Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi VÍKINGUR JÓHANNSSON fyrrv. tónlistarskólastjóri og amtsbókavöröur, Tangagötu 13, Stykkishólmi, sem varö bráökvaddur þann 15. nóvember sl., veröur jarösunginn fráStykkishólmskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Sigurborg Skúladóttir, Jóhann Vikingsson, Guöný K. Óladóttir, Guðrún L. Víkingsdóttir, Vióar Vósteinsson, Skúli Víkingsson, Ingibjörg Kaldal, Halldór Víkingsson, Ingvar Víkingsson, og barnabörn. t Faöir minn og tengdafaöir, GUÐNI SIGUROSSON, Faxastíg 18, Vestmannaeyjum, síöast til heimilis í Bólstaöarhlíö 48, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. nóv. kl. 10.30. Blóm og kransarafþakkaðir. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Styrktarfélag vangefinna eöa Krabbameinsfélagiö njóta þess. Erla Guönadóttir, Helgi Pálmarsson. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaðir, GÍSLI JÓHANNESSON frá Bláfeldi, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fjóla Lúthersdóttir, Jóhannes Lúther Gíslason, Sæmundur Gislason, Erla Sigvaldadóttir. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, PETRÍNA 3TEFÁNSDÓTTIR frá Gili, Glerárhverfi, Akureyri, til heimilis í Hlaöbœ 9, Reykjavík, veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 13.30. Stefán Halldórsson, Katrín H. Ágústsdóttir og barnabðrn. t Eiginmaöur minn, GUDMUNOUR SÆMUNDSSON, Geitlandi 10, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 22. nóvember kl. 15.00 Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstof nanir. Guórún Asgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓNU GUÐRÚNAR ÞÓROARDÓTTUR, * Skeggjagötu 6. Sigurjón Jóhannsson, Jóhann Valberg Sigurjónsson, Lára Árnadóttir, Sigríóur Þóra Sigurjónsdóttir, Ólafur Valberg Sigurjónsson, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Guðmundur Valberg Sigurjónsson, Jón Valberg Sigurjónsson, Sigurjón Ari Sigurjónsson, Þóra Gunnarsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Guómundur Gíslason, og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda útför eiginkonu minnar, langömmu. + samúö og vinarhug viö andlát og móöur, tengdamóöur, ömmu og ÓLAFAR FRIOFINNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir flytjum viö starfsfólki í Sjúkrahúsi Seyöisf jaröar. Jón Einarsson, Elísa Jónsdóttir, Jón Hannesson, Ragnheiöur Jónsdóttir, Ernst Backman, Gunnar Sv. Jónsson, Guörún Bergsdóttir, Einar Þór Jónsson, Erla Blöndal, Ólöf J. Sigurgeirsdóttir, Jón Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Guðrún Jónsdóttir Fædd 30. msrs 1903 Dáin 12. nóvember 1985 „Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður Guð sinn og deyr.“ (M.J.) Já, tilbiður Guð sinn og deyr! Það er ætíð svo þegar kær vinur hverfur yfir móðuna miklu að við spyrjum okkur sjálf þegar síðasti andardrátturinn er þagnaður. Hvers vegna? Jafnvel þó við vitum að stundin nálgast þá er þessi spurning á vörum okkar. Móðurhlutverkið er að gefa. Gefa, af sjálfum sér, fæða í þennan heim barn. Gefa því ást og hlýju, vefja það örmum, næra það and- lega og líkamlega. Kveikja réttar tilfinningar í brjósti barnsins, réttan skilning og reyna að beina sjónum þess að hinu rétta í lífinu. Móðurhlutverkið er stærsta hlutverk lífsleiksins, móðurást er kærasta ást og mest skapandi ást sem hólpnir njóta. Hún er eins og geislandi safír í huga hvers sem hennar fær notið. Sá sem er svo hamingjusamur að fá að njóta slíks meirihluta ævi sinnar kemst næst Guðsríki í lif- anda lífi í minningunni um móður- kærleikann og um armana sem héldu fast alla tíð og samvistirnar sem voru svo hreinar og tærar, þá skilur hann kraft kærleikans í fagnaðarerindinu. Já, minningarnar streyma fram — minningar um konu og móður — minningarnar um tíma sorgar oggleði. Sorgartíma þegar eiginmaður- inn og faðir féll frá á besta aldri — þegar þau tvö áttu að geta notið lifsins eftir eril og annir við að ala upp sex börn sem þá voru komin úr föðurhúsum. Minningar um fráfall elsta son- arins og bróður, eftir sár og mikil veikindi. Þá, sem fyrr, settist móðir mín niður af fullri reisn og æðruleysi og tjáði tilfinningar sínar í ljóðum. Ljóðum sem ristu djúpt hjá okkur sem lásum. Já, minningar um listelska konu sem undi sér við málverkin sín og við að tjá hugsarnir sínar í ljóða- formi og um konu og móður sem sýndi reisn og æðruleysi í gleði og í sorg. Móðir mín fæddist að Árnesi í Valþjófsdal 30. marz 1903. For- eldrar hennar voru hjónin Marsi- bil Kristjánsdóttir og Jón Guð- mundsson bóndi þar og síðar á Kirkjubóli í sömu sveit. Á Kirkjubóli ólst hún upp ásamt systkinum sínum, Daníel, Vilbergi, Kristjáni og Guðmundu, sem öll urðu hið mesta dugnaðar- og