Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 21 Tveir ungir frambjóðendur — eftirGeirH. Haarde í komandi borgarstjórnarkosn- ingum veltur á miklu að framboðs- listi sjálfstæðismanna verði skip- aður dugandi fólki, sem standa mun þétt að baki borgarstjóra við stjórn borgarinnar en getur jafn- framt haft frumkvæði í málum jar á þarf að halda. því prófkjöri sem fram fer um næstu helgi bjóða sig fram óvenju margir einstaklingar, sem Sjálf- stæðisflokknum og borgarbúum öllum yrði sómi að af hafa sem fulltrúa sína í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er því ekki auð- velt verk að gera upp á milli fram- bjóðenda og raða þeim i sæti. Ég vil þó leyfa mér að vekja athygli á tveimur frambjóðendum, sem ég þekki af löngu og góðu samstarfi innan raða ungra sjálf- stæðismanna. Þetta eru Anna K. Jónsdóttir varaborgarfulltrúi, sem gegndi starfi varaformanns í Sambandi ungra sjálfstæðis- manna á síðasta kjörtímabili og Árni Sigfússon rekstrarráðgjafi, sem var formaður Heimdallar í tvö ár og var auk þess framkvæmda- stjóri SUS um hríð sem og full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík. Báðir þessir ungu frambjóðend- ur hafa aflað sér mikillar reynslu i starfi innan flokksins og i al- mennu félagsstarfi og hvarvetna getið sér gott orð. Árni Sigfússon var formaður Heimdallar haustið 1981 þegar gengið var til sögulegs SUS-þings á ísafirði. Hann hafði nokkrum mánuðum áður verið kjörinn for- maður stærsta félags ungra sjálf- stæðismanna með glæsibrag á fjölmennasta aðalfundi i sögu fé- lagsins. í formannsstarfi mfnu hjá SUS var afar mikilvægt að eiga Árna að samstarfsmanni enda höfðum við mikil samskipti, ekki sízt efir að hann varð fram- kvæmdastjóri sambandsins. Að- stæður voru um margt óvenjulegar á þessum tima, m.a. vegna mis- munandi afstöðu sjálfstæðis- manna til þáverandi ríkisstjórnar en ágreining tókst með timanum að jafna og mikil eindrægni hefur rikt innan samtakanna undanfarin ár. Árni átti stóran hlut að þvi að svo fór og ávann sér hvarvetna mikið traust með framkomu sinni og störfum. Það er ánægjulegt hve stuðningur við hann f prófkjörinu nú er viðtækur þótt það komi ekki þeim á óvart sem til þekkja. Anna K. Jónsdóttir lyfjafræð- ingur var kjörin í stjórn SUS haustið 1981 og varð snemma einn af máttarstólpum í starfinu. Fyrir SUS-þingið 1983 hafði hún forystu um að marka stefnu ungra sjálf- stæðismanna varðandi nýjar at- vinnugreinar á sviði örtölvu- og hátækniiðnaðar og bar ábyrgð á málaefnaundirbúningi fyrir þingið að þessu leyti. Þingið var að veru- legu leyti helgað þessum málum undir kjörorðinu „Afl nýrra tíma“ og var hið glæsilegasta eins og undirbúningur stóð til. Anna hlaut mikið lof fyrir sfna aðild að þing- inu og var kjörin annar af varafor- mönnum samtakanna að þinginu loknu. Hún hefur einnig átt sæti í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna frá 1982 sem varaborgar- fulltrúi og tekið þar að sér ýmis trúnaðarstörf. Þar hefur hún haft frumkvæði að þvi að leita nýrra lausna á ýmsum vandasömum málum svo sem dagvistarmálum. Af kynnum minum og samstarfi við önnu K. Jónsdóttur og Árna Sigfússon treysti ég mér til að fullyrða að þau myndu sóma sér vel sem fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur og að mikill fengur yrði að starfskröftum þeirra þar. Höfundur er adstoðarmadur fjár- málaráðherra og rar formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1981-85. „Af kynnum mínum og samstarfi við Önnu K. Jónsdóttur og Árna Sig- fússon treysti ég mér til að fullyrða að þau myndu sóma sér vel sem fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og að mikill fengur yrði af starfs- kröftum þeirra þar.“ Geir H. Haarde Anna K. Jónsdóttir Arni Sigfússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.