Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 21.11.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 MorgunblaJiJ/Emilía Kjarnyrtar umræður um kjaramál á Verkamannasambandsþingi: „Peningagráðugt illþýði nær- ist á blóði og svita launafólks“ „PENINGAHYGGJAN hefur náð undirtökum í þjóðlífinu í dag og lögmál fjármála frumskógarins leidd til öndvegis. íslensk alþýða verður fyrir barðinu á þessari andlegu sýk- ingu í æ rfkari mæli. Verkalýðshreyfingunni ber skylda til að standa vörð um mannlega reisn og beita öllu sínu afli til að brjóta á bak aftur það peningagráðuga illþýði, sem nærist á blóði og svita launa- fólks í landinu. Almennt ástand efnahagsmála í dag bendir ekki til þess að um hafi verið að ræða þá lækningu, sem um var talað, og því ljóst að um beina blekkingu hefur ‘verið að ræða. Þennan ránsfeng ber því skýlaust að endurheimta." Þetta eru brot úr tillögu til kjaramálaályktunar, sem þeir Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, og J6n Guðmundsson, varaformaður Fram á Seyðisfirði, lögðu fyrir 12. þing Verkamanna- sambands íslands um sl. helgi. Rúmlega þriðjungur fundarmanna studdi tillöguna, en hún var á endanum felld með 91 atkvæði gegn 37,6 seðlar voru auðir. I tillögunni segir ennfremur að auk almenns launafólks búi nú í landinu önnur stétt, lúxusstétt, sem á valdatíma núverandi rikis- stjórnar hafi fengið frelsi til að „ákveða kjör sín sjálf, án þess að vera bundin á klafa fastra samn- inga. Skattaívilnanir og skattsvik, frjálst verðlag og okurlán ein- kenna veröld þessarar nýju stétt- ar.“ Og síðar segir: „Öll loforð um breytt ástand til batnaðar hafa verið svikin og ljóst er að fyrirheit um úrbætur í kjaramálum hafa verið gefin án þess að nokkurn tíma hafi verið til þess ætlast, að við þau væri staðið. Því er út í hött að treysta loforðum frá þess- ari ríkisstjórn ennþá einu sinni. Óbilgjarnt ríkisvald hefur gengið á undan með kerfisbundið kauprán og samtök vinnuveitenda hafa fetað í slóðina ... Það er niður- lægjandi fyrir verkalýðshreyfing- una að viðurkenna í raun þá tekju- legu stéttaskiptingu, sem við- gengst í dag.“ Þeir Hrafnkell (sem er flokks- bundinn sjálfstæðismaður og situr í bæjarstjórn á Eskifirði fyrir flokkinn) og Jón sögðu einnig í tillögu sinni, að með einhliða banni við vísitölubindingu launa, á með- an lánskjaravísitala og aðrar vísi- tölur hafa verið í gangi, hafi verið á kerfisbundinn hátt framinn stærsti löglegi þjófnaðurinn í sögu lýðveldisins. Þeir telja koma til greina að gera kjarasamninga til lengri tíma með þeim ákvæðum, að launaliðir yrðu endurskoðaðir á sex mánaða fresti. Enn önnur tillaga kom fram við kjaramálaályktunina, að þessu sinni frá Dagsbrúnarmönnunum Guðmundi J. Hallvarðssyni og Halldóri Björnssyni. Hún var felld með 53 atkvæðum gegn 36. í henni segir að frá myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hafi kjarasamningar i raun verið sem næst núllsamningar, vegna þess að óverðbættar kaup- hækkanir hafi reynst haldlitlar. Þessi þróun hafi skapað mikið vonleysi almennt hjá verkafólki og jafnframt hafi aukist vantrú á sjálf verkalýðssamtökin. Slíkt sé verkalýðshreyfingunni stórháska- legt og setji einingu hennar í