Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 49

Morgunblaðið - 21.11.1985, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 49 í hretviðri þurfum við skjól — eftir Guðjón B. Baldvinsson Hvad get ég gert? Er það ekki spurning miðaldra kynslóðar, þegar foreldrar hennar búa við erfið og ófullnægjandi húsnæði, sem íþyngja bæði lík- amskröftum og efnahag? Við heimtum aðgerðir af hálfu samfélagsins til að búa öldnum borgurum húsaskjól við hæfi síð- ustu æviárin. Samfélagið bregst misjafnlega við þessum kröfum okkar, en margt hefur verið gert og er gert í höfuðborginni, þó enn skorti mikið á að fullnægt sé þðrf- inni. Efagjörn sjáum við ekki fyrir endann á því að svo verði. Er hægt að flýta fyrir? Einstaklingar og samtök hafa tekist á við það verkefni að búa öldruðum samastað. Nefnum Elli- heimilið Grund og Ás í Hveragerði, Hrafnistuheimili sjómannasam- takanna í Reykjavík og Hafnar- firði. Þekkt dæmi. Og svo sjáum við framtak samfélagsins í nafni ríkis og borgar, þar sem B-álma Borgarspítalans stendur að ytra byrði en fátæk að innviðum. Eru einstaklingarnir hættir að hreyfa hendi til að flýta fyrir? Sem betur fer ekki ennþá. Fólkið á sterk Guðjón B. Baldvinsson samtök, sem fást við ýmis hags- muna- og menningarmál. Nokkur þeirra telja rétt að virkja afl og áhuga þegnanna sem sjálfhuga einstaklinga er tengjast böndum samúðar og miskunnsemi, sjálfs- eignarstofnunin Skjól var stofnuð og gengur ótrauð til verka. Nágrannabæjarfélag byggði sína Sunnuhlíð með atorku og áhuga fbú- anna, hvað skyldi þá vera ofverk Reykvíkinga? Samtökin Skjól eru mynduð á grunni mannúðar og miskunnsemi, og hafa bjartsýnina sem vopn í sóknarbaráttu sinni. Bjartsýni á hug fólksins í þessari borg, hjálp- fýsi þess og stórhug. Þar sem ein- staklingarnir leggjast á eitt, þar munu og stofnanir þeirra, félög og fyrirtæki leggja fram liðsinni sitt eftir getu og hugarfari. Söguna um peningaleysi þekkjum við vel, en við þekkjum líka söguna um miskunnsama Samverjann, og við eigum að þekkja boðorðið um að heiðra föður og móður. Kynslóð- in, sem nú er kölluð öldruð, hefur lagt fram krafta sína til þess að byggja upp þessa borg, þetta þjóð- félag, án þess væru ekki til félög, ekki fyrirtæki, ekki stofnanir í blóma, engir peningar. Enginn fer með aurana sína eða krónurnar yfir landamærin milli lífheima, og þessi hverfula eign getur á engan hátt ávaxtast betur en í því skjóli, sem veitt er öldnum og einmana og þroskaheftum. Vegna þess að dýrmætasta framtak mannins er aðþjóna. . Höíundur er formaAur Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja. Jólasendingin í ár til vina og viðskiptamanna eriendis. Nýlega kom út hjá Bókaútgáfunni Vöku viðamikil og sérlega vönduð bók á ensku um það fjölbreytilega listalíf sem er í deiglunni hér á íslandi. Bókin ber heitið Iceland Crucible. A modem Artistic Renaiss- ance. Hún er um 200 blaðsíður í stóru broti. í bókinni er leitast við að veita innsýn í lifandi menningarlíf íslensku þjóðarinnar, sem sýnt hefur að á þessu sviði stendur hún jafnfætis mörgum mun fjölmennari þjóðum. Sigurður A. Magnússon rithöfundur tók saman efnið og skrifaði textann, en heimskunnur ljósmyndari, Vladimir Sichov, tók þær rúmlega 170 ljósmyndir af íslenskum listamönnum sem bókina prýða. KYNNINGARVERÐ TIL ÁRAMÓTA Iceland Crucible býðst nú á sérstöku kynningarverði sem gildir til áramóta: kr. 2.840,-. 1. janúar hækkar verðið í kr. 3.680,-. Bókinni fylgja traustar umbúðir sem verja hana fyrir hugsanlegu hnjaski á leiðinni yfir hafið. GÓÐ LANDKYNNING Viljir þú styrkja viðskiptasambönd þín erlendis eða gleðja vini handan hafsins, er tilvalið að senda þeim eintak af þessari stórglæsilegu bók. -£<c---------------- Iceland Crucible er einhver athyglisverðasta kynning á íslandi samtímans sem kostur er á. Með henni er sleginn nýr tónn: Þar er vakin sérstök athygli á að í okkar fagra landi býr þjóð sem unnið hefur mikil afrek á sviði lista og menningar. Við eigum að vera stolt af því að gera umheiminum þetta ljóst. HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR STRAX I DAG! Jólunum er ekki hægt að fresta og því er ekki eftir neinu að bíða ef bækumar eiga að berast tímanlega til útlanda. Sláðu á þráðinn til okkar við fyrsta tækifæri. Síminn er: 32800. Við afgreiðum pantanirnar á svipstundu. VflKA ljriöflftU Bókin Iceland Crucible býðst nú á sérstöku kynningarverði sem gildir til áramóta: kr. 2.840,- 1. janúar næstkomandi hækkar verð bókarinnar í kr. 3.680,- Ef þið kaupið fleiri en 10 eintök munum við semja um sérstakan viðbótarafslátt. Við óskum eftir að kaupa Nafn kaupanda eintök af bókinni Iceland Crucible og fá þau send sem allra fyrst. Heimilisfang Póstnr. Staður VAKA - HELGAFELL Síðumúla 29 108 Reykjavík. Sfmi Undirskrift þess sem pantar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.