Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985
32
Mótmælendur á Norður-írlandi:
Höfða mál tíl að
ógilda samninginn
London, 20. nóvember. AP.
LEIÐTOGAR mótmælenda á Noró-
ur-írlandi eru æfareiðir yfir sam-
komulaginu sem breska stjórnin og
sú órska gerðu með sér á dögunum
um málefni Norður-írlands. Hafa
þeir ákveðið að fara með málið fyrir
rétt í London og krefjast þess, að
samningurinn verði lýstur ólöglegur.
Með samningnum fá stjórnvöld
á írlandi, í fyrsta sinn frá því
landinu var skipt árið 1921, form-
legan tillögurétt um hvernig mál-
um skuli hagað á Norður-írlandi.
James Molyneaux, formaður Sam-
ítalir gefa út hand-
tökutilskipun á
hendur Abbas
Genúa, 20. nóvember. AP.
SAKSÓKNARINN í Genúa gaf í
dag út handtökutilskipun á hendur
Mohammad Abbas, leiðtoga Pal-
estínuskæruliða, og ýmsum sam-
starfsmönnum hans vegna ránsins
á ítalska skemmtiferðaskipinu
Achille Lauro.
Alls hefur handtökutilskipun
verið gefin út á hendur 16 Palest-
ínumönnum vegna sjóránsins og
sitja sjö þeirra nú á bak við lás
og slá.
Abbas er leiðtogi PLF og ná-
inn samstarfsmaður Yassers
Arafat, leiðtoga PLO. Banda-
ríkjamenn kröfðust framsals
Abbas af ítölum, en hann var
um borð í egypsku farþegaþot-
unni, sem neydd var til lendingar
á Sikiley er hún var á leið til
Túnis með sjóræningjana. Abb-
as átti þátt i því að sjóræningj-
arnir yfirgáfu Achille Lauro og
létu ítalir hann því lausan og
leyfðu að fara úr landi, en það
olli um tíma erfiðleikum í sam-
búð ítala og Bandaríkjamanna.
Saksóknarinn segir einn ræn-
ingjanna fjögurra, Youssef
Magied A1 Molqi, hafa gengist
við morðinu á Bandaríkjamann-
inum Leon Klinghoffer. Kveðst
Vestur-Þýskaland:
100 km
hraðamörk-
um á hrað-
brautum
hafnað
Bonn, 20. nóvember. AP.
RÍKISSTJÓRN Vestur-Þýska-
lands ákvað á þriðjudag að setja
ekki á hraðatakmarkanir á hrað-
brautir landsins. Vestur-Þýska-
land er því eina ríkið í Evrópu þar
sem ökumenn geta keyrt eins
hratt og þeir vilja, eða ökutæki
þeirra komast, á hraðbrautum.
Friedrich Zimmermann til-
kynnti þessa ákvörðun á blaða-
mannafundi og sagði hann að
engin hlutlæg rök væru fyrir því
að setja á slíkt bann.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
var reist á tilraun, sem ríkið lét
gera á nokkrum hraðbrautum í
ýmsum ríkjum landsins og stóð
í ellefu mánuði. Þar mátti aðeins
aka á hundrað kílómetra hraða
á klukkustund.
Werner Dollinger, samgöngu-
og umferðarmálaráðherra, sagði
að tilraunin hefði leitt í ljós að
kolsýrlingur og önnur eiturefni
í útblæstri bifreiða minnkuðu
aðeins um eitt prósent, ef sett
væru hraðatakmörk við hundrað
kílómetra hraða.
hann ekki hafa myrt hann þar
sem hann var gyðingur, heldur
þar sem hann var Bandaríkja-
maður.
í hópi þeirra, sem lýst var eftir
í dag, eru ýmsir af æðstu mönn-
um samtaka Palestínumanna,
m.a. Rahem Khaled, öðru nafni
Abu Amar, sem hafði ofursta-
tign innan PLF.
bandsflokksins, flokks mótmæl-
enda á Norður-Irlandi, sagði í gær
Thatcher, forsætisráðherra, á
fundi í neðri deild breska þingsins,
að málið yrði höfðað innan tveggja
mánaða. Bað hann Thatcher um
að hafast ekki að fyrr en niður-
staða fengist í málinu en hún
svaraði og sagði, að ekki tjáði um
að tala, samningurinn yrði lagður
fyrir þingið í næstu viku. Á breska
þinginu eru flestir sammála um
að samþykkja hann.
Ekki er eins víst að írska þingið,
Dail, samþykki samninginn.
Flokkur Fitzgeralds, forsætisráð-
herra, Fine Gael, hefur nauman
meirihluta, 86 þingmenn af 166,
Fianna Fail, stærsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, ætlar að leggjast
gegn honum. Ber það til, að gegn
því að fá að hafa hönd í bagga
með stjórninni á Norður-írlandi
féllst Fitzgerald á, að írar hættu
að gera tilkall til landshlutans,
nema meirihluti íbúanna sam-
þykkti. Bretar munu því um ófyrir-
séðan tíma fara með yfirstjórnina
á Norður-frlandi. Mótmælendur
eru þar miklu fleiri en kaþólskir
menn, sem vilja samaeinast írum.
Grænland:
Vinnudeilunum
lokið með lögum
Kaupmannahöfn, 20. nóvember. Frá Nils Jörgen Bruun, frétUrilara Morgunbl.
LANDSÞINGIÐ á Grænlandi sam-
þykkti í gærkvöldi lög, sem binda
enda á vinnudeilurnar í landinu. í
þeim er kveðið á um 6% launahækk-
un og að vísitöluhækkun launa falli
niðuríjanúar nk.
Fyrir nokkrum dögum sam-
þykkti danska þingið sams konar
lög en þau tóku aðeins til ríkis-
starfsmanna. Lögin, sem sam-
þykkt voru í landsþinginu, ná til
þeirra, sem vinna hjá grænlensku
landsstjórninni og sveitarfélögun-
um. Er hér um að ræða t.d. kenn-
ara, starfsfólk sjúkrahúsa, vél-
stjóra, lögfræðinga og viðskipta-
fræðinga.
Fjórtán landsþingsmenn
greiddu lögunum atkvæði sitt en
10 sátu hjá. Allir 11 þingmenn
stjórnarflokksins Siumut voru
þeim hlynntir, tveir þingmenn
samstarfsflokksins Inuit Ataqat-
igiit og einn þingmaður stjórnar-
andstöðuflokksins Atassut. Aðrir
þingmenn þess flokks greiddu ekki
atkvæði.
Stjórnarandstaðan krafðist þess
í fyrstu, að á vorþinginu yrði
samþykkt verð- og launastöðvun
en lét sér loks nægja sú yfirlýsing
stjórnarflokkanna, að þeir væru
þeirri hugmynd ekki fráhverfir.
Sean Connery og Jean-Jaques Annaud, leikstjóri „Nafns rósarinnar“
fyrír framan leikmyndir í smíðum.
Sean Connery
gengur í klaustur
UNDIRBÚNINGUR er hafinn að kvikmyndun á bókinni „Nafn rósar-
innar". Frakkinn Jean-Jaques Annaud hefur ráðist í að gera kvikmynd-
ina. Sá hinn sami leikstýrði myndinni „Leitin að eldinum" og hlaut
Óskarsverðlaun fyrir. Sean Connery leikur spæjarann í munkakuflinum,
Vilhjálm af Baskerville, og F. Murray Abraham, sem leikur Salieri í
myndinni „Amadeusi“, bregður sér í gervi rannsóknardómara.
II
„Nafn rósarinnar" eftir Italann
Umberto Eco var metsölubók
víða um heim. Upplag bókarinn-
ar er nú um þrjár milljónir og
hefur hún verið þýdd á um
fimmtán tungumál. „Nafn rósar-
innar" er einnig mikil að upplagi.
Þar ægir saman trúfræði, sagn-
fræði, stjórnmálafræði og síðast
en ekki síst magnþrunginni
spennu. Annaud ætlast ekki
minna fyrir í kvikmyndinni.
Hann ætlar að mörkum hins
mögulega. Áhersla verður lögð á
hið leikræna: Ástríður, fátækt,
glæpir og rannsóknarrétturinn.
Frakkinn ætlar að halda í niður-
stöðu Ecos, sem lítur á miðaldir
sem fyrirmynd eða módel að
samtímanum og við eigum vissu-
lega við sömu vandamál að stríða
á vorum dögum.
Leikstjórinn leitaði lengi að
höfundum að handriti myndar-
innar. Svo fór að lokum að fjórir
rithöfundar lögðu hönd á plóg-
inn, en Annaud stýrði fjöður-
stafnum. Eco neitaði að skrifa
handritið sjálfur og sagði að
fyrir sér væri „Nafni rósarinnar"
lokið. Og hann ætlaði sér hvorki
að semja úr bókinni óperu, né
reisa henni minnisvarða. Þessi
ítalski táknfræðingur féllst hins
vegar á að veita Annaud lið og
hjálpaði honum að finna heim-
ildir, allt frá ritum Aristótelesar
til matreiðslubóka frá miðöldum.
Eco leitaði einnig logandi ljósi
að stöðum, sem hæfðu umgjörð
sögunnar.
Mikið fé hefur verið lagt í að
reisa íburðarmiklar leikmyndir
og gert er ráð fyrir að myndin
kosti sextán milljónir Banda-
ríkjadollara í framleiðslu.
Bandaríkjamenn styðja
geimvarnaráætlunina
Lo8 Angeles, 19. nóvember. AP.
FLESTIR Bandarfkjamenn styðja
geimvarnaráætlun Ronald Reagans,
forseta Bandaríkjanna, og þá
ákvörðun hans að semja ekki um
hana á fundi leiðtoga stórveldanna
í Genf. Þetta kemur fram í skoðana-
könnun sem The Los Angeles Times
stóð fyrir.
Samt sem áður kom greinilega
fram í skoðanakönnuninni að
Bandaríkjamenn eru mjög fylgj-
andi afvopnun. 50% þeirra sögðu
að kjarnorkuafvopnun væri mik-
ilvægasti málaflokkurinn á dag-
skrá fundar leiðtoganna. Þá komu
mál er vörðuðu frið í einstökum
Noregur:
Bindindismenn gera
hríð að stjórnvöldum
Óaló, 20. nóvember. Frá Jan Krik Lnure, frétUrítmrm MorgunblmAainf*.
BINDINDISMENN í Stryn-hreppi
í Vestur-Noregi gera nú harða hríð
að stjórnvöldum vegna aðferða
áfengiseinkasölu ríkisins við að
selja norskt vodka, Viking Fjord
Vodka, á bandarískum markaði.
Veig þessi hefur verið auglýst
grimmt vestanhafs og birtar
myndir af hinu undurfagra
Loen-vatni og fjallahringnum I
kring. Innansveitarmenn hafa
brugðist ókvæða við og er nú
verið að safna undirskriftum í
því skyni að veita forráðamönn-
um einkasölunnar ærlega hress-
ingu beint í æð.
„Eg kveð nú svo sterkt að orði
að kalla það nauðgun að stilla
vodkaflösku upp til myndatöku I
þeim unaðsreit, sem þessi staður
er frá náttúrunnar hendi," segir
Jon Dragset kennari, forgöngu-
maður undirskriftasöfnunarinn-
ar.„Það er nöturlegt og særandi
að nota þannig landslag, sem
okkur er kært, til þess að ginna
fólk til að kaupa fíknilyf."
Áfengiseinkasalan hefur selt
300.000 flöskur af vodkanu á
Bandaríkjamarkaði. I auglýsing-
unni segir, að vínið sé gert úr
norsku fjallavatni, og hefur það
átt mun betri viðtökum að fagna
en heimsfrægar vodkategundir
frá Finnlandi og Svíþjóð, Fin-
landia og Absolut-vodka.
„Fyrirtækið átti að bera erindi
sitt upp við heimafólk, áður en
farið var að upphefja áfengið og
nota til þess sveitina okkar,“
segir Drageset. „Áfengisauglýs-
ingar eru nú einu sinni bannaðar
í Noregi. Og ég tel, að forráða-
menn ríkiseinkasöíunnar verði
að hafa bakfisk til að ganga ekki
út yfir öll siðferðismörk, jafn-
skjótt og komið er út fyrir land-
steinana."
hlutum heims, mannréttindamál
og bann við kjarnorkuvopnum í
geimnum. 58% vildu að Banda-
ríkjamenn héldu áfram með
geimvarnaráætlunina, en 30%
voru á móti. Þegar spurt var hvort
bæði stórveldin ættu að banna
notkun allra vopna í geimnum,
sögðust 61% vera því fylgjandi,
en 31 % voru andvígir því.
Skoðanakönnunin náði til 2.041
manns um alla Ameríku og
skekkjumörk hennar eru talin
vera plús eða mínus 3%.
Flúðu til
Austurríkis
Draaenboren, Austurríki, 18. nóvember. AP.
TYRKI og austur-þýsk unnusta hans
földu sig innan um húsgögn i innsigl-
uðum flutningavagni og komust
þannig í gegnum Tékkóslóvakíu
fram hjá tveimur landamærastöðv-
um á flótta sínum til Austurríkis, að
því er austurríska lögreglan greindi
frá á sunnudag.
Lögreglan kvað parið hafa yfir-
gefið flutningavagninn skömmu
eftir að komið var yfir austurrísku
landamærin snemma laugardags.
Er talið, að fólkið ætli að biðjast
hælis í Vestur-Þýskalandi.