu að ræða, og var þar slátrað úr Nauteyrar- og Snæfjallahreppum, á vegum Kaupfélags ísfirðinga 2.722 dilk- um og 165 rosknum kindum, láta menn vel af þeirri nýbreytni, að losna við sjóflutning á fénu, og gekk þessi fyrsta tilraun með ágætum vel. Jens í Kaldalóni | raöauglýsingar — raöauglýsingar — radauglýsingar Sjálfstæðiskonur Borgarfirði Aðalfundur Sjálfstæöisfélag Borgarfjaröar heldur aöalfund mánudaglnr 25. nóv. kl. 21.00 í húsi félagsins Drangar braut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnurmál Konur mætiö vel og stundvíslega. Stiórnin. Vestmannaeyjar Sjálfstæöiskvennafélagiö Eygló, aöalfundur verður laugardaginn 22. nóv i Hallarlundi kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Flokksstarfiö. Stjórnln. Akurnesingar — Morgunfundur Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn i sjálfstæöishúsinu viö Heiöar- geröi, sunnudaginn 24. nóvemberkl. 10.30. BæjarfulltrúarSjálfstæöis- flokksins mæta á fundinn. Siálfstæðisfélögin Akranesi. Sjálfstæðiskvennafélag ísafjarðar Fundur þriöjudaginn 26. nóvember nk. kl. 21.00 ísjálfstæöishúsinu 2. hæö. Dagekrá: I lok kvennaáratugar: 'Hvaö hefur áunnlst?" ‘Hvaö er framundan?" Frummælendur: Björg Einarsdóttir, Reykja- vík. Slgrún C. Halldórsdóttir, isafiröi. Kolbrún Halldórsdóttir, ísafiröl. Umræður, Kaffiveitingar. Félagskonur fjöl- menniö og takiö meö ykkur gesti. Stjórnln.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.