Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 39 Morgunblaðift/Tobbe Guatavasson KARL Gústav Svíakonungiir afliendir Sigurði Guðmundssyni myndiistarmanni Eugen-orðuna í Konungshöliinni í Stokkhólmi. Fjölskyida listamannsins var viðstödd: eiginkona Ineke, börnin Katrín, Árni og Tómas og tengdadóttirin Yvette. Svíakonungur sæmir Sigurð Guðmundsson Eugen-orðunni Stokkhólmi, 20. nóvember. Frá Erik Liden, fréUaritara Morgunblaósins. KARL Gústav Svíakonungur sæmdi í gær íslenskan myndlistarmann, Sigurð Guðmundsson, Eugen- orðunni fyrir framlag hans til list- sköpunar. Var orðan veitt við hátíð- lega athöfn í konungshöllinni í Stokkhólmi. Sigurður er fjórði fslendingur- inn, sem hlýtur þessa viðurkenn- ingu Svíakonungs. Áður hefur hann heiðrað Einar Jónsson, Jó- hannes Kjarval og Erró með sama hætti. Eugen-orðan er æðsta við- urkenning, sem Svíar veita lista- mönnum. Hún er kennd við Eugen prins og til hennar var stofnað af Gústav V þegar Eugen varð átt- ræður 1. ágúst 1945. Orðan, sem er veitt einu sinni á ári, fellur í hlut þriggja sænskra listamanna og eins frá hverju hinna Norður- landanna. Sigurður Guðmundsson, sem var einn helsti forvígismaður SÚM- hreyfingarinnar hér á landi, á sjöunda áratugnum, hefur verið búsettur í Amsterdam í Hollandi undanfarin ár. Nýlega er þar komin út listaverkabók eftir hann, sem nefnist With Landscape. Bók- in er viðhafnarútgáfa með skáld- legum texta eftir höfundinn sjálf- an og 20 viðhafnarteikningum eftir hann að auki. Teikningar þessar eru um þessar mundir til sýnis á galleríinu Bama í París, en síðar verður hluti þeirra sýndur í Slunkaríki á ísafirði og í Gallery Riis í Osló. Listaverkabók Sigurðar er saumuð og bundin inn í náttúruhör og bókartitill er silkiprentaður. 600 eintök eru prentuð á hollensku og 400 á ensku. Unnt er að kaupa bókina fyrir milligöngu nokkurra bókaverslana í Reykjavík og fylgir þeim íslensk þýðing á texta höf- undar. Bókin verður kynnt og seld með kynningarafslætti í Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstræti milli kl. 17 og 18 í dag, fimmtudag. Gallerí Borg: Sýning á skipulags- tillögum Kvosar- innar opnar f dag SÝNING á skipulagstillögum Kvos- arinnar eftir arkitektana Dagnýju Helgadóttur og Guðna Pálsson verð- ur opnuð í dag í Gallerí Borg við Pósthússtræti. Á sýningunni verður sýnt líkan, teikningar og kort af svæðínu, sem afmarkast af Geirsgötu að norðan, Lækjargötu að austan, Aðalstræti að vestan og Tjörninni að sunnan. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, formanns skipulagsnefnd- ar, samþykkti nefndin á fundi sínum 14. október síðastliðinn að gefa almenningi kost á að kynna sér þessar skipulagstillögur, sem lagðar hafa verið fram í skipulags- nefnd og borgarráði. „Við vonumst til þess að með þessum hætti geti borgarbúar fengið innsýn í þá vinnu sem unnin hefur verið varð- andi skipulag gamla miðbæjarins og eins látið í ljósi viðhorf sín til þessara skipulagshugmynda," sagði Vilhjálmur. Sýningin verður opin í viku og á föstudag og' laugardag verða fulltrúar borgarskipulags og skipulagshöfundar á sýningunni til að svara fyrirspurnum. Líkan af skipulagstillögum Kvosar- innar, sem verður ásamt teikningum og kortum til sýnis á sýningunni í Gallerí Borg. Á myndinni eru Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar (t.h.), og Þorvaldur