Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 68
ÐTT KDRT ALI5 SUtÐAR rs _ _^iglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Atlantshafssiglingar Hafskips að stöðvast MALAÐ YFIR HAFSKIP - Unnið var aö því í gær að mála yfír nafn Hafskips, sem stóð með stórum stöfum á síðum skipa félagsins. Mál skipafélagsins stóðu þannig í gærkvöldi, að alls var óvíst hvaða nafn verður málað á skipin í staðinn. Kostnaður við stöðvun tal- inn nálgast 80 milljónir BÚIST ER vid því að yfirlýsing komi frá Hafskip hf. síðdegis í dag, þar sem greint verði frá því að ákvörðun um að hætta Atlantshafssiglingum hafi verið tekin. Kagnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann ætti von á því að ákvörðun yrði tekin ekki síðar en í kvöld, en hann sagði að enn væri beðið eftir upplýsingum frá útlöndum, til þess að hægt væri að ákveða hver næstu skref yrðu. Morgunblaðið hefur hins vegar áreiðanlegar heimildir fyrir því yð þegar liggi fyrir ákvörðun um að hætta siglingunum, sem stórtap hefur verið á, og að enginn erlendur kaupandi hafi fundist að þeim viðskiptasam- böndum sem Hafskip hefur aflað sér á þessum leiðum. „Það eru ýmsar vísbendingar um það að við séum að tapa á tima i þessu máli,“ sagði Ragnar, „og þessi kjarnorkuvetur sem hefur umlukt félagið með þessari miklu opinberu umfjöllun hér heima hefur ekki létt okkur róðurinn við að semja við aðila sem við höfðum hafið viðræður við fyrir nokkru síðan.“ -i Ragnar upplýsti að tapið af Atlantshafssiglingunum væri nú eitthvað á annað hundrað milljón- ir. Hversu mikið tapið yrði þegar upp væri staðið og þessum rekstri hefði verið hætt, sagði hann að myndi ráðast af þeim samningum sem tækjust við stærstu verktaka og samningsað- ila í útlöndum. Ljóst er þó að tapið á eftir að aukast verulega, því mjög kostnaðarsamt er fyrir fyrir- tæki sem þetta að hætta rekstri. Til dæmis er Hafskip með 5 til 6.000 gáma á leigu fyrir Atlants- hafssiglingar að sögn Ragnars Kjartanssonar. Fyrirtækinu er samkvæmt samningum skylt að skila gámunum í jafngóðu ásig- 'komulagi og þeir voru þegar þeir voru teknir á leigu. Talið er að það muni að meðaltali kosta 150 til 200 dollara á gám, að gera þá þannig úr garði. Þannig að það eitt kemur til með að kosta Hafskip um 1 milljón dollara eða 41 milljón króna. Þá er ótalinn kostnaður, sem fylgir því að rifta leigusamn- ingum við skipaeigendur, þannig að ekki er talið ólíklegt að kostnað- ur við að hætta þessum hluta rekstrarins geti nálgast 2 milljónir dollara, þegar allt verður talið. Ragnar sagðist alfarið vilja mót- mæla þeim áburði að Hafskip hefði blekkt Útvegsbankann með röng- um tölum. „Hins vegar,“ sagði Ragnar, „hefur komið á daginn að þótt tekjuáætlun okkar hafi stað- ist, þá hefur kostnaður farið tals- vert fram úr áætlun. í svona stór- um rekstri munar mjög mikið um hver fimm prósentustigin." Sameining Skipadeildar SÍS og Hafskips: Morgunblaðið/Júlíus Skiptar skoðanir inn- an Sambandsstiórnar SAMBANDSSTJÓRN tók ákvörðun um það á fundi sínum í gær að kanna til hlítar hvort hægt sé að stofna sér- stakt skipafélag utan um skiparekstur samvinnumanna, með þátttöku Sam- bandsins, samvinnufyrirtækja og að- ila utan samvinnuhreyfingarinnar. Þetta upplýsti Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins blaðamann Morgunblaðsins um í gærkveldi, og sagði að í framhaldi þessarar samþykktar hefði verið ákveðið að ganga til formlegra við- ræðna við Hafskip hf. og verður fyrsti formlegi samningafundur aðila hald- inn í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er orðalag sam- þykktar Sambandsstjórnar svo al- menns eðlis, vegna þess að mjög deildar meiningar eru um það innan Sambandsstjórnar hvort rétt sé að ganga til slíks samstarfs við Hafskip. Eru heimildamenn blaösins meira að segja þeirrar skoðunar að það sé harla ólíklegt að samningar þessara aðila geti tekist. Á sambandsstjórnarfundinum í gær kom þaö skýrt fram að stjórnin Sjöstjarnan í Keflavík: Afurðalán að núvirði 70-80 milli. svikin út BANKASTJÓRN Útvegsbanka ís- lands hefur lagt fram kæru á hendur framkvæmdastjóra Sjöstjörnunnar hjá bæjarfógetanum f Keflavík. Ástæðan er rangar uppiýsingar um -^ifgðir