hættu. Guðmundur og Halldór töldu afdráttarlaust, að setja ætti fram kröfu um ákveðin lágmarks- laun, án þessa að nefna ákveðna tölu í því sambandi, en samhliða lágmarkslaunum yrði að ná fram „skýrri kaupmáttartryggingu, sem geri kauphækkanir að raunveru- legum kaupmáttarhækkunum ... rétt er að stefna að þessu mark- miði í áföngum, þar sem mótaðir verði skýrt afmarkaðir áfangar," sagði að lokum í tillögu Dags- brúnarmannanna. Tillaga tveggja annarra Dags- brúnarmanna um að þingið setti fram kröfu um að lágmarkslaun hækkuðu úr um það bil 17 þúsund krónum i 22 þúsund krónur var felld, eins og fram kom í umfjöllum blaðsins um VMSl-þingið á þriðju- dag. Báðum áðurnefndum tillögum vísaði kjaramálanefnd þingsins frá við tillögugerð sína en flutn- ingsmenn endurfluttu þær i síðari kjaramálaumræðu. Miklar umræður urðu um kjara- mál á þinginu (fluttar voru um þau alls 44 ræður) og höfðu ýmsir ræðumenn á orði, að ekki væri hátt risið á þeim ályktunardrögum, sem formaður og varaformaður sam- bandsins lögðu fyrir þingið í upp- hafi. „Hálfgert holtaþokuvæl," sagði Jón Seyðfirðingur Guð- mundsson. Margir áréttuðu, að venjulegum fjölskyldum dygðu ekki lengur tvær fyrirvinnur — og einn varpaði fram þeirri hug- dettu hvort ef til vill þyrfti að lögleiða fjölkvæni á íslandi svo tryggt væri að fyrirvinnurnar gætu verið að minnsta kosti þrjár. Dagur í Austurbotni Skáldsaga Antti Tuuri í íslenskri þýðingu Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út skáldsöguna „Dagur í Austur- botni“ eftir finnska rithöfundinn Antti Tuuri í þýðingu Njarðar P. Njarðvík, en fyrir þessa sögu hlaut Antti Tuuri bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985. f frétt frá útgefanda segir m.a. um efni sögunnar: „Sagan gerist á sólheitum júlí- degi í Kauhava í Austurbotni og héraðinu í kring. Allfjölmenn fjöl- skylda hefur safnast saman til að skipta með sér lítilfjörlegum arfi. Fljótlega kemur í ljós innri spenna milli þessa fólks, enda hefur því vegnað mismunandi vel í lífinu, en jafnframt sterk samheldni. f for- grunni sögunnar eru fjórir bræður, ólíkir að eðlisfari, sem eru þó allir klofnir af ytri styrk en innri veik- leika. Með breytni sinni þennan dag leysa þeir úr læðingi öfl sem þeir ráða ekki við og leiða til of- beldis og skelfinga. Sagan er mögnuð afhjúpun eins konar úreltrar hetjuhugsjónar sem harla lítið stendur eftir af. Mótvægi við hina málglöðu karl- mennsku bræðranna skapar móðir þeirra, hin sanna hljóða hetja sem hefur öðlast styrk til að afbera flest, af því að lífinu verður að lifa hvað sem yfir dynur.“ Bókin er tæpar 300 bls., prentuð i Prisma og bundin í Félagsbók- bandinu. Antti Tuuri BSRB, LÍV og VMSÍ: Svipaðar áherslur í kjaramálaályktunum SVIPAÐAR áherslur koma fram í kjaramálaályktunum, sem sam- þykktar voru á þingum Landssam- bands íslenskra verslunarmanna (LÍV) og Verkamannasambandsins (VMSÍ) um síðustu helgi, og á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) í október. Öll vilja samtökin, að í nsstu samningum verði kaupmáttur launa tryggður, en orðalag um það atriði er hins vegar ólíkt. BSRB og LÍV vilja verðtryggingu launa án nánari skilgreiningar, en VMSÍ kaup- máttartryggingu, sem ekki