Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
Frá upphafi hafa hönnuðir STRIDE tölvunnar sett sér ströng
markmið. Þess vegna hefur STRIDE nú forskot, hún uppfyllir
kröfur framtíðarinnar NÚ.
STRIDE er öflug tölva fyrir stór sem smá fyrirtæki. Hægt er að
byrja með einn skjá og einn prentara, bæta slðan við
eftir þörfum I allt að 23 jaðartæki og tengja saman
margar STRIDE tölvur.
STRIDE býður fasta diska frá 20 Mb upp í 448 Mb.
STRIDE býður einnig segulbandsstöð til afritatöku.
STRIDE framúrskarandi hönnun - á afbragðsverði.
STRIDE keyrir BOS fjölnotendahugbúnað, heilsteypt kerfi forr-
ita, auðvelt og áreiðanlegt, sem hæfir STRIDE vel.
ACO hf. er söluaðili STRIDE á Islandi og leggur áherslu á góða
þjónustu og rekstraröryggi.
■ %pr-r;
'Ti&DE
i c r a
FYRIR STRONGUSTU
KRÖFUR
a
s:
acohf
Laugavegi 168
105 fteykjavlk Sími 27333
Alvöru-
framboð
— eftirHarald
Blöndal
Undanfarna daga hefi ég verið
spurður af ýmsum flokkssystkin-
um mínum, hvort ég sé í alvöru-
framboði í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins um væntanlegan fram-
boðslista í borgarstjórnarkosning-
unum á vori komanda. Ástæða
þessarar fyrirspurnar hefir verið
sögð sú, að ég hafi ekki opnað
kosningaskrifstofu eða birt af mér
auglýsingamyndir í blöðum.
Nú á ég erfitt með að skilja, af
hverju verið er að flokka framboð
í alvöruframboð og annars konar
framboð. En ég tel rétt að fram
komi, að ég er að þessu „í alvöru“,
ella hefði ég ekki gefið kost á mér,
þegar kjörnefnd óskaði þess, að ég
gæfi kosti á mér í þetta prófkjör.
Ég hefi undanfarin ár skrifað
fasta dálka um stjórnmál í Vísi
og síðar DV. Eru sjálfstæðismönn-
um því ljósar skoðanir mínar.
Ég hefi starfað mikið innan
Sjálfstæðisflokksins. Ég var í
stjórn Heimdallar og stjórn Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna,
síða8t sem varaformaður. Ég var
ritstjóri Stefnis um hríð. Þá hefi
ég átt sæti í stjórnum tveggja
hverfasamtaka Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík. Ég var í flokksráði
um skeið.
Ég tel, að störf mín innan Sjálf-
stæðisflokksins og skrif mín í blöð
ættu að duga til þess, að flokks-
systkin mín getið metið, hvort þau
vilji hafa mig í borgarstjórn
Reykjavíkur eða ekki.
Haraldur Blöndal
„Ég tel, að störf mín
innan Sjálfstæðisflokks-
ins og skrif mín í blöð
ættu að duga til þess,
að flokkssystkin mín
geti metið, hvort þau
vilji hafa mig í borgar-
stjórn Reykjavíkur eða
ekki.“
Það þarf ekki að taka fram, að
borginni hefur verið vel stjórnað
undir forustu Davíðs Oddssonar
borgarstjóra. Ný verkefni eru þó
ætíð fyrir hendi. Nái ég kjöri til
þess að eiga sæti í borgarstjórn
mun ég sérstaklega beita mér í
skólamálum, en auka þarf áhrif
foreldra á stjórn skólanna og jafn-
framt sjálfstæði einstakra skóla.
Höfundur er bæstaréttarlögmaður.
Númerað prófkjör
— eftirBjörn
Vernharðsson
Þar. sem valin hefur verið sá
kostur að hafa númerað prófkjör
hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykja-
vík finnst mér ástæða til að benda
sjálfstæðismönnum sérstaklega á
þetta atriði.
Það er ástæða til að ítreka það
að Davíð Oddsson fái sýndan þann
stuðning, sem hann á skilið, og að
1. sætið sé honum ætlað.
Þetta atriði er mikilvægt; að
Davíð fái ekki bara góða kosningu
heldur góða kosningu í 1. sætið.
Einnig er nauðsynlegt að benda á
að 2. sætið er sæti forseta borgar-
stjórnar. Magnús L. Sveinsson,
formaður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, er nú forseti borgar-
stjórnar og því er mikilvægt að
hann fái örugga kosningu í 2.
sætið. Þeir sem eru að biðja sjálf-
stæðismenn að kjósa einhvern
annan í 2. sætið eru í raun að biðja
sjálfstæðismenn að víkja Magnúsi
L. Sveinssyni úr forsetastóli, slíkt
er ekki drengilegt þar sem hann
hefur unnið mjög gott verk sem
borgarfulltrúi og forseti borgar-
stjórnar.
Þetta er mikilvægt ekki bara
fyrir borgarstjórann, Davíð Odds-
son, og Magnús L. Sveinsson, sem
forseta borgarstjórnar, heldur
Þorskalýsi eða ufsalýsi frá Lýsi hf.
heilsunnar vegna
ARGUS40
(LYSI
Lýsi hf. Grandavegi42, Reykjavík.
Björn Vernharðsson
„Einnig er þýöingarmik-
ið að ekki sé eyðilagður
atkvæðaseðill með því
að setja annað en núm-
eraröðina 1 til 8 eða 12.“
fyrir allan listann. Annað veikir
heildarútkomu listans og er vatn
á myllu andstæðinga flokksins í
komandi kosningum í vor.
Einnig er þýðingarmikið að ekki
sé eyðilagður atkvæðaseðill með
því að setja annað en númeraröð-
ina 1 til 8 eða 12.
Það er vonandi að Morgunblaðið
birti góðar upplýsingar um próf-
kjörið og framkvæmd þess þegar
nær dregur, þannig að fólki sé
auðvelduð þátttaka. Einnig er
verðugt að taka það fram að stuðn-
ingsmenn flokksins fá ekki að taka
þátt i prófkjörinu nema að hafa
undrritað inntökubeiðni, það er
auðvelt að lagfæra.
Að lokum er ástæða til að benda
fólki á að góð þátttaka í próflcjöri
verður góður vindur í seglin til
sigurs í vor.
Munið því Davíð Oddsson í 1.
sæti og Magnús L. Sveinsson í 2.
sæti og númer á hina, allt að 8 eða
12.
Höfundur er markaðsstjóri
hjá Raftækjarerksmiðjunni Rafha.