fyrirtækisins, sem leitt hafa il þess að það hefur fengið um það bil 28 milljónir króna í afurðalán umfram settar reglur á árunum 1983 til 1984. Á verðlagi dagsins í dag nemur þessi upphæð 70 til 80 milljón- um króna. f frétt frá bankanum segir, að á síðastliðnu ári hafi bankastjórnin -►-iekið upp aukið og hert eftirlit með framleiðslubirgðum fyrir- tækja vegna afuröalána. í ljós hafi komið við birgðatalningu hjá Sjöstjörnunni, að ástæða hafi ver- ið til frekari könnunar. Banka- stjómin hafi falið löggiltum end- urskoðanda að kanna bókhald fyrirtækisins og við það hafi fyrr- greind niðurstaða fengizt. Fram- kvæmdastjóri Sjöstjörnunnar hafi staðfest hana og hætt störfum hjá fyrirtækinu. Nýir eigendur hafi tekið við rekstri fyrirtækisins og tryggingar verið settar fyrir áður- greindri upphæð. Þá er í fréttinni tekið fram að við bókhaldsrann- sókn hafi ekkert komi* í ljós, sem bent geti til fjárdráttar viðkom- andi aðila. Fyrirtækið Langeyri í Hafnar- firði hefur verið sameinað Sjö- stjörnunni og eru helztu hluthafar í sameinaða fyrirtækinu íslenzka umboðssalan og Bjarni V. Magnús- son. Togararnir Keilir og Dag- stjarnan munu sjá fyrirtækinu fyrir hráefni. Veiting afurðalána fer þannig fram, að lántakendur leggja fram skjal þar sem tiltekið magn birgða er veðsett fyrir láni í ákveðnu hlutfalli af verðmæti birgða, 75%. Bankarnir hafa síðan eftirlit með því, hvort birgðir þessar séu til og hefur það eftirlit nú verið hert. telur ekki koma til greina að kaup- verð Islandssiglinga Hafskips, þeg- ar íslenzka skipafélagið yfirtók reksturinn, þ.e.a.s. 625 milljónir, verði lagt til grundvallar í samn- ingaviðræðunum. Ekki hafa neinar tölur verið nefndar, en þessi tala er sögð fjarri láfei. Einkum var rætt um það hversu mikið fé S gæti sett inn í slíkt fyrirtæki, ef af yrði, á móti þeirri viðskiptavild sem Hafskip myndi leggja til. Segja sambandsmenn að skuldamál Haf- skips séu Sambandinu og samn- ingaviðræðunum með öllu óviðkom- andi, en það verði að liggja Ijóst fyrir hversu mikið hlutafé og hversu mikið af flutningum Haf- skips muni fylgja með i kaupunum, ef af verður. Er samstaða um það innan sambandsstjórnar að Sam- bandið og samvinnufyrirtæki verði að eiga afgerandi meirihluta í nýju fyrirtæki, ef það verður stofnað. Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum sambandsmanna voru á einu máli um að kanna bæri þennan samstarfsmöguleika til hlítar, en meirihluti þeirra var þó þeirrar skoðunar, að ólíklegt væri að af slíku samstarfi gæti orðið. „Við munum reyna að leiða málið til lykta sem allra fyrst, og ekki síðar en í vikulokin," sagði Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips hf. „Það kemur á daginn á hvaða grundvelli verður unniö, þegar þríhliða viðræður með þátt- töku Útvegsbankans hefjast," sagði Ragnar er hann var spurður hvaða vonir stjórnendur Hafskips gerðu sér um umræðugrundvöll. „Við ræðum einfaldlega á við- skiptalegum grundvelli við þá aðila sem koma til með að óska eftir því. Það verður bara að koma í ljós hvað menn eru reiðubúnir að tala um,“ sagði Lárus Jónsson banka- stjóri Útvegsbankans er hann var spurður sömu spurningar. Lárus var spurður hvernig stjórnendúm Útvegsbankans litist á þá eftirlitsmenn sem ríkisstjórn og Seðlabanki hefðu skipað til þess að taka þátt í samningaviðræðum: „Við höfum að undanförnu átt í miklum viðræðum við viðskiptaráð- herra og Seðlabanka um þessi mál. 1 framhaldi af því hefur þetta orðið niðurstaðan og við höfum út af fyrir sig ekki nema gott eitt um hana aðsegja." Sji ennfremur fréttir i bls. 2 og 4. Okurlánamáliö: Gæsluvarð- hald framlengt GÆSLUVARÐHALD yfir Her- manni Björgvinssyni var í gær framlengt til laugardagsins 30. nóvember næstkomandi að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hermann Björgvinsson hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 2. nóvember síðastliðinn vegna rannsóknar á okurlánamálinu svonefnda og átti gæsluvarð- hald hans að renna út í gær. Vegna rannsóknar málsins gerði RLK kröfu um að gæslu- varðhaldið yrði framlengt til 30. nóvember og féllst Sakadómur Kópavogs á þá kröfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.