þarf endilega að taka mið af gamla vísitölukerfinu. Öll eru samtökin því hlynnt að tekjuskattur verði lækkaður eða felldur niður af almennum launatekjum. BSRB og VMSÍ vilja leggja mesta áherslu á hækkun lægstu launa. LÍV og VMSÍ vilja að tryggt verði að karlar og konur fái sömu laun og lausn fáist á vanda húsbyggjenda og íbúðarkaupenda. LÍV og BSRB vilja að tekið verði á launaskriði og skattaeftirlit hert. Stefna BSRB í kjaramálaályktun 33. þings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er gerð krafa um „stór- hækkun launa með megináherslu á lægstu launin, fulla verðtrygg- ingu launa og samræmingu á því misræmi, sem orðið er á launum ýmissa hópa opinberra starfs- manna miðað við störf annars staðar í þjóðfélaginu,” eins og segir orðrétt í ályktuninni. Bent er á, að í maí 1983 hafi verið lögbundin stórfelld kjaraskerð- ing þegar afnumin var visitölu- trygging launa — og 30% kaup- máttarhrap orðið staðreynd. í sérstakri samþykkt þingsins um skattamál eru gerðar kröfur um verulegar umbætur á gild- andi skattakerfi, m.a. með stór- átaki til að efla vitund fólks um nauðsyn réttlátrar skattheimtu, eflingu á innheimtu skatta og skattrannsókna og beitingu við- urlaga við skattsvikum í ríkari mæli. Þá er lagt til að tekjuskatt- ur verði felldur niður hjá þeim launþegum, sem hafa 360 þúsund krónur i árslaun eða lægri laun. Stefna VMSÍ í ályktun 12. þings Verka- mannasambands fslands um kjaramál er, á sama hátt og í ályktun BSRB, vakin athygli á því, að samningsbundinn kaup- máttur launa hafi rýrnað um 30% á sl. þremur árum. Kröfu- gerð sambandsins er miðuð við að ná aftur meðalkaupmætti árs- ins 1983 og i síðari áföngum kaupmætti ársins 1980. VMSf vill að launastiganum verði breytt þannig, að mestar hækkanir verði á lægstu töxtun- um. Sambandið vill, að lögum um launajafnrétti karla og kvenna verði framfylgt, tekjuskattur verði afnuminn af almennum launatekjum og kaupmáttur launa verði tryggður, „án þess ..., að gamla vísitölukerfið verði aftur upp tekið.“ Þá segir í ályktun Verka- mannasambandsins, að auka verði félagslegar íbúðarbygging- ar og gera ráðstafanir til að bjarga tekjulágu fólki, sem nú sé að missa íbúðir sinar vegna óhagkvæmra lána og hárra vaxta. Stefna LÍV f kjaramálaályktun 15 þings Landssambands íslenskra versl- unarmanna er lögð á það áhersla, að dagvinnulaun nægi til mann- sæmandi framfærslu. Tryggja verði í reynd sömu laun karla og kvenna í sambærilegum störfum og færa taxta til samræmis við greidd laun. Lf V telur, að kaupmáttur verði að vera vel tryggður og í komandi samningum verði skýr ákvæði um verðtryggingu launa. Enn fremur að starfskjör einstakra hópa verði samræmd og jöfnuð, og launafólki verði tryggðar greiðslur í forföllum frá vinnu vegna veikinda barna sinna. Þá telur LfV, að gera verði ráðstafanir til að greiðslubyrði vegna eigin íbúðar „megi haldast innan bærilegra marka sem miðist við kaupmátt á hverjum tíma.“ LÍV vill einnig, að skatta- kerfið verði endurskoðað frá grunni og skattaeftirlit hert. Beinir skattar verði felldir niður af almennum launatekjum og óbeinir skattar verði ekki lagðir á algengustu nauðsynjar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.