Þorvaldsson, forstöðumaður Borgar- skipulags. Árleg kynning Modelsam- takanna í kvöld MODELSAMTÖKIN halda ár- lega kynningu á starfsemi sinni í kvöld í veitingahúsinu Broad- kynningunni koma fram 40 model og verða þau kynnt og sýndur verður fatnaður frá ýmsum verslunum. Meðfylgj- andi mynd var tekin á æfingu sl. sunnudag. Mýyatnssveit: Sandfok á Akranesi: Hundruð tonna af sandi eru á götum og lóðum Akranesi, 20. nóvember. MIKIÐ sandfok var af Langasandi í óveðrinu um síðustu helgi og var víða Ijótt um að litast á lóðum og götum í næsta nágrenni. Sandfok hefur aukist mikið á undanfornum árum og kenna menn að mestu um breytingum á hafnargarði vegna hafnarframkvæmda, sem hafi áhrif á sandinn. Sandurinn hefur hækkað mikið og nú er hægt að ganga á fjöru alveg eftir Faxabrautinni neðan við Sementsverksmiðjuna. Þeir íbúar sem verst hafa farið í þessu sandfoki búa við Jaðarsbraut og Sandabraut og er þetta mjög til- finnanlegt tjón því erfitt reynist að hreinsa sandinn upp svo vel sé. Þá verður íþróttavallarsvæðið illi- lega fyrir barðinu á sandfokinu og ljóst er að einhverjar ráðstafanir verður að gera til að sporna við því. Daníel Arnason, bæjartækni- fræðingur, sagði í viðtali við Morg- unblaðið, að hundruð tonna af sandi hefðu borist upp á lóðir 1 nágrenni Langasands og menn muni ekki eftir svo miklum sand- burði áður. Sandurinn er alltaf að hlaðast meira og meira upp að bökkunum og þorna, þar sem hann nær ekki að fara undir sjó og blotna á flóði. Fýkur hann í vax- andi mæli upp á Skagann. Miklar breytingar hafa orðið á sandinum nú á síðustu árum og menn hafa komið með ýmsar skýr- ingar á því, meðal annars byggingu ■ hver niðurstaða fundin þá,“ sagði Daníel. jg Nýr barnaskóli í byggingu Mývatnssvcit, 18. nóvember. NÝLEGA var byrjað að taka fyrir grunn barnaskóla í Reykjahlíð. Er skólinn staðsettur skammt fyrir austan sundlaugina. Þetta verður mikil bygging. Núverandi skóla- húsnæði í Reykjahlíð var orðið allt of lítið, enda byggt á sínum tíma sem íbúðarhús, en síðan var reist viðbygging við húsið fyrir fáum árum. Kristján. Nafn féll niður í myndatexta ÞAU leiðu mistök urðu í frétt um tækjagjöf til Háls-, nef- og eyrna- deildar Borgarspítalans í gær, að niður féll nafn annars tveggja manna á myndinni, sem fréttinni fylgdi. Réttur er textinn þannig: Gef- andinn Karl Lúðvíksson (t.v.) ásamt Páli Stefánssyni lækni, sér- fræðingi í ofnæmisfræði, en hann starfar við deildina. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Sandurinn hefur hlaðist upp á götunum á Akranesi. Morgunblaftift/Jón Gunnlaugsson sjóvarnargarða við höfnina. En það er erfitt að sanna, að það sé orsök breytinganna. Daníel sagði, að eldri menn hefðu sagt sér, að svona breytingar hafi áður orðið á sandinum, svo þetta væri ekki einstakt fyrirbrigði. Aðspurður hvort eitthvað væri hægt að gera til að sporna við þessu, sagði Daníel, að gerðar hefðu verið til- raunir með sandgirðingar og eins og, sá melgresi í bakkann. Ekki væri komin nógu mikil reynsla til að dæma um árangur af þeim aðgerðum. „Vissulega er um mikið tjón að ræða og til einhverra ráða verður að grípa. Hús eru mikið skemmd, bæði gler og málning, svo og stálklæðningar utan á húsum. Þessi vandi verður ræddur á bæj- arráðsfundi næstkomandi fimmtudag og vonandi verður ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.