Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÖVEMBER1985 Stjóm fiskveiða 1986—1987: Aflamark og sóknarmark Fram hefur verið lagt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða á árunum 1986 og 1987. Frumvarpið kveður á um að sjávarútvegsráðherra skuli fyrir 1. nóvember ár hvert og að fengnum tillögum Hafrannsóknar- Stuttar þingfréttir: V iðaukasamning- ur við álverið Fundir vóru í báðum þingdeildum í gær. í efri deild mæltu ráðherrar fyrir stjórnarfrumvörpum um sölu Kröflu til Landsvirkjunar og um sérstakan skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. í neðri deild mælti viðkomandi ráðherra fyrir frumvarpi til staðfestingar á við- aukasamningi milli rikisstjórnar íslands og eigenda álversins við Straumsvík. Þar upphófst karp mikið um það, hvort vísa ætti til- teknum þingmannafrumvörpum um jarðhitaréttindi, orku fallvatna og fleiri lík mál til allsherjarnefndar eða iðnaðarnefndar þingdeildarinn- ar. Utan þinghúss léku bifreiðastjór- ar mótmælasinfóníu á bíllúðra til að andmæla meintri ofsköttun (þungaskatts) á vinnutæki sín. Samningur vid álverið Matthías Bjarnason, starfandi iðnaðarráðherra, gerði þingmönn- um neðri deildar grein fyrir efnis- atriðum samnings milli ríkis- stjórnarinnar og Swiss Alumin- ium Ltd. um tilteknar breytingar á aðalsamningi þeirra í millum. í fyrsta lagi er samið um nýja til- högun á framkvæmd reglna, sem fjalla m.a. um mat á hráefnis- kostnaði og verðlagningu afurða með tilliti til skatts. í annan stað er samið um nýjar reglur varð- andi fyrningar fastafjármuna ÍSAL í tengslum við aukningu á eigin fé fyrirtækisins, og reglur um endurmat á bókfærðu verði eigna og skulda. í þriðja lagi er samið um óbreyttan lágmarks- skatt ÍSAL, þ.e. framleiðslugjald, sem er 20 Bandarikjadalir á hvert framleitt áltonn, óháð tekjum eða tapi. Framleiðslugjald umfram lágmarksgjald verður 35%—55% af nettóhagnaði. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) deildi hart á samkomulagið. Taldi hann álverið hafa tryggt sér „margháttuð sérréttindi" í stað þess „að lúta íslenzkum skattalög- um og lögsögu". Skattur á verzlunarhúsnæði Þorsteinn Pálsson fjármálaráó- herra mælti fyrir stjórnarfrum- varpi um framlengingu á sérstök- um skatti á verzlunar- og skrif- stofuhúsnæöi til ársloka næsta árs. Skatturinn nemur 1,1% af fasteignamatsverði og kemur til viðbótar öðrum fasteignaskött- um. Ráðherra taldi skattinn vafa- saman þegar af þeirri sök að verið væri að mismuna fyrirtækjum skattalega eftir atvinnugreinum. Hinsvegar þyrfti að fresta ýmsum áður ráðgerðum skattalækkunum vegna þröngrar stöðu ríkissjóðs. Framlenging þessa skatts væri af sömu rót. Ragnar Arnalds fyrrverandi fjár- málaráðherra óskaði þeim núver- andi til hamingju með sinnaskipt- in. Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi og hart barist gegn þessum viðbótarskatti. En það sem helzt hann varast vann varð þó að koma yfir hann, sagði hann efnislega. Það eitt vantaði á að þessi sér- staki skattur mætti og ætti að vera miklu hærri. Samanburður skattgreiAslna Hagnadur') íslen/.ka Alfélagsins hf. Núgildandi samningur við mismunandi hagnað. Nýtt samkomulag (Milljónir USD) (Milljónir USD) (Milljónir USD) 2.5 1.7 1.7 5.0 1.7 1.7 7.5 2.1 ■> *> 10.0 2.8 3.0 12.5 3.5 J.8 15.0 4.2 4.7 — 17.5 4.9 5.6 20.0 5.6 6.5 22,5 6.3 7.5 25.0 7.0 8.5 27.5 7.7 9.6 30.0 8.4 10.7 1) Miðaó er viö 85 000 tonna arvlr.»mlen>tl»i stofnunar ákveða með reglugerð þann afla, sem veiða má úr helztu botnfisktegundum við fsland á komandi ári og skulu heimildir til botnfiskveiða miðast við magn. Ráð- herra er heimilt innan ársins að hækka eða lækka aflamark, enda sé sú ákvörðun tekin fyrir 15. apríl. Ráðherra er og heimilt að ákveða þann afla, sem veiða má úr öðrum einstökum stofnum sjávardýra við ísland, á ákveðnu tímabili eða vertíð og skulu veiðileyfi og miðast við magn. Enginn má stunda botnfiskveið- ar, rækjuveiðar, humarveiðar, skelfiskveiðar, síldveiðar eða loðnuveiðar nema að fengnum sér- stökum leyfum. Við veitingu veiði- leyfa koma til greina þau skip, sem leyfi fengu til veiða á líðandi ári og ekki hafa horfið varanlega úr rekstri; ennfremur ný og nýkeypt skip hverfi önnur sambærileg skip úr veiði. Leyfi til botnfiskveiða eru tvenns konar. A) Botnfiskleyfi með aflamarki, þ.e. heimild til þess að veiða til- greint magn af ákveðnum botn- fisktegundum. B) Botnfiskleyfi með sóknar- marki, þ.e. heimild til þess að stunda botnfiskveiðar í ákveðinn dagafjölda, þó með takmörkuðum þorskafla. Tilgangur frumvarpsins er sagð- ur að „færa undirstöðuatriði og meginreglur um stjórn fiskveiða úr reglugerðum í löggjöf". Það hefur verið kynnt hagsmunaaðil- um í sjávarútvegi. Fimm atriði hafa tekið breyting- um frá þvi það var fyrst kynnt: 1) Gildistími er tvö ár í stað þriggja; 2) Ráðherra er veitt heim- ild til að ákveða 10% álag á þann afla sem fluttur er óunnin á er- lendan markað með sama hætti og gilt hefur í ár; 3) Opnuð er heimild til að leyfa línuveiðar smábáta yfir háveturinn; 4) Ráðu- neytið fær heimild til sviftingar veiðileyfa undir vissum kringum- stæðum; 5) Gert er ráð fyrir sam- ráði við sjávarútvegsnefndir þingsins og hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi við endurskoðun laganna. Formenn þingnefnda Fastanefndir þings hafa allar kjör- ið formenn. Þeirra verður getið hér á eftir. Sameinað þing Fjárveitinganefnd: Pálmi Jóns- son (S), utanríkismálanefnd: Eyj- ólfur Konráð Jónsson (S), atvinnu- málanefnd: Birgir ísl. Gunnarsson (S), allsherjarnefnd: ólafur Þ. Þórðarson (F), félagsmálanefnd: Gunnar G. Schram (S), kjörbréfa- nefnd: Haraldur Ólafsson (F). Efri deild Fjárhags- og viðskiptanefnd: Eyjólfur Konráð Jónsson (S), samgöngunefnd: Egill Jónsson (S), landbúnaðarnefnd: Egill Jónsson (S), sjávarútvegsnefnd: Valdimar Indriðason (S), iðnaðarnefnd: Þor- valdur Garðar Kristjánsson (S), félagsmálanefnd: Davíð Aðal- steinsson (F), heilbrigðis- og trygginganefnd: Davíð Aðalsteins- son (F), menntamálanefnd: Har- aldur ólafsson (F) og allsherjar- nefnd: Jón Kristjánsson (F). Neðri deild Fjárhags- og viðskiptanefnd: Páll Pétursson (F), samgöngu- nefnd: Stefán Valgeirsson (F), iandbúnaðarnefnd: Stefán Val- geirsson (F), sjávarútvegsnefnd: Stefán Guðmundsson (F), iðnaðar- nefnd: Páll Pétursson (F), heil- brigðis- og trygginganefnd: Pétur Sigurðsson (S), menntamálanefnd: Halldór Blöndal (S) og allsherjar- nefnd: Gunnar G. Schram (S). Eins og sjá má af framantöldu skipta stjórnarflokkarnir með sér formennsku í þingnefndum. Ef- sjálfstæðismaður er formaður einnar nefndar í efri deild er fram- sóknarmaður formaður samskon- ar nefndar í hinni þingdeildinni. Sá stjórnarflokkurinn, sem ekki hefur formennsku í nefnd, hefur varaformanninn. Fundarskrifarar eru gjarnan kosnir frá stjórnar- andstöðu, en það er þó ekki regla. AlMnGI Okurlánastarfsemi: Rannsóknar- nefnd þingmanna Kolbrún Jónsdóttir og þrír aðrir þingmenn Bandalags jafnaðarmanna hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um rannsóknarnefnd þing- manna til að kanna okurlánastarfsemi. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi samþykkir að kjósa rannsóknarnefnd skipaða níu þingmönnum til að gera athugun á okurlánastarfsemi sem upplýst er að viðgengist hefur hér á landi að undanförnu. Skal nefndin m.a. leita svara við eftirtöldum spurn- ingum: • 1. Hverjar eru orsakir okur- lánastarfsemi? • 2. Hversu umfangsmikil hef- ur starfsemin verið hér á landi undanfarin ár hvað varðar fjölda okurlána, fjölda viðskiptavina, lána- kjör, fjárhæðir, áhrif á verðlag og hlut okurlána í íslensku efnahagslífi? • 3. Með hvaða hætti er hægt að rétta hlut þeirra sem af bágindum hafa lent í klón- um á okurlánurum, t.d. vegna hættu á að missa íbúðarhúsnæði? Rannsóknarnefndin skal afla sér upplýsinga, bæði munnlegra og skriflegra, hjá þeim sem hlut eiga að máli. Nefndinni skal veitt fé til þess að tryggja sér sér- fræðilega aðstoð. Að lokinni athugun skal rann- sóknarnefndin gefa Alþingi skýrslu og gera tillögur til úrbóta eins fljótt og við verður komið." 1055 ár frá stofnun Alþingis Alþingi Islendinga hefur tekið nýjan „bréfhaus" í notkun. Á honum stendur: Alþingi íslend- inga. Stofnað á Þingvöllum 930. Öll þingskjöl 108. löggjafarþings íslendinga, sem nú stendur, eru merkt ártalinu 1985, en aftan við það stendur „1055 ár frá stofnun Alþingis". Nýkominn er út bækl- ingur „Alþingi 1985—1986, viðauki við handbók Alþingis 1984“. Þar er að finna margvíslegar upplýs- £ Alþingi I S L 1: N O I N C A STOFNAÐ Á ÞlNGVÖtLUM ÁRIÐ 930 ingar um Alþingi, starfsemi þess og þingmenn. Þá er stutt í það að út komi fræðslurit um Alþingi, sögu þess og störf, sem geyma mun margvíslegan fróðleik um Alþingi, fyrr og síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.