hag- leiksfólk. Hún kynntist föður mínum, Jón- asi Sveinssyni, síðar forstjóra Dvergs hf. í Hafnarfirði, þegar hann var sjómaður á enskum tog- urum á Vestfjarðamiðum og fann framtíðarhöfn með honum í hans heimabyggð Hafnarfirði. Hjónaband þeirra í 43 ár ein- kenndist mjög af þeirri virðingu sem þau báru hvort fyrir öðru og af áhuga þeirra fyrir að skapa börnum öryggi og velsæld. Móðir mín átti að baki mikið lífsstarf þegar hún lést þann 12. nóvember síðastliðinn, sem og aðrir íslendingar sem hófu sína + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát eiginmans mins, föður okkar, tengdafööur og afa, ÞÓRÐAR SIGURBJÖRNSSONAR yfirtollvaröar. Ragnhildur Einarsdóttir, Margrét A. Þóröardóttir, Þórhallur Helgason, Árni Guömundsson, Anna Jóna Þóröardóttir, Ása H. Þóróardóttir, Finnbogi G. Kjeld, Ragnhildur J. Þóröardóttir og barnabörn. Þökkum hlýhug og samúö viö andlát ogútför móöur okkar, tengda- móöur, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR JÓNSDÓTTUR, Grensásvegi 58. Jón Ingi Júlíusson, Ingíbjörg Júlíusdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Ósk Halldórsdóttir, Guóný Halldórsdóttir, Erla Halldórsdóttir, Pálhildur Guömundsdóttir, Karl Torfason, Stefán H. Sigfússon, Björn Úlfar Sigurðsson, Diörik Ó. Hjörleifsson, Gestur Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. + Viö þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa viröingu, samúð og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUDMUNDSDÓTTUR, frá Stóra Nýjabæ, Krísuvík. Vilhjálmur Sigurösson, Guömundur Sigurösson, Steinar Guömundsson, Jóna Conway, Helgi Vilhjálmsson, Siguróur Guömundsson, Kristín Vestlund og barnabarnabörn. lífsgöngu um og eftir síðustu alda- mót. Hún upplifði sem þeir þá mestu breytingu og byltingu, sem þjóð okkar hefur upplifað, og sá rætast drauma um bættan hag Islend- inga. En mesta breytingin og það erfiðasta var að upplifa fyrir hana, var þegar faðir minn lést í október 1967. Treginn og eftirsjáin lifðu með henni til síðasta dags. Við hjónin vorum svo heppin að hún dvaldi hjá okkur í hinu fagra þorpi okkar, oft langdvölum, eftir að hún varð ekkja og fundum við þá vel hvað eftirsjáin eftir liðnum samverustundum var sterk. Móðir min var heil og óskipt við allt sem hún tók sér fyrir hendur, einkar hreinskiftin og skoðana- föst. Mat samferðafólk sitt af kostum þess, en lét galla þess í friði og talaði aldrei um þá. Hún reyndi að virkja það góða í bðrnum og vinum, gleðin og gæðin lýstu frá henni. Við búum í heimi þar sem Mammon er dýrkaður, þar sem líkamleg velferðarhyggja er sett ofar öllu öðru, þar sem manngildið er talið í peningum, þar sem and- legum verðmætum er sóað og ekki sinnt nema til hátíðarbrigða, og þar sem tímaleysið ræður ríkjum. Aldamótabörnunum fellur þetta miður vel og þau kunna því illa að hin nánu tengsl stórfjölskyld- unnar eru minni en áður var. Oft sá ég á síðustu árum saknað- ardrætti í andliti móður minnar þegar við ræddum um börn henn- ar, barnabörn og barnabarnabörn. Henni fannst að hún fengi ekki notið í nægum mæli návistar þeirra. Samviska sjálfs míns kvaldi mig, ég sem bjó fjarri hennar heimili og var einn þeirra sem atti kappi við tímann. Engu að síður var móðir mín svo hamingjusöm að eignast dætur, sem höfðu erft ríkulega allt hið góða hjá henni, og þær önnuðust hana með ást og umhyggju til síðustu stundar ásamt bræðrum mínum sem næst henni voru, þakkir frá mér. Við verðum aldrei fullkomnir, en við skulum vona að við fáum notið þess tíma sem kærleikur manna og þjóða á milli, verði sem móðurkærleikur. Þar sem hverju titrandi lífi með glóandi tárakvarma er veitt ást, umhyggja og eftirtekt meðbræðra og systra. Ég kveð móður mína með hennar eigin orðum er hún mælti að bróð- ur mínum látnum: „En nú eru skjálfandi skuggar og skammdegi kringum mig.“ Guð blessi minninguna um móð- ur mína. Sonur + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfall fööur míns, tengdafööur, bróöur, mágs, afaog fósturbróöur, ÓLAFS GUOMUNDSSONAR, veggfóðurmeistara, Stigahlíö 6, Reykjavík. Guöfríöur Ólafsdóttir, Doyle C. Bisbee, Marín S. Guömundsdóttir, Brynjólfur Jónsson, barnabörn og fóstursystkini. Tengdamóðir mín, Guðrún Jóns- dóttir, lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 12. nóvember sl. eftir langvar- andi veikindi. Þegar ég lít til baka yfir 30 ára kynni okkar er mér það minnis- stætt þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili tengdaforeldra minna. Ég var mjög ung og kveið þessari heimsókn mikið. En kvíðinn hvarf ein;, og dögg fyrir sólu, mér var tekið opnum örmum og upp frá þessum degi átti ég þá traustustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.