Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1985 'Atáltö#- UMSJON JÓN ÓLAFSSON Bekkjar- keppni í mælsku- list Litið við í Verzló „Ég get aldrei haldið ræðu,“ er setning sem margir hafa tautað í barm sér. Jafnmargir hafa komið sjálfum sér á óvart með ágætri frammistöðu í ræðumennsku hvers konar. Gildir þá einu hvort um er að ræða stutta þakkarræðu í 10 manna samkvæmi eða á 500 manna málfundi í stórum sal. Sá sem þetta ritar hélt að það myndi líða yfir hann er fyrst var stigið í ræðustól. Ræðan var ekki nema 2 mínútna löng í mesta lagi en varaði sem eilífð. Loftslagið þynntist hreint ótrúlega á þessum 2 mínútum. Alla vega fannst greinarhöfundi það. Nokkrum vikum síðar var önnur ræðan flutt. Það var líka erfitt en ekki eins. Sú þriðja var aðeins léttari og í þeirri fjórðu var líðanin mjög góð. Þetta leiddi til þess að það að halda ræðu varð að ávana og munaði minnstu að greinarhöfundur yrði sendur í meðferð og kannski ekki að furða. Haldandi ræður, oftast óbeðinn í tíma og ótíma, bara vegna þess að líðanin var svo góð á meðan. Áheyrendur hreinlega liðu fyrir að vera nærstaddir. Með hálp góðra manna tókst þeim sem þetta ritar að venja sig af þessu. „Allt er best í hófi, það er okkar trú,“ sungu Stuðmenn og það eru orð að sönnu. Ræðumennska er iðkuð af kappi í framhaldsskólum landsins og er þaö vel því fáar íþróttir eru jafn þroskandi. Hún stuðlar að betra málfari, auknu sjálfstrausti og þroskar dómgreind. Ræðunámskeið eru haldin í skólum og leiðbeina þá færir menn og reyndir. Skólarnir keppa sín á milli í MORFÍS-keppninni sem er fjölmennasta keppnin. Allskyns aukakeppnir, innanskólakeppnir og málfundir fara fram í hverjum skóla. Bekkjarkeppni í mælskulist hófst í Verzlunarskólanum á mánudagskvöld og var þar líf og fjör. Blm. og maðurinn með myndavélina kíktu inn. „Fengum frí í bók- færslu og íslensku" - segir Anna Þ. Þorgrímsdóttir, ræðumaður kvöldsins „Undirbúningur okkar í 3D fyrir þessa keppni var langt frá því að vera fullnægj- andi. Okkur langaði samt að vera með svo við bara slógum til þó við hefðum aðeins eytt 2 klukkustundum í að semja ræður okkar,“ sagði ræðumaður kvöldsins, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir. „Við fengum frí í bókfærslu og íslensku í dag og páruðum eitthvað niður á blað á bókasafninu. Við höfðum því miður ekki meiri tíma en það var samt gaman að þessu," sagði Anna ennfremur. Þú hefur greinilega farið upp í pontu áður. Hvenær? „Það var bara nokkrum sinnum í Kópa- voginum þegar ég var í Þinghólsskólanum." Hvernig er góður ræðumaður? „Fyrst og fremst eðlilegur og sannfær- andi. Ekki endilega eins og þeir sem koma úr JC sem oft vilja verða svo formlegir og óeðlilegir. Svo eru það hreinar línur að maður verður helst að segja eitthvað snið- ugt í hverri ræðu til að öðlast athyglina óskipta," sagði þessi snöfurmannlega snót að síðustu. Elsku besta rúsínan mín“ 99 Ræðumenn veittu góðfúslega leyfi fyrir því að birtar yrðu glefs- ur úr ræðum þeirra. Hér eru nokk- ur sýnishorn úr ræðu önnu Þ. Þorgrímsdóttur: „Hvernig dettur ykkur annars í hug að 18 ára unglingur hafi nægan þroska til að kjósa. Þetta er persóna vart af barnsaldri. Útlit skiptir miklu máli á þessum árum og algengt myndi að heyra: „Oh, kosningar og hvern á ég nú að kjósa. Ah, auðvitað Svavar Gests- son, hann er með svo falleg augu.“ - O - „Þið viljið meiri erlenda skulda- söfnun með auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þið viljið að einkaframtakið verði drepið niður, því t.d. bíóhúsin fara öll á hausin þegar banna á myndir eins og Brot úr ræðum Gremlins innan átján. Og þið viljið að lögleysa fái að blómstra m.a. þegar píurnar yrðu ekki lögráða fyrr en tveimur árum seinna en nú er. Þó er þjófstartað í mörgu horni í dag. Eruð þið kannski á móti kynlífi, kannski hræddir?" Andri Þór Guðmundsson beindi orðum sínum að andmælendum tillögunnar meðal annars á þennan hátt: „í Guðs bænum verið ekki að flíka þessum vanþroska ykkar. Það er jú fólk að hlusta á ykkur. Takið frekar mark á okkur er við segjum að það sé öllum fyrir bestu að samræma aldursmörk hinna ýmsu skylda og réttinda í 18 ár. Þið viljið það kannski ekki því að þá fáið þið bílprófið ári seinna. Jú, þið látið eiginhagsmuni ganga fyrir almenningsheill." - O - „Kæru andmælendur: Þið sögð- uð að lækka aldurstakmörk í vín- veitingahús og í Ríkið munu auka enn á áfengisvandann. Blessuð lá- tið ekki eins og einhver J. Helga- son!“ Loks komst Heimir Jónasson einhverju sinni svona að orði: „Hjördís, rúsínan mín. Þú segir að ég hefði hvort sem er klesst þessa bíla 18 ára. En elsku, besta sveskjan mín, þá er ég orðinn svo þroskaður að ég lendi ekki í svona rugli." Að mörgu að hyggja Það eru sjö atriði sem dóm- arar í keppni sem þessari þurfa að taka til greina þegar ræðumönnum eru gefin stig. Ræðutími, framkoma, sann- færing, rökfesta, svör við rökum mótherja, uppbygging ræðu og rétt íslenskt mál. Fari ræðumenn út fyrir tíma- takmörk þau sem þeim eru sett fyrir hverja ræðu eru dregin frá stig f.vrir hverja sekúndu. 3jubekkingunum f þessari keppni tókst ekki betur upp en svo að aðeins í 1 af 6 ræðum fengu þau ekki frádrátt út af þessu atriði. Það munar